Tíminn - 20.10.1989, Blaðsíða 15
v-ítöWo 0:' Ttmsúv''?.^ nnifn:; M
Föstudagur 20. október 1989 Tíminn 15
Þór lá í
Keflavík
Þórsarar lágu fyrir Keflvíkingum í
úrvalsdeildinni í körfuknattleik í
Keflavík í gærkvöldi. Lokatölur
urðu 103-87 heimamönnum í hag
eftir að Þórsarar höfðu haft tvö stig
yfir í hálfleik 46-48. En heimamenn
tóku sér tak í síðari hálfleik og
sigruðu eins og fyrr segir. Stigahæsti
leikmaður Keflvíkinga var Guðjón
Skúlason með 33 stig og hjá Þór
skoraði Jón Örn Guðmundsson 20
stig. -PS
Ekkert óvænt
í Hafnarfirði
Veturinn ætlar að verða þeim
Reynismönnum úr Sandgerði erfið-
ur. Liðið hefur ekki unnið leik í
úrvalsdeildinni í Körfuknattleik og í
gærkvöldi varð enginn breyting á því
Haukar unnu Reynismenn stórt 113-
75 (49-31) og áttu Suðurnesjamenn
aldrei möguleika gegn sterku
Haukaliði. Bestir í liðunum yoru
Bandaríkjamennirnir tveir, þeir
Jonathan Bow Haukum og David
Grissey Reyni. -PS
Kirby á Skagann
Enski þjálfarinn George Kirby
hefur verið ráðinn sem þjálfari 1.
deildarliðs ÍA í knattspyrnu fyrir
næsta keppnistimabil.
Kirby þjálfaði Skagamenn í 5 ár,
en hann kom fyrst til Akranes 1974.
Síðast þjálfaði hann á Skipaskaga
1982. Undir stjórn George Kirby
unnu Skagamenn hvern íslands-
meistaratitilinn á fætur öðrum, en
Kirby er sigursælasti erlendi þjálfar-
inn sem hér hefur starfað. Kirby
'kemur til landsins 1. mars til þess að
búa Skagamenn undir 1. deildar-
keppnina, en á nýloknu keppnis-
tímabili höfnuðu Skagamenn í 6.
sæti í 1. deild, sem er lakasti árangur
iiðsins í 22 ár.
Þá hefur Ragna Lóa Stefánsdóttir
verið ráðin þjálfari 1. deildarliðs ÍA
í kvennaknattspyrnu fyrir næsta
keppnistímabil. Ragna hefur mikla
reynslu að baki sem leikmaður og
ekki er síður búist við miklu af
störfum henni næsta sumar en Kirby.
BL
George Kirby með Íslandsbikarinn í
knattspyrnu en hann var oft geymd-
ur í herbúðum ÍA meðan Kirby réði
þar ríkjum á árum áður. Síðastliðin
3 ár hefur George Kirby starfað í
Saudi-Arabíu.
Timamynd Pjelur
1x2 1x2 1x2 1x2 1x2
Get-raunir!!!
Tólfurnar í síðustu leik-
viku getrauna, þeirri 41. í
röðinni, voru þrjár talsins.
Vinningshafarnir fá í sinn
hlut á bilinu 164-171 þúsund
kr. en þeir höfðu mismargar
raðir með 11 réttum með
tólfunum.
Alls voru 53 sem fengu 11
rétta og hver þeirra fær í
sinn hlut 3.489 kr.
Einn þeirra sem hafði 12
rétta var hópurinn GAPÓ.
Með þessum góða árangri
skaust hópurinn úr 87. sæti
haustleiksins í það 52. í 1.
-2. sæti í haustleiknum eru
SÍLENOS og SOS, með 62
stig. í 3. -4. sæti koma
FALKAR og TVB16 með
60 stig. í 5.-8. sæti með 59
stig eru SVENSON,
HAPPAKEÐJA, DAG-
SKOKK og HULDA. Síð-
an kom í 9.-12. sæti hóparn-
ir SÓJ, EMMESS,
MAGIC-TIP og
MARGRÉT. Aðrir hópar
hafa færri stig.
Frammistaða fjölmiðl-
anna var nokkuð jöfn í
síðustu viku, allir miðlar
voru með 5-7 rétta. Best
stóðu DV, Dagur, Bylgjan
og Alþýðublaðið sig. en
staðan í fjölmiðlaleiknum
er nú þessi:
Bylgjan 40
Alþýðublaðið 40
Stöð 2 36
Dagur 35
DV 34
RÚV 34
Morgunblaðið 33
Hljóðbylgjan 33
Þjóðviljinn 29
Stjaman 28
Tíminn 24
Fram var söluhæsta félag-
ið í síðustu viku með 12.009
raðir. Næst kom Fylkir með
10.689 raðir og KR-ingar
voru í þriðja sætinu með
9.922 raðir. Á topp 10 list-
anum voru sömu 10 félög og
undanfarnar vikur.
Framvegis ætla íslenskar
getraunir að senda frá sér
töflu með hlutfalli merkja á
hverjum leik á getrauna-
seðlinum. Taflan er unnin
upp úr þeim spám sem skil-
að er til getrauna á diskling-
um, eða þeirra sem nefndir
eru PC-tipparar. Þeir eru
stundum einnig nefndir
sérfræðingarnir í tippara-
stéttinni. Þessi tafla mun
framvegis verða birt í laug-
ardagsblaði Tímans í sér-
stökum auka pistli, þar sem
nýjustu upplýsingar um
leikina verða einnig birt.
Ef hlutfallstaflan frá því í
síðustu viku er borin saman
við úrslit leikjanna, kemur
fram að 6 tilvikum gengu
líklegust úrslitin eftir. í 5
tilvikum urðu úrslit hins
vegar þveröfug miðað við
líkurnar, allt niður í 10%. í
einu tilviki urðu úrslit eins
og næst mestar, eða næst
minnstar líkur voru á, en
það var jafnteflisleikurinn
eini, hlutfallstaflan sagði að
31 % líkur væru á jafntefli í
leiknum.
En lítum á leiki helgar-
innar, munið að sölukerfið
lokar kl. 13.55.
Coventry-
Manchester United: 2
Þrátt fyrir velgengni Coven-
try nær United að sigra og
hífa sig örlítið upp töfluna.
Crystal Palace-
Millwall: 2
Fyrsti útisigur Millwall á
Palace í háa herrans tfð
lítur dagsins ljós.
Derby-Cheísea: 2
Þriðji útisigurinn í röð og
lið Chelsea nær að halda sér
í efstu sætum deildarinnar.
Everton-Arsenal: x
Jafntefli á Goodison Park í
þessum leik ætti ekki að
koma á óvart, þar sem tvö
góð lið berjast harðri bar-
áttu.
Luton-Norwich: 2
Enn og aftur útisigur. Þrátt
fyrir sterkan heimavöll nær
Luton ekki að halda í stigin
3 að þessu sinni og gestirnir
fagna sigri.
QPR-Charlton: 1
Loksins heimasigur þegar
riddararnir krækja sér í 3
stig.
Southampton-
Liverpool: 2
Enn einn útisigur. Bikar-
meisturum Liverpool ætti
ekki að verða skotaskuld úr
því að leggja dýrlingana að
velli.
Tottenham-
Sheffield Wed.: 1
Eftir sætan sigur á meistur-
um Arsenal í fyrrakvöld
fylgja leikmenn Tottenham
sigrinum eftir með þvf að
skella Sheffield Wed. á
White Hart Line.
Wimbledon-
Nottingham Forest: x
Forest nær aðeins jafntefli í
þessum leik gegn hinum
harðskeyttu leikmönnum
Wimbledon.
Brighton-Newcastle: 1
Heimasigur í Brighton, þar
sem fallliðið úr 1. deild frá
því í vor bíður lægri hlut.
Leeds-Wolves: x
Úlfamir ná óvænt að tryggja
sér jafntefli gegn liði Leeds,
sem loks virðist ætla að
blanda sér í toppbaráttu 2.
deildar.
Port Vale-West Ham: 2
Útisigur ætti að vera nokk-
uð tryggur í þessum leik,
þar sem fyrrum 1. deildarlið
mætir fyrrum 3. deildarliði.
LEIKIR 21. 0KT. '89 J m z > a Z z s •p Z z 3 1 2 ! DAGUR i CC I X Œ 5 -> s m c, 3 z 5 £ e a 3 m í 'S i z 1 £ | 3 X . SAMTALS
1 X 2
Coventry - Man. Uld. X 2 2 i X 1 2 2 2 X 1 3 3 5
C. Palace - Millwall 2 X 2 2 X X 1 1 1 1 2 4 3 4
Derby - Chelsea 1 1 2 1 2 1 1 X X 1 2 6 2 3
Everton- Atsenal 1 1 X X X 1 2 2 X X 1 4 5 2
Luton - Norwlch 1 2 2 2 2 X 2 X 2 1 X 2 3 6
Q.P.R. - Charlton 1 1 1 X 1 1 1 t 1 1 1 10 1 0
Southampton - Liverpool 2 2 2 2 2 X 2 2 2 2 2 0 1 10
Tottenham-Shefl. Wed. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X 10 1 0
Wimbledon - Nott. For, 1 2 X 2 X X X 2 X 2 2 5 4
Brighton - Newcastle 1 X 1 X 1 X 1 2 X 1 1 6 4 1
Leedí-Wolves 1 1 X 1 1 1 X 1 1 1 9 2 0
Port Vale - West Ham 2 2 2 X 2 X 2 1 X 2 X 1 4 6
x2 1x2 1x2 1x2 1x2
Úrvalsdeildin í Körfuknattleik:
KR-sigur á Nesinu
KR-ingar unnu góðan sigur á
ÍR-ingum 72-62 í íþróttahúsinu á
Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir að
staðan í hálfleik hafði verið 35-33
KR- ingum í vil.
Leikurinn var jafn og spennandi
og skemmtilegur fyrir þá áhorfendur
er létu sjá sig á Nesinu „litla og lága"
í gærkvöldi. Þegar um fimm mínútur
voru til leiksloka urðu ÍR-ingar að
sækja fast á KR-inga til að ná
boltanum og reyna að knýja fram
sigur, en það nýttu Vesturbæingarnir
vel og náðu skora nokkur stig er
færðu þeim sigurinn.
Stigahæstir KR-inga voru þeir
Birgir Mikhaelsson 20 stig, Anatolí
Kovtoum 16, Matthías Einarssson 9
og Páll Kolbeinsson 9. Stigahæstir
ÍR-inga voru þeir Jóhannes Svein-
björnsson 16 stig, Tommy Lee 14
stig, Karl Guðlaugsson 13 og Björn
Bollasson 10. Afspyrnuslakir dóm-
arar leiksins voru þeir Jón Bender
og Bergur Steingrfmsson. BL/PS
Knattspyrna: