Tíminn - 16.09.1989, Page 14

Tíminn - 16.09.1989, Page 14
26 Tíminn Laugardagur 16. september 1989 r uv/i\iVvio ■ nnr r Steingrímur Hermannsson a i Gissur Pétursson Sigurður Gelrdal Sigrún Sturludóttir ÓlafurÞ. Þórðarson Pétur Bjarnason Kjördæmisþing framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi, haidið á Patreksfirði 15.-16. sept. 1989 Dagskrá Laugardagur 16. sept. 10. Kl. 10.00 Nefndir starfa 11. Kl. 12.00 Hádegisverður 12. Kl. 13.00 Afgreiðsla mála 13. Kl. 14.00 Kjör stjórnar og nefnda 14. Kl. 14.30 önnur mál 15. Kl. 15.00 Þingslit Stjórn KSV Hil Halldór Ásgrímsson Jón Kristjánsson Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson, ræöa stjórnmálaviðhorfið og atvinnumál á eftirtöldum stöðum á Austurlandi: Eskifirði í Valhöll, sunnudaginn 17. sept. kl. 20.30. Reyðarfirði í verkalýðshúsinu, mánudaginn 18. sept. kl. 20.30. Seyðisfirði í Herðubreið, þriðjudaginn 19. sept. kl. 20.30. Neekaupstað í Egilsbúð, miðvikudaginn 20. sept. kl. 20.30. Fundirnir eru öllum opnir. Halldór Ásgrímsson Jón Kristjánsson. m Framsóknarmenn í Keflavík Við byrjum vetrarstarfið með því að hittast nk. mánudag, september, kl. 20.30 í Iðnsveinahúsinu, Tjarnargötu 7. Dagskrá: Vetrarstarfið. Undirbúningur fyrir næsta bæjarstjórnarfund. Leggið starfinu lið. Mætið vel og stundvíslega. Heitt á könnunni. Framsóknarfélögin f Keflavfk. 18. ua Halldór Ásgrímsson Sunnlendingar Almennur stjórnmálafundur með Halldóri Ásgrimssyni verður haldinn á Hótel Selfoss, fimmtudaginn 28. september kl. 20.30. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss. m Sunnlendingar Félagsvist Spilað verður að Eyrarvegi 15, Selfossi á þriðjudögum, 19. sept., 26. sept. og 3. okt. kl. 20.30. (Stök kvöld). Góð verðlaun í boði. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss. DAGBÓK Ámað heilla Bjöm Kristmundsson, Álftamýri 54, Reykjavík, fyrrum gjaldkeri á Reykja- lundi, verður áttræður mánudaginn 18. þ.m. Hann ætlar að taka á móti gestum í Goðheímum, Sigtúni 3, á afmælisdaginn kl. 17:00-19:00 (kl. 5-7). Ferming og altarisganga í Árbæjarkirkju sunnudaginn 17. sept. kl. 11 árdegis. Prestur: Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Fermdar verða: Eyrún Rós Ámadóttir, Hraunbæ 102G. Geirlaug Sunna Þormar, Frostafold 50. Sigríður Þormar, Frostafold 50. Hafnarfjarðarkirkja Messa kl. 14. Altarisganga. Ath. breyttan messutíma. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 14:00. Orgelleikari Violeta Smid. Cecil Haraldsson TÖÐUGJÓLD hjá HSK á Borg í Grímsnesi Á sunnudag gengst Héraðssambandið Skarphéðinn fyrir töðugjöldum að Borg í Grímsnesi. Samkoman hefst kl. 14:00. Margt góðra skemmtikrafta verður á staðnum, þ.á.m. Valgeir Guðjónsson, Ómar Ragnarsson, Hljómsveitin „Nonni og Mannamir", glímusýning verður, harmónikuleikur, nýorðinn ráðherra mætir á samkomuna. Leiktæki og leikir verða fyrir börnin. Veitingar, svo sem grillaðar pylsur og heitar pönnukökur, verða á boðstólum. Hluti af ágóða af skemmtuninni rennur í „Þyrlusjóð". Fyrirlestrar í Orkustofnun um JARÐHITA í UNGVERJALANDI Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna býður á ári hverju erlendum fræðimanni til lslands til að flytja fyrirles- tra um jarðhita. Gestafyrirlesari Jarðhita- skólans á þessu ári er Peter Ottlik frá Ungverjalandi. hann mun flytja fimm fyrirlestra (á ensku) í fundasal Orkustofn- unar, Grensásvegi 9, dagana 18.-22. sept- ember. Fyrirlestramir hefjast kl. 10:00. Efni fyrirlestranna er eftirfarandi: 18. sept.: Eðli jarðhitasvæða í Ung- verjalandi. 19. sept.: Vatnafræði ungverskra jarð- hitakerfa. 20. sept.: Jarðhitaleit í Ungverjalandi. 21. sept.: Jarðhitanýting í Ungverja- landi. 22. sept.: Vandamál við jarðhitanýt- ingu í Ungverjalandi. Fyrirlestramir em öllum opnir. AKRÍL NUDDPOTTAR Allir fylgihlutir og dælur fyrir potta og sundlaugar Verð frá kr. 74.300,- K AUDIJNSSON GRENSASVEGI8 S: 68 67 75 & 68 60 88 vTiTSJV ÞJÓDLEIKHUSID OPIÐHÚSí Þjóðleikhúsinu í dag! Laugard. 16. sept. er opið hús í Þjóð- leikhúsinu. Kl. 14:00-17:00 gefst almenn- ingi kostur á að skoða lcikhúsið og skyggnast inn að tjaldabaki. Allar deildir leikhússins verða opnar. Leiðsögumenn úr hópi þekktra leikara stofnunarinnar munu fara með reglulegu millibili með hópa um húsið, fræða um starf og sögu þess og svara spumingum. Hverri hópferð Íýkur sfðan í Leikhúskjallaranum þar sem boðið verður upp á ókeypis kaffi- og kókveitingar. Miðasalan verður einnig opin laugar- daginn 16. september. Frá Félagi eldri borgara Opið hús verður í Goðheimum, Sigtúni 3, á morgun, sunnudag. Kl. 14:00 er frjálst spil og tafl. Dansleikur er kl. 20:00. Soroptimistahreyfingin á íslandi 30 ára Um þessar mundir em þrjátíu ár síðan Soroptimastaklúbbur Reykjavíkur var stofnaður, en það var 19. september 1959. Upphaflega var Soroptimistahreyfingin stofnuð í Kalifomíu árið 1921 sem nokk- urs konuar systrafélag við Rotarýklúbb- ana. Nú em um 100 þúsund konur í þessari hreyfingu og klúbbar em starfandi í 88 þjóðlöndum. Á íslandi em 14 klúbbar með 342 félögum. Klúbbamir á íslandi hafa einkum látið sig varða málefni aldraðra og fatlaðra. 1 tilefni afmælisins ætlar Soroptimista- klúbbur Reykjavíkur að gefa Hjúkmnar- heimilinu Skjóli eina milljón króna til kaupa á tækjum sem notuð verða við hjúkmn vistmanna. Einnig gefur Landssamband Soroptim- ista út myndarlegt afmælisrit, þar sem rakin er 30 ára saga samtakanna á Islandi. Soroptimistar og gestir þeirra munu halda afmælið hátíðlegt í hófi að Hótel íslandi að kvöldi 16. sept. Formaður Soroptimistaklúbbs Reykja- víkur er Sigrún Klara Hannesdóttir, en forseti Landssambands Soroptimista er Steinunn Einarsdóttir frá Soroptimista- klúbbi Seltjamamess. SÓNGNÁMSKEID 1 vetur mun söngskóli Ágústu Ágústs- dóttur starfa með breyttu sniði. Kennslan fer fram í formi námskeiða, þrjá eftirmið- daga í senn frá kl. 17:00 til kl. 21:00. Síðasta dag hvers námskeiðs verður kennslan opin, og gefst fólki þá kostur á að fylgjast með kennslunni samkvæmt nánara umtali. Þá verður stefnt að því, að halda tónleika í lok hverrar annar, en hver önn samanstendur af þremur námskeiðum. Fyrirmyndin að þessu formi kennslunn- ar er sótt til Alþjóðlega tónlistarnám- skeiðsins í Weimar í Austur-Þýskalandi og kennslan byggð á söngtækni prófessors frú Hanne-Lore Kuhse í Berlín. Píanó-undirleikur stendur þátttakend- um til boða. Fyrsta námskeiðið verður í Laugarncsskólanum í Reykjavík 19.-21. sept. nk. kl. 17:00- 21:00 og em væntan- legir þátttakendur beðnir að hafa sam- band við Ágústu Ágústsdóttur í símum 94-8260 eða 94-7672. Fundir á vegum Samtaka um Kvennaathvarf í desember nk. verða liðin 7 ár frá stofnun Kvennaathvarfsins. Á þessum tíma, eða til 1. sept. sl., hafa 978 konur komið til dvalar í Kvennaathvarfmu, og auk þeirra hafa 786 böm dvalið þar með mæðrum sínum. Auk þess koma fjöl- margar konur til viðtals eða hringja, án þess að um dvöl sé að ræða. Samtökin veita einnig konum, sem hafa verið beittar nauðgun, stuðning og ráðgjöf. Til að vekja athygli á málefnum sam- takanna munu þau gangast fyrir opnum fundum í Gerðubergi undir yÍBrskriftinni „Bak við byrgða glugga". Efni fundanna verður: 19. sept. kl. 20:15 - Heimilisofbeldi. 3. október kl. 20:15 - Málefni bama - sifjaspell. 7. nóv. kl. 20:15 - Heimilisofbeldi 5. desemberkl. 20:15-Nauðgunarmál. Þýskur pennavinur sem skrifar á íslensku „Hæ,hæ! Ég hef þrælstórt áhugamál á lslandi, og mig langar að kynnast nokkmm ungling- um. Þess vegna skrifa ég til ykkar og vona að þið kunnið að hjálpa mé'r að finna vini á lslandi ...“ Þannig byrjar bréf frá 17 ára þýskum strák, sem óskar eftir að eignast fslenska pennavini. Hann hefur áhuga á tónlist, bókum, ferðalögum, málverkum og á íslensku máli. Utanáskrift til hans er: INGOLF KASPAR, BOCHUMER STR 64 D-4300 ESSEN 14, WEST GERMANY Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga ogsunnudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11:00-17:00. Breyttur opnunartími á Þjóðminjasafni íslands Frá og með 16. sept. til 14. maí verður safnið opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-16:00. Aðgangur er ókeypis. Strætisvagnar sem stansa við Þjóð- minjasafnið: 5, 6, 7, 13, 14, 16, 100. Sunnudagsferðir F.í. 17. sept. 1. Kl. 10:30 Hrafnabjörg (765 m) - Gengið frá Gjábakkaveginum á fjallið. Fararstjóri Jón Viðar Sigurðsson. Far- miðar við bíl (1000 kr.) 2. Þingvellir - þjóðgarðurinn. Ekið á Þingvöll og gengið um þjóðgarðinn. Nú ættu að vera komnir haustlitir á Þingvöll- um. Farmiðar við bíl (1000 kr.).Frítt er fyrir böm og unglinga 15 ára og yngri. Ferðimar em famar frá Umferðarmið- stöðinni að austanverðu. Allmikið af óskilafatnaði úr sæluhúsun- um er á skrifstofunni. Ferðafélag íslands „Uppgangan"í MfR Sunnud. 17. sept. kl. 16:00 verður sovésk verðlaunakvikmynd frá síðasta áratug, eftir Larisu Shepitko, sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Þessi mynd var áður sýnd á kvikmyndahátíð í Reykjavík undir nafninu „Seigla", en heiti hennar er nú fært til samræmis við rússneska nafnið „Uppgangan" (Voskhozdenie). Myndin gerist í skógum Hvítarússlands veturinn 1942. Með aðalhlutverkin fara Boris Plotnikov, Vladimir Gostjúkhin og Ana- tólí Solonitsin. Skýringar á ensku em með myndinni. Aðgangur öllum heimill. Nú stendur yfir Norræna Trimmlands- keppni fyrir fatlaða á öllum Norður- löndunum, en hún hófst 1. september og stendur allan septembermánuð. Iþróttasamband fatlaðra, lþróttafélag fatlaðra í Reykjavík, lþróttafélagið ösp og Trimmklúbbur Eddu Bergmanns hafa ákveðið að efna til sameiginlegs trimm- dags sunnudaginn 17. september kl. 14:00, en þó þessi félög standi fyrir trimmdeginum „þá em allir hjartanlega velkomnir," eins og segir í fréttatilkynn- ingu. Safnast verður saman við Kjarvalsstaði kl. 14:00. Síðan verður farið í RATLEIK á Miklatúni, sem Anton Bjamason íþróttakennari stýrir. í ratleik er gengið/ hlaupið/skokkað á milli ákveðinna pósta og fyrirfram ákveðin verkefni leyst. Áætl- að er að leikurinn taki 1 1/2-2 tíma. Eftir ratleikinn er hægt að kaupa hressingu í veitingasölum Kjarvalsstaða. Vakin er athygli á, að þeir sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda þurfa að hafa aðstoðarmann með sér. Allar nánari upplýsingar er unnt að fá á skrifstofu íþróttasambands fatlaðra, íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík. Síminn er 83377. Frá íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík Fyrsti tíminn f borðtennis og boccia f Hlíðarskóla verður mánudaginn 18. sept- ember kl. 18:00.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.