Tíminn - 03.10.1989, Qupperneq 3

Tíminn - 03.10.1989, Qupperneq 3
Þriðjudagur 3. október 1989 t Tíminn 3 Nýskráöir bílar umfram afskráða nær sexfalt fleiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni: Nýskráðir og endurskráðir fólksbílar á höfuðborgarsvæð- inu 1986-88 voru um 17.700 fleiri en afskráðir. Á landsbyggð- inni utan R-kjördæmanna voru nýskráðir/endurskráðir fólks- bílar aðeins um 3.100 fleiri en þeir sem teknir voru af skrá - þ.e. aðeins rúmlega sjötti hluti af fjöldanum á höfuðborgar- svæðinu og aðeins um tvöfalt fleiri heldur en á Suðurnesjun- um einum, þar sem munur nýskráðra og afskráðra bíla var um 1.500. Bílum virðist því hafa fjölgað miklu minna á landsbyggðinni heldur en í höfuðborginni og næsta nágrenni hennar á undanförnum árum og því vart að undrast að borgarbúar finni fyrir auknum þrengslum í umferðinni. Einn á haugana fyrir hvern nýjan Svo dæmi sé tekið voru afskráðir bílar (8.570) á landsbyggðinni litlu færri en þeir ný/endurskráðu (9.970) árið 1987 og 88, þ.e. eftir tilkomu bílaskattsins, sem olli miklum fjölda afskráninga, sérstaklega árið 1987. í Reykjavík einni (með álíka hlutfall af íbúum landsins) voru afskráðir bílar um 9.220 en ný/endurskráðir 16.830 á sama tímabili. Fjöldi afskráðra fólksbíla og á móti ný- og endurskráðra samanlagt þessi þrjú ár sem iiðin eru síðan tollar voru lækkaðir á nýjum bílum er sem hér segir: Höfuðb.svæði Suðurnes Áskrá: 33.930 3.400 Afskrá: 16.260 1.900 Mismunur 19.170 bílar Á skrá: Afskrá: Landsbyggð 14.460 11.330 Mismunur 3.160 bílar Aðeins rúmlega fjórðungur allra nýrra fólksbíla þessi ár hefur því verið skráður af fólki búsettu utan R-kjördæmanna, en þaðan voru hins vegar nær4afhverjum lOafskráðum fólksbílum. Tekið skal fram að þar sem hætt hcfur verið við umskrán- ingu bíla við eigendaskipti kunna landsbyggðamenn að hafa bætt við sig fleiri bílum, en þessar tölur sýna, með kaupum á notuðum bílum af höfuðstaðarbúum. Um 3.600 einkabílar varnarliðsmanna Samkvæmt skýrslu Bifreiðaeftir- lits ríkisins fyrir árin 1986-1988 voru 128.800 fólksbílar á skrá í lok síðasta árs. Þar af voru meðtaldir um 3.600 í eigu varnarliðsmanna á Keflavík- urflugvelli (JO) sem til þessa hafa ekki verið á bílaskýrslum. Kúvaít og Kenýa Fólksbílar í eigu landsmanna sjálfra hafa því verið um 125.200 talsins í lok síðasta árs. Þar af voru um 72.500 á höfuðborgarsvæðinu og samtals hátt í 80 þúsund SV-horni landsins, en um 44.500 utan þess. Þá eru ótaldir rúmlega eitt þúsund bílar sem eru á skrá í íslenskum bílaskýrslum en í eigu íslendingar búsettra erlendis. Þessir bílar geta verið hvort sem er hér heima eða erlendis. Eigendur þessara bíla búa í um 30 löndum vítt og breitt um heimsbyggðina þótt mikill meirihluti þeirra séu skráðir á hinum Norður- löndunum. En rúmlega 70 eru t.d. í Bandaríkjunum, 30 í Bretlandi, 20 í Lúxemborg og 14 í Ástralíu. En eigendur „íslenska“ bíla má einnig finna í Kúvaít, Brasilíu, Kenýu, Nígeríu, ísrael og á Grænlandi svo nokkuð sé nefnt. Vörubílum fækkað t>á vekur athygli að vörubílum hefur fækkað um nokkur hundruð á þessurn þrem árum og virðist sú fækkun öll og meira til vera úti á landi, en hins vegar smávegis fjölgun á höfuðborgarsvæðinu. - HEI Stjórnvöld hafa gefið Seðlabankanum grænt Ijós á að beita níundu greininni. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Seðlabanka ber að grípa inní „Bankarnir eru með forvexti á víxlum um 29 af hundraði yfirleitt og eftir því sem ég sé þá þýðir þetta 34,6 af hundraði ávöxtun. Miðað við að verðbólga sé 22 af hundraði þá eru þetta raunvextir vel yfir tíu af hundraði, raunar nálægt tólf. Þetta er þannig að okkar mati óhóflegt og persónulega tel ég að Seðlabankanum beri, með vísun til níundu greinarinnar, að grípa þarna inn í,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra um vaxta- hækkanir þær sem einkabankarnir hafa boðað. Forsætisráðherra sagði síðan: „Seðlabankinn hefur fengið bréf frá viðskiptaráðherra þar sem hann er beðinn að sporna gegn óhóflegri vaxtahækkun. Bankinn hefur út af fyrir sig beitt sér nokkuð í því máli og fengið fyrirætlanir bankanna lækkaðar en að mínu mati alls ekki nóg og ég veit að Seðlabankinn er með málið til meðferðar núna. Ég get ekki sagt um það á þessu stigi hvort bankinn ætli að grípa til níundu greinar Seðlabankalag- anna. Jafnframt geri ég ráð fyrir að málið verði rætt á ríkisstjórnar- fundi í dag,“ sagði Steingrímur Hermannsson. -En hvað hyggst Seðlabankinn fyrir? Jóhannes Nordal banka- stjóri: „Það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um það ennþá. Við munum ræða við bankana fyrst og heyra þeirra skoðanir. Á þessu stigi get ég ekki sagt um hve langan tíma það mun taka, væntanlega einhverja daga.“ Vaxtabreytingar bankanna sem tilkynntar voru nú um mánaðamót- in hafa mælst misjafnlega fyrir, einkanlega útlánavextir einka- bankanna sem hækkuðu um allt að fimm af hundraði eins og raunin var með víxillán hjá Alþýðubank- anum. Hækkanirnar fyrirhuguðu virt- ust koma Seðlabankanum í opna skjöldu þegar þær voru tilkynntar skömmu fyrir helgi og í gær fund- uðu bankastjórar og stjórnendur bankans um málið og í dag munu þeir funda með stjórnendum einkabankanna. Víxlar Það eru einkum útlánavextirnir sem hækka hjá einkabönkunum og vextir af víxlum verða nú eftir breytinguna með eftirfarandi hætti ef níundu greininni verður ekki beitt til lækkunar eins og heimild er til. í svigum á eftir nýju vaxta- tölunum eru vextirnir eins og þeir voru fyrir breytingu. Landsbankinn 26% (26), Útvegs- bankinn 27% (24), Búnaðarbank- inn26% (26), Iðnaðarbankinn28,5 (26), Verslunarbankinn 28,5 (24.5) , Samvinnubankinn 28,5 (26), Alþýðubankinn með 29% (24) og sparisjóðirnir með 28,5% (25.5) . Vegið meðaltal er 27,1% (25,5). Ef vaxtabreytingin nær fram að ganga verða vextir á almennum óverðtryggðum skuldabréfum þannig: Landsbankinn 28% (27), Útvegsbankinn 28% (28), Búnað- arbankinn29% (29), Iðnaðarbank- inn 31,5% (28) Verslunarbankinn 32,25% (27,75) Samvinnubankinn 29% (27) Alþýðubankinn 29% (29) Sparisjóðirnir 31% (28). Veg- ið meðaltal 29% (27,5). Almenn verðtryggð skuldabréf: Steingrímur Hermannsson. Landsbankinn 7,5% (7), Útvegs- bankinn 7,25% (7,25), Búnaðar- bankinn 7,25% (7,25), Iðnaðar- bankinn 8% (8), Verslunarbank- inn 8,25 (8,25), Samvinnubankinn 7,75% (7,25), Alþýðubankinn 8,25 (8,25) og sparisjóðirnir 8% (8). Vegið meðaltal 7,16%. Vextir á inneignum á almennum sparisjóðsreikningum eru nú eftir- farandi: Landsbanki 8% (8), Út- vegsbanki 11% (9), Búnaðarbanki 8% (8), Iðnaðarbanki 10% (8), Verslunarbanki, Samvinnubanki, Alþýðubanki og sparisjóðirnir 11% (8). Vegið meðaltal 9,4% (8,1). Iiinlánsvextir á aímennum tékkareikningum verða eftir breyt- ingu með eftirfarandi hætti hjá bönkunum: Landsbankinn 2%, Útvegsbankinn 3%, Búnaðarbankinn 2%, Iðnað- arbankinn 3%, Verslunarbankinn 4%, Samvinnubankinn 3%, Al- þýðubankinn 2%, Sparisjóðirnir 5%, Vegið meðaltal er 2,9%. Samkvæmt upplýsingum hag- deildar Seðlabankans er nú útlit fyrir að framfærsluvísitalan verði um 21% hærri á þessu ári en hún var í fyrra. Sé litið á hreyfinguna frá því í desember 1988 til desem- ber 1989 þá sýnist sem hún verði eilítið meiri eða 23-24% en þróun gengismála síðustu mánuði ársins mun þar ráða úrslitum um endan- lega niðurstöðu. -*á

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.