Tíminn - 03.10.1989, Qupperneq 10

Tíminn - 03.10.1989, Qupperneq 10
10 Tíminn Þriðjudagur 3. október 1989 DAGBÓK Tissa Weerasingha talar í Bústaðakirkju Tissa Weerasingha frá Sri Lanka talar á samkomum í Bústaðakirkju 2.-7. októ- ber kl. 20:30 hvert kvöld. Hann mun m.a. fjala um austræn trúarbrögð og áhril þeirra á Vesturlöndum. þá verður fyrir- bænaþjónusta, beðið fyrir sjúkum og líðandi. Fjöldi söngfólks úr hinum ýmsu söfnuðum borgarinnar tekur þátt í samkomunum. Allir eru hjartanlega vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Tissa Weerasingha þjónar Calvary kirkjunni í Colombo, sóknarbörn hans koma jafnt úr röðum singala og tamíla. Auk þess er ferðast hann um heiminn og predikar. Starfshópurinn „Öll sem eitt“ hefur undirbúið heimsókn Tissa, en að hópnum stcndur fólk úr kristnum kirkjum á höfuð- borgarsvæðinu. Frá Félagi eldri borgara Opiö hús á fimmtud. 5. okt. í Goöheim- um, Sigtúni 3. Kl. 14:00 er frjáls spila- mennska, kl. 19:00 félagsvist, heilt kort, og kl. 21:00 verður dansaö. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma Sigfúsína Halldóra Benediktsdóttir frá Hesteyri andaöist í Hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 30. september. Kristinn Gislason Margrét Gísladóttir Hjalmar Gíslason Margrét Guðmundsdóttir SigurrósGísladóttir Guðmundur Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. t Útför Steinbjörns Jónssonar frá S-Völlum fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 5. október kl. 13.30. F.h. fjölskyldunnar Anna Steinbjörnsdóttir Gísli Sævar. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vináttu við andlát og útför fósturföður míns, tengdafööur og afa Þorvaldar Jóhannessonar Drápuhlíð 4. Haukur Gunnarsson Guðrún Hauksdóttir Niels Svani Hauksson. Una Svane Eiríkur Hauksson t Við þökkum innilega öllum þeim sem auösýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns m í ns, föður okkar, tengdaföð- ur og afa Guðmundar Þorleifssonar bónda á Bæ i Súgandafirði Unnur Kristjánsdóttir GuðnýGuðmundsdóttir Sigurvin Magnússon Karl Guðmundsson Ingibjörg Jónsdóttir ElínGuðmundsdóttir Sigurbjörn Ragnarsson ÞorleifurGuðmundsson Diana Hermannsdóttir HrönnGuðmundsdóttir Ágúst Þórðarson Helga Guðmundsdóttir Þorsteinn Svavarsson og barnabörn. $t. Paul skóli í Bergen: „S0S-hátíð“ til stuðnings Móður Teresu Bréf hefur borist frá 10. bakk, St. Pau! skole í Bergen, þar sem nefmendur leita til fslands eftir frímerkjum sem þeir síðan selja til stuðnings starfs Móður Teresu. Þessi skóli heldur á hverju ári samkomu sem kölluð er „SOS-hátíðin“. Markmið hennar er að hjálpa Móður Teresu í starfi hennar. Með þeim hætti heldur skólinn upp á dag S.Þ. 24. október n.k. Fyrir peningana sem inn koma hefur verið ákveðið að kaupa þurrmjólk og vítamín. Þeir sem vilja leggja nemendum St. Paul skóla lið í þessari söfnun, vinsamlega sendi stimpluð eða óstimpluð frímerki, póstkort og umslög, ný sem gömul. Öllu verður haldið til haga og komið í peninga í söfnunina. Gjafir sendist til: 10. bekkur, St. Paul skole, Nygardsgatcn 114A 5008 Bergen Norge Borgaraleg ferming f apríl 1990 verður fermt borgaralega í annað skipti á fslandi. Fyrirlestrar og umræður fara fram vikulega, á miðviku- dögum kl. 17:30-19:00, og þar verður fjallað um eftirtalda málaflokka: Sið- fræði, trúarbrögð og lífsskoðanir, sam- skipti kynjanna, jafnrétti, stríð og frið, umhverfismál, samskipti foreldra og ung- menna, sögu barna og ungmenna, vímu- efni, rétt ungmenna í þjóðfélaginu, mannréttindi, tilgang borgaralegrar feri,.- ingar og virka þáttöku í samfélaginu. Fyrirlesarar verða sérfræðingar hver á sínu sviði. Skráning þeirra ungmenna, sem ætla að fermast borgaralega næsta vor, er nú þegar hafin og fer fram í eftirtöldum símum: 73734, 18841, 20601, 34796 og 675142. Skráning fari fram eigi síðar en 10. nóvember. í næsta mánuði kemur út bæklingur, þar sem er að finna nánari upplýsingar um borgaralega fermingu. Samfök um kvennaathvarf: Fyrirlestur um málefni barna - sifjaspell Samtökin um kvennaathvarf halda upp á 7 ára afmæli samtakanna með kynningu á málefnum þeirra og fyrirlestrum á opnum fundum í Gerðubergi undir yfir- skriftinni: BAK VIÐ BYRGÐA GLUGGA. í dag, þriðjudaginn 3. október kl. 20:15 verður fundur í Gerðubergi og efni fund- arins er: Málefni barna - sifjaspcll. Haustfagnaður Árnesingafélagsins Árnesingafélagið í Reykjavík er nú að liefja vetrarstarfið og byrjar með haust- fagnaöi, sem verður haídinn á Hótel Loftleiðum laugardaginn 7. október. Til skcmmtunar verður: borðhald, söngur, gamanmál og dans. Allir Árnesingar, utan félags og innan eru velkomnir til þessa fagnaðar og geta látið skrá sig í síma 16711 á verslunar- tíma. Hallgrímskirkja: Starf aldraðra í vetur verður leikfimi á þriðjudögum kl. 12:00 oghefst hún í dag. Einnigverður leikfimi á föstudögum k. 10:00 undir leiðsögn Jóhönnu Sigríðar Sigurðardóttur sjúkraþjálfara. Fót-, bár- og handsnyrting verður sömu daga. Tekið er á móti pöntunum á þriðjudögum og föstudögum eftir kl. 13:00 í síma kirkjunnar 10745. Minjagripasala að Lækjarbakka í Gaulverjabæjarhreppi Nú í sutnar verður opin listaverka- og ntinjagripasala að Lækjarbakka í Gaul- verjabæjarhreppi. Það er Þóra Sigurjóns- dóttir, húsfreyja og listakona sem gerir þessa gripi. og hún notar m.a. íslenskt grjót og rekavið ásamt fjölbreyttu öðru efni. Mikil og vaxandi umferð er austur strandveginn um Óseyrarbrú um þessar mundir. Margir koma þarna við cftir að hafa skoðað Þorlákskirkju, verið í Sjó- minjasafninu á Eyrarbakka, Þuríðarbúð á Stokkseyri, Baugsstaðarrjómabúi og svo áfram um Lækjarbakka. Fljótshóla - þar er gistiaðstaða til leigu - og upp með Þjórsá á hringveginn hjá Þingborg, eða ofan við Urriðafoss vestan við Þjórsárbrú. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opiö allan sólarhringinn og aöstoð fyrir konur sem beittar hafa veriö ofbeldi í heimahúsum eöa oröiö fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. . Haustfagnaður Árnesingafélagsins Árnesingafélagið í Reykjavík er nú að hefja vetrarstarfið og byrjar með haust- fagnaði, sem verður haldinn á Hótel Loftleiðum laugardaginn 7. október. Til skemmtunar verður: borðhald, söngur, gamanmál og dans. Allir Árnesingar, utan félags og innan eru velkomnir til þessa fagnaðar og geta látið skrá sig í sínia 16711 á verslunar- tíma. Fundur í Kvenfélagi Kópavogs: Kynning á heilsu- og snyrtivörum Kvenfélag Kópavogs heldur félagsfund þriðjudaginn 3. okt. kl. 20:30 í Félags- heimili Kópavogs. Gestur fundarins verður Örn Svavars- son frá Heilsuhúsinu á Skólavörðustíg og mun hann kynna heilsu- og snyrtivörur. Tónleikar í HAFNARB0RG Miðvikudaginn 4. október kl. 20:30 heldur austurþýski píanóleikarinn Elfrun Gabriel tónleika í Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Elfrun Gabriel kom fyrst fram sem einleikari með hljómsveit aðeins 14 ára gömul. Hún stundaði nám í píanóleik við Felix Mendelssohn Bartholdy tónlistar- skólann í Leipzig, hjá prófessor Pavel Serebryakov í Leningrad og prófessor Halina Czerny-Stefanska í Cracow. Á námsárunum hlaut hún tónlistarverðlaun sem kennd eru við Carl Maria von Weber. Elfrun Gabriel hefur leikið einleik með þekktustu hljómsveitunum í heimalandi sínu og farið í tónleikaferðir um Mið- og Austur-Evrópu, einnig til Danmerkur, Svíþjóðar. Noregs og fslands. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt. Menntaskólinn í Kópavogi: Nemendur á félagsbraut bjóða stuðning við fötluð ungmenni Eins og undanfarin ár býður Mennta- skólinn í Kópavogi upp á nám á félags- braut til stuðnings fötluðum ungmennum. Námið felst í því, að nemendur fylgja fötluðum ungmennum í félags- og skemmtanalíf. Þau fötluð ungmenni, sem hafa hug á að nýta sér þetta, þurfa að hafa samband við Garöar Gíslason menntaskóla- kennara á skrifstofu Menntaskólans i Kópavogi, en Garðar hefur umsjón með þessari námsbraut. Þátttaka er ekki bund- in við Kópavog. Ferð Átthagasamtaka Héraðsmanna Átthagasamtök Héraðsmanna hafa ákveðið að lyfta sér á kreik og þyrpast í Munaðarnes helgina 13.-15. október nk. Sjá ferðaauglýsingu í Héraðspóstinum 14. árg. 3. tbl. 1988 um „Ferðina sem aldrei var farin vegna fellibylsins". Upplýsingar veita: Eiríkur Eiríksson, vinnusími 11560 og heimasími 622248 og Þorvaldur Jónsson, heimasími 52612 eftir kl. 18:00. «~bvnivao i Mnr Sunnlendingar Félagsvist Spilaö veröur aö Eyrarvegi 15, Selfossi, þriöjudagskvöldið 3. okt. kl. 20.30. (Stakt kvöld). Góö verðlaun í boöi. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss. Ungir framsóknarmenn - Byggðamál Byggöanefnd Sambands ungra framsóknarmanna heldurfund þriöju- daginn 3. október kl. 17.30 aö Nóatúni 21 í Reykjavík. Allir áhugamenn um byggðamál og endurskoöun byggöastefnunnar sérlega boðnir velkomnir. Akranes Bæjarmálafundur laugardaginn 7. október kl. 10.30. Allir þeir sem eru í nefndum og ráöum á vegum flokksins, sérstaklega hvattir til aö mæta. Bæjarfulltruarnir. Austfirðingar Kjördæmisþing KSFA veröur haldiö á Breiödalsvík dagana 13.-14. október. Nánari dagskrá auglýst síðar. Stjórn KSFA Norðurland vestra Kjördæmisþing framsóknarmanna á Noröurlandi vestra verður haldiö í félagsheimillnu á Blönduósi dagana 28. og 29. október n.k. Dagskrá auglýst síöar. Stjórn KFNV. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambandsins, Hamraborg 5, Kópavogi, s. 43222, er opin mánudaga, þriöjudaga og fimmtudaga, kl. 17-19. K.F.R. Kópavogur - Opið hús Framsóknarfélögin í Kópavogi hafa opiö hús á miðvikudögum kl. 17.30 til 19.00.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.