Tíminn - 16.09.1989, Page 3

Tíminn - 16.09.1989, Page 3
Layg^rdagnr 16. .seRtpmber ;1989 ■ Tíminn 3 „Flassari“ Að undanförnu hafa íbúar og vegfarendur í nágrenni Breiðagerðis orðið varir við mann sem flettir sig klæðum. Síðast í gærmorgun var maðurinn á ferð við Breiðagerðis- skóla og fletti hann sig klæðum fyrir framan 10 ára gamalt barn. Síðdegis í gær hafði lögreglan ekki haft hend- ur í hári mannsins, en eftir því sem næst verður komist er talið að mað- urinn sé á milli tvítugs og þrítugs, lágvaxinn með yfirvaraskegg og lík- lega með hárkollu. Hann hefurýmist verið í svörtum frakka, rauðum jakka eða blárri úlpu með rauðum kraga. - ABÓ Rannsókn á blýmengun á barnaheimilum: Börnum ekki hætta búin Heilbrigðiseftirlitið hefur látið greina blý í sýnum af sandi úr sandkössum og jarðvegi á þremur barnaheimilum f borginni. Niður- stöður benda til þess að bömum sé ekki hætta búin af völdum blýmeng- unar af dvöl sinni á þeim barnaheim- ilum sem búið er að athuga. Niðurstöðumar benda þó til þess að um uppsöfnun blýs geti verið að ræða í jarðvegi í Reykjavík. Rannsókn sem gerð var í Kaup- mannahöfn nýlega leiddi í ljós mikið magn af blýi í jarðvegi barnaheimila og þessvegna beindu Foreldrasam- tökin í Reykjavík því til Heilbrigðis- eftirlitsins að það gerði slíka rannsókn. Þau þrjú barnaheimili sem um er að ræða eru Valhöll við Suðurgötu, Barónsborg við Baróns- stíg og Grænaborg við Eiríksgötu. Urðu þau fyrir valinu því þar var talin einna mest hætta á blýmengun vegna nálægðar við umferðargötur. í samráði við Heilbrigðisráð Reykja- víkur hefur Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík ákveðið að framkvæmdar verði frekari rannsóknir á hugsan- legri dreifingu blýmengunar í borg- inni. SSH Mannslát rannsakað Ein kona og þrír karlmenn vom í haldi lögreglu í fyrradag meðan rannsókn fór fram á láti manns um fertugt, sem fannst látinn í íbúð í austurbæ Reykjavíkur. Lítilsháttar áverkar vom á líkinu, en eftir að það hafði verið kmfið þótti ekki ástæða til að halda fólkinu lengur, þar sem sannað þótti að maðurinn hafði ekki látist af völdum áverkanna. - ABÓ Réttarkaffi í tengslum við Lögbergsréttir: Fötluðum boðið í sumarbúðir Lionsklúbbur Kópavogs hefur um langt árabil boðið upp á veitingar á réttardaginn í Kópaseli, skammt frá Lögbergsréttum. Að þessu sinni verður réttað sunnudaginn 17. sept- ember. Tekjur af veitingasölunni hafa gert klúbbnum fært að styrkja böm til sumardvalar ár hvert og hefur myndast sú hefð að bjóða fötluðum unglingi til Noregs, þar sem dvalist hefur verið í sumarbúð- um. Yfirlýsing frá löggiltum endurskoðanda Sambands íslenskra samvinnufélaga: Misskilningur hjá bankaráðsmanninum Vegna ummæla eins af banka- ráðsmönnum Landsbanka íslands í Qöbniðlum um skuldir Sambands ísl. samvinnufélaga við Lands- bankann vill undirritaður löggiltur endurskoðandi Sambandsins hér með staðfesta að raunverulegar skuldir Sambandsins við bankann námu verulega lægri Ijárhæðum en komið hafa fram í fullyrðingum bankaráðsmannsins. Það sem á milli ber nemur rösk- lega einum milljarði króna og virð- ist þetta misræmi stafa af orðalagi í yfirliti því sem bankaráðsmaður- inn hefur haft undir höndum um fyrirgreiðslu Landsbankans til Sambandsins, ellegar misskilningi hans á einstökum liðum þar í. Sem dæmi um fyrirgreiðslu sem hvorki er eðlilegt né venjulegt að telja til skulda hjá Sambandinu eru víxlar og viðskiptaskuldabréf sem gefin eru út af þriðja aðila í venjulegum viðskiptum og Sam- bandið framselur bankanum. í slíkum tilfellum er útgefandinn að sjálfsögðu aðalskuldari en ekki framseljandinn. Þá virðist bankaráðsmaðurinn innifela í meintri skuld Sambands- ins framleiðslulán til hlutafélags sem er að hálfu leyti í eigu sam- vinnuhreyfingarinnar og að hálfu í eigu stjórnvalda en Sambandið hefur ítrekað við bankann að það telji sér þessa skuld óviðkomandi. Loks skal nefna fyrirgreiðslu vegna flýtigreiðslulána til frysti- húsa. Andvirði þessara lána rennur til fiskvinnslustöðvanna til þess að flýta greiðsiu seldra afurða en trygging bankans liggur í ógreidd- um útflutningsreikningum vegna þessara sömu aðila. Hliðstæður við þessa sérstöku fyrirgreiðslu eru til staðar í bankakerfinu. Reykjavík, 15. sept. 1989, Geir Geirsson, löggiltur endurskoðandi. Geir Geirsson Við höfum ávallt uppfyllt hinar ströngu kröfur íslenskra Við getum í dag afgreitt með stuttum fyrirvara togvindur með átaki frá 2 til 30 tonn. Við getum útvegað hagstæð lán til allt að 5 ára. Afgreiðum allar vindur okkar með vökvabúnaði. VÉLAVERKSTÆÐI SIG. SVEINB JÖRNSSON HE SKEIÐARÁSI, 210 GARÐABÆ - SÍMI 52850 - FAX 652860 I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.