Tíminn - 03.10.1989, Qupperneq 14

Tíminn - 03.10.1989, Qupperneq 14
14 Tíminn Þriöjudagur 3. október 1989 Austur-Þýskalarid: UTLÖND FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA — Spenna eykst enn í Azerbaijan og Armeníu þar sem Azerar hafa enn á ný heft ferðir lesta gegnum Azer- baijan til Armeníu. Ríkisstjórn Sovétríkjanna hefur bannað verkföll, meðal annars til að koma í veg fyrir kynþáttaólgu á þessu svæði. En ekki er Ijóst hver viðbrögð hinna blóðheitu Azera og Armena verða við þeim aðgerðum en kynþættir þessir hafa hatast um aldaraðir vegna trúarlegs og menningar- legs munar þeirra. Valdatími Gro Harlem Brundtlands í Noregi á enda í bili: Borgaraf lokkar n i r mynda ríkisstjó Frelsi og vestur-þysk vegabréf. Enn heldur fólksflóttinn frá A-Þýskalandi áfram. Gorbatsjof bannar verkfalls- aðgerðir Sovéska ríkisstjórnin sem fyrr á þess ári þurfti að glíma við hörð og víðtæk verkföll kolanámamanna hefur nú bannað verkfallsaðgerðir það sem eftir er ársins og allt næsta ár. Með þessu tekur stjórnin skref til þess að reyna að slá á þann óróa sem verið hefur í atvinnulífi Sovétríkj- anna undanfarnar vikur og hefur haft mjög óheillavænleg áhrif á um- bótastefnu Gorbatsjofs sem fyrir átti á brattan að sækja hvað umbætur varðar. Það var Lev Voronin aðstoðar forsætisráðherra sem skýrði Æðsta ráðinu í Sovétríkjunum frá þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Bannið er hluti af víðtækum aðgerðum ríkis- stjórnarinnar sem eiga að lægja öldurnar, en þessa dagana er verkfall járnbrautaverkamanna í Azerbaijan helsti höfuðverkurinn. Voronin skýrði ekki frá því hverj- ar aðgerðir og refsingar ríkisstjórn- arinnar verða ef verkamenn láta sér ekki segjast og haldi í ólögleg verkföll. Lestarslys í Svfþjóð Fjórir létust og tuttugu og fimm slösuðust alvarlega þegar farþegalest ók á vöruflutningabíl rétt utan við Varberg á suðausturströnd Svíþjóð- ar í gær. Eldur kom upp í lestinni eftir áreksturinn og hamlaði það mjög björgunarstarfi í fyrstu. Lestin var á leið frá Hamborg til Osló. Yaldatími - Gro Harlems Brundtlands formanns norska Verkamannaflokksins er liðin að sinni, en hún hefur leitt minnihlutastjórn Verkamannaflokksins undanfarin þrjú ár. Borgaraflokkarnir þrír í Noregi, Hægriflokkurinn, Kristilegi demókrataflokkurinn og Miðflokkurinn komu sér saman um myndun minnihlutastjórnar í gær og mun hinn hægrisinnaði Framfaraflokkur verja ríkisstjórina falli. Mun Jan Syse formaður Hægriflokksins verða forsætisráðherra. Sú pattstaða sem í raun hefur ríkt í Noregi undanfarin fjögur ár, þar sem hvorki vinstriflokkarnir né borgaraflokkarnir hafa haft meiri- hluta, mun því áfram ríkja. Er talið víst að borgaraflokkarnir muni eiga erfitt með að halda saman ríkis- stjórninni, bæði vegna þess hve ólík- ir þeir eru og vegna þess hvc lítinn þingstyrk þeir hafa. Flokkarnir þrír hafa einungis 62 þingsæti af 165. En hinn raunverulegi sigurvegari kosn- inganna í haust, Framfaraflokkur- inn, hefur 22 þingsæti og hefur því tilveru ríkisstjórnarinnar í hendi sér með því að verja stjórnina falli. Allir borgaraflokkarnir hafa stað- fastlega neitað öllu samstarfi við hinn hægrisinnaða Framfaraflokk sem meðal annars hefur harkalega stefnu gegn innflytjendum og flótta- mönnum í Noregi auk þess sem róttæk frjálshyggja í efnahagsmálum veður þar uppi. Hins vegar er ljóst IÍMSJÓN: Hallur Maqnússon / BLAÐAMAÐIal^^ VATIKAN — Erkibiskupinn af Kantaraborg Robert Runcie og Jóhannes Páll páfi annar undirrituðu sameiginlega yfir- lýsingu þar sem þeir hvetja til sameiningar ensku biskupa- kirkjunnar og rómversk kaþ- ólsku kirkjunnar. Aðskilnaður þeirra varð á tímum Hinriks áttunda Englandskonungs, mest vegnis vegna kvenna- mála hans sem kaþólska kirkj- an var ekki par ánægð með. BEIRÚT — Sýrlendingar veiddu líbanskan orrustuþotu- flugmann upp úr Miðjarðarhaf- inu, en flugmaðurinn skaut sér út úr þotu sinn sem var á leið ofan í hafdjúpin vegna vélarbil- unar. Líbananum var haldið föngnum í nokkrar klukku- stundir, en honum síðan sleppt. MANILA — Ferdinand Marco fyrrumm forseti Filips- eyja varð kveikjan að miklum óeirðum og átökum í lifanda lífi. Þó hann sé nú gengin á vit forfeðra sinna þá er hann enn kveikjann að spennu á Filips- eyjum þar sem stuðningsmenn hans, reyna allt hvað þeir geta til að fá Aquino forseta til að endurskoða þá ákvörðun sína að leyfa ekki að grafa Marcos áeyjunum. Hefurherinn í Man- ila hert miög á eftirliti sínu og öryggisráostöfunum vegna hættunnar á mótmælum og átökum vegna jarðneskra leifa forsetans sáluga. LONDON — Afganskir skæruliðar segjast hafa komið í veg fyrir að stjórnarherinn næði að opna þjóðveginn milli Kabúl og Jalalabad. Skærulið- ar náðu að loka veginum fyrir rúmri viku. BELGRAD — Stjórnmála- leiðtogar í Júgóslavíu sem að undanförnu hafa reynt að lægja pólitískar öldur og ná tökum á efnahagslífinu fengu heldur betur kalda tusku í and- litið þegar í Ijós kom að verð- þólgan í septembermánuði nam 1200%. að flokkurinn mun hafa mikil áhrif á stefnu stjórnarinnar. Kosningasigur Framfaraflokksins kann þó að hafa orðið lykillinn að myndun hinnar nýju ríkisstjórnar því Hægriflokkurinn tapaði miklu fylgi í kosningunum svo meira jafn- vægi ríkir nú milli flokkanna þriggja en áður var. Stjórnarmyndunarvið- ræðurnar voru strangar og harðar, en eftir að myndun stjórnar tókst sögðust formenn flokkanna vera ánægðir með sinn hlut og bjartsýnir á framtíðina. Fréttaskýrendur telja þó að bjartsýnin sé mest á yfirborð- inu. Ástæða þess að minnihlutastjórn tekur nú við af minnihlutastjórn er sú að í Noregi er ekki mögulegt að rjúfa þing þó ekki takist stjórnar- myndun. Það er skylda þingsins að mynda starfhæfa ríkisstjórn hvað sem tautar og raular. Valdatími Gro Harlem Bruirdtland er liðinn, í bili. Sovétríkin: SIST RENAR FLÓTTAMANNA- STRAUMURINN Síst rénar flóttamannastraumur- inn frá Þýska Alþýðulýðveldinu vestur yfir til frelsisins í Þýska Sam- bandslýðveldinu nú þegar hátíðar- höld Honcckers og félaga vegna 40 ára afmælis Alþýðulýðveldisins eru framundan. Sexþúsund Austur- Þjóðverjar komu til Vestur-Berlínar á sunnudag og er von á fleirum næstu daga. Vestur-Þjóðverjar hafa að nýju opnað sendiráð sitt í Prag höfuðstað Tékkóslóvakíu, en þeir neyddust til að loka því þegar það fylltist af Austur-Þjóðverjum sem vildu kom- ast til Vestur-Þýskalands síðla sumars. Fjögurþúsund Austur-Þjóð- verjar héldu frá Tékkóslóvakíu í sérstökum lestum til Vestur-Þýska- lands án þess að austurþýsk stjórn- völd reyndu að koma í veg fyrir það á nokkurn hátt. Er þetta afurð viðræðna Hans- Dietrichs Genschers utanríkisráðherra Sambandslýð- veldisins þýska og kollega hans í Alþýðulýðveldinu, Oscars Fischers, en þeir ræddu flóttamannavanda- málið þar sem þeir voru staddir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Stjórnvöld f Austur-Þýskalandi eru þó mjög uggandi vegna þess gífurlega fjölda Austur-Þjóðverja sem ekki hafa möguleika á að kjósa í frjálsum kosningum heima fyrir, en kjósa þess í stað með því að halda yfir til Vestur-Þýskalands. Þar bíður þeirra vesturþýskt vegabréf, pening- ar, húsnæði og oft á tíðum ágætis atvinna þó sumir nái því miður aldrei að samlagast kapítalísku þjóð- félagi eftir að hafa eytt ævinni í forræðissamfélaginu í Alþýðulýð- veldinu. í yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Austur-Þýskalands í gær vegna þess að stjórnvöld þar ákváðu að hleypa austurþýsku flóttamönnunum í Tékkóslóvakíu í gegnum Austur- Berlín til Vestur-Berlínar eru flótta- mennirnir kallaðir svikarar. Segir í yfirlýsingunni að á meðal þessa fólks sé fjöldi „andfélagslegra" einstakl- inga sem hafi óeðlilega afstöðu til atvinnu og eðlilegra lífsskilyrða. Þá segir að flóttamennirnir hafi fótum troðið siðferðileg gildi þjóðfélagsins sem hafi fóstrað þá og menntað. Því sé ekki vert að eyða tárum á útkast þetta. Sannleikurinn er þó sá að þjóðfé- lagið í Austur-Þýskalandi mun í framtíðinni verða fyrir alvarlegum skakkaföllum vegna fólksflóttans. Talið er að um 100 þúsund manns muni yfirgefa landið á þessu ári, þar af stærsti hlutinn ungt vel menntað fólk sem átti að taka við nauðsynleg- um störfum í Austur-Þýskalandi þar sem fyrir er skortur á vinnuafli.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.