Tíminn - 30.09.1989, Page 10

Tíminn - 30.09.1989, Page 10
10 Tíminn Laugardagur 30. september 1989 ÚTLÖND FRÉTTAYFIRLIT VÍNARBORG — Á árlegri ráðstefnu Alþjóða-kjarnorku- ráðsins IAEA fengu ríki Mið- Austurlanda samþykkta áskor- un á ísraelsstjórn um að hlíta alþjóðlegum öryggisreglum varðandi alla beislun kjarn- orku. Áskorun þessi var hóg- legar orðuð en verið hefur undanfarin ár. (sraelsmenn hafa hvorki viljað staðfesta né neita að þeir hafi yfir kjarnorku- vopnum að ráða, en hafa fram til þessa hafnað aðild að al- þjóðlegum samningum er skuldbinda aðildarríki sín til að hlíta reglubundnu eftirliti með öllum kjarnorkubirgðum. ZLIRICH — Svisslendingar tilkynntu á föstudag að þeir hygðust senda fulltrúa til Nam- ibíu til að tryggja að þingkosn- ingar, er þar fara fram 7. nóv- ember nk., verði lögum og réttlæti samkvæmt. Samein- uðu þjóðirnar munu senda yfir 800 fulltrúa í sama tilgangi. Svisslendingar eru ekki félagar í S.Þ. en kváðust engu að síður vilja legaja lóð á vogar- skálar sjálfstæois f Namibíu er losnaði undan yfirráðum Suð- ur-Afrfku í desember í fyrra. SUÐU R-KAROLlN AFYLKI, USA - Bush Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um 1,1 milljarða dala framlag til neyðarhjálpar og uppbygging- ar á svæðum þeim er fellibylur- inn Hugo lék hvað verst í Bandarfkjunum. Suður- og Norður-Karolínufylki urðu illa úti í fárviðrinu, sem og Jómfrúr- eyjar og Puerto Rico. Bush fór sjalfur í kynnisför um þau svæði í Suður-Karolínu þar sem skemmdir urðu mestar. LUNDÚNIR — London Transport Museum, er á móð- urtungunni mætti nefna Fær- leikasafn Lundúnaborgar, aug- lýsir þessa dagana eftir mergj- uðum draugasögum er hafi myrka rangala neðanjarðar- lestakerfis borgarinnar að sögusviði. Undirgöngin eru komin á aðra öld og mun því enginn hörgull á hæruhefjandi hryllingssögum af vettvangi þeirra gegnum tíðina. Safnið hyggst halda sýningu á næst- unni, upp byggða af óhugnaði, svipum, sýnum, draugum, fyrirburðum og öðrum ófögnuði úr sögu neðanjarðarkerfis Lundúnaborgar. BONN — Sosialdemókrata- flokkurinn, sem er helsti flokkur stjórnarandstöðunnar f Vestur- Þýskalandi, hefur sent helstu ráðaflokkum austantjalds línu til að fullvissa þá um að hann standi við „Ostpolitik" sína, þrátt fyrir hinar miklu sveiflur f rás viðburða austantjalds undanfarið. Flokkurinn taldi nauðsyn bera til að skýra aust- antjaldsflokkum frá þessu trygglyndi sfnu, þar sem af- staða Vestur-Þjóðverja til örra breytinga eystra og fólksflótt- ans úr eyoilandi Honeckers hefur verið nokkuð óljós undanfarið. „Ostpolitik" sos- ialdemókrata er kennd við upp- hafsmann hennar, Willy Brandt. Flokkurinn viðurkenndi Austur-Þýskaland sem sér- stakt rfki og lagði af kröfur til fyrri landa Þýskalands í Pól- landi og Sovetrfkjunum. BONN — Vestur-þýska stjórnin kynnti á föstudag uppkast að nýjum innflytjenda- lögum er stemma eiga stigu við frekari fólksflaumi til lands- ins en kveða jafnframt skýrar á um réttindi þeirra útlendinga sem þegar eru í landinu. Hundruð þúsunda hafa flykkst til Þýskalands, einkum Júgó- slavar, Pólverjar, Tyrkir, íranir og Sri-Lankabúar. Lífskjör eru mjög há og reglur um búsetu og atvinnuleyfi hafa verið með rýmra móti. Hin nýju lög eiga að leiða til skjótari ákvarðana um dvalarleyfi til handa útlend- ingum, auk þess sem þeir munu fá atvinnuleyfi meðan um mál þeirra verður fjallað. Á þessu ári er búist við um hálfri milljón fólks af þýsku bergi, en því er tryggður sjálfkrafa borg- araréttur i Vestur-Þýskalandi samkvæmt lögum. Svört skýrsla um umhverfismál: Yfirborð sjávarins og hiti munu hækka Nefnd níu sérfræðinga, undir stjórn Martins Holdgate, forseta alþjóðiegra samtaka um náttúruvernd, hefur undan- farin tvö ár unnið að gerð 100 blaðsíðna skýrslu um breytingar á iofthjúpi og umhverfisþáttum jarðar í framtíðinni. Skýrsla þessi er unnin á vegum breska samveldisins og verður lögð fram á fundi hinna 49 aðildarríkja samveldisins er haldinn verður í Malasíu í október. í skýrslunni kemur m.a. fram að hitastig sjávar, er hækkað hefur um 0,5 gráður síðastliðna öld, muni áfram hækka, um 1-2 gráður hið minnsta, næstu fjörutíu árin. Árið 2030 verður hitastig jarðar að líkind- um hið hæsta er orðið hefur síðustu 120.000 árin. Ein augljós afleiðing þessa er rísandi sjávarmál og bráðn- un jökla. Leiða sérfræðingarnir að því getum að yfirborð sjávar, er hækkað hefur um 10-15 cm síðast- liðna öld, muni enn rísa um 17-26 cm næstu fjóra áratugi. Þetta þykja sérstaklega voveifleg- ar spár fyrir lönd sem skammt eru komin á vegi efnahagslegrar velferð- ar, eru láglend og eiga land að sjó. Þennan flokkinn fylla einmitt mörg aðildarríki breska samveldisins, svo sem Guyana, Bangladesh, Falk- Iandseyjar og fleiri landssvæði. Þannig er því gert skóna í skýrslunni að 15% af láglendi Bangladesh muni fara á kaf og hagir 10 milljóna manna raskast. Af öðrum umhverf- isáhrifum er nefnt, að andstæður votlendis og þurrlendis muni enn skerpast og kraftur hitabeltisstorma aukast að mun. Sérfræðinganefndin, er skýrsluna vann, er ekki í nokkrum vafa um að breytingar þessar séu allar af mannavöldum og nefna eink- um í því sambandi bruna eldsneytis og mikla uppsöfnun koldíoxíða í lofthjúpi jarðar. Þá muni hin gífur- lega fjölgun mannkyns og hóflaus nýting á auðlindum jarðar einnig þrengja að vistkerfi jarðarinnar í framtíðinni. í skýrslunni er lögð áhersla á alþjóðlega samstöðu á sviði athugana og rannsókna á þróun andrúmsloftsins og iðnríki kölluð til ábyrgðar sem forystusauðir í stefnu- mótun og fjárveitingum til slíkra verkefna. Frá mótmælum í Serbíu. Hvatt til þjóðarsáttar og ef nahagsendurbóta Ante Markovic, forseti Júgóslav- íu, hvatti hin herskáu þjóðarbrot landsins í gær til þess að hætta að troða innbyrðis illsakir og sameinast þess í stað í baráttu gegn óðaverð- bóigu og rýrum afköstum á sviði iðnaðarframleiðslu. Mikil ólga hefur verið í landinu síðan Slóvenía, eitt sex lýðvelda landsins, áskildi sér stjórnlagarétt til að sigla sjálfstæðan sjó, kæmi í Ijós í kjörklefanum að meirihluti Sló- vena æskti þess. Tugþúsundirmanna. hafa safnast í mótmælagöngur, víða um landið, og krafist þess að leiðtog- ar Slóveníu verði settir af fyrir svo ódrottinhollar gjörðir. Fyrr á árinu létust 25 manns í óeirðum albanska kynþáttarins f Kosovo, í suðurhluta Iandsins, og væringar fara vaxandi með Serbum og Króötum er löngum hafa verið hvorir öðrum litlir við- hlæjendur. í ávarpi sínu á föstudag dró Mar- kovic upp harla dökka mynd af efnahagsástandinu í Júgóslavíu og viðraði nokkrar hugmyndir til að vinna bug á 900% verðbólgu er nú geisar í landinu. Þá hvatti hann fyrirtæki í landinu til að flytja meir út til vesturlanda og afla þannig gjaldeyris til að grynnka á 16,9 milljarða dala skuld landsins erlend- is. Einnig lýsti Markovic því yfir að fjöldi vinnandi manna í iðnaði væri 20% of stór og nauðsyn bæri til að fyrirtæki sniðu sér stakk eftir vexti. Forsetinn kvað mun hyggilegra að binda laun afköstum en verbólgu- stigi og hvatti til þess að fyrirtæki greiddu laun mánaðarlega í stað að greiða á tveggja vikna fresti, svo sem nú er. Þá sagði Markovic yfirvöld ætla að taka fyrir hömlulausa seðla- prentun, minnka magn peninga í umferð og brúa fjárlagahalla með lántökum framvegis. Ráðamenn í Belgrad hafa undan- farið leitast við að sefa almenning í Slóveníu er óttast mjög að herinn verði látinn grípa inn í rás viðburða í lýðveldinu. Yfirvöld taka þeim möguleika fjarri og segja útilokað að herafla landsins verði beitt gegn þegnum þeim er honum sé ætlað að vernda. Lögleiöing eiturlyfja: Lausn eða uppgjöf? I hinum vestræna heimi fjölgar þeim stöðugt sem ánetjast eiturlyfja- fíkninni. Heilbrigðisyfirvöld í Vestur- Þýskalandi óttast nú að eiturlyfja- neytendur muni í sívaxandi mæli hneigjast til glæpaverka til að verða sér úti um fé til kaupa á eiturlyfjum. Vísindamenn við háskólann í Munster hafa nú hreyft þeirri hugmynd, er reyndar hefur heyrst fyrr, hvort ekki sé rétt að lögleiða eiturlyfjasölu að hluta og úthluta forföllnum fíklum eitrið samkvæmt lyfseðli ásamt ítarlegri ráðgjöf og leiðbeiningum. Að mati þeirra há- skólamanna muni slík ráðstöfun slá botninn úr þeirri glæpaöldu er jafnan er fylgifiskur ólöglegra eiturlyfjasölu og neyslu. Tillaga þessi hefur hlotið nokkurn hljómgrunn meðal félagsfræðinga, en þó er ekki talið líklegt að af slíkri lögleiðingu verði á þessari öld: Sam- kvæmt alþjóðlegum samningum er Sambandslýðveldinu ekki heimilt að veita þegnum sínum slíkt frjálsræði, en ýmsir áhrifamenn innan réttar- kerfisins hafa þó látið eftir sér hafa að eiturlyfjaneysla sé að stórum hluta heilbrigðisvandamál og því fái dómsvaldið litlu áorkað með laga- setningum og refsilöggjöf. Líklegt er þó talið að ný stefna verði ekki mótuð fyrr en á vettvangi Evrópu- bandalagsins eftir þrjú ár. Mubarak vekur vonir: Tími umleitana nú runninn upp Forseti Egyptalands, Hosni Mu- barak, er undanfarið hefur lagt sig í líma við að hrinda af stað friðarvið- ræðum milli fsraelsmanna og Palest- ínu-araba, sagði í ávarpi til allsherj- arþings S.Þ. á föstudag að aðstæður væru nú hagfelldar til fordómalausra viðræðna í millum aðila, til undir- búnings alþjóðlegri ráðstefnu er leiddi deiluefnin til endanlegra lykta. Mubarak sagði að í viðræðun- um yrði leitast við að finna endanleg- ar lausnir á grundvelli skilyrða um frið í skiptum fyrir land. Forsetinn sagði að samtök P.L.O., er hann nefndi „hinn eina, lögmæta fulltrúa palestínsku þjóðarinnar," væru nú mjög jákvæð fyrir viðleitni til að ná hinum háleitu markmiðum. Mubar- ak vék ekki í neinu að hugmyndum þeim um kosningar fulltrúa á hern- umdu svæðunum er ísraelar hafa þráast við að gefa upp á bátinn, né heldur sínum eigin hugmyndum í tíu liðum, er næstum hafa valdið friðslit- um með aðilum ísraelsku sam- steypustjórnarinnar. Ráðherrar gyð- inga eru þó einhuga um að hafna með öllu viðræðum við P.L.O sem og ítrekuðum tillögum Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlega ráðstefnu til lausnar deilumálum í Mið-Aust- urlöndum. Bjartsýni Mubaraks virð- ist því úr lausu lofti gripin, enda hefur ekkert komið fram frá hendi ísraelsstjórnar er gefi til kynna að hún hafi hvikað frá andstöðu sinni varðandi alþjóðlega ráðstefnu og beinar viðræður við P.L.O. Að sögn Mubaraks yrðu tvíhliða viðræður grundvallaðar á samþykkt- um S.Þ. frá 1967 og 1973 er byggja á hugmyndinni um afsal landssvæða gegn friði. Mun lögleiðing firra fíkniefni glæpum?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.