Tíminn - 03.10.1989, Side 2

Tíminn - 03.10.1989, Side 2
* 2 Tíminn Landsfundur Borgaraflokksins var haldinn um helgina. Júlíus Sólnes segir að fundurinn hafi tekist mjög vel og að hann sýni að flokkurinn sé ekki fylgislaus Borgaraflokkurinn kemur í leitirnar „Á fundinum kom flokkurinn í leitirnar. Þessi fjölmiðla- áróður um að Borgaraflokkurinn væri orðinn fylgislaus var farinn að ganga svo langt að ég var meira að segja farinn að trúa því að það væri einhver fótur fyrir þessu. Eg gerði því ekki ráð fyrir að á fundinn kæmi svona mikill fjöldi en á fundinn komu tæplega 200 manns þegar mest var,“ sagði Júlíus Sólnes ráðherra og formaður Borgaraflokksins í tilefni af ný afstöðnum landsfundi Borgarflokksins. við höfum ekki mikinn áhuga á sameiginlegu framboði minnihluta- flokkanna í borgarstjórn Reykjavík- ur.“ Á landsfundinum var kjörin ný stjórn fyrir flokkinn. Júlíus Sólnes var kjörinn formaður flokksins með 124 atkvæðum en Hilmar Haralds- son hlaut 30 atkvæði. Óli Þ. Guð- bjartsson var kosinn varaformaður með 104 atkvæðum en Ásgeir Hann- es Eiríksson fékk 49 atkvæði. Gutt- Júlíus Sólnes, formaður ormur Einarsson var kjörinn ritari. Júlíus Sólnes var spurður hvort landsfundurinn hefði ekki verið vel heppnaður og málefnalegur? „Jú, hann var það. Á fundinum fórum við yfir allt málefnasviðið og Júlíus sagði að það væri út í bláinn hvernig þessar skoðanakannanir væru túlkaðar í fjölmiðlum. „Þetta er bara hreint yfirgengilegt rugi. Okkar fólk gefur ekki upp afstöðu sína í skoðanakönnunum. Fólk þorir ekki að segja að það fylgi Borgara- flokknum því að það getur hreinlega misst atvinnuna og orðið fyrir fjár- hagslegu tjóni ef það gerir það.“ Standa fylgismenn Borgaraflokks- ins eitthvað verr í þessu efni en fylgismenn annarra flokka? „Já, það tel ég vera. Hér hefur verið við lýði kerfi fjögurra flokka og það er bara ekki vel séð að það sé reynt að riðla því. Það cr fyrirgef- ið þó að menn styðji Kvennalistann vegna þess að hann cr sértrúar- söfnuður." Var ekki rætt um komandi sveit- arstjórnarkosningar á fundinum? „Jú, það gerðum við. Þar hugsum við okkur til hreyfings eins og aðrir stjórnmálaflokkar. Undirbúningur undir þær verður næsta meginverk- efni flokksins. Borgaraflokkurinn er ungur flokkur og því á ég ekki von á að við munum ná að bjóða fram í öllum sveitarfélögum en við ætlum að gera okkar besta.“ Þá ætlið þið væntanlega að bjóða fram í Reykjavík? „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um með hvaða hætti við högum okkar framboði. Við munum ýmist vera með sjálfstæð frantboð eða jafnvel styðja óháð framboð. En Hluthafafundur Hluthafafundur verður haldinn í Steinullarverk- smiðjunni hf. mánudaginn 9. október nk. kl. 17.00 í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Á dagskrá verða eftirfarandi mál: 1. Tillaga stjórnar um hækkun hlutafjár um kr. 91.593.700,00. 2. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins um aukinn meirihluta atkvæða til ákvörðunar um hlutafjáraukningu og um heim- ild til að halda stjórnarfundi símleiðis. Tillögur og önnur gögn liggja frammi á skrifstofu félagsins í eina viku fyrir fundinn. Stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf. Auglýsing um styrkveitingar til kvikmyndagerðar Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki til kvikmyndagerðar. Sérstök eyðublöð og leiðbeiningar um notkun þeirra fást á skrifstofu Kvikmyndasjóðs, Laugavegi 24, III. hæð, 101 Reykjavík, og í Menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Umsóknin er því aðeins gild að eyðublöð Kvik- myndasjóðs séu útfyllt samkvæmt skilyrðum sjóðsins. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Kvikmynda- sjóðs fyrir 1. desember 1989. Reykjavík, 30. september 1989. Stjórn Kvikmyndasjóðs íslands. PILTUR LÉST AF SLYSFÖRUM Ungur háseti á Laxfossi slasaðist skömmu eftir að skipið hafði látið úr höfn frá Immingham á sunnudag, hann var fluttur á sjúkrahús í Grimsby, þar sem hann lést síðdegis þann sama dag. Hann hét Einar S. Einarsson, 26 ára gamall, til heimilis að Hamraborg 16, Kópavogi. Hann var í sambúð. Slysið varð þegar hleypa átti hafnsögumanni frá borði. Einar var að opna þar til gerða hurð á síðu skipsins, er hann slasaðist. Kallað var í þyrlu frá breska flughernum, sem flutti Einar á sjúkrahúsið í Grimsby, þar sem hann lést síðdegis. Einar er sonur hjónanna Einars Friðfinnssonar, bryta á Hofsjökli og Lólu Henný Ólsen. -ABÓ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til náms í Sambandslýðveldinu Þýskalandi og Sviss 1. Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa íslendingum til náms og rannsóknarstarfa í Sambandslýð- veldinu Þýskalandi á námsárinu 1990-91: a) Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. b) Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rann- sóknarstarfa um allt að sex mánaða skeið. 2. Svissnesk stjórnvöld bjóða fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu 15-19 styrki til háskólanáms í Sviss háskólaárið 1990-91. Styrkirnir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla og skulu umsækjendur eigi vera eldri en 35 ára. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á frönsku eða þýsku og þurfa þeir að vera undir það búnir að á það verði reynt með prófi. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 10. nóvembern.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 27. september 1989. Útboð Inrikaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgar- verkfræðings, óskar eftir tilboðum í hreinsikerfi fyrir sundlaugar í Laugardal. Um er að ræða tvö kerfi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 25. október 1989, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Þriöjudagur 3. október'1989 Óli Þ.Guðbjartsson, varaformaður gerðum það með miklum glæsibrag. Fram komu margar góðar hugmynd- ir. Innganga flokksins í ríkisstjórn var lítið rædd. Fólk virtist vera meira með hugann við framtíðina," sagði Júlíus að lokum. -EÓ Benedikt Gíslason frá Hofteigi látinn Látinn er í Reykjavík fræðimaður- inn og rithöfundurinn Benedikt Gíslason frá Hofteigi, 96 ára að aldri. Benedikt var fæddur 21. desember 1894 í Vopnafirði, sonur Gísla S. Helgasonarog Jónínu H. Benedikts- dóttur ábúenda að Egilsstöðum. Hann stundaði nám í Eiðaskóla 1911-13 og Samvinnuskólanum 1918-19. Hann sinnti bústörfum um áraraðir, fyrst að Egilsstöðum 1921- 28 og síðan að Hofteigi á Jökuldal 1928-44. Benedikt starfaði síðan við skrifstofustörf í Reykjavík fram til ársins 1959, lengst af hjá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins. Ben- edikt starfaði ötullega að margvís- legum hagsmunamálum bænda og var framarlega í félagsstarfi í heima- sveit sinni. Hann var framkvæmda- stjóri Búnaðarfélags Jökuldæla í ára- tug, gerði úttekt á öllum sláturhús- um landsins 1947-48 og átti frum- kvæðið að stofnun Búnaðarráðs 1942. Þá var Bcnedikt afkstamikill og fjölhæfur fræðimaður, ritaði fjölda greina í blöð og tímarit og hélt útvarpserindi, jafnt um málefni landbúnaðarins sem sögulegan og þjóðlegan fróðleik. Eftir Benedikt liggur á annan tug bóka, kvæði, ævisögur og sagnfræði og marghátt- aður fróðleikur. Af ritum hans má nefna íslenska bóndann 1950, Ævi- sögu Páls Ólafssonar 1956, Eiðasögu 1958 og íslendu 1963. Þá annaðist hann útgáfu á Ættum Austfirðinga ásamt fleirum. Kona Benedikts var Geirþrúður Bjarnadóttir frá Akranesi er látin er fyrir áratug. Þeim varð 11 barna auðið, 5 dætra og 6 sona, og eru 8 þeirra á lífi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.