Tíminn - 16.09.1989, Qupperneq 7

Tíminn - 16.09.1989, Qupperneq 7
Laugardagur 16. september 1989 Tíminn 7 fóru að tala í heldur niðrandi tón um hvemig komið er fyrir Sovétríkjunum og að Kommún- istaflokkurinn sé ekki orðinn svipur hjá sjón. Satt best að segja var svo komið í viðræðunum, að lýð- ræðissinninn vestan af íslandi var farinn að telja kjarkinn í þessa vonsviknu leiðtoga nýrrar hreyfingar og telja landi þeirra og stjórnendum sitthvað til ágætis og þegar þeir hófu að gera samanburð á lífskjörum á Vesturlöndum og heima hjá sér, var reynt að leiða þeim fyrir sjónir að við margs konar vanda- mál væri að stríða einnig fyrir vestan og þar væri hreint ekki allt til fyrirmyndar og framtíðin líklegast ekki rósum stráð. Á þetta féllust foringjar Fylk- ingar vinnandi stétta alls ekki. - Við höfum orðið aftur úr á öllum sviðum. Fólk fer til út- landa og sér hvernig þar er búið. Nú vitum við um velferðarkerfin á Vesturlöndum og margt fleira sem okkur var ekki sagt frá áður. - Verst er samt hvað allt er afturúr á tæknisviðum í Sovét- ríkjunum. Tölvuvæðingin hefur farið fram hjá okkur. Pað er Hvarvetna á byggðu bóli Sovétríkjanna er Lenín nálægur, ýmist í mynd risavaxinna höggmynda eða smámynda á öllum heimilum og stofnunum. Persónudýrkun hans virðist aukast eftir því sem öðrum goðum er steypt af stalli. Innan Kremlarmúra er valdið og þaðan koma tilskipanir um glasnost og peristrojka, og er mikið talað en ekkert vill verða úr framkvæmdum við að losa heljartök Flokksins á öllum sviðum. Eini sýnilegi árangurinn er ört vaxandi þjóðernishyggja í smærri lýðveldunum, sem síst var til stofnað með opinni umræðu. Tímamyndir oó Juri Nesterov og Tatjana Drabkina eru virkir félagar í hreyfingu í Leníngrad sem hefur að markmiði að koma á Qölflokkakerfi og virku lýðræði. Hreyfing þeirra er ein meðal fjölda mismunndi samtaka í borginni, sem láta sig stjómmál varða, en vilja ekki kalla sig pólitísk samtök. Þverstæður? Ef til vill. En margar kynslóðir sovétborgara hafa aldrei kynnst frjálsrí félagastarf- semi og er nú fyrst verið að stiga fyrstu sporin í átt til áhrifa mismunandi skoðanahópa og leikreglur allar eru óljósar. ekki hægt að stjóma svona stóru ríki nema með aðstoð fullkom- inna talva þar sem upplýsinga- streymið verður aldrei nægjan- legt án þeirra. Landbúnaðinn verður að tölvuvæða og iðnaður- inn skilar aldrei afköstum nema með tæknivæðingu. Þegar bréfritari hóf enn að tala kjarkinn í þessa vonsviknu ættjarðarvini og segja þeim að sjálfsagt mundi allt fara á hinn besta veg með peristrojkunni og eflingu lýðræðisins og þeir fá sitt frelsi, tölvur, velferðarkerfi og jafnvel lukkulega offramleiðslu landbúnaðarvara, snemst þeir hinir verstu við og sögðu hugg- ara sinn hafa misskilið allt það sem þeir voru að segja og um takmark hreyfingar þeirra. Endurhæfing Var nú bréfritari tekinn í endurhæfingu og þuldir yfir hon- um gamalkunnir kommúnista- frasar. Fylking vinnandi fólks kærir sig ekkert um annað lýðræði en það sem rúmast innan Kommún- istaflokks Sovétríkjanna. Hreyf- ingin er stofnuð til að efla flokk- inn og koma honum á rétta braut. Áður fyrr var flokkurinn valdamikill og ríkið öflugt og enginn hlustaði á neitt röfl. Sovétríkin voru stórveldi sem mark var tekið á. Þau stóðu í fararbroddi og aðrar þjóðir litu upp til þeirra og framfarimar voru miklar. Svo fór að síga á ógæfuhlið og Sovétríkin fóru að dragast aftur úr og nú á að fara að bjarga öllu við með lýðræðishjali og fjöl- flokkakerfi. En Fylking vinnandi fólks ætl- ar að koma í veg fyrir allt mgl og styðja og styrkja Kommún- istaflokkinn til að ná tökum á vandamálunum og gera Sovét- ríkin á ný að því framfaraafli sem þeim ber í veröldinni og allar þjóðemishræringar verða barðar niður. Þegar því marki verður náð verður hreyfingin lögð niður. Hræringar Um síðastnefndu hreyfinguna höfðu aðrir Rússar þau orð, að í henni væm ekki annað en Stalínistar og báðu þá hvergi þrífast. Aðrir höfðu hin háðu- legustu orð um sósíaldemókrat- ana og aðra einkaeignarsinna og nýstofnuð samvinnufélög. Frá- sagnir af þeim samtökum vom á þann veg að Tímamaður af ís- Íandi fann hvorki haus né sporð á þeirri samvinnuhugsjón sem lýst var. Svo var reyndar um margt fleira í öllum þeim hræringum sem opin umræða hefur komið af stað í Sovétríkjunum. Eftir löng og ströng viðtöl við fulltrúa meira og minna áhrifa- mikilla hreyfinga í Leningrad var bréfritari satt best að segja orðinn heldur mglaðri í kollin- um en venja er til og átti erfitt með að finna öllum þeim hug- sjónum og hugmyndafræði stað sem hann var búinn að þráspyrja um og fengið margorð svör við. Ágætlega menntuð kona sem vissi hvað langt að kominn blaðamaður var að iðja, spurði hann hvort hann skildi hvað allt þetta fólk væri að fara. Af því að oft borgar sig að segja það sem satt er og rétt, var svarið neit- andi. Mikill léttir var þegar stúlkan hló við glaðlega og sagðist aldrei botna neitt í öllu þessu heldur og kveikti undir samóvamum og tekið var upp léttara hjal í aðalstöðvum APN fréttastof- unnar í borg Péturs mikla og Katrínar miklu, sem þar eru höfð í góðu afhaldi ásamt með Lenín þeim sem borgin er nú kennd við. Skriðan komin af stað Það kemur aðkomumanni á óvart hve fúsir Sovétmenn eru að tala um þá óáran sem gengur yfir land þeirra, hve illa þeir telja vera komið fyrir sér og bölsýnin er meiri en mann órar fyrir að óreyndu. Opna umræð- Ivan Alexandrof, flokksrítari í Len- íngrad: Efnahagsleg og pólitísk kreppa varð undir handleiðslu Flokksins og hann einn er fær um að leiða okkur út úr henni. Það er hans hlutverk. Sundurleitir smáhópar sem kenna sig við lýðræði eru þess ekki megnugir. an hefur hleypt af stað skriðu sem erfitt er að sjá fyrir hvar stöðvast. Samviskubits gætir vegna Stalínstímabilsins og valdaár Bresjnefs eru talin tímabil stöðnunar sem skilið hafa Sovét- ríkin eftir í framþróuninni. Rússar finna greinilega sárt til þess að vera ekki lengur sú forystuþjóð sem þeir töldu sig vera allt fram að því að glasnost, eða opna umræðan leiddi í ljós að ráðstjómin og sú framtíðar- sýn sem þeir em aldir upp við eiga ekki við staðreyndir að styðjast. Þetta leiðir til að dómharkan er ef til vill meiri en efni standa til. Sovétríkin eru stórveldi og margt hefur þar vel tekist þótt annað hafi farið miður og samanburður heimamanna við umheiminn er kannski ekki allt- af sanngjam núna, fremur en áður þegar þeir héldu að alþýða allra þjóða liti til þeirra sem fyrirmyndar um betri framtíð. Rússi sem bréfritari eignaðist að vini fylgdist stundum með þrasinu um nýja og gamla og vestræna og austræna pólitík varð eitt sinn að orði upp úr eins manns hljóði þegar þeir sátu og þögðu eftir einverja tömina þar sem reynt var að efla skilning með takmörkuðum árangri: - Andskotans, helvítis Kaplan- kvensan. Einhver kunnugleiki á nafn- inu kviknaði fyrir hugskotssjón- um og tengdist Rússasögu, en ekki meir. Þegar spurt var hvað það ætti að þýða að svona prúð- ur maður færi að bölva og ragna konunni Kaplan upp úr þurru. Jú, Kaplan hét konan sem skaut á Lenín árið 1921. Hann náði aldrei heilsu eftir það. Sá sem bölvaði konunni svo innilega gaf þá skýringu að heilsuleysi Leníns eftir morðtil- ræðið og ótímabær dauði hafi leitt til þess að Stalín náði völd- um og leitt ómældar þjáningar yfir þjóðir Sovétríkjanna og komið óorði á kommúnismann. - Ef stefna Leníns hefði orðið ofaná hefðum við búið við mannúðlegan sósíalisma og þjóðfélag okkar hefði orðið öðruvísi og betra en á varð raunin. Hér skulu engar getgátur hafðar uppi um hvort hvort lenínisminn hefði orðið öðruvísi án Stalíns og hver sagan hefði orðið ef Kaplankvensan hefði ekki skotið á landsföðurinn. En sú ósk hins óbreytta Rússa að þjóðir Sovétríkjanna fái að búa við mannúðlegan sósíalisma er áreiðanlega almenn austur þar, hvernig svo sem til tekst um framkvæmdina. Þrátt fyrir alla endurskoðun hugmynda og breytinga á ráð- andi flokki og gagnrýninni sögu- skoðun, er eitt sem ekki er gagnrýnt í Sovétríkjunum. Það er Lenín, gjörðir hans, verk og hugmyndir. Öll persónudýrkun beinist að honum og hann er alls staðar nálægur og hvergi kemur maður í bæ eða hús, varla her- bergi, þar sem ekki er mynd af Lenín og tilvitnanir í orð hans. Lenín er jafn nálægur í Moskvu, Leníngrad og í bænum Dudnik á bökkum Jangsey, þar sem töframenn frumbyggja eru nýhorfnir af sviðinu en landsfað- irinn mikli kominn í þeirra stað. Ekkert bendir til að honum verði hrundið af stalli. En megi sú fróma ósk rætast að sá sósíalismi sem við hann er kenndur verði mannúðlegur. Það skiptir ef til vill meira máli en hvort tölvuöldin og þær fram- farir sem henni tengjast gengur fyrr eða síðar í garð í Sovétríkj- unum. Hvað sem því líður verður ekki aftur snúið eftir alla þá miklu umræðu um þjóðfélags- mál sem nú fer fram í höfuðríki marx-lenínismans. Sovétríkin verða aldrei söm aftur, en hafa verður í huga, að enn sem komið er hefur ekkert gerst nema að menn hafa talað opin- skátt um að eitthvað verði að gera. Enginn hefur samt kveðið upp úr um hvað það er sem gera þarf þótt öllum komi saman um að tími er til kominn að hætta hjalinu og fara að láta verkin tala.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.