Tíminn - 29.09.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.09.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminrv Föstudagur 29. september 1989 Minnispunktar fjármálaráðuneytis sem dreift var á fundi Samtaka sparifjáreigenda á Hótel Sögu sl. sunnudag: Nokkrar staðreyndir um tekjuskatt af fjármagnstekjum Hvað eru f jármagnstekjur? Fjármagnstekjur eru: a) Vaxtatekjur, þar með talin afföll b) Arður af hlutafjáreign og söluhagnaður hlutabréfa c) Leigutekjur d) Hagnaður sem haldið er eftir í fyrirtækjum Aðeins vaxtatekjur einstaklinga eru í dag skattfrjálsar að fullu. Leigutekjur, söluhagnaður hlutabréfa og hagn- aður er skattlagður að fullu. Arður er skattfrjáls að hluta. Tvö dæmi um mismunun í nú- verandi skattkerfi Skuldabréf - hlutabréf Hugsum okkur tvo menn, A og B, sem báðir fjárfesta fyrir 5 milljónir króna. A fjárfestir í verðbréfasjóði en B hættir fé sínu í atvinnurekstri með því að kaupa hlutafé. Eignar- skattlagning er í báðum tilfellum sú sama, svo við getum litið framhjá henni. Á síðasta ári er talið að meðalraunvextir hlutdeildarskírt- eina verðbréfasjóða hafi verið um 12%. Þannig fær A 600.000 kr. í skattfrjálsar tekjur. Ef B fengi greiddan 12% arð, þrátt fyrir tví- sköttun, fengi hann 445.824 kr. í tekjur eftir skatt, ef fullt tillit er tekið til frádráttar vegna fjárfesting- ar í atvinnurekstri.1 Ávöxtun eftir skatt verður því 8,9% hjá B ■ stað 12% hjá A, sem fjárfesti í hlutdeild- arskírteinum verðbréfasjóða. Þetta dæmi er hins vegar fremur óraunsætt, þar sem fyrirtæki greiða að jafnaði ekki hærri arð en 10% vegna tvísköttunar og þar sem eðli- legt er að dreifa frádrætti vegna kaupa á hlutafé á lengra tímabil, þegar ávöxtun er reiknuð út. Ef tillit er tekið til þessa, og miðað við að B eigi hlutabréfin ekki nema í 3 ár, verða tekjur eftir skatt 364,128 kr. og ávöxtun 7,3% í stað 12% hjá A. Ef laga á þetta misrétti, sem brýna nauðsyn ber til ef takast á að örva eiginfjármyndun í atvinnulífinu, verður það ekki gert nema að gera arð að fullu skattfrjálsan eins og vaxtatekjur, eða taka upp skattlagn- ingu vaxtatekna. Aðeins seinni leið- in samrýmist því að uppræta það misrétti sem felst í mismunandi skattlagningu launatekna og fjár- magnstekna, og næsta dæmi sýnir hvernig getur birst. Vaxtatekjur - launatekjur Hugsum okkur tvo ellilífeyris- þega, Pétur og Pál, sem báðir hafa sömu tekjur, þ.e. 56.000 kr. á mán- uði, þar af fá báðir 36.000 kr á mánuði frá lífeyrissjóði. Pétur fær hins vegar 20.000 kr. á mánuði fyrir hlutastarf, en Páll fær 20.000 kr. taunvaxtatekjur á mánuði af t.d. einingarbréfum í verðbréfasjóði. Samkvæmt núgildandi reglum fær Pétur aðeins grunnlífeyri, þ.e. 10.599 kr. á mánuði, en Páll fær einnig 9.060 kr. í tekjutryggingu, þar sem raunvaxtatekjurnar teljast ekki með í tekjuviðmiðuninni. Páll fær því 108.720 kr. meira á ári úr almannatryggingum en Pétur, þótt tekjurnar séu nákvæmlega þær sömu. Petta dæmi er auðvitað hægt að gera mun hrikalegra, því það skiptir engu máli hve raunvaxtatekj- urnar eru miklar, þær skerða aldrei tekjutrygginguna. Þannig gæti sá sem hefði 100.000 kr. á mánuði í raunvaxtatekjur eða 1,2 milljónir á ári, en ekkert annað fengið grunnlíf- eyri, fulla tekjutryggingu og heimil- isuppbót, eða nær hálfa milljón á ári úr almannatryggingakerfinu, en hinn sent hefði t.d. aðeins 25.000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði, fengi ekki nema rúm 300 þúsund krónur á ári. Það dæmi sem hér hefur verið nefnt varðandi ellilífeyrinn mætti yfirfæra á allar bótagreiðslur og réttindi sem eru tekjutengd, hvort sem það er barnabótaauki, vaxta- bætur o.s.frv. Staðreyndin er sú, að það verður aldrei fullt réttlæti í þessum tekjutengingum nema að fullt tillit sé tekið til fjármagnstekna. Það verður hins vegar ekki gert nema að skattlagning fjármagns- tekna og launatekna verði samræmd. 1 I útrcikningum í þcssu dæmi er miðað við skatthlutfall og frádráttarliði, cins og þeir voru á síðasta ári, þ.e. 35,2% skatthlutfall, 90.000 kr. hámark á skattfrelsi arðs, og 72.000 kr. hámarksfrádrátt vegna fjárfesting- ar í atvinnurekstri. Helstu tillögur nefndar um skattlagningu fjármagnstekna • Skattstofninn verða tekjur af fjármagnseign, en ekki fjármagns-' eignin sjálf, þ.e. höfuðstóllinn. Um- ræða um tvísköttun og eignaupptöku varðandi fjármagnstekjuskatt byggir á misskilningi um greinarmuninn á þessu tvennu. Fjármagnseignin er mynduð af sparnaði fyrri tímabila. Þær tekjur sem þannig runnu til sparnaðar, voru auðvitað skattlagð- ar á sínum tíma. Vaxtatekjur ein- staklinga eru þó undantekning frá þessu, þar sem þær hafa verið skatt- frjálsar fram að þessu. Fjármagns- tekjur eru nýjar tekjur, alveg á sama hátt ogatvinnutekjur. Þæreru því til ráðstöfunar fyrir þá sem fá þær, hvort sem er í neyslu eða sparnað, og því jafn eðlilegur skattstofn og atvinnutekjur. • Skatturinn verður lagður á sem hluti af tekjuskatti. Skatturinn leggst því á eftir efnunt og aðstæðum hvers og eins, sem þýðir m.a. að fólk getur nýtt sér persónuafslátt á móti tekj- unum. • Skattstofn vaxtatekna verða greiddir raunvextir. Skattskylda myndast því ekki fyrr en viðkomandi hefur fengið raunvextina í hendur og þeir eru til ráðstöfunar í neyslu og sparnað. • Á verðtryggðum fjáreignum verða raunvextir reiknaðir beint. Verðtryggingin auðveldar því ákvörðun skattstofnins. • Hlutdeildaraðferð er notuð á vaxtatekjur af óverðtryggðum fjár- eignum. Þetta þýðir að nafnvextir eru taldir fram, en aðeins ákveðið hlutfall af þeint er skattlagt. Þetta hlutfall ræðst annars vegar af verð- bólgustigi og hins vegar af raun- vöxtum. • Vextir bankareikninga með raun- ávöxtun undir ákveðnu marki verði skattfrjálsir. í áliti nefndarinnar eru 1% raunvextir nefndir í þessu sam- bandi. • Skatturinn verður innheimtur í staðgreiðslu. Það auðveldar fólki greiðslu skattsins á svipaðan hátt og staðgreiðsla skatts af launatekjur gerir nú. Auk þess auðveldar þessi aðferð eftirlit. Eftir sem áður fer endanleg álagning fram með fram- tali, þannig að staðgreiðsluskattur- inn er aðeins uppígreiðsla. • Vaxtatekjur af spariskírteinum ríkissjóðs sem seld verða áður en skattlagningin kemur til verða skattfrjálsar á líftíma bréfanna. Vaxtatekjur spariskírteina sem seld verða í framtíðinni verða skattlagðar eins og aðrar vaxtatekjur. • Til samræmis við þessar breyting- ar er gert ráð fyrir að vaxtabætur miðist við greidda raunvexti. Heild- arstuðningur við íbúðakaupendur verður sá sami eftir sem áður, en stuðningurinn verður ekki eins til- viljunarkenndur og nú, eftir því hve verðbólgan er mikil. • Greiddur arður verður að fullu frádráttarbær hjá fyrirtækjum, en skattlagður hjá einstaklingum eins og aðrar tekjur. Til að örva fjárfest- ingu í hlutabréfum leggur nefndin til að að beitt verði skattlegum hvatn- ingum, t.d. með rýmkun ákvæða um frádrátt vegna fjárfestingar í hluta- bréfum. Með þessari breytingu verð- ur öll tvísköttun arðs úr sögunni og skattaleg staða hlutafjáreignar mið- að við skuldabréfaeign er bætt veru- lega. • Eignarskattar verða lækkaðir samhliða tilkomu samræmds fjár- magnstekjuskatts. Eignarskattlagn- ing er í rauninni gróf aðferð til að skattleggja tekjur af því fjármagni sem lagt hefur verið í verðbréf, fasteignir o.s.frv. Um leið og sam- ræmdur fjármagnstekjuskattur er tekinn upp er því eðlilegt að eignar- skattar lækki. Dæmi um áhrif skattlagningar • Ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til þess hvort vaxtatekjur verða skattlagðar einungis með tekjuskattsprósentu eða bæði tekju- og útsvarsprósentu, né heldur hefur verið tekin afstaða til þess hvort 1% raunvextir verði í öllutn tilfellum skattfrj álsir. • Hér er tekið dæmi um notkun tekjuskattsprósentu, en skattskyldu allra raunvaxta. Hugsum okkur mann sem á eina milljón inn á verðtryggðum bankareikningi með 3,5% raunvöxtum. í dag hefur hann því 35.000 kr. í skattfrjálsar tekjur af þessum reikningi. Ef skattur er lagður á, en vextir fyrir skatt hækka ekki, verða raunvaxtatekjur eftir skatt 24.220 kr. Breytingin jafngildir því lækkun raunvaxta um 3,5% í 2,4%, sem er innan þeirra marka sem vextir kunna að breytast af ýmsum öðrum orsökum. Það er því fráleitt að halda því fram að breyting af þessu tagi geti leitt til hruns í sparnaði. Auk þess má búast við að vextir verði eitthvað hærri en ella vegna skattlagningarinnar. Áhrifin verða því í raun minni. • Ef 1% raunvextir verða skatt- frjálsir, verður breytingin enn minni, þ.e. raunvextir eftir skatt lækka úr 3,5% í 2,7%. • Á móti skattlagningu vaxtatekna kemur lækkun eignarskatts og bætt skattaleg staða hlutafjár. Á móti hugsanlegum minni sparnaði í formi skuldabréfaeignar kemur því meiri sparnaður í formi hlutafjáreignar, sem er einmitt það sem þarf í íslensku efnahagslífi um þessar mundir. Rafstöð Óska eftir rafstöð, 30-60 kw. 3x380. Hafið samband við auglýsingadeild Tímans s. 680001 og 686300 fyrir 10. október nk. ÓKEYPIS hönnun auglýsingar þegar þú auglýsir í TÍMANUM AUGLÝSINGASÍMi 680001 Skattlagning fjármagnstekna í aðildarlöndum OECD VAXTATEKJUR 1. Ríkisskuldabréf Skattlagt: Ástralía, Kanada, Danmörk, Frakkland, V-Þýskaland, frland, Lúxemborg, Holland, Noregur, Portúgal, Spánn, Svíþjóð, Sviss, BretlandogNýja-Sjáland. Skattlagt að hluta: Belgía Skattfrjálst: Austurríki, Finnland, Grikkland, Ítalía2, Japan, Tyrkland, Bandaríkin og Island. 2. Vissir sparifjárreikningar: Skattlagt: Ástralía, Austurríki, Kanada, Danmörk, Frakkland, V-Þýskaland, ftalía, Lúxemborg, Holland, Noregur, Portúgal, Spánn, Sviss, Tyrkland, Bandaríkin og Nýja- Sjáland. Skattlagt að hluta: Belgía Skattfrjálst: Finnland, Grikkland, írland, Japan, Svíþjóð, Bretland og ísland. 3. Lífeyrissparnaðarreikningar: Skattlagt: Ástralía, Austurríki, Kanada, Frakkland, V-Þýskaland, ftalía, Japan, Lúxem- borg, Holland, Noregur, Portúgal, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Bretland, Bandaríkin og Nýja-Sjáland. Skattlagt að hluta: Belgía Skattfrjálst: Danmörk, Finnland, Grikkland, írland og ísland. 4. Aðrir bankareikningar: Skattlagt: Ástralía, Austurríki, Kanada, Danmörk, Frakkland, V-Þýskaland, írland, ltalía, Japan, Lúxemborg, Holland, Noregur, Portúgal, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Bretland, Bandaríkin og Nýja-Sjáland. Skattlagt að hluta: Belgía Skattfrjálst: Finnland, Grikkland og ísland. 5. Aðrar vaxtatekjur: Skattlagt: Ástralía, Austurríki, Kanada, Danmörk, Finnland, Frakkland, V-Þýskaland, Grikkland, frland, ftalía, Japan, Lúxemborg, Holland, Noregur, Portúgal, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Bretland, Bandaríkin og Nýja-Sjáland. Skattlagt að hluta: Belgía. Skattfrjálst: ísland. ARÐUR Skattlagt: Ástralía, Austurríki, Kanada, Danmörk, Finnland, Frakkland, V-Þýskaland, Grikkland, frland, Ítalía, Japan, Lúxemborg, Holland, Noregur, Portúgal, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Bretland, Bandaríkin og Nýja-Sjáland. Skattlagt að hluta: Belgía og fsland. LEIGUTEKJUR Skattlagðar í öllum aðildarlöndum OECD. 2 Skattlagt í framtíðinni Heimild: OECD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.