Tíminn - 20.10.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.10.1989, Blaðsíða 13
Föstudagur 20. október 1989 Tíminn 13 ÍSE0NBOGINN ;0Í KVIKMYNDAHÁTÍÐ VERÐUR FRAMLENGD TIL 20. OKTÓBER. MYNDIR Á VEGUM HÁTÍÐARINNAR VERÐA EKKI SÝNDAR EFTIR 20. OKTÓBER! ATH. SÍÐASTI SÝNINGARDAGUR KVIKMYNDAHÁTÍÐAR f REYKJAVÍK! Salaam Bombay Magnað meistaraverk frá Indlandi um undirheima Bombay. Leikstjóri: Mira Nair Sýnd kl. 5 og 7 Himinn yfir Berlín Nýjasta mynd meistarans Wim Wenders um ástir engils i mannheimum. Sýnd kl. 9 Geggjuð ást (Crazy Love) Vægðarlaus en bráðskemmtileg belgísk mynd um lífshlaup ólukkunnar pamfíls. Byggð á sögum Charles Bukowski. Leikstjóri: Dominique Deruddere Sýnd kl. 11.15 Bönnuð innan12ára Píslarganga Judith Hearne Maggie Smith og Bob Hoskins fara á kostum í hlutverkum piparmeyjarinnar og lukkuriddarans. Leikstjóri: Jack Clayton Sýnd kl. 5 og 7 Bönnuð innan 14 ára Fjölskyldan (La Famiglia) Ein þekktasta mynd hins vinsæla ítalska leikstjóra Ettore Scola. Aðalhlutverk: Vittorio Gassman, Fanny Ardant Sýnd kl. 9 Köll úr fjarska, kyrrt líf (Distant Voices, Still Lives) Nærgöngul bresk verðlaunamynd um fjölskyldulíf f heljargreipum. Leikstjóri: Terence Davies Sýnd kl. 11.15 Bönnuð innan 12 ára Liðsforinginn Snilldarleg stríðslýsing sovéska leikstjórans Alexandr Askoldov. Myndin beið 20 ár eftir því að sjá dagsins Ijós. Sýnd kl. 5 og 7 Ashik Kerib Allsherjar myndveisla, blanda af táknum og galdri eftir sovéska snillinginn Sergei Paradjanov. Sýnd kl. 9 Eidur í hjarta mínu (Une flamme dans mon coeur) Erótískt meistaraverk svissneska leikstjórans Alain Tanner. Sýnd kl. 11.15 Bönnuð innan 16 ára Blóðakrar Einhver áhrifamesta og glæsilegasta kvikmynd sem Vesturlöndum hefur borist frá Kína. Hún hlaut Gullbjörninn í Berlín 1988. Leikstjóri: Zhang Yimou Sýnd kl. 5 og 7 Bönnuð innan 12 ára Vitnisburðurinn (Testimony) Stórbrotin bresk mynd um ævi rússneska tónskáldsins Dimitri Shostakovich með Óskarsverðlaunahafann Ben Kingsley í aðalhlutverki. Sýnd kl. 9 E-salur Pelle sigurvegari Sýnd kl. 5 og 9 Miðaverð 350,- kl. 5,9 og 11.15 Miðaverð 250,- kl. 7 og 7.30 Eftir að kvikmyndahátíð Listahátíðar lýkur mun Regnboginn á ný taka til sýninga kvikmyndirnar Björninn, Dögun, Gestaboð Babettu og Móður fyrir rétti. Grindavík Framsóknarfélag Grindavíkur heldur aðalfund sunnudaginn 22. október í Festi, litla sal, og hefst kl. 16. Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing. Níels Árni Lund Níels Árni Lund varaalþingismaður mætir á fundinn ásamt Ágústi Karlssyni, formanni KFR. Stjórnin Sandgerði Aðalfundur Framsóknarfélags Miðneshrepps verður haldinn þriðjudaginn 24. október í Framsóknarhúsinu, Sand- gerði, og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Jóhann Einvarðsson alþingismaður mætir á fundinn. Stjórnin Jóhann Eiarn situr þægilega uggt í barnabílstól. ið á það skilið! ||UMFERÐAR ' RAÐ Liz kvaddi Malcolm með kossi í Marokkó og hélt til Sviss. Malcolm Forbes var leiður yfir því að ná ekki aftur í Elizabeth, - en haft er eftir honum: „Úr því að ég gat ekki fengið Liz, hvað þá með Barbra Streisand? Hún er líka fræg!“ Hér sjást þau Barbra vera að fara út á h'fið, en það er engu líkara en hún sé ekki mikið að halda sér til fyrir milljarðamæringnum. Kærastinn yfirgaf Elizabeth Taylor Liz Taylor varð mikið um það þegar Larry Fortensky, sem hafði búið með henni í tæpt ár, gekk allt í einu út af heimili hennar og yfirgaf hana. Hann tók ekkert með sér, - ekki fínu fötin sem hún var að punta hann í né heldur rauða Pontiac Sunbird-bílinn, sem Liz hafði gefið honum. Larry fór út í vinnubuxunum og slitna leðurjakk- anum sem hann var í þegar hann kom inn á heimili Liz. Þau Elizabeth og Larry Forten- sky hittust fyrst fyrir þremur árum á hressingarheimili fyrir ofdrykkju- fólk, og fór vel á með þeim þrátt fyrir um 20 ára aldursmun, en hann er 37 ára og Elizabeth 57. Það sem vinir leikkonunnar settu helst fyrir sig, - meira en aldurs- muninn - var að Larry hafði setið í fangelsi. Hann var sagður ómenntaður byggingaverkamaður og þau Eiizabeth ættu ekkert sam- eiginlegt. En leikkonan reyndi að hefla mestu vankantana af vininum. Hún lét hann kaupa sér föt og fara til bestu rakara og sömuleiðis tók hún hann sjálf í taltíma til að kenna honum betra málfar og framkomu. En vinirnir segja að hann hafi verið orðinn hálfleiður á þessari þjálfun allri. Svo var það að fyrrv. ástvinur Elizabethar, auðkýfingurinn Mal- colm Forbes hélt hið heimsfræga afmælisboð sitt í Marokkó í tilefni af 70 ára afmæli sínu. Hann bauð Elizabeth vinkonu sinni ásamt miklum fjölda frægra gesta. Larry bað hana að fara ekki, en Liz stóðst ekki mátið og hún fór til veislunnar og var þar aðalboðsgest- urinn. Afmælisbarnið, Malcolm, gerði sér mjög títt við hana. Það var altalað, að hann hefði reynt að tala um fyrir Elizabeth, og beðið hana blessaða að fara ekki að giftast þessum tugthúslim. Þetta kom m.a.s. í blöðum, og Larry varð öskureiður út af „afskipta- seminni í karlinum“, eins og hann sagði. En Elizabeth sendi Larry flug- miða og bað hann að bíða sín í fjalla„kofa“ hennar í Gstaad í í Sviss beið Larry Fortensky, sáróánægður með að vera ekki boðin í afmælið með Liz. Hann tók þó á móti henni á flugvellinum. Malcolm Forbes vildi vingast á ný við Elizabeth í afmælisveislunni. Hún naut þess að vera heiðursgestur, en var ekki til í að endurnýja ástasambandið við Malcolm. Sviss og hann var þar þegar hún kom frá Marokkó. En nú gekk ekki á öðru en rifrildi hjá skötu- hjúunum, og þau fóru heim til Ameríku fljótlega í staðinn fyrir Evrópufríið, sem Elizabeth hafði hugsað sér. Enn vildi Liz gera gott úr hlutun- um, og stakk upp á því að þau gengju í hjónaband, - en það hafði Larry sótt fast áður. Nú var þó svo komið að Larry Fortensky hafði fengið nóg. Hann gekk út - og síðast fréttist af honum þar sem hann var „á puttan- um“ á hraðbrautinni við Kyrrahaf- ið að fá sér far inn til Los Angeles.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.