Tíminn - 29.09.1989, Qupperneq 7

Tíminn - 29.09.1989, Qupperneq 7
Föstudagur 29. september 1989 Tíminn 7 VETTVANGIJR Unnur G. Kristjánsdóttir, iðnráðgjafi Norðurlands vestra: Atvinnuþróun á Norður- landi í nútíð og framtíð Erindi flutt á þingi Fjórðungssambands Norðlendinga 1989 Meðaltekjur á ársverk 1987 Suðurland Austurland Norðurland Vestfirðir Vesturland Reykjanes Reykjavik 0% 20% 40% 60% 80% 100% 120% Hlutfall af landsmeðaltekjum Yfirskrift þessarar ráðstefnu er „Stefnir norðlensk byggðaþróun í blindgötu?“ og í bréfi sem Áskell Einarsson sendi mér er beiðni: „Ætlast er til að erindi yðar fjalli ekki um stóriðnað, sjávarútveg, landbúnaðarmál eða verslun. Ætl- ast er til að erindi yðar fjalli úm almennan iðnað og atvinnuþróun." En ég treysti mér ekki til að tala um atvinnuþróun og jafnvel ekki iðnað á Norðurlandi án þess að koma inn á bæði landbúnað og sjávarútveg. Hvar stöndum við í dag? Á síðustu árum hefur orðið ljóst að við verðum að takmarka veiðar á helstu fiskistofnum okkar. Kom- ið hefur verið á stýringu í formi kvótakerfis sem þýðir að í dag vitum við hvaða hráefni skipin og vinnslustöðvarnar hafa til að vinna og selja. Og við vitum líka að á síðasta og þessu ári hefur kvótinn ekki dugað til að halda því atvinnu- stigi sem við erum vön. Það sama má segja um sauðfjár- og mjólkurframleiðslu. Við vitum hve mikinn kvóta hver bóndi og hvert byggðarlag hefur til að fram- leiða og vinna úr. Tilfærslur á kvóta eru mjög litlar milli landsvæða, langt innan við 5% af heildarkvótanum í sjávarút- vegi og nánast engar í landbúnaði, þó að fjölmiðlaumræðan bendi til annars. Það er því ekki flókið mál að meta stöðu og framtíðarmöguleika margra byggðarlaga í þessum greinum. Úm iðnað og ferðaþjón- ustu gegnir öðru máli. Minna er til af samandregnum upplýsingum. Ég sé ástæðu til að geta þess að ég mun í máli mínu hér ekki gera greinarmun á framleiðslugreinum innbyrðis, né heldur þjónustu- greinum, vegna þess að skilgrein- ingamar em mjög á reiki og ég er að tala um Norðurland í heild. Frá 1981-1987 hefur ársverkum á Norðurlandi í landbúnaði fækkað um 440, í fiskveiðum og vinnslu hefur þeim fjölgað um 273 og í iðnaði um 399. Hlutfall iðnaðar af skráðum ársverkum á þessu tíma- bili hefur verið 18-19% og er Norðurland allt tímabilið með hlutfallslega mestan iðnað af öllum kjördæmum landsins (ef þessi mælikvarði er notaður). Þess ber að geta að þetta hlutfall iðnaðar er auðvitað mjög mismunandi eftir byggðarlögum og er að sjálfsögðu langhæst á Akureyri. Framtíðarspá Þetta sama tímabil em 47-50% ársverka í framleiðslugreinunum og 50-53% í þjónustugreinunum. Ég fullyrði að þetta sé heppileg skipting og tel brýnustu atvinnu- þróunarverkefni á Norðurlandi að þróa og auka framleiðslu og ferða- mannaþjónustu vegna þess að fyrirsjáanlegur er frekari samdrátt- ur í landbúnaði og aflamagn úr sjó mun í besta falli standa í stað. Þá vil ég og benda á að margumrædd hagræðing í sjávarútvegi hefur ekki verið komið á enn svo neinu nemi. Því eigum við eftir að takast á við verulega fækkun ársverka á næstu ámm. Gera má ráð fyrir að ársverkum í landbúnaði og afleiddum greinum fækki um a.m.k. 500 á næstu 5-8 ámm. Þá er líklegt að sambærileg fækkun í sjávarútvegi verði á bilinu 2-300 ársverk. Við þurfum því að fjölga atvinnutækifærum í öðrum greinum um a.m.k. 2-3000 fyrir 1994-7 ef tekið er tillit til hóflegrar aukningar á þörf fyrir ný atvinnu- tækifæri. Af þjónustuþætti atvinnulífsins á Norðurlandi hef ég ekki áhyggj- ur. Stór hluti hans er á vegum opinberra aðila og þörfin (markað- urinn) skapast af búsetu fólks. Ef við erum með vel rekin fram- leiðslufyrirtæki er engin hætta á öðru en að þjónustustigið haldist. Mér finnst sérstök ástæða til að minna á að ýmiskonar þjónusta í einkarekstri og opinberum er afar dýr miðað við gæði. Ég fullyrði að hvorki við á Norðurlandi né önnur byggðarlög geti orðið ríkari nema af því að framleiða og gera það vel. Þarna má benda á ríkustu þjóðir heims, eins og Svíþjóð, Japan og Vestur-Þýskaland. Þessar þjóðir „Frá 1981-1987 hefur ársverkum á Norður- landi í landbúnaði fækkað um 440, í fisk- veiðum og vinnslu hef- ur þeim fjölgað um 273 og í iðnaði um 399. Hlutfall iðnaðar af skráðum ársverkum á þessu tímabili hefur verið 18-19% og er Norðurland allttímabil- ið með hlutfallslega mestan iðnað af öllum kjördæmum landsins (ef þessi mælikvarði er notaður). Þess ber að geta að þetta hlutfall iðnaðar er auðvitað mjög mismunandi eftir byggðarlögum og er að sjálfsögðu langhæst á Akureyri." urðu ríkar af framleiðslu og vöru- þróun en ekki af þjónustu. í þessu tilliti minni ég á að í nágrannalöndum okkar hefur sú þróun orðið að í stórborgunum með háa þjónustustigið er mesta atvinnuleysið og þar er efnahagur fólks verstur. Þetta erum við þegar farin að sjá tilhneigingu til hér á landi. Möguleikar til þróunar atvinnulífs á Norðurlandi Hverjir eru þróunarmögu- leikamir á Norðurlandi? Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör. Þó vil ég benda á dæmi sem við ættum að muna oftar og draga lærdóm af. Þrátt fyrir svartsýnisumræðuna undanfarið um þróun atvinnulífs á landsbyggðinni er það staðreynd að hún hefur átt sér stað víða. Dæmi um slíka staði em Tálkna- fjörður, Dalvík, Höfn í Homafirði og Selfoss. Þessir staðir em ekki tiltakanlega líkir og ekki sömu orsakir fyrir velgengninni. En þetta segir okkur að það er hægt að þróa atvinnulíf á landsbyggðinni. Ég vil líka benda á byggðarlag eins og Fljótin sem dæmi um landbúnaðar- svæði sem allt í einu er rífandi uppgangur í. Annað dæmi sem ég vil nefna er Hvammstangi. Þar vom alvarlegar blikur á lofti í atvinnumálum fram á þetta ár. En heimamenn í einstökum fyrirtækj- um, sveitarstjórn og verkalýðs- hreyfingu tóku sig til og réðust á vandann og virðist hafa tekist að snúa þróuninni við. Reynslan hefur sýnt að lausnar- orð eins og stóriðja og laxeldi em ekki til. Reynslan hefur líka kennt okkur að leiðir til atvinnuþróunar og arðsemi í rekstri fyrirtækja em margar og vandfamar. Við það bætist að byggðarlög á landsbyggð- inni og Norðurlandi líka, em mjög ólík. Og til að svara spumingunni sem er í yfirskrift ráðstefnunnar, sumstaðar á Norðurlandi er þróun atvinnulífs í blindgötu nú, annar- staðar er uppgangur og velgengni. En á heildina litið er atvinnulíf á Norðurlandi í sæmilegu jafnvægi og engin ástæða til að ætla annað en við séum fær um að leysa þau vandamál sem steðja að atvinnu- rekstrinum. Að lokum vil ég fara með heil- ræði sem em meira í ætt við heimspeki en rekstrarhagfræði, en þau segja meira um mína reynslu, álit og framtíðarsýn í atvinnuþróun á Norðurlandi en ef ég færi að telja upp þróunarmöguleika einstakra greina eða byggðarlaga. 10boðorð Þá nýsköpun sem við fömm í skulum við undirbúa og kanna betur en við höfum gert hingað til. Við skulum stuðla að aukinni þekkingu á fjármálum, vömþróun og markaðsmálum f atvinnurekstri á Norðurlandi. Við ættum að auka hlutafé í atvinnurekstri á Norðurlandi og við ættum að koma okkur upp atvinnuþróunar- og lánasjóðum sem við bemm sjálf ábyrgð á. Við skulum nota alla hagræðing- armöguleika sem við höfum til að gera atvinnulíf okkar arðsamara. Við skulum taka okkur til bæði á einstökum svæðum og á Norður- landi í heild til að auka og bæta ferðamannaiðnað. Við skulum ekki verða of mennt- uð til að vinna framleiðslustörf heldur flytja menntunina inn í framleiðslufyrirtækin. Ef við eignumst 200 miljónir skulum við hugsa okkur um áður en við kaupum nýjan togara fyrir þær. Við skulum draga úr neikvæðum áhrifum hrepparígs og auka já- kvæð áhrif hans. Hættum að ætlast til þess að einhver stóri bróðir bjargi okkur þegar illa gengur. Gemmþað sjálf. Gerum betur í framtíðinni það sem við gerum vel í dag.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.