Tíminn - 03.10.1989, Síða 1

Tíminn - 03.10.1989, Síða 1
Nær fimmtán þúsund bílum fleira á höfuðborgar- svæðið en á landsbyggðina, árin 1986 til 1988 Reykjavík bólgnar út af fólksbílum Óhætt er að segja að Reykja- vík og næsta nágrenni hafi bólgnað út af bílum síðustu ár. Árin 1986 til ’88 voru ný- og endurskráningar bíla á höfuðborgarsvæðinu tæp- lega átján þúsund fleiri en afskráningar. Á sama tíma var þessi fjöldi um þrjú þúsund bílar á landsbyggðinni fyrir utan R- kjördæmin. Þegar þessar tölur er skoðaðar þarf engan að undra þó umferð á Stór- Reykjavíkursvæðinu hafi aukist mikið á þessu tíma- bili. • Blaðsíða 3 Brotist var inn í útibú KA í Þorlákshöfn um helgina Vanir menn“ í Þorlákshöfn? Heimildir Tímans herma að ránsfengur við innbrot í kaupfélagið í Þorlákshöfn hafi verið ein milljón og fjögur hundruð þúsund krónur. Þessar upplýsingar fengust ekki staðfestar hjá rlr í gær, en heimamenn sögðu okkur að greinilegt væri að þetta innbrot hefði verið fram af „vönum mönnum.“ Þjófavarnakerfið stóð ekki undir nafni, furðu ákveðið virðist hafa verið geng- ið til verks og tíminn sem valinn er mjög góður með tilliti til fúlgunnar í peninga- skápnum. Föstudag bar upp á mánaðamót. Lögregla gefur engar upplýsingar um málið. • Baksíða Her má sjá ummerki eftir innbrotiö. Hurðin var spennt upp og fuilyrða nágrannar að þjófavarnakerfið hafi ekki farið af stað. T(mamynd Pjetur

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.