Tíminn - 08.09.1989, Qupperneq 3

Tíminn - 08.09.1989, Qupperneq 3
Föstudagur 8. september 1989 Áherslubreytingar í starfsemi almenningsbókasafna: Tíminn 3 Lesa börn minna en áður? Á síðustu árum hafa átt sér stað allmildar breytingar á starfi almenningsbókasafna. Börn virðast nota söfnin minna en áður og lesendum afþreyinga- bókmennta virðast einnig hafa fækkað. Aftur á móti hefur aukning orðið í útlánum á bók- um sem Qalla um sérsvið. Sjón- varpið virðist eiga einna mestan þátt í að ýta undir þessa þróun. „Það hefur dregið úr ásókn í þessar svokölluðu afþreyingarbók- menntir en aukist í því sem við köllum flokkaefni þ.e. öðru en skáldsögum," sagði Marta Richter bókasafnsfræðingur við bókasafnið í Mosfellsbæ. „Það sem okkur þykir einna verst er samdráttur í útlánum á barnabókum. Það er nokkuð sem ætti að valda öllum áhyggjum. Það varð almennur samdráttur í aðsókn að bókasöfnum í kringum 1986. Sá samdráttur hefur stöðvast og nú er vöxtur í útlánum á mjög mörgum tegundum af bókum. En samdráttur- inn í útlánum á barnabókum virðist ætla að halda áfram og sama má segja um afþreyingarbókmenntir." Hrafn Harðarson forstöðumaður Bókasafns Kópavogs hefur gert töl- fræðilega úttekt á útlánum í sínu safni og þar kemur mjög greinilega fram að síðastliðin tvö ár hefur börnum sem nota bókasafnið fækk- að mikið. Á þessu ári hefur þessi þróun stöðvast og vart hefur orðið við nokkra aukningu frá síðasta ári. Hrafn sagðist vona að krakkarnir væru búnir að fá nóg af teiknimynd- unum í sjónvarpinu en hann sagðist telja að teiknimyndirnar sem sýndar væru í sjónvarpinu og hefjast suma daga snemma á morgnana, ættu sinn þátt í því að draga úr aðsókn bama á bókasöfn. Böm á aldrinum 10 til 13 ára lesa mjög mikið og hefur stundum verið talað um lesaldur í þessu sambandi. Hrafn sagðist halda að þetta væri ekki að breytast. „Ég vona það a.m.k. því að ef börn á þessum aldri missa áhuga á bókum á það eftir að hafa afar óæskilegar afleiðingar í för með sér.“ Söfnin hafa reynt að bregðast við þessari þróun með því að bjóða myndbönd til útlána. Með því móti vonast þau til þess að fá börn og fullorðna sem hingað hafa látið sér nægja að skreppa á myndbandaleig- ur, til að koma á bókasöfn. Sjónvarpið virðist hafa mikil áhrif á notkun bókasafna og þá bæði til góðs og ills. Jákvæða hliðin er sú að nú sækir fólk í alls kyns fræðibækur um málefni sem sjónvarpið hefur í mörgum tilfellum vakið áhuga fólks á. Sláandi dæmi um þetta er að þessa dagana eru allar bækur sem fjalla um seinni heimsstyrjöldina, rifnar út úr söfnunum en sjónvarpið hefur verið með þætti um stríðið nær daglega. „Þetta sýnir ágætlega ann- marka sjónvarpsins. Þessi miðill get- ur ekki tekið á efninu nema mjög grunnt. Fólk fær ekki svör við þeim spumingum sem koma upp í hugann. Svörin fást aðeins í bókum,“ sagði Hrafn. Það er að verða nokkur áherslu- breyting á starfsemi almennings- bókasafna. Upplýsingaþjónusta fer vaxandi og heimildaöflun sömuleið- is. Fólk fer nú í auknum mæli á bókasöfnin til að leita sér fræðslu um ákveðin efni. Framhaldsskólanemar og fólk í fullorðinsfræðslu sækir söfnin í auknum mæli. „Það er margt merkilegt sem fer fram á bókasöfnum. Þetta eru hreint ekki deyjandi stofnanir. Þetta eru merkilegar menningarstofnanir," sagði Marta Richter að lokum. - EÓ Atvinnu- og orkumái á Austuriandi Almennur fundur þriðjudaginn, 12. september 1989, kl. 20.30, í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, fjallar um horfur í sjávarútvegi og atvinnumálum. Jón Sigurðsson, við- skipta- og iðnaðarráðherra, fjallar nm virkjanaáform og iðnaðaruppbyggingu, sérstaklega Fljótsdalsvirkjun og iðnaðaráform tengd henni. Að fram- söguerindum loknum verða al- mennar umræður. Með ráðherr- unum verða sérfræðingar frá sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneyti og stofnunum sem undir þau heyra. í tengslum við fundinn verður haldin sýning í Hótel Valaskjálf á teikn- ingum sem lýsa hugmyndum um virkjun Jökulsár í Fljótsdal og virkjun Fjarðar- ár. Sýningin verður opin frá kl. 17.00. Sérfræðingar frá Landsvirkjun og Raf- magnsveitum ríkis- ins verða á sýning- unni til að útskýra það sem fyrir augu ber. SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ IÐNAÐARRÁÐ UNEYTIÐ Ja,hver þrefaldur! Þrefaldur sti vinningur á laugardag! Þreföld ástæða til að vera með! SAMEINAÐA/SlA

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.