Tíminn - 29.09.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.09.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 29. september 1989 ÚTLÖND FRETTAYFIRLIT AÞENA — Formaður hins Ihaldssama lýðræðisflokks, Constantine Mitsotakis, tii- kynnti í gær að flokkur sinn, sem aðild hefur átt að sam- steypustjórn með kommúnist- um, hygðist slíta stjórnarsam- starfinu. Svo sem fram kemur, hér á siðunni, sórust hin and- stæðu, pólitísku öfl í fóst- bræðralag til þess eins að fletta ofan af spillingu hinnar fráfarandi sósialistastjórnar og draga Papandreou fyrir lög og rétt. „Stjórnin hefur í dag full- nægt þeirri skyldu sinni að hreinsa grísk stjórnmál af hneyksli," sagði Mitsotakis. Stjórnin mun segja opinber- lega af sér í næstu viku og kosningar verða 5. nóvember. BRUSSEL — Fjögurra stjörnu generáll, norskur að ætt og uppruna, tók við starfi I gær sem formaður hernaðar- nefndar NATO sem hefur æðstu hernaðarlögsögu innan bandalagsins. Vigleik Eide, sem er 55 ára að aldri, tók við af Vestur-Þjóðverjanum Wolf- gana Altenburg er hefur nú lokið þriggja ára kjörtímabili sínu. Heimildir innan NATO herma að Eide, sem mun til- tölulega litla reynslu hafa til að bera til starfans, hafi verið ráðinn í málamiðlunarskyni, eftir að Bretinn Sir John Field- house dró sig í hlé af heilsufarsástæðum. STOKKHÓLMUR - SAS-flugfélagið og svissneska flugfélagið Swissair undirrituðu í gær samkomulag um gagn- kvæm hlutabréfakaup, sam- eiginleg þjónustukaup, hótel- rekstur, viðhald flugflota, þjón- ustukost, starfsmannaþjálfun og fleira. Samningurinn á að vera félögunum Björn að baki Kára í síharðnandi samkeppni flugfélaga og er einn margra er flugfélög hafa gert, hvert við annað, undanfarið. Er skemmst að minnast viðlíka samkomulags milli Lufthansa og Air France nýverið. Swissair á þegar hlut í Delta og Austrian Airlines og hvað SAS áhrærir á það hlut í breskum flucjfélög- um og bandaríska felaginu Texas Air, auk 40% hlutafjár í Inter-Continental hótelkeðj- unni. M ANILA — Corazon Aquino, forsti Filippseyja, lét í gær í Ijósi hryggð yfir andláti Ferdin- ands Marcos, fyrrum forseta, en tók því jafnframt fjarri að lík hans fengi að hvíla í Filipps- eyjafold. Forsetinn tók þessa ákvörðun ( blóra við áskoranir stjórnarandstöðunnar og stuðningsmanna Marcos, er skorað höfðu á Aquino að skapa þjóðarsátt með því að leyfa greftrun hins látna and- stæðings hennar í heimabæ hans. Aquino sagði ákvörðun sína byggða á umhyggju fyrir „þjóðarfriði og reglu í samfé- laginu." CATANIA á SlKlLEY - Sprunga myndaðist í suð-aust- urhlíðum eldfjallsins Etnu á Sikiley í gær og hraunstraumur flæddi niður hlíðina, 8 kíló- metra lanaur er síðast fréttist. Hraunbráoin stefndi ofan í Bove-dalinn við rætur fjallsins og munu mannvirki ekki í hættu. Minni háttar jarðhræri- ngar hafa mælst í Etnu allan þennan mánuð. Hún lét síðast frá sér flæða fyrir sex árum og stóð sá atgangur í 129 daga. BRASILÍA — Heimilislaus börn og unglingar þinga nú í höfuðborg Brasilíu - er reynd- ar heitir Brasilía-um hlutskipti sitt og annarra í hópi um það bil 12 milljóna æskufólks er heldur til á strætum borgarinn- ar og hefur ofan af fyrir sér með hvers kyns þiónustu og lausamennsku. Ráostefnan er styrkt af Barnahjálp S.Þ. og sækja hana 750 strætisbörn úr 27 fylkjum landsins, auk 15 fulltrúa frá öðrum ríkjum S-Am- eríku. Fram kom I gær að yfir 600 börn hafa fallið fyrir hendi morðingja og misindismanna á strætum Brasilíu á síðustu 19 mánuðum og alls 1397 hafa látið lífið frá 1984 fram til þessa árs. Papandreou hvergi banginn: Heitir kosningasigri og hreinum skildi í nóvember Sköp hafa þannig skipt því á að Andreas Papandreou, leiðtogi hinnar sam-hellensku sósialistahreyfingar í Grikk landi og forsætisráðherra landsins fram í júní í ár, situr nú á sakamannabekk eftir að hans fyrri starfsbræður á þingi ákváðu að svipta hann þinghelgi. Papandreou er sakaður um að hafa átt hlut að fjármálahneyksli er uppvíst varð um í október í fyrra, er þáverandi bankastjóri Krítarbanka, George Koskotas, flýði til Bandaríkjanna þar sem hann situr nú í varðhaldi. Bandaríkjamenn fella senn úr- skurð um framsal hans til föðurhús- anna, að ósk grísku stjórnarinnar. Framsalsbeiðnin var lögð fram í tíð Papandreou. Samkvæmt framburði bankastjórans fyrrverandi, er hófst til skjótra og óvæntra metorða í grísku fjármálalífi eftir kosningasig-. ur Papandreou 1981, er forsætisráð- herrann fyrrverandi sekur um aðild að 200 milljóna dala fjárdrætti og áralangri mútuþægni í opinberu starfi. Hvorttveggja varðar áratuga fangelsdómi. Fjórir af helstu sam- ráðherrum hans fylla einnig flokk sakborninga í máli þessu. Þessum skrautfjöðrum til viðbótar var Pap- andreou í síðustu viku ákærður um að hafa fyrirskipað símahleranir hjá blaðamönnum, pólitískum and- stæðingum, eigin flokksmönnum og einkavinum, þau átta ár sem aldafer- ill sósialista varði. Papandreou verst öllum ásökun- um af hinni mestu einurð og lætur engan bilbug á sér finna. Hann segir málatilbúnaðinn á hendur sér „sjúk- lega ímyndun veiklaðs huga“ - þ.e. Koskotas - og þeirra pólitísku óvina sinna er einskis láti ófreistað til að klekkja á sósialistum og samtökum þeirra, PASOK. Papandreou hefur strengt þess heit að leiða PASOK í kosningum er ráðgerðar eru í nóv- ember og spáir sigri og uppreisn æru. Skoðanakannanir sýna þó minnkandi vinsældir sósialista. Samsteyptustjóm fhaldsafla og kommúnista, er nú heldur um valda- tauma í Grikklandi, er hin fyrsta sinnar tegundar í landinu og sagt er að stjórnareining þessara andstæðu afla byggi einvörðungu á sameigin- legum vilja til að kanna 8 ára stjórnarferil sósialista í Grikklandi og draga Papandreou til ábyrgðar. Miklum tröllasögum hefur farið af miður Iöglegu atferli á valdatíma sósialista. Talsmenn samsteypu- stjórnarinnar segja þjóðina gera skil- yrðislausa kröfu til þess að hinir fyrri valdamenn verði dregnir til ábyrgð- Papandreou og frú. Ævilangt fangelsi vofir yfir. ar, en skoðanakannanir sýna að mörgum Grikkjum þykir málarekst- urinn gegn Papandreou bera keim af pólitískum ofsóknum. Gorbatsjov til Ukraínu: Forystusæti fallvölt fyrir f lokksritaranum Sovéska fréttastofan TASS skýrði frá því í gær, í stuttorðri tilkynningu, að Mikhail Gorbatsjov, forseti og flokksritari, væri væntanlegur til Kiev til að sitja fund úkraínska Kommúnistafiokksins. Fréttin var talin forboði þess að mannaskipti myndu í vændum í æðstu stöðum í Úkraínu, þar sem gamall gæðingur Brjesnevs, fyrrum aðalritara, hefur setið við stjórnvölinn frá 1972. Hinn 71 árs gamli Vladimir Shcherbitsky hefur ekki reynst per- estrokju leiðitamur, auk þess sem honum hefur gengið treglega að hemja innanlandsólgu í Úkraínu undanfarið. Hugboð manna gekk eftir, enda ritað á vegginn að Scherbitsky yrði ekki langlífur í æðstu stöðu heima í héraði eftir að honum var vikið úr stjórnmálanefnd Kommúnistaflokks Sovétríkjanna í Moskvu í fyrri viku. Skarð hans var fyllt af Vladimir Ivashko, er gegnt hefur starfi flokks- formanns síðan fyrirrennara hans var vikið úr stjórnmálanefndinni. Ivashko, sem er 57 ára að aldri, mun hafa borið sigurorð af flokksritaran- um Stanislav Gurenko í atkvæða- greiðslu. í júlí síðastliðnum brá Gorbatsjov sér til Leníngrad í sams konar heim- sókn er leiddi til brottvikningar for- manns flokksins þar, Yuri Solovyov. Vildarmenn Brjesnefs hverfa einn af öðrum og stjarna hins látna leiðtoga lækkar ört á stjórnmálahimni Sov- étríkjanna. í gærsvipti forsætisnefnd Æðstaráðsins Brjesnef sáluga Sigur- krossinum, æðsta heiðursmerki landsins, er áðalritaranum var veitt 1978 fyrir þátt hans í minni háttar orrustu er háð var á strönd Svarta- hafs árið 1943. Hildur þessi, er Sovétmenn höfðu rýrar spurnir af á sínum tíma, varð á valdaferli Brjesn- efs að vendipunkti í átakasögu síðari heimsstyrjaldarinnar en frá gærdeg- inum að telja hefur hún að nýju Frá flokksþingi. Höfuðin fjúka eitt af öðru. skroppið saman og fær lítið rými í sovéskum sögubókum hér eftir. Hefðbundin vopn: Sovétmenn vilja leiðtogafund Fulltrúi Sovétmanna á ráðstefnu 23 þjóða um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu, Oleg Grinevsky, tjáði fréttamönnum í gær að Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hefði lagt til að leiðtogar Evrópuríkja, Kanada, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna komi saman til fundar á síðari hluta næsta árs til að undirrita samkomu- lag um takmörkun hefðbundinna vopna. Shevardnadze mun hafa lagt þetta til á fundi sínum með Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundum þeirrá í síðustu viku. Grin- evsky minnti á að á síðastliðnu sumri hefðu bæði fulltrúar NATO og Var- sjárbandalagsríkjanna samþykkt að ljúka viðræðunum í Vínarborg á næsta ári og því þyrfti að hraða viðræðunum. Shevardnadze mun einnig hafa lagt til að utanríkisráðherrar land- anna hittist í Vínarborg í byrjun næsta árs til að undirbúa leiðtoga- fundinn. Að sögn Grinevskys hafa Bandaríkjamenn báðar þessar tillög- ur nú til athugunar, en hafa engu svarað enn. Frétt þessi kom eftir að fulltrúar Varsjárbandalagsins lögðu fram nýj- ar tillögur um takmörkun flugvéla- flota. Þær munu NATO-ríkjunum mikið fagnaðarefni. Wallenberg: Enner leitað Fjölskylda sænska sendiráðs- starfsmannsins Raoul Wallen- berg hefur ekki gefið upp von um að fá af honum einhverjar fréttir, þó svo rúm 42 ár séu liðin síðan síðast spurðist til hans. Wallen- bergs er minnst fyrir ötula fram- göngu sína á árum síðari heims- styrjaldar, er hann hjálpaði fjölda gyðinga til að flýja ofsóknir nas- ista, með því að útvega þeim sænsk vegabréf. Ættmenni Wallenbergs hafa ráðið sænskan sagnfræðing, Hel- ene Carlback, til að safna sem mestum gögnum um dularfullt hvarf Wallenbergs, handan sov- ésku víglínunnar eftir heimsstyrj- öldina síðari, áður en nokkrir úr fjölskyldunni halda til Moskvu til að kanna sovésk skjalasöfn og leita ásjár yfirvalda. Fram til þessa hafa Kremlverjar verið þögulir sem gröfin um afdrif Svíans, en ýmsar sögusagnir hafa spunnist og stangast hver á við aðra. Með tilkomu perestrojku hafa opinberir aðilar þó orðið samvinnuþýðari, sjónvarpsþættir hafa verið gerðir og blaðagreinar birtar. Ráðgert er að Wallenberg- fjölskyldan hitti fulltrúa sovéska utanríkisráðuneytisins, sem og leyniþjónustunnar KGB. Carl- back hefur þó sóst rannsóknirnar seint og meðal annars hefur K.G.B. ekki viljað greiða götu hennar og verða skjalasöfn leyn- iþjónustunnar lukt, að minnsta kosti uns ættmenni Wallenberg koma til Moskvu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.