Tíminn - 08.09.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.09.1989, Blaðsíða 15
Föstudagur áfseptember 198§ >nr!!n:ii i i Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR Handknattleikur: A-ÞYSKUR SIGURIGARDABÆ Tap fyrir A-Þjóðverjum í íþrótt- um er daglegt brauð þessa dagana og jafnvel í fleiri en einni grein sama daginn. Enn einn a-þýskur sigur á íslendingum leit dagsins Ijós í gær- kvöldi þegar handknattleikslandslið- ið mátti sætta sig við þriggja marka ósigur 26-29. Leikurinn fór fram í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi þeirra Garðbæ- inga að Ásgarði. Var hér um vígslu hússins að ræða, en það á eftir að koma að góðum notum í framtíðinni í þessum ört vaxandi íþróttabæ. íslendingar höfðu leikinn í hendi sér allan fyrri hálfleik og leiddu mest með 5 mörkum, 13-8. A-Þjóðverjum tókst að minnka muninn fyrir hlé í 13-11. Leikurinn var í jafnvægi framan af síðari hálfleik og íslendingar leiddu með 1-2 mörkum. Þeir þýsku náðu að jafna 19-19 og eftir það sigu þeir fram úr. Mest náðu gestirnir4 marka forystu, en heimamönnum tókst að klóra í bakkann undir lokin. Engu að síðar var þriggja mark tap stað- reynd 26-29. Kristján Arason átti stjörnuleik í gærkvöldi jafn í sókn sem vörn. Guðmundur Guðmundsson var einnig góður og Atli Hilmarsson sýndi gamla takta. Aðrir leikmenn íslenska liðsins fundu sig illa. Send- ingar fóru margar forgörðum og A-Þjóðverjar skoruðu ódýr mörk úr hraðaupphlaupum. Varnarleikurinn var oft á tíðum sterkur, en illa gekk mönnum að binda endi á sóknirnar. Munaði þar mestu um stórleik þýska markvarðarins, en markvarslan hjá okkar mönnum var í molum. íslenska liðið sýndi oft á tíðum skemmtileg tilþrif í leiknum í gær, en liðið er ekki í mikilli leikæfingu, enda undirbúningur liðsins ekki langt á veg kominn. íslenska landsliðiö í knattspyrnu: „Veit ekki betur en Pétur Ormslev gef i ekki kost á sér“ - segir Sigfried Held um gagnrýni á val landsliðsins Valið á íslenska landsliðinu fyrir leikinn gegn A-Þjóðverjum í fyrra- kvöld og reyndar valið á liðinu í allt sumar, hefur verið gagnrýnt tölu- vert og þá sérstaklega það hvaða leikmönnum er haldið fyrir utan landsliðshópinn. Einkum hefur það vakið furðu að Pétur Ormslev skuli ekki hafa fengið tækifæri með liðinu, en hann hefur átt hvem stórleikinn á fætur öðmm með Fram að undanförau. Pétur gaf ekki kost á sér í leikina gegn A-Þjóðverjum og Tyrkjum í fyrra haust, af persónulegum ástæðum, en í sumar hefur lands- liðsnefndin ekki séð ástæðu til þess að tala við Pétur, þrátt fyrir það að hann hafi sagst vera tilbúinn til þess að leika með landsliðinu. Svipaða sögu er að segja um þá Pétur Pétursson KR og Þorvald Örlygsson KA. Þeir gátu ekki tekið þátt í undirbúningi fyrir ákveðna leiki og síðan hafa þeir ekki verið í náðinni. En hverju skyldi fráfarandi landsliðsþjálfari, Sigfried Held svara þessarí gagnrýni? „Pétur Ormslev tilkynnti lands- liðsnefndinni í fyrra haust að hann gæfi ekki kost á sér í landsliðið vegna fjölskyldu sinnar. Hann vill því ekki leika með landsliðinu og aðrar upplýsingar hef ég ekki. Pétur tjáði mér á sínum tíma hvers vegna hann gæfi ekki kost á sér. Síðan hef ég ekki haft samband við hann,“ sagði Held. Hvað með Pétur Pétursson og Þorvald Örlygsson? „Það er alltaf hægt að biðja um aðra leikmenn, en ég tel að það lið sem við stilltum upp gegn A-Þjóð- verjum sé það sterkasta sem mögu- legt var að stilla upp.“ En af hverju var ekki skipt tveimur varamönnum inná í leikn- um? „Það var samkomulag milli KSÍ og Anderlecht að Arnór Guðjóns- en léki aðeins í 45-50 mín. og því skipti Ragnar við hann.“ Af hverju fékk Rúnar Krístins- son ekki tækifæri í leiknum? „Við fengum á okkur 3 mörk á stuttum tíma og það er erfitt fyrir ungan leikmann eins og Rúnar að koma inná undir slíkum kringum- stæðum. Ég vildi ekki gera honum það,“ sagði Sigfried Held. Held er nú haldinn á brott og Guðni Kjartansson mun stjórna íslenska liðinu í leiknum gegn Tyrkjum 20. september. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort þeir 3 leikmenn sem að framan eru taldir hljóta meiri miskunn fyrir augum Guðna en V-Þjóðverjans. Fleiri leikmenn hafa verið nefnd- ir í sambandi við valið á landsliðinu svo sem Birkir Kristinsson mark- vörður Framara og væri ekki rétt að gefa Erlingi Kristjánssyni fyrir- liða og aðalmáttarstólpa toppliðs KA svo sem eins og eitt tækifæri með landsliðinu? Eins og knattspyrnuáhugamenn vita gaf Sigurður Jónsson ekki kost á sér í landsliðið fyrir leikinn gegn A-Þjóðverjum. Ástæðan mun hafa verið persónulegs eðlis, eins og hjá Pétri Ormslev. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort Sigurði verður refsað fyrir þessa ákvörðun sína, þegar landsliðshópurinn verður valinn fyrir Tyrkjaleikinn, eða hvort landsliðsnefndin treystir sér til þess að gera uppá milli mikilvægi einkalífs manna, þegar tveir álíka sterkir leikmenn eiga í hlut. BL ^ Er Ásgeir Sigurvinsson hættur með landsliðinu? „Eg hef ekki gefið út neina slíka yf irlýsingu" - segir Ásgeir sem lítur björtum augum á framtíð landsliðsins Ásgeir Sigurvinsson stóð sig einna best íslensku landsliðsmannanna í landsleiknum gegn A-Þjóðverjum í fýrrakvöld. Var leikurínn síðasti leikur hans með íslenska landslið- inu? „Ég hef ekki gefið út néina slíka yfirlýsingu, að ég væri hættur með íandsliðinu. Hins vegar eru 90% líkur á því að ég hætti að leika knattspyrnu eftir yfirstandandi keppnistímabil með Stuttgart. Það segir sig því sjálft að hætti ég í vor, þá hef ég leikið minn síðasta lands- leik, þar sem ég á ekki heimangengt í leikinn gegn Tyrkjum," sagði Ás- geir eftir leikinn gegn A-Þjóðverjum í fyrrakvöld. Hafa úrslitin í þessum leik einhver áhrif á hvort þú leikur áfram með landsliðinu? „Nei, ég horfi ekki mikið í þennan leik sérstaklega, hann verður von- andi fljótur að gleymast. Það sem málið snýst um er hvort ég legg skóna á hilluna í vor eða ekki.“ Hvernig líst þér á framtíð lands- liðsins? „Það verða einhverjar manna- breytingar í liðinu, en maður kemur í manns stað og það er bjart fram- undan. Það þarf að hafa raunsæi að leiðarljósi í málefnum liðsins, setja stefnuna hátt, en halda sig þó við jörðina." Þarf að haga undirbúningi lands- liðsins fyrir leiki á annan hátt en gert er í dag? „Það verður alltaf vandamál að koma liðinu saman, meðan leik- mennirnir koma alls staðar að úr Evrópu. Okkar undirbúningur verð- ur því ekki eins og hjá flestum öðrum þjóðum. Við getum ekki frestað leikjum út um alla Evrópu út af okkar leikjum, en hérna heima er þessu öðru vísi farið. Ef þurfa þykir, þá ætti að fresta leikjum á íslands- mótinu, til þess að gefa landsliðinu betri tíma til undirbúnings fyrir leiki sína,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson. BL Mörkin Island: Kristján 10, Guð- mundur 6, Atli 4, Óskar 2, Geir 2, Valdimar 1 og Þorgils Óttar 1. A-Þýskaland: Winselmann 11, Wahl 5, Hauch 5, Triepel 3, Handschke 2, Scneider 1, Fuhrig 1 oe Buruth 1. BL 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Get-raunir!!! Tveir lukkunnar pamfílar kræktu sér í góðan auka- skilding um síðustu helgi er þeir náðu 12 leikjum réttum í 35. leikviku íslenskra get- rauna. Annar hinna heppnu var að auki með 10 raðir með 11 réttum og fékk hann því í sinn hlut rúmar 350 þúsund kr. Hinn aðilinn fékk sýnu minna eða um 310 þúsund kr. Skipting getraunamerkj- anna var mjög óvenjuleg um síðustu helgi, 6 heima- sigrar, 6 jafntefli og enginn útisigur. Þrátt fyrir það komu 34 raðir fram með 11 réttum, auk þeirra tveggja raða sem voru með 12 réttum. Fyrir hverja röð greiðast 4.470 kr. í vinning. Heildarupphæð vinninga um síðustu helgi var 771.494 kr. og sífellt bætast fleiri krónur í pottinn í hverri viku, enda enski boltinn farinn að rúlla fyrir alvöru. Nýr hópleikur getrauna, „Haustleikur" hefst núna um helgina, í 36. leikviku og sömuleiðis hefst nýr fjöl- miðlaleikur. En snúum okkur að leikj- um helgarinnar, sölukerfið lokarkl. 13.55 álaugardag. Arsenal-Sheff. Wed.: 1 Það yrði saga til næsta bæjar ef Englandsmeistararnir misstu stig til botnliðs Sheff- ield Wednesday. Einróma samkomulag um heimasig- ur. Aston Villa-Tottenh.: 2 Útisigur í þessum leik er líklegur, Tottenham liðið er að spjara sig jafnt og þétt, en lið Aston Villa gæti þó gert Lundúnaliðinu skráveifu. Chelsea-Nott. For.: 2 Chelsea kom upp úr 2. deild og fór þegar á topp 1. deild- ar. Nú er hins vegar komið að fyrsta tapleik liðsins á þessu keppnistímabili og fyrsta sigri Forest. Crystal Pal.-Wimbledon: x Hvorugt liðið hefur unnið leik það sem af er og á því verður engin breyting í | þessum leik, steindautt jafntefli. Derby-Liverpool: x Hvorugt liðið hefur tapað í fyrstu 3 leikjum sínum. Lið Derby kom á óvart í fyrra og í haust hefur liðið haldið uppteknum hætti. Bikar- meistararnir verða að sætta sig við jafntefli á Baseball Ground. Everton-Man. Utd.: 2 United menn eru búnir að hugsa sinn gang eftir tapið fyrir Derby um daginn og vinna sigur á Everton á útivelli. Luton-Charlton: x Hinn skæði heimavöllur Luton dugar þeim ekki til sigurs að þessu sinni og leikmenn Charlton ná að fóta sig vel á gervigrasinu og ná jafntefli. Man. Utd.-QPR: x Enn eitt jafnteflið á seðlin- um. QPR verður því áfram taplaus og City liðið bætir einu stigi við það eina sem fyrir var. Millwall-Coventry: 1 Toppleikur helgarinnar milli liðanna í 2. og 4. sæti 1. deildar. Millwall hefur 7 stig úr 3 leikjum og er taplaust, en Coventry hefur 6 stig úr jafnmörgum leikjum. Millw- all heldur uppteknum hætti ■ og sigrar á heimavelli sínum. Norwich-Southampton: 1 Áfram heldur Norwich sig við toppinn. Liðið hefur nú 5 stig í 8. sæti deildarinnar, l en Dýrlingarnir hafa 3 stig í 6. neðsta sætinu. Heimasigur í þessum leik ætti að vera borðleggjandi. Leeds-Ipswich: 2 Lið Ipswich virðist ætla að spjara sig vel í 2. deildinni. Lið Leeds er enn mjög ó- stöðugt og óútreiknanlegt. Útisigur er ekki svo fráleitur kostur. Sunderland-Watford: 2 Bæði þessi lið hafa byrjað bærilega í 2. deildinni í haust. Watford drengirnir hafa betur í þessari viðureign og fikra sig nær toppnum. m 8S;Íf» 'i'V.I wM | LEIKIR 9. SEPT. ’89 ú 2 s z z 1 Z (L 2 S 1 K CC 5 I m Z s CE 1 1 m I < z < i m SAMTAL$ | 1 X 2 R | Arsenal - Sheff. Wed. 1 1 1 i i 1 1 1 1 1 i 11 0 °1 | Aston Vllla - Tottenham 2 X 2 2 2 X 2 2 2 1 1 1 2 b| | Chel5ea-Nott.For. X X 2 2 1 2 X X 2 X X 1 6 4| | C.Palace-Wimbledon X 2 X 2 X 1 1 1 X 1 1 5 4 2| | Oerby-Uverpool 2 2 X 2 2 2 2 2 2 2 2 0 1 10| Everton - Han. Utd. 1 X 2 X X X 2 2 X 1 1 3 5 31 Luton-Charlton 1 1 X 1 1 1 1 X 1 1 1 9 2 oi Man. City - Q.P.R, X X X 1 1 X 1 X 1 1 X 5 6 °l Millwall - Coventry 2 X 1 1 X 1 X 2 X 1 2 4 4 3| Norwlch - Southampton 1 1 1 1 1 1 1 2 2 1 1 9 0 leeda - ipswlch 1 1 2 1 1 1 2 1 1 X X 7 2 21 Sunderland-Watford 2 1 2 2 as 2 SE X ‘SB 2 11 2 2 X 2 2 7P x2 1x2 1x2 1x2 1x2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.