Tíminn - 20.10.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.10.1989, Blaðsíða 2
t 2 Tíminn .laR*' íS'Jol.sn //, ;uot'l'.';vV-; Föstudagur 20. október 1989 Húsnæöislánum um 700 manns flýtt um 7-8 mánuði: Glóandi símalínur í Húsnæðisstofnun Símalínur Húsnæðisstofnunar voru glóandi í gærdag. Astæðan var frétt Morgunblaðsins um að stjórn Húsnæðis- stofnunar hefði ákveðið að flýta greiðslu um 700 lána til fólks í forgangshópum, þ.e. þeirra sem ekki eiga íbúð. Þarna er um að ræða flýtingu á greiðslu um 700 millj. kr. lánsfjár til fólks í forgangshópi sem sótti um lán á síðustu mánuðum ársins 1987 og fengið hefur lánsloforð um útgreiðslu lána í mánuðunum júní, júlí og ágúst 1990. Húsnæðisstofnun mun (bréflega) gefa þessu fólki kost á að á að fá fyrri hluta lánanna greidd út fyrir áramót, þ.e. á næstu tveim mánuðum og síðari hlutann fyrir mitt næsta ár. Miðað við um 2 m.kr. meðallán er þarna um að ræða flýtingu lána til um 700 umsækjenda. Tilkynningar um þessa flýtingu og hvenær þessi lán geti komið til útborgunar verða sendar fólki bréf- lega á næstunni, að sögn Práins Valdimarssonar, sem situr í stjórn Húsnæðisstofnunar. Jafnframt sagði hann ákveðið að umsækjendur í forgangshópi sem fengið hafa loforð um greiðslu láns í september 1990 geti fengið því flýtt til júlí sama ár. Þráinn benti á að ekki sé víst að allir nýti eða geti nýtt sér flýtingu á lánsrétti nú fyrir áramótin. Ýmsir hafi kannski þegar gert áætlanir út frá fyrri forsendum, enda gildir dag- setning í lánsloforði eftir sem áður fyrir þá sem frekar vilja fá lán sín greidd út eftir mitt næsta ár eins og áætlað var. Um 2 ár frá umsókn til láns Hjá þeim sem fá lán sín út greidd fyrir áramótin hafa þá liðið um tvö ár frá lánsumsókn til greiðslu á fyrrihluta láns. Hvort þessi flýting lána leiði til þess að biðtími eftir lánum fari almennt að styttast sagði Þráinn ekki hægt að segja til um að svo stöddu, því lánveitingar ráðist af því fé sem stofnunin hefur til ráðstöfun- ar þegar þar að kemur. „En auðvitað vonum við að þetta geti þýtt það að hægt verði að flýta síðar þeim sem næstir eru í röðinni". Tækifærið til að flýta þessum lánum sagði Práinn m.a. stafa af því að meira fjármagn hafi komið frá lífeyrissjóðunum í ár heldur en gert hafði verið ráð fyrir, en slíkt sé jafnan ekki vitað með löngum fyrirfram. Þar við bætist að á þriðja hundrað lánsloforð hafi nú nýlega verið afskrifuð vegna þess að umsækjendur nýttu þau ekki, eins ognýlega varskýrt frá íTímanum. Um 30% lánsloforða ekki nýtt Að sögn Þráins er þarna í mörgum tilfellum um að ræða lán sem fólk átti kost á að taka þegar í byrjun þessa árs, en síðan annað hvort ekki getað, eða viljað, nota þau. Pað getur m.a. verið vegna þess að fólk hefur keypt íbúðir með svo háum áhvílandi lánum frá stofnuninni. Slíkum íbúðum fer eðlilega fjölgandi eftir því sem veittum lánum fjölgar. Þráinn sagði nú orðið reiknað með um 30% afföllum af lánsumsóknum, þ.e. að um 30% þeirra sem sótt hafa um lán geti ekki eða vilji ekki nýta sér lánsréttindin eða hafi ekki þörf fyrir nýtt lán frá stofnuninni. Umsóknum um húsnæðislán hefur stöðugt farið fækkandi, úr 600-700 á mánuði eða þar yfir á árinu 1987 í um og undir 300 að jafnaði á þessu ári. Fjöldi umsókna á tímabilinu janúar þessi: til ágústloka hefur verið Ums.jan/ág. M.t.mán. 1987 5.350 669 1988 3.370 421 1989 2.390 299 Fjöldi umsókna það sem af er þessu ári er ekki ósvipaður og gert var ráð fyrir þegar þetta lánakerfi tók gildi. Þá reiknaði hins vegar enginn með „afföll" af umsóknum færu á skömmum tíma upp undir þriðjung eins og síðan hefur komið í ljós. - HEI Nýverið tók Innkaupastofnun ríkisins fyrir hönd Dómsmálaráðu- neytisins við nýjum GMC Suburban lögreglubifreiðum frá Bílvangi sf. Þessar nýju löggæslubifreiðar koma í stað eldri bifreiða af sömu gerð á Húsavík, Egilsstöðum og ísafirði. Bifreiðarnar eru mjög vel búnar frá verksmiðjunnar hendi, með drifi á öllum hjólum enda ætlaðar til notk- unar við erfiðar aðstæður á lands- byggðinni. Sérstakar breytingar vegna notkunar við löggæslustörf svo sem innréttingar o.fl. verða framkvæmdar hér á landi. Borgarstjórn: ÁHRIF AF JARÐ- Á borgarstjórnarfundi í gær flutti Alfreð Þorsteinsson varaborgarfull- trúi Framsóknarflokksins tillögu þess efnis að fulltrúar Almanna- varna kanni áhrif og afleiðingar jarðskjálftans í San Fransiskó og skili skýrslu til borgarstjórnar. Sam- þykkti borgarstjórn samhljóða að fela borgarstjóra afgreiðslu málsins. Tillaga Alfreðs Þorsteinssonar hljóðar svo: „Borgarstjórn sam- þykkir að senda fulltrúa frá Al- mannavarnanefnd Reykjavíkur til að kynna sér afleiðingar og áhrif jarðskjálftans í San Fransiskó sem þar varð 18. október sl. og gefa borgarstjórn skýrslu." Tillagan var lögð fram meðal ann- ars vegna þess að komið hefur fram að upplýsingar um fyrrnefndan jarð- skjáífta geta komið að mikilvægum notum við að efla jarðskjálftavarnír hér á landi. SSH Islandsbanki: Samræmd laun fyrir stjórnun Laun yfirmanna í hinum nýja íslandsbanka munu verða samræmd en þessir starfsmenn voru mjög mis- vel launaðir er þeir störfuðu hjá þeim bönkum sem sameinast. Þessi ráðstöfun leiðir til þess að sumir yfirmannanna munu lækka í launum en aðrir hækka. Ásmundur Stefánsson formaður bankaráðs íslandsbanka sagði í sam- tali við Tímann að hann vildi ekki tjá sig um laun einstakra starfs- manna. Hann sagðist ekki kannast við þær launatölur, sem bornar voru undir hann þegar hann var spurður, hvort aðalbankastjóri hins nýja banka, sem kemur frá Iðnaðarbank- anum myndi halda sínum rúmlega hálfrar milljón kr. mánaðarlaunum, og þá hvort hinir bankastjórarnir þrír sem eftir því sem næst verður komist höfðu heldur lægri laun myndu fá launahækkun í samræmi við það. Ásmundur sagði jafnframt að launamálin væru ekki fullfrágengin. Þó væri ákveðið að laun yfirmanna yrðu samræmd sem leiddi til þess að sumir hækkuðu í launum, en aðrir lækkuðu. Ásmundur tók fram að með stofnun hins nýja banka yrðu ákveðnar skipulagsbreytingar sem leiddu til þess að sumir stjórnendur innan bankans ynnu ekki sömu störf og áður þannig og það hefði einnig áhrif á launamál þeirra. SSH Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokks: 4 ÁRA ÁÆTLUN VEGNA ÍÞRÓTTAMANNVIRKJA í gær var tekin fyrir á borgar- stjórnarfundi tillaga Alfreðs Þor- steinssonar um að gerð verði fjögu- rra ára áætlun um uppbyggingu íþróttamann virkj a. Tillagan hljóðar svo: „Borgar- stjórn Reykjavíkur samþykkir að fela borgarráði í samvinnu við íþróttahreyfinguna að gera fjög- urra ára áætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja, sem tekur mið af því, að Reykjavík geti sinnt sem best skyldum sínum sem mótshald- ari fyrir alþjóðlega keppni og séð íþróttafélögunum í borginni, svo og almenningi, fyrir sómasamlegri aðstöðu til íþróttaiðkana. Til þessa verkefnis skal varið upphæð, sem er a.m.k. ekki lægri en kostnaði við útsýnishús í Öskju- hlíð nemur.“ { greinargerð með tillögunni kemur meðal annars fram að sú staðreynd blasi við að Reykjavík teljist varla gjaldgeng sem móts- haldari fyrir alþjóðleg íþróttamót í ýmsum stærri íþróttagreinum. Miðað við þær forsendur sem koma fram í tillögunni yrði árlega varið tæplega 200 milljónum króna til þessarar uppbyggingar á næstu fjórum árum. Að lokum skal þess getið að Alfreð Þorsteinsson varaborgar- fulltrúi sat borgarstjórnarfundinn í gær. í Ijósi hagsmuna íbúa í Graf- arvogi mótmælti hann harðlega þeirri ákvörðun að breytt land- notkun í landi Áburðarverksmiðj- unnar, vegna tilkomu sorpböggun- arstöðvar, verði ekki auglýst eins og nú liggur fyrir eftir borgarráðs- fund 17. október sl. SSH Fyrsta skóflu- stunga Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra tók fyrstu skóflu- stungu að fyrstu félagslegu kaup- leiguíbúðunum á höfuðborgarsvæð- inu, sem byggðar eru frá grunni. Ibúðirnar verða 24 talsins í þriggja, hæða fjölbýlishúsi, sem stendur við Trönuhjalla 19-23 í Kópavogi. Bygg- ingatími er áætlaður rúmt ár og gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar verði afhentar fyrir jol 1990. Þingmenn og ráðherrar Reykjaneskjördæmis fylgjastmeð. ABÓ liniuiminl Ámi Bjarna.-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.