Tíminn - 29.09.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.09.1989, Blaðsíða 2
Föstudagur 29. september 1989 2 Tíminn Skoskur ráðgjafi um fiskeldi á íslandi: Fiskeldið er fífldirfska „Áhættan er sennilega minnst í Suður-Noregi. Laxeldi er áhættusamara í Norður-Noregi og í Skotlandi og enn áhættusamara á írlandi og í Færeyjum og nálgast fífldirfsku í Kanada, Chile og á íslandi.“ Þessi orð eru tekin úr grein sem birtist í Frjálsri verslun eftir Skotann Ian MacFarlane sem rekur viðamikið ráðgjafarfyrirtæki í laxeldi. Sérgrein fyrirtækisins er að „bjarga“ fískeldisfyrirtækjum sem eru starfshæf frá tæknilegu sjónarmiði en skortir fullnægjandi stjórnun. MacFarlane þekkir vel til á ís- landi, hefur oftsinnis komið til landsins og dvalið hér í lengri eða skemmri tíma. Hann hefur ekki mikla trú á flotkvíaeldi hérlendis og gagnrýnir einnig meðal annars hvemig staðið hefur verið að fjár- mögnun laxeldisfyrirtækja. Um flotkvíaeldið segir MacFar- lane: „Almennt séð þá er laxeldi í flotkvíum á íslandi óframkvæman- legt sökum vetrarveðra og ofur- kælingar sjávarins. Fiskur er alinn í flotkvíum á íslandi en sú starfsemi erótraust, óútreiknanleg, óhóflega erfið og óarðbær. Líta má á þessa aðferð fremur sem fjárhættuspil heldur en fjárfestingu og á íslandi þá eru líkurnar alltaf veðurguðun- um í vil.“ Fiskeldi í landi er því eini raun- hæfi kosturinn á íslandi að mati MacFarlane, en hann bendir á að þekking á þessari gerð eldis sé að mörgu leyti takmörkuð hvað varð- ar til dæmis stjórnun, tækni, að- ferðafræði og hönnun. Hagnaður hafi aðeins orðið til við undantekn- ingaraðstæður þar sem fjámögnun- ar- eða fjárfestingaraðstæður hafi verið óvenjulegar. En hann bendir á að ef aldrei væri ráðist í nýjungar þá yrðu aldrei neinar framfarir. „Ég vil því ekki halda því fram að laxeldi í landi geti ekki gengið á íslandi, hvorki frá tæknilegu né viðskiptalegu sjónarmiði, ég vil aðeins hvetja menn til að gera sér grein fyrir því að það er ekki óhjákvæmilegt að það gangi, sama hversu miklum fjármunum kosið er að verja til þess.“ Þá talar MacFarlane um að hlut- fall eigin fjármagns í íslenskum laxeldisfyrirtækjum sé í mörgum tilfellum of lágt, eða 15-30%. Hins- vegar sé æskilegt að skuldsetning sé eins lítil og mögulegt er vegna þess óstöðugleika og óvissu sem laxeldið býr við eins og annar landbúnaður. Þegar skuldsetning er mikil auk- ist mikilvægi veða til tryggingar skuldunum umfram það sem ann- ars þyrfti að vera. „í sumum laxeld- isfyrirtækjum, einkanlega þó á ís- landi, hefur spurningin um útvegun veða náð slíkri fágun að hægt er að tala um sjálfstætt listform! Það felur m.a. í sér vafasamar ábyrgðir, misnotkun á vátryggingarskírtein- um og verðmætamat eigna byggðu á óraunhæfum grunni." Þá hefur MacFarlane ýmislegt að athuga við hvernig tryggingaskírteini hafa verið notuð til grundvallar veðum og hér á landi sé slíkt notað í miklu meira magni en erlendis. „Spurn- ing sem vaknar er hvers vegna tryggingafyrirtækin hafa leyft slíkt? Áhrifin eru þó augljós í mynd ofmats á verðmæti fisksins, ofmats á stærð eða lífsmöguleikum og jafnvel því að haldið er eftir einskis nýtum sjúkum eða veikum fiski, vegna vátryggingarverðmæt- is.“ Þrátt fyrir öll neikvæðu atriðin sem hann nefnir telur MacFarlane að laxeldi muni þróast á íslandi, þó hann búist við að umtalsverð mis- tök eigi eftir að verða áður en það geti orðið. „Það mun þróast þegar menn gera sér grein fyrir því að laxeldisfyrirtækin eru mismunandi með tilliti til þeirrar þekkingar og fæmi sem þau búa yfir, sem aftur réttlætir mismunandi fjármögnun. Laxeldi mun þróast þegar fjár- magnsuppbyggingunni er breytt á þann veg að hún taki mið af raunverulegum þörfum fiskeldis- fyrirtækjanna, sem sennilega þýðir í raun að afskrifa þarf í stómm stíl bókhaldsleg verðmæti í stað þess að leggja út í nýjar fjárfestingar. Þau mistök sem á eftir að gera í laxeldinu verða dýr fyrir unga at- vinnugrein sem kemur að öllum líkindum til með að hafa minni áhrif í hagkerfinu en áður var talið.“ Athugasemdir Frjáls verslun fékk Guðmund G. Þórarinsson formann Lands- sambands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva til að segja álit sitt á grein MacFarlane. Guðmundur bendir meðal annars á að greinarhöfundur taki allt of djúpt í árinni varðandi kvíaeldi á íslandi og dæmin sanni annað. Þá gleymi hann einnig möguleikanum á fareldi, þ.e. sam- spili landeldis og kvíaeldis. Guðmundur nefnir einnig að stærstu stöðvarnar hér á landi séu byggðar að frumkvæði Norð- manna. í þeim tilvikum komi fjár- magnið í miklum mæli frá Noregi. Þá segir hann að þróun landstöðva hafi orðið mikil á íslandi á síðast- liðnum fimm árum og rekur hann í framhaldi af því kosti landeldis. Guðmundur tekur undir margt það sem MacFarlane segir um fjármögnun framkvæmda og rekstrar. Segir hann meðal annars: „Þau mál hér eru ótrúlegt rugl og ekkert í samræmi við þau afurða- lánakerfi sem keppinautar okkar hafa byggt upp,“ Þá lýkur Guðmundur orðum sín- um með því að fiskeldi sé mjög vaxandi grein á íslandi sem feli í sér mikla möguleika. Islendingar hafí ekki efni á að dragast aftur úr í þessari grein. SSH HITAFARSBREYTINGAR MIKLAR Á ÞESSARIÓLD (slensk-ameríska verslunarráðiö: Fundað um viðskipti Einstaklingar sem starfa að viðskiptum milli íslands og Bandaríkjanna hittast á um 150 manna ráðstefnu í Washington í dag. Þar á að brjóta til mergjar horfur í viðskiptum þjóðanna næsta áratuginn með hliðsjón af þeim krossgötum sem framundan eru í heimsviðskiptunum. Á ráðstefnunni mun einnig verða fjallað um þau bandalög og fríverslunarsamninga, sem hafa munu áhrif á viðskipti þjóðanna. Verður sérstaklega fjallað um fiskveiðimál og ný viðhorf á fisk- mörkuðum, sérstaklega mörkuð- um neytenda. Einnig verður farið yfir núverandi stöðu í viðskiptum lslands og Bandaríkjanna. Íslensk-ameríska verslunar- ráðið stendur fyrir ráðstefnunni með stuðningi íslenska sendiráðs- ins, en Verslunarráð fslands og Amerísk-íslenska verslunarráðið standa að 40 manna þátttöku frá íslandi. Meðal þátttakenda verð- ur Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. Hitafarsbrey tingar hér á landi hafa á þessari öld verið afar miklar, alit frá kuldatímabili fyrstu áratuganna í beinu fram- haldi af kaldri 19. öld til óvenju- legs hlýviðrisskeiðs á árabilinu 1926 til 1946. Þetta kemur fram í riti sem ber heitið, „Hitafar á íslandi á þessari öld“ eftir Mark- ús Á. Einarsson. í inngangi ritsins segir Markús að því fari fjarri að unnt sé að gefa einhlítar skýringar á veðurfarssveifl- um en bendir á nokkra þætti sem hafi ótvíræð áhrif á hitafar á íslandi. Þar nefnir hann legu landsins, haf- strauma, loftstrauma og að lokum þátt landsins sjálfs. Hvað síðasta þáttinn varðar tiltekur Markús að Island sé hálent, hiti lækkar að öðru jöfnu með vaxandi hæð yfir sjó auk þess sem landslag ræður miklu um hitann við ákveðnar aðstæður og er hann þá allt annar í dölum og á flatlendi en í hallandi landi. Tveir fyrstu áratugir aldarinnar voru verulega kaldir. Um 1920 átti gífurlega mikil hitaaukning sér stað á fremur fáum árum og stóð það hlýindaskeið í um tvo áratugi, en reyndar var nokkuð hlýtt allt til ársins 1964. Þá varð snögg breyting á til hins verra, er við tóku svokölluð hafísár frá 1965 til 1971. Frá þeim tíma höfum við búið við svalt ef ekki kalt hitafar allt fram á þennan dag. Ef tölur yfir fimm hlýjustu og köldustu ár á tímabilinu frá 1901 til 1988 eru skoðuð, á þeim 7 veður- stöðvum sem starfað hafa allt tíma- bilið kemur í ljós að árshiti í Reykja- vík var mestur 1941 eða 6,4 gráður, en kaldasta árið var 1979,2,9 gráður. 1964 mældist árshiti í Reykjavík 5,7 gráður. Frá þeim tíma og til dagsins í dag hefur ekki mælst jafn hár árshiti. Á þessum áratug eru árin 1981 og 1983 í hópi fimm köldustu ára aldarinnar í Reykjavík, en þá mældist árshitinn 3,4 gráður. í Stykkishólmi var árshiti mestur 1941 eða 5,2 gráður, en á árunum 1933, ’39 og ’46 mældist árshitinn 5,1 gráða. Tvö köldustu ár í Stykkis- hólmi voru árið 1918, 2,2 gráður og 1979 2,3 gráður. Á Akureyri var hlýjast árið 1933, eða 5,6 gráður og næst hlýjast 1939, Flugvirkjar hjá Landhelgisgæsl- unni hafa skrifað undir nýjan kjara- samning við vinnuveitendur sína, eftir að hafa í tvígang fellt samninga þá sem samninganefnd flugvirkjafé- lagsins hafði gert við viðsemjendur. Sáttasemjari tók það ráð að kalla flugvirkja gæslunnar sjö að tölu alla á samningafund á þriðjudag og var í framhaldi skrifað undir samninginn. Ástæðan fyrir því að samningar 5,0 gráður. Kaldasta árið frá alda- mótum var hins vegar 1979, eða 1,3 gráður, en árin 1917 til ’18 mældist árshitinn 1,6 gráða. í Vestmannaeyjum var árshiti mestur 1941 eða 6,3 gráður. En köldustu árin voru 1919, þá mældist árshiti 3,6 gráður og 1979 3,7 gráður. -ABÓ náðust í deilunni nú, var breyting á tveim yfírlýsingum, sem um hafði samist áður, en eru nú skarpar orðaðar. önnur þeirra fjallar um flugvirkja sem áhafnarmeðlim og hin um aukamann á bakvakt, sem hvorugt hefur verið til staðar áður. Samningurinn er að öðru leyti á sömu nótum og flugvirkjarflugfélag- anna höfðu áður samið um. -ABÓ Flugvirkjar sömdu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.