Tíminn - 03.10.1989, Page 5

Tíminn - 03.10.1989, Page 5
Þriðjudagur 3. október 1989 Tíminn 5 Skoðanakönnun á vinsældum stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna: Halldór Ásarímsson hlaut fyrsta sætið Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra nýtur mests trausts af stjórnmálamönnum á íslandi í dag ef marka má könnun sem Skáís gerði fyrir Stöð 2 dagana 29. og 30. september sl. Steingrímur Hermannsson er í öðru sæti en hann hefur sem kunnugt er verið þaulsetinn í fyrsta sætinu í fyrri könnunum. 56.9% af þátttakendum gáfu svar við þessari spurningu. Þátttakendur voru einnig beðnir að nefna einn til þrjá stjórnmála- menn sem þeir telja að hafi sýnt alvarlega siðferðisbresti í stjórnar- háttum. Einungis 39.6% gáfu svar við þessari spurningu. 81.4% nefndu Jón BaldvinHannibalsson og41.1% nefndu Steingrím Hermannsson. í þriðja sæti er Þorsteinn Pálsson, en síðan koma í eftirfarandi röð eftir því hversu traustvekjandi þeir eru: Jón Sigurðsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Davíð Oddsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sig- fússon, Svavar Gestsson, Guðrún Agnarsdóttir og Jón Baldvin Hanni- balsson sem áður var í níunda sæti en vermir nú það ellefta. Þess má geta að Friðrik Sophusson féll út af vinsældalistanum, en Steingrímur J. Sigfússon er nýr á listanum. Næstir í röðinni eru: Ólafur Ragnar Grímsson 22.9% Stefán Valgeirsson 10.9% Albert Guðmundsson 9.3% Halldór Ásgríinsson, Þorsteinn Pálsson 5.0% Svavar Gestsson 3.5% Sverrir Hermannsson 1.9% Friðrik Sophusson 1.6% Jón Helgason 1.2% Halldór Ásgrímsson 1.2% Þegar þátttakendur voru spurðir að því hvaða flokk þeir myndu kjósa núna ef kosið væri til Alþingis svör- uðu 53.3% að þeir nryndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknar- flokkurinn fengi samkvæmt könnun- inni' 14.5% atkvæða, Kvennalisti 10.9%, Alþýðubandalag 10.9%, Al- þýðuflokkur 7.1% en aðrir flokkar fengju minna en 1% atkvæða, þar með talinn Borgaraflokkur sem fengi 0.9%. Þess ber að geta að einungis 51.8% þátttakenda tóku afstöðu til þessarar spurningar. SSH Mikið hvassviðri á Akureyri: Einn madur slasaðist Maður slasaðist þegar veggur sem hann var að slá upp, féll á hann, í nýbyggingu við Litluhlíð á Akureyri um klukkan 14 á laugardag. Annar rnaður sem einnig var að vinna við sama vegg slapp naumlega. Mikið hvassviðri var á Akureyri á laugardag og allt fram yfir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Talsvert tjón varð vegna hvass- viðrisins, sem mældist 71 hnútur þegar mest var um og eftir mið- nætti aðfaranótt sunnudags og á flugvellinum fór vindhraðinn upp í 85 hnúta í verstu hryðjunum. Þess ber að geta að 64 hnútar og meira eru 12 vindstig. Bílar, hjól- hýsi, þakplötur og uppsláttur fuku. Bátar slitu festar auk þess sem einhverjar skemmdir urðu á flugvélum. Þá fauk gámur á bif- reið. Ökumaður sem var að fara út úr bifreið sinni nánast fauk út úr honunr þegar vindurinn tók í hurðina og hélt bíllinn áfram á grindverk og þaðan á annan bíl. Þá urðu miklar skemmdir í Kjarnaskógi, þar sem skógarreit- ur er og uppeldisstöð fyrir plöntur. _ABó , Verkfall rafiðnaðarmanna: Arangurslaus samningafundur Enginn árangur varð af samn- ingafundi Rafiðnaðarmanna og ríkisins í gær. Samningsaðilar dvöldu einungis í um klukkustund í húsi ríkissáttasemjara og árangur var enginn. Næsti samningafundur hefur verið boðaður á miðvikudag- inn klukkan 14:00. í framhaldi fundinum ræddi for- ysta rafiðnaðarmanna um stöðuna í verkfallinu og var meðal annars rætt um þann möguleika að draga til baka þær undanþágur sem gefn- ar hafaverið. Undanþágurnar voru gefnar með því fororði að hægt væri að endurskoða þær með fjög- urra klukkustunda fyrirvara. Endanleg ákvörðun um fækkun undanþága ætti að liggja fyrir í dag. í gær varð bilun í símakerfi aðalbanka Landsbankans og var sambandslaust við flestar deildir bankans. Landsbankinn sótti unr undanþágubeiðni til Rafiðnaðar- sambandsins en þar var ákveðið að taka ekki afstöðu til umsóknarinn- ar þar sem viðgerðarmenn ynnu hjá Pósti og síma en ekki Lands- bankanum. Þorgeir K. Þorgeirsson framkvæmdastjóri hjá Pósti og síma sagði síðdegis í gær að ekki væri búið að ákveða hvort sótt yrði um undanþágu vegna bilunarinnar í bankanum. Hefði stofunin heitið því að sækja ekki um undanþágur nema öryggi fólks lægi við og ekki væri séð að það gilti í þessu tilfelli. Um helgina sótti Póstur og sími um undanþágu vegna bilunar í innanhússtöð sveitarstjórans á Þorlákshöfn en þeirri beiðni var hafnað. í gær var einnig hafnað beiðni vegna bilana í austurhluta Reykjavíkur þar sem 128 síma- númer, bæði heimila og fyrirtækja, voru sambandslaus. SSH Danska eftirlitsskipið „IngolP' hélt í gær úr íslenskri höfn ■ síðasta sinn. Skipið hefur klofið öldur Norður- Atlantshafsins og Grænlandshafs í 26 ár og hillir nú undir önnur verkefni hjá því góða fari. „IngolP' hcfur á þessum tíma vcrið tíður gestur í íslenskum höfnum, einkum síðari árin er umsvif veiðiflotans við Grænland hafa vaxið, og tekið hér olíu og vistir, auk minni háttar viðgerða. í fyrra renndi skipið sex sinnum inn á íslenska höfn og þessi síðasta heimsókn „Ingolfs" er hin fimmta á þessu ári. Mun útivist skipsins á þessu ári vara 200 daga . í tilefni þess að þessi heimsókn var hin síðasta var hún gerð eftirminnileg, íslenska fánanum var heilsað með 21 fallbyssuskoti er „IngolP' sigldi inn höfnina og skipið var almenningi til sýnis yfir helgina. „IngolP' var nefndur eftir fyrsta íslenska landnámsmanninum, þriðja farið í hinum danska flota er nafngift sína sækir í höfuð þess dánumanns, og skartar öndvegissúlunum í skjaldarmerki sínu. Nú virðast Danir hins vegar tcknir að lýjast á nafni víkingsins góða og verða þeir nafnarnir ekki fleiri undir merkjum hennar hátignar. Ingólfs í stað mun arftaki hans, Thetis að nafni, beina för um Grænlandshaf eftir tæp tvö ár. Þegar hefur kjölur verið lagður að fjórum nýjum eftirlitsskipum í Svendborg. Iðnaðarbankinn skuldfærir þjónustugjald af óhreyfðum Alreikningum Þúsundkall varð að mínus tólf hundruð „Ágæti Alreikningshafi. Við vilj- um vekja athygli þína á að Alreikn- ingur þinn nr. - í -götuútibúi Iðnað- arbankans hefur verið óhreyfður í nokkurn tíma. Við bendum á að þrátt fyrir að reikningurinn liggi óhreyfður er þjónustugjald nú kr. 225,- skuldfært af reikningnum mán- aðarlega. Nú er svo komið að Alreikningur þinn er yfirdreginn vegna þessa og biðjum við þig vinsamlegast um að hafa samband við -götuútibú Iðnað- arbankans við fyrstu hentugleika." Þetta er texti bréfs sem viðmæl- andi Tímans fékk fyrir skemmstu. Maðurinn hafði opnað alreikning hjá Iðnaðarbankanum fyrir tæpum tveim árum og vissi ekki betur en að inni á reikningnum væri eitthvað á annað þúsund krónur auk vaxta. Svo var hins vegar ekki að því er maðurinn fékk að vita þegar hann hringdi í bankann til að fá skýringar á bréfinu. Starfsmaður í bankanum tjáði okkar manni að reikningurinn væri kominn í rúmlega tólfhundruð króna mínus. „Ég skil ekkert í hvernig þetta má vera,“ sagði viðmælandi blaðsins. „Ég hélt að bankar greiddu vexti af því sem maður lánar þeim en létu mann ekki greiða leigu fyrir að nota bankareikningana. Þetta er greini- lega eitthvað öðruvísi hjá Iðnaðar- bankanum." „Það er tekið þjónustugjald af alreikningum mánaðarlega. Inni í þessu mánaðarlega þjónustugjaldi eru falin tíu tékkhefti á ári, peninga- veski, lykilkort í tölvubanka og ým- iskonar önnur þjónusta," sagði Birna Einarsdóttir markaðsstjóri hjá Iðnaðarbankanum. Birna sagði að þjónustugjaldið væri skuldfært af Alreikningum þótt þeir lægju óhreyfðir og menn nýttu sér ekki tékkheftin tíu og haldið væri áfram að taka gjaldið þótt reikning- urinn stæði á núlli. Bankinn sendi síðan reikningseiganda bréf þegar reikningurinn væri kominn í mínus til að láta vita að það þurfi að hreyfa reikninginn til að forðast láta hann fara svo. -sá Raunvextir hafa lækkað á öllum verðbréfum: Mest vaxtalækkun á „gráa markaði“ Raunvextir hafa lækkað á öllum verðbréfum á þessu ári, en lang- mest þó á hlutdeildarbréfum verðbréfasjóða. Samkvæmt samanburði í Hagtölum Seðla- bankans lækkuðu raunvextir (m.v. lánskjaravísitölu) á hlutdeildar- bréfum úr að meðaltali um 13,2% í byrjun ársins niður í um 9,8 upp úr miðju ári. Munur á raunvöxtum þessara bréfa og verðtryggðra skuldabréfa bankanna minnkaði á tímabilinu úr 5,1% niður í 2,4%. Seðlabankinn sýnir raunvexti m.v. lánskjaravísitölu á nokkrum helstu tegundum verðbréfa, annars vegar í janúar og hins vegar í ágúst s.l. Ávöxtun viðskipta á Verðbréfa- þingi íslands lækkaði á tímabilinu úr 7,8% niður í 6,9%. Vextir á spariskírteinum ríkissjóðs lækk- uðu um 1-1,3% á tímabilinu niður í 5,5 til 6%. Vextir á verðtryggðum skuldabréfum bankanna lækkuðu úr 8,1 niður í 7,4%. Raunvextir á bankabréfum Landsbankans voru mun hærri, eða 9,75% í janúar en eru nú komnir niður í 7 til 7,25%. Bankabréfin hafa runnið út það sem af er þessu ári. Verðbréfaút- gáfa innlánsstofnana og veðdeilda þeirra óx um 3,2 milljarða kr. frá áramótum til ágústloka og var þá komin í 12,2 milljarða, eða sem nam 13% af heildarinnlánum inn- lánsstofnana um þær mundir. Þar af hafa 10,7 milljarðar kr. myndast á s.l. tveim árum í samkeppni við verðbréfasjóði og ríkissjóð um sparnað einstaklinga og lífeyris- sjóða. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.