Tíminn - 29.09.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.09.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. september 1989 Tíminn 3 Rafiðnaðarmenn endurskoða undanþágur í dag hafi ekkert gerst í samningamálum: Beiðni Þjóðleik- hússins hafnað Undanþágubeiðni Þjóðleikhússins vegna verkfalls rafiðn- aðarmanna var hafnað í gær. Þrátt fyrir það var veitt leyfi til sýningar á Oliver í gærkvöldi þar sem afstaða verkfallsnefnd- arinnar lá seinna fyrir en lofað hafði verið. Helgi Gunnarsson starfsmaður Rafíðnaðarsambandsins sagði í gær að menn þar biðu eftir hugmyndum frá samninganefnd ríkisins. Helgi bætti þvt' við að þær undan- þágubeiðnir sem veittar hefðu verið yrðu endurskoðaðar í dag ef ekkert hefði gerst í samningamálunum. Ríkissáttasemjari sagði í gær að ekkert hefði breyst frá því að slitnaði upp úr samningunum og ekki væru líkur á að samningafundur yrði í dag nema annar hvor aðilinn óskaði eftir því. Höfnun beiðninnar kemur illa við fjárhag Þjóðleikhússins þar sem Oli- ver er eina verkið sem þar er í gangi. Nú þegar er uppselt á hverja sýningu fram í miðjan október. Aðeins er hægt að sýna leikritið út október- mánuð vegna þess að þá verður Þjóðleikhúsið að skila leiktjöldum sem leigð voru erlendis frá. í gær fór Póstur og sími fram á undanþágu vegna bilana í símkerf- inu í Skagafirði, sem varð þess valdandi að um 200 símanúmer urðu sambandslaus. Beiðnin var sam- þykkt að því leyti að leyfð var viðgerð á samböndum í AXE stöð í Viðvíkursveit, Hegranesi og Hóla- hreppi. Aftur á móti var hafnað undanþágubeiðni vegna tveggja bil- aðra lína í Varmahlíð, þar sem ekki Var um öryggisatriði að ræða. Þá sótti íslensk getspá um að leyfð yrði útsending frá útdrætti í Lottóinu á laugardagskvöldið og verður sú beiðni afgreidd síðar. Verkfallið hefur áhrif í mörgum ríkisstofnunum en Rafiðnaðarsam- bandið féllst á undanþágubeiðnir þar sem talið var að um væri að ræða öryggi fólks. Þessar undanþágu- beiðnir verða sem fyrr segir endur- skoðaðar í dag. Ríkisspítalarnir fengu undanþágu vegna rafiðnaðarmanna sem sjá um viðhald nauðsynlegs tækjabúnaðar vegna öryggis og umönnunar sjúkl- inga. Flugmálastjórn fékk undan- þágu vegna starfa sem lúta að öryggi flugs á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Póstur og sími fékk undanþágu vegna jarðstöðvarinnar Skyggnis, mælistofu sem nauðsynleg er vegna öryggis símkerfisins og til að reka lóranstöðvarnar á Gufuskálum og í Keflavík. Ríkisútvarpið fékk undan- þágu til útsendingar á Rás 1 á lesnum fréttum, veðurfréttum, tón- list og dagskrá sem til er á böndum. Einnig á þáttum á Rás 2 sem dag- skrárgerðarmenn sjá alfarið um. Að öðru leyti eru rásirnar samtengdar. Verkfallið kemur öllu verr niður á starfsemi Sjónvarpsins. Þar verða engar stúdíóupptökur meðan á verk- fallinu stendur og því einungis sent út efni sem til er á böndum. SSH Úr söngleiknum Oliver sem er eina stykkið sem Þjóðleikhúsið er með í gangi. Páll Líndal ráöinn tímabundið til að vinna að verkefnum með ráðherra Hagstofu íslands: Sólnesfær starfsmann Páll Líndal, fyrrverandi borgar- lögmaður hefur verið ráðinn sam- starfsmaður Júlíusar Sólnes ráð- herra Hagstofu Islands. Páll var áður við störf hjá iðnaðarráðuneyt- inu, en hefur fengið sig lausan þaðan um tíma á meðan hann vinnur að verkefnum með Júlíusi. Að sögn Páls er ekki hægt að segja að hann sé ráðinn sem aðstoðarmað- ur ráðherra, en það heiti hefur ákveðna merkingu í lögum. „Ég get ekki sagt annað en gott um samstarf- ið við Júlíus,“ sagði Páll í samtali við Tímann í gær. „Verkefnin eru tvíþætt, það er annars vegar að vinna með fleirum að endurskoðun á lögunum um Stjórnarráðið og hins vegar að vinna að undirbúningi að nýjum lögum um umhverfismála- ráðuneyti.“ Stefnt er að því að hraða vinnu við smíði þessara laga jafn mikið og unnt er, enda segir í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að stofna skuli nýtt umhverfismálaráðuneyti fyrir áramót. Það mál er nátengt uppstokkun innan Stjórnarráðsins, en áætlað er að leggja drög að nýjum lögum þar að lútandi í byrjun þings. - ÁG Páll Líndal fyrrv. borgarlögmaður hefur verið ráðinn samstarfsmaður Júlíusar Sólnes ráðherra Hagstof- unnar. Innbrotið í Lyfjaverslun ríkisins: Lyfjaþjófurinn gefur sig f ram Maðurinn sem braust inn í Lyfja- verslun ríkisins aðfaranótt föstudags gaf sig fram við Rannsóknarlögreglu rfkisins síðdegis á miðvikudag. RLR hafði manninn grunaðan og hafði m.a. fundist við húsleit hjá honum eitthvað af lyfjunum sem hann hafði á brott með sér. Búið var að gefa út handtökuskipun á hendur honum, en maðurinn kom ekki í leitimar fyrr en hann gaf sig fram. Talið er að mestur hluti þýfisins, sem var einkum morfín, hafi skilað sér. Maðurinn, sem er fyrrum starfs- maður Lyfjaverslunar ríkisins, er í haldi lögreglu. -ABÓ Glettingur og Meitillinn í Þorlákshöfn: Ollu starfsfólki sagt upp störfum AUt starfsfólk Glettings og Meit- ilsins í Þorlákshöfn fær í dag upp- sagnarbréf í sínar hendur. Hjá fyrirtækjunum, sem er þau um- svifamestu á Þorlákshöfn, starfa á annað hundrað manns. Ríkharður Jónsson varaformað- ur stjórnar Meitilsins sagði í sam- tali við Tímann að með þessu væri verið að framkvæma nánast forms- atriði. Það er vilji forsvarsmanna fyrirtækjanna að hafa alla ráðning- arsamninga lausa um áramót, þar sem stefnt er að því að sameina fyrirtækin og nýtt fyrirtæki hefji starfsemi. Sameiningarmálin eru stutt á veg komin, en að sögn Ríkharðs fullur vilji beggja aðila að sameinast og búið að leggja mikla vinnu í málið. Á mánudag ætla forsvarsmenn fyrirtækjanna að halda fund með starfsfólki, þar sem gerð verður frekari grein fyrir málinu og sefa ótta meðal fólks, að sögn Ríkharðs. „Það er stefnan að efla þetta í stað þess að leggja niður eða draga saman,“ sagði hann. Fyrirtækin reka í dag sex báta, tvo togara, tvö frystihús og tvö saltfiskvinnsluhús. Gera má ráð fyrir að við sameiningu verði bæði frystihúsin rekin áfram, en komið á vissri hagræðingu milli þeirra. Hvað saltfiskvinnsluhúsin varðar má búast við að rekstri annarrar þeirra verði fram haldið. -ABÓ AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐWGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980-2. fl. 25.10.89-25.10.90 kr. 1.853,12 1981-2. fl. 15.10.89-15.10.90 kr. 1.151,68 1982-2. fl. 01.10.89-01.10.90 kr. 795,49 1987-2.fl.D2ár 10.10.89 kr. 180,54 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, september 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.