Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 10
20
HELGIN
Laugardagur 2. september 1989
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKA
Hann reyndi að stöðva
þjófa en var
skotinn með eigin byssu
Húseigandinn var þekkturfyr-
ir að vera óhræddur og hafði
áður gripið þjófa. í þetta sinn
ók hann bíl sínum á bíl þeirra
og stöðvaði hann. Þá horfði
hann í hlaup sinnar eigin
byssu
Sailý Smith var svo ástfangin af Bobby Ðale að hún vildi óðfús taka á sig
morðsök fyrir hann.
Einfætt, ástfangin kona, innbrot
um miðnætti, lík í skurði, leynibréf
úr fangelsi og lögregla sem varð að
sanna að sá grunaði væri saklaus um
niorð. Allt þetta er
hráefni í morðmáli og þegar það
hrærðist saman, voru rannsóknar-
lögreglumenn í Pittsburgumdæmi í
Oklahoma æ meira undrandi á því
sem kom í ljós.
Allt hófst þetta um miðnætti 23.
apríl 1988, sem var laugardagur. Pá
hringdi kona í uppámi og sagði að
brotist hefði verið inn í hús sitt og
allt væri á tjá og tundri og að
maðurinn hennar væri að elta ein-
hvern.
Símavörðurinn fékk leiðarvísi að
bóndabænum, sem var heimili Dav-
ids nokkurs Blessing og lá milli
tveggja smáþorpa sem íbúar höfðu
að mestu yfirgefið. Ekki langt frá
var hraðbrautin sem lá alla leið til
Texas.
Louis Perry tók við boðunum og
lagði þegar af stað í myrkrinu en var
truflaður á leið sinni. Símavörður
umferðarlögreglunnar fékk nefni-
lega kall af sama svæði rétt eftir að
Perry var lagður af stað. Þar var
tilkynnt um látinn mann í vegar-
skurði við afleggjara af hraðbraut-
inni og sagt að skot hefði heyrst og
bíll ekið burtu.
Árekstur og morð
Nú var ráðgast milli bíla um hvað
gera skyldi. Líkið var skammt sunn-
an við Blessing-býlið. Þar sem ekki
þótti útilokað að innbrotið þar og
óskýrða dauðsfallið væru tengd og
lögreglumenn voru ekki á hverju
strái þarna, var ákveðið að Perry léti
innbrotið eiga sig í bili en athugaði
líkið. Alvarlegri mál hafa jafnan
forgang.
Nokkrum mínútum síðar var
Perry kominn á staðinn. Afleggjar-
inn af hraðbrautinni var óupplýstur
malarslóði með trjám á báða vegu.
Nokkir íbúar húsvagna í grenndinni
höfðu safnast saman við nýlegan
Chevrolet-pallbíl sem stóð á vegin-
um með stefnu til suðurs og var í
gangi með öll ljós kveikt.
Augljóst þótti á aðstæðum að
eitthvað mikið hafði gengið á. Um
allan veginn lá margs konar dót,
m.a. brot úr framrúðu og gaflinn úr
palli bílsins, ásamt sjónvarpstæki,
rauðum brúðuvagni og margs konar
heimilistækjum. Vegurinn sjálfur
var tættur upp og vegbrúnin og
brautarskurðurinn höggvið eins og
þarna hefði átt sér stað meiri háttar
umferðaróhapp. Pallbíllinn sjálfur
var þó að yicstu óskemmdur.
Látni maðurinn var hávaxinn og
þéttholda, um fertugt. Hann lá á
grúfu í skurðinum og einhver hafði
breitt teppi yfir hann. Á miðjum
veginum um 10 metra frá líkinu lá
veiðiriffill. Perry sá þegar í stað að
maðurinn hafði ekki orðið fórnar-
lamb umferðarslyss. Hann hafði ver-
ið skotinn beint í hjartastað.
Fremur er flest öll deifbýlisum-
dæmi í Oklahoma, hafði lögreglan í
Pittsburgumdæmi hvorki mannskap
né tækni til að rannsaka meiri háttar
glæpi svo Perry kallaði þegar til
ríkislögreglunnar um aðstoð. Pað
voru Jones og Hogan sem kallaðir
voru út og voru komnir á vettvang
um klukkan eitt.
-Pallbíllinn sneri til suðurs, rifjaði
Jones síðar upp. - Allt benti til að
annar slíkur hefði verið þarna líka,
en verið snúið við í flaustri og ekið
út í skurðinn en náðst þaðan upp og
verið ekið til norðurs.
Lýst eftir skemmdum bíl
Fólkið úr húsvögnunum þekkti
hinn látna. Hann hét David Blessing
og bjó þar skammt norðan við.
Hann var 45 ára. Það var Richmond
Davis sem kvaðst hafa heyrt þegar
bílarnir rákust saman.
- Ég stökk upp úr rúminu og leit
út um gluggann, sagði Davis lögregl-
unni. - Nokkrum sekúndum síðar
heyrði ég skotið. Ég sá tvenn bílljós
gegnt hvorum öðrum á veginum og
heyrði urg og glamur þegar annar
bíllinn ók burtu á hraðbrautinni.
Davis bætti við að þegar hann var
kominn í buxurnar og hljóp út ásamt
syni sínum, hefði aðeins annar bíll-
inn verið þarna og maðurinn í
skurðinum blasað við í ljósunum.
Hann þekkti hann þegar sem nágr-
anna sinn.
- Ég kraup niður, lagði höndina á
bakið á honum og spurði hvað hefði
gerst. Hann svaraði engu og hreyfði
sig ekki. Ég var viss um að hann væri
dáinn.
Jones og Hogan tóku að sér morð-
málið og einnig innbrotið á heimili
hins myrta. Fyrst var að reyna að
koma í veg fyrir að morðinginn
slyppi og lýst var eftir honum um allt
Oklahoma-ríki. Vitað var hvernig
bíllinn var, vegna þess að það var
pallgaflinn úr honum sem orðið
hafði eftir á vettvangi.
- Bíllinn hlýtur að vera töluvert
skemmdur og ökumaður að líkind-
um vopnaður og hættulegur, sagði í
lýsingunni. - Hugsanlegt er að fleiri
séu í bílnum.
Tæknilið rannsakaði vettvang og
hlutina þar gaumgæfilega í leit að
fingraförum og öðrum sönnunum og
stóð rannsóknin langt fram á næsta
dag. Jafnframt var reynt að koma
saman heillegri mynd af atburðarás-
inni.
David Blessing átti litla glerverk-
smiðju í Eufola skammt frá en kona
hann var kennari í Indianola. Á
laugardagskvöldið um kl. 23.00
komu Blessing-hjónin og fleiri full-
orðnir heim eftir að hafa farið í
skólaferðalag með nokkrum ungl-
ingum til Texas. Blessing-hjónin
voru á sendiferðabíl sínum en fóru
með öðrum hjónum heim til þeirra,
en þar höfðu þau skilið pallbíl sinn
eftir og ætluðu að taka hann með
heim. Blessing ók pallbílnum en
kona hans kom á eftir á sendiferða-
bílnum.
David elti þjófana
- Við stönsuðum nokkrar mínútur
og ræddum um ferðalagið en svo
lögðum við David af stað heim.
Hann steig upp í pallbílinn og það
var í síðasta sinn sem ég sá hann á
lífi, sagði frú Blessing.
- Þegar ég nálgaðist húsið sá ég
afturljós hverfa yfir hæð og önnur
skammt á undan. Ég hélt kannski að
skepnur hefðu sloppið út. Ég ók inn
í heimreiðina og sá þá að bykdyr
hússins voru opnar. Um leið og ég
gekk inn sá ég að brotist hafði verið
inn. Öll rúðan hafði verið tekin úr
hurðinni.
Allt var á tjá og tundri og sjón-
varpið og myndbandstækið horfið.
Húsgögn og fleira var stórskemmt.
Ég hljóp inn í stofu til að hringja til
lögreglunnar en þeir höfðu tekið
símann líka.
Þó frú Blessing óttaðist að inn-
brotsþjófamir gætu enn verið í hús-
inu, fór hún inn í svefnherbergi þar
sem annar sfmi var og hringdi og
tilkynnti um leið að David hefði
farið á eftir þjófunum.
David Blessing var mikils metinn
í grenndinni og talinn einn af horn-
steinum samfélagsins, traustur, dug-
legur og réttlætið holdi klætt í hví-
vetna. Nokkrum mánuðum áður
hafði verið brotist inn hjá honum, en
þá gómaði hann þjófana einn.
Lögreglan sagði að hann hefði
ætlað að verja eigur sínar og verið
óhræddur við að elta glæpamennina.
Það hefði kostað hann lífið. Við
rannsókn á rifflinum kom í ljós að
David Blessing hafði verið skotinn
með eigin vopni. Talið var að þjófur-
inn hefði stolið rifflinum ásamt hinu.
Þegar Blessing ók á bíl þjófsins til að
stöðva hann, hefði þjófurinn gripið
til riffilsins, skotið Blessing og fleygt
síðan rifflinum til að nást ekki með
hann.
Frú Blessing sagði að riffillinn og
skotfærapakki hefðu blasað við í
húsinu enda hefði David alltaf haft
hann innan seilingar vegna úlfa sem
gerðu sig heimakomna við útihúsin
er skyggja tók.
Einfætt kona í
skemmdum bíl
Þegar líki Blessings var lyft upp til
brottflutnings kom í ljós að hann lá
ofan á öðrum riffli, óhlöðnum. Ekki
hafði verið skotið af honum lengi.
Frú Blessing sagði að sá riffill hefði
líka verið í húsinu.
Hvernig stóð þá á að hann lenti
undir líkinu? Blessing fór ekki inn í
húsið til að sækja hann svo talið var
að þjófurinn hefði verið með hann
líka þegar eltingaleikurinn hófst og
af ásettu ráði sett hann þarna til að
geta borið við sjálfsvörn ef hann
næðist.
- Annað eins hefur gerst, varð
lögreglumanni að orði. - Það hefur
komið fyrir að glæpamönnum hefur
verið sleppt ef þeir hafa getað sann-
fært dómara um að þeir hafi átt líf
sitt að verja þó þeir hafi framið morð
með köldu blóði.
Af ummerkjum á vettvangi að
dæma þótti ljóst að pallbíllinn sem
morðinginn slapp á væri mikið
skemmdur og kæmist ekki mjög
langt. Þá var gert ráð fyrir að
annaðhvort byggi náunginn skammt
frá eða að þeir hefði fljótlega þurft
að fela bílinn.
Eitt af þessu reyndist rétt:
Skemmdi bíllinn komst ekki langt.
Áður en búið var að senda lýsinguna
lengra en um nágrennið, barst til-
kynning um slys fimm km norðan
við áðurnefndan afleggjara. Simp-
son eftirlitslögreglumaður var á ferð
þar skammt frá og var hann kallaður
til. Þar gat að líta dökkan pallbíl í
vegarbrúninni. Úti stóð maður við
opna vélarhlíf bílsins og gufan steig
upp af götóttum vatnskassa. Kona
sat inni í bílnum.
Sprungið var á þremur hjólbörð-
um, framrúðuna og pallgaflinn vant-
aði og húsið var allt beyglað. Aug-
Ijóst þótti að bíllinn hefði oltið.
Simpson nam staðar til að athuga
ntálið og hjálpa fólkinu. Maðurinn
kvaðst heita Bobby Dale Smith,
vera 43 ára og búa í Sand Springs,
útborg Tulsa. Konan var Sallý, 35
ára eiginkona hans. Hún virtist í
hálfgerðu losti eftir óhappið, var
skrámuð og marin í andliti og á
handleggjum.
Sallý vill játa morð
Smith kvað bílinn ábyrgðar-
tryggðan og sagði að ekkert annað
hefði skemmst í óhappinu. Hann
neitaði boði Simpsons um að kalla á
dráttarbíl og kvaðst bjarga því
sjálfur. Sally Smith neitaði líka þeg-
ar Simpson bauðst til að kalla á
lækni handa henni.
Simpson gat ekkert meira að gert
og hann vissi heldur ekkert um
David Blessing í skurðinum skammt
frá svo hann hélt áfram til norðurs
eftir hraðbrautinni. Hann komst
raunar ekki langt heldur.
Átta mínútum síðar fór að glymja
í talstöðinni hjá honum og þá varð
honum ljóst að hann hafði líklega
verið að tala við grunaðan morð-
ingja. Hann tók snögga U-beygju,
og ók í snatri aftur á staðinn. Hann
hefði ekki orðið hissa þó Bobby
Dale og Sallý Smith væru farin,
hefðu yfirgefið skrjóðinn og tekið til
fótanna. Þau reyndust- þó enn á
sínum stað.
Kannski þau hafi talið bílinn ör-
uggasta staðinn að svo stöddu, sagði
lögreglumaður síðar. - Þau hafa
eflaust haldið að lík Blessings fyndist
ekki fyrr en að morgni.
Hálftíma síðar kom Simpson á
skrifstofu lögreglustjóra í McAlester
með Bobby og Sallý handjárnuð og
bíl þeirra í togi. Þó hjónin héldu fast
fram sakleysi sínu var það tilgangs-
laust í ljósi allra þeirra sannana sem
tengdu þau morðstaðnum og dauða
Davids Blessings.
Sallý Smith var fremur aðlaðandi
kona, dökkeyg með sítt, dökkt hár.
Þó hún hefði skrámast í slysinu gekk
hún ekki hölt af þeim sökum. Hún
var einfætt og notaði gervifót. Henni
var ekið á sjúkrahús til athugunar.
Klukkan var að ganga þrjú um
nóttina þegar Rut Perry símavörður
kom með Sallýju aftur af sjúkrahús-
inu. - Ég spurði hana einskis, sagði
Ruth. - Bara hvernig henni liði og
hvort hún hefði meitt sig mikið.
Svar Sallýjar var ekki alveg það
sem lögreglan hafði átt von á. - Ég
verð að segja einhverjum það, datt
upp úr henni við Ruth. - Ég get ekki
byrgt þetta inni. Ég drap manninn
en ætlaði ekki að gera það. Ég hafði
aldrei á ævinni skotið af riffli.
Útilegan varð að innbroti
- Hún hágrét á meðan hún sagði
þetta, sagði Ruth. - Ég sat bara
þarna og hristi höfuðið. Mér varð
mikið um að heyra þetta.
Afgangurinn af sögu Sallýjar
Smith kom fram í réttarsalnum þeg-
ar hún steig í vitnastúku og staðhæfði
að það hefði verið hún sjálf en ekki
maður hennar sem skaut Blessing í
sjálfsvöm.
Hún sagði að þau hjónin hefðu
verið á leið frá Sand Springs í útilegu
við Wilburton við Eufaula-vatn,
þegar þau tóku ranga beygju og
urðu vör bilunar í bílnum.
- Ákváðuð þið þá að brjótast inn
í húsið? spurði sækjandinn.
-Já. Það var ekki fyrirfram ákveð-
ið, svaraði Sallý. - Það gerðist bara.
Við vorum peningalaus.