Tíminn - 16.09.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.09.1989, Blaðsíða 9
OPP * 'iaHm^V:op or>-jo J nm'-rti T r Laugardagur 16. september 1989 Tíminn 9 / Guðjón B. Olafsson segir uppsafnaðar skuldir of miklar hjá Sambandinu: VANDAMAUN ERU EKKI REKSTRI „Þetta hafa verið annasamir dagar og þessi verður varla búinn fyrr en undir miðnættið,“ sagði Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambands islenskra samvinnufé- laga þegar blm. náði tali af honum milli funda með forsvarsmönnum Skipadeildar á fimmtudagskvöld. Málefni og staða Sambandsins hefur enn einu sinni verið aðalmál fjölmiðla að undanförnu, nú í tengslum við fyrirhugaða sölu Samvinnubankans til Landsbanka íslands og upphlaup orðið mikil af því tilefni. Stór orð hafa verið höfð um skuldastöðu Sambandsins í aðalviðskiptabanka þess hériendis, Landsbankanum og um erlendar skuldir þess og staðhæft hefur verið um yfirvofandi gjaldþrot. í þessari umræðu hefur því verið haldið fram að Sambandið skuldi alls rúma átta milljarða króna. Helmingur skuldanna sé innlendar skuldir, helm- ingur erlendar og Sambandið hafi verið rekið með tapi og nú sé farið að síga á seinni hluta fjórða tapársins í röð og hafi tapið þennan tíma numið um tveim milljörðum króna. Guðjón B. Ólafsson hefur vísað þessum tölum á bug og bendir á síðustu ársskýrslu en þar segir að skuldirnar séu alls, bæði innlendar og erlendar, 8,6 milljarðar. í þessari tölu sé allt innifalið og afurðalán meðtalin, - hver einasta króna. Lúðvík Jósepsson fyrrum viðskipta- ráðherra og formaður bankaráðs Landsbankans og núverandi banka- ráðsmaður hans hóf í raun þessa um- ræðu í tengslum við væntanleg kaup Landsbankans á Samvinnubankanum. í Tímanum í gær ber hann það af sér að hann hafi einhverntímann sagt að Sambandið rambaði á barmi gjaldþrots heldur segist hann hafa vitnað í orð þeirra sem harðast berðust fyrir því að Landsbankinn kaupi Samvinnubank- ann fyrir 1.600 milljónir. Þá segist Lúðvík aðeins hafa minnst á eitt efnisatriði í þessari umræðu sem varðað gæti við bankaleynd og trúnað bankaráðsmanna en það er að skuld Sambandsins í Landsbanka sé 2,6 millj- arðar og segist hann hafa sannað með ótvíræðum hætti að þessi tala sé rétt og fullyrðingar forstjóra Sambandsins um annað séu rangar. Um þessi mál og málefni Sambands- ins almennt er rætt við Guðjón B. Ólafsson forstjóra Sambandsins í helg- arviðtalinu að þessu sinni. Risi á brauðfótum? Guðjón B. Ólafsson var því fyrst spurður hvort Sambandið væri risi á brauðfótum? „Svar mitt við því er nei.“ - Af hverju er þá þessi umræða? „Það er erfitt fyrir mig að svara því. í fyrsta lagi fínnst mér að ekkert fyrirtæki á lslandi sé út af fyrir sig risi og Sambandið alls ekki. Sambandið er samsett af mismunandi þáttum sem snerta sjávarútveg, landbúnað, útflutn- ing og innflutning, auk skipaútgerðar og iðnrekstrar. Það annast þjónustustörf fyrir hönd kaupfélaga, frystihúsa eða annarra að- ila sem kosið hafa að vinna sín mál á vegum eða í gegnum Sambandið. Því verður að líta á Sambandið sem slíkt sem þjónustuaðila og líta jafnframt á alla þætti starfsemi þess fremur en að líta á það sem einhvem svokallaðan risa sem ekki er í tengslum við eitt eða neitt. Ég vil enn leggja áherslu á að á íslandi er ekkert það til sem heitir stórt fyrirtæki, ég vil jafnvel segja að vand- inn sé sá að ekkert fyrirtæki fyrirfinnst sem er nægilega stórt til að geta staðið myndarlega í vaxandi samkeppni við erlend fyrirtæki." Eins konar félagsmálastoffnun? - Er það hluti af þeirri klípu sem Sambandið virðist vera í um þessar mundir, að það er litið á Sambandið að nokkru sem einskonar félagsmálastofn- un sem eigi að halda uppi atvinnustarf- semi hér og þar um landið þar sem enginn annar treystir sér til þess. Jafn- framt eigi það að standa í rekstri sem enginn annar treystir sér að annast? „Þú spurðir áðan um hvort risinn væri á brauðfótum. Því miður er það svo með Sambandið eins og lang flest íslensk fyrirtæki að þau em yfírhöfuð of skuldsett. Sambandið er vissulega of skuldsett og hefur of lítið eigið fé og hefur ekki haft nægilegan hagnað. Sem dæmi um það verð ég þvf miður að segja að árabilið frá 1976 til 1987 hafði Sam- bandið samtals rúmlega 100 milljónir króna í halla. Það var niðurstaðan úr rekstrinum þetta tímabil og mér segir svo hugur um að eitthvað slíkt sé staðreynd um allt of mörg íslensk fyrirtæki. Það er til dæmis alþekkt að sjávarút- vegi er stillt upp við núllmarkið og þykir gott ef hann kemst yfir það. En þegar á móti blæs eins og vissulega hefur gerst núna á undanförnum tveim til þrem ámm, fyrst og fremst vegna hins gífurlega fjármagnskostnaðar sem er í þessu landi, þá er auðvitað há skuldastaða fyrirtækja fljót að vefja upp á sig. Þetta er vissulega vandamál Sam- bandsins og vitanlega væri bæði æski- legt og nauðsynlegt að eiginfjárstaða þess væri betri og skuldir þess lægri. En þetta er því miður afleiðing af þeirri stefnu sem hér hefur ríkt í efnahags- málum á undanförnum áratugum. Eg vona að menn fari að átta sig á því núna að það væri farsælla fyrir alla aðila ef tekin væru upp stefnumarkandi vinnu- brögð sem væm nær því sem tíðkast meðal þeirra vestrænu þjóða sem við eigum viðskipti við og keppum við. Grái markaðurinn og „glæpurinn“ - Sambandið haslaði sér völl á sínum tíma á gráa fjármagnsmarkaðnum með því að bjóða út skuldabréf til þess að fjármagna meðal annars laxeldi og aðra starfsemi sem gengið hefur mjög misjafnlega. Vom þetta ekki mistök gerð í þessum félagsmálaanda sem við töluðum um áðan? „Ég hef nú leyft mér að orða þetta þannig að hafi Sambandið leyft sér að fremja glæp, þá sé hann um þó nokkuð langt árabil fólginn í því að hafa fjármagnað bæði stuðning við atvinnu- líf úti um landið og tilraunir til upp- byggingar nýrrar atvinnustarfsemi og má þar nefna bæði laxeldi og fyrirtæki eins og Marel sem framleiðir rafeinda- tæki fyrir sjávarútveginn. Þetta var fjármagnað með dýru lánsfé. Ekki úr hagnaði af rekstri eða úr eigin sjóðum. Bæði þessi fyrirtæki og atvinnurekstur víða út um landið hefur lent í vanda og ekki skilað hagnaði og alls ekki getað staðið undir kostnaði af því fjármagni sem í hefur verið lagt. Þar að auki hefur Sambandið aðstoð- að bæði kaupfélög og önnur fyrirtæki þegar þau hafa lent í vanda gegnum árin. Núna er það deginum ljósara að þetta hefur verið gert meir af kappi en forsjá og hefur þýtt meðal annars þessa skuldsetningu sem nú er okkur svo kostnaðarsöm í því efnahagsástandi sem við eigum við að búa í dag.“ - Umræðan um Sambandið er vægt sagt afar neikvæð þessa dagana og hefur verið um nokkurt skeið og raunar ekki verið neikvæðari í annan tíma en eftir að þú tókst við stjórn þess þrátt fyrir að segja megi að vandinn hafí safnast upp á löngum tíma. Hvernig hyggstu bregðast við þessu? Ljósir og dókkir punktar „Það er erfitt að svara þessu. Það er svo merkilegt að þótt þetta tal undan- farna daga hafi að verulegu leyti snúist um það að Sambandið sé að verða gjaldþrota, þá var ég til dæmis rétt í þessu að koma af fjögurra klukkutíma fundi með framkvæmdastjóra og helstu starfsmönnum Skipadeildar en á fund- inum fórum við yfir rekstrarstöðu deildarinnar. Það er alveg ljóst að staða hennar er sterk og hefur aldrei verið betri en á þessu ári. Ég vil segja að flestir þættir í dagleg- um rekstri Sambandsins eru í góðu horfi í dag og kannski í því besta sem þeir nokkurn tímann hafa verið. Þannig erum við ekki að glíma hér við vanda- mál í rekstri. Ég vil þvert á móti segja að aðgerðir sem við höfum unnið að undanfarin tvö ár eða svo séu núna virkilega að skila árangri. Það má endalaust velta fyrir sér af hverju þessi umfjöllun er neikvæð og af hverju utanaðkomandi aðilar vilja hafa málin á þann veg og að hversu miklu leyti þetta kann að vera okkur sjálfum að kenna. Ég efast lítið um það að deilur sem urðu um mína persónu hér fyrir einu til tveim árum ollu vissum vandræðum. Þessar deilur urðu fyrirtækinu vitan- lega ekki til góðs og ber að harma þær. Um þessar deilur þarf ég ekki að segja meira á þessu stigi málsins annað en það að ég veit sjálfur að mín samviska er í fullkomnu lagi hvað það mál snertir. Ég harma það mest hve skaðleg áhrif þetta hafði á ímynd Sambandsins og hve miklum leiðindum þetta olli fyrir mína fjölskyldu á þeim tíma. Síðan er það vafalaust að hið svokall- aða kaffibaunamál á sínum tíma kom líka af stað neikvæðri umfjöllun. Auk ofannefndra atvika eru að auki ýmsir hlutir sem lagðir hafa verið Samband- inu út á verri veg, annaðhvort viljandi eða óviljandi. Ég vil segja það að þeir sem harðast gagnrýna Sambandið eru þeir sem minnst þekkja til um það hvemig það hefur starfað gegnum árin og hvað það raunverulega hefur gert til þess að standa undir atvinnustarfsemi víðs veg- ar út um landið. Fjarar undan Sambandinu? - Hafa ummæli Lúðvíks Jósepssonar í tengslum við sölu Samvinnubankans um skuldastöðu Sambandsins heima og erlendis haft einhver slæm áhrif á það? Hafa lánardrottnar komið í stríðum straumum og gjaldfellt lán sín til Sam- bandsins? „Nei, sem betur fer held ég að menn átti sig á því hvers konar frumhlaup er hér um að ræða. Það fer hins vegar ekki fram hjá neinum manni að yfirlýsingar eins og hann gaf, bæði með því að brjóta trúnað sem bankaráðsmaður og síðan bollaleggingar hans um stöðu Sambandsins og Samvinnubankans geta verið mjög skaðlegar og eiga kannski eftir að verða það í reynd. Maður verður þó að vona það að menn gefi sér tíma til að líta á staðreyndimar og taka fremur mark á þeim en svona upphlaupi. Én vissulega ber að harma þegar menn em annaðhvort það dómgreind- arlitlir eða ég vona að ég þurfi ekki að segja illgjarnir til að vera með svona gáleysislegar fullyrðingar og upphróp- anir.“ - Maður sem gagnkunnugur er í íslenska bankakerfínu sagðist óttast að þetta mál allt yrði til þess að undan Sambandinu fjaraði. Spurningin væri í hans huga ekki um hvort það gerðist, heldur hversu fljótt. „Ég vonast til að það gerist ekki en hitt er annað mál að hefði svona gáleysislegt tal haft slíkar afleiðingar eða eigi það eftir að hafa þær í för með sér, þá vil ég bara segja það, að það er enginn einstaklingur sem er þess megn- ugur að standa undir þeirri ábyrgð sem af þessu gæti leitt.“ Framtíðin - Hver er framtíðarstefna og fram- tíðarhlutverk Sambandsins? „Framtíðarstefna Sambandsins er að koma sér út úr þeirri erfíðu stöðu sem það er í í dag vegna sinnar skuldsetn- ingar. Það verður ekki á annan hátt gert en með eignasölu og hvers konar aðgerðum öðmm sem við getum gripið til, til þess að minnka skuldir. Síðan verður áfram að vinna að hagræðingu í rekstri og ég tel að hún sé þegar farin að skila all verulegum árangri. Ég vil fullyrða það að hér í Sambandinu, hvort sem um er að ræða framkvæmdastjórn eða aðra starfs- menn þess, þá er enginn bilbugur á fólki og sem betur fer get ég einnig sagt að í öllum helstu aðaldeildum em menn í sókn eða staðráðnir í að snúa vörn í sókn.“ Stefán

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.