Tíminn - 20.10.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.10.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 20. október 1989 Tíminn 5 Viöbotar uthlutanir fullvirðisrettar Jons Helgasonar fyrrverandi landbunaðarraðherra fullkomlega löglegar samkvæmt aliti lögfræðinga: RÍKISENDURSKOÐUN FER MEÐ RANGT MÁL Samkvæmt álitsgerð um lögfræðileg atriði í skýrslu Ríkis- endurskoðunar um framkvæmd búvörulagana, frá Tryggva Gunnarssyni lögfræðingi og Þorgeiri Örlygssyni lagaprófess- or, kemur fram að álit Ríkisendurskoðunar á reglugerðum er Jón Helgason setti sem landbúnaðarráðherra hefur enga þýðingu að Iögum og getur alls ekki verið grundvöllur þess að ríkissjóður synji fyrir greiðsluskyldu sína samkvæmt ákvæðum þeirra. Umræddar tvær reglugerðir voru settar árið 1987 og giltu um fullvirð- isrétt til framleiðslu sauðfjárafurða verðalagsárin 1987-1989, án þess að gerðar væru á þeim breytingar. Segja lögfræðingarnir tveir að þær fullyrð- ingar Ríkisendurskoðunar að reglu- gerðirnar hafi ekki lagastoð standist ekki. Landbúnaðarráðherra hafi ótvírætt haft formlega heimild til setningar þeirra og þær hafi verið efnislega innan þeirra marka sem búvörulögin setja. Það sé á misskiln- ingi byggt hjá Ríkisendurskoðun að ákvæði reglugerðar nr. 157/1987 um líflambasölu hafi leitt til aukningar á verðábyrgð ríkissjóðs umfrarn ákvæði búvörusamningana. Land- búnaðarráðherra hafi verið heimilt að úthluta allt að 13.500 ærgildis- afurða fullvirðisrétti umfram magn- tölur búvörusamnings, og á þeim tíma sem reglugerðin hafi verið gefin út hafi verið gerðar fullnægj- andi ráðstafanir til þess að afla fjár til þess að mæta skuldbindingum af því tilefni. Orðrétt segir í álitsgerðinni: „Við teljum, að ekki standist sú órök- studda fullyrðing Ríkisendur- skoðunar, að ríkissjóður sé ekki greiðsluskyldur vegna verðábyrgðar á fullvirðisrétti, sem úthlutað hefur verið til framleiðenda á grundvelli reglugerða nr. 157/1987 og 443/1987. Ríkissjóður er að okkar áliti tví- mælalaust greiðsluskyldur í þeim efnum, þar sem að reglugerðirnar voru settar af þar til bærum fram- kvæmdavaldshafa.“ Þá er bent á að Ríkisendurskoðun mistúlki tilganginn með setningu búvörulaganna hvað framleiðslu- stjórnun varði. Álit ríkisendur- skoðunar sé að megintilgangurinn hafi verið að draga úr framleiðslu búvara í áföngum uns því marki væri náð að framleiðsla fullnægði sem næst neysluþörf innanlands. í álits- gerðinni segir: „Þvert á móti er tilgangur laganna að þessu leyti skýrður svo í lögunum sjálfum og athugasemdum greinargerðar með þeim að aðlaga beri framleiðsluna að tiltækum mörkuðum, þ.e. bæði innlendum og erlendum mörkuðum og því gert ráð fyrir ákveðinni um- framframleiðslu." Loks er tekið fram í skýrslu lög- fræðinganna að ekki sé hægt að fallast á það álit Ríkisendurskoðun- ar að í sjöunda kafla búvörulaganna skorti skýr efnisákvæði um grund- vallaratriði sjálfrar framleiðslu- stjórnunarinnar og að óljóst sé, með hvaða hætti ákvarða eigi fullvirðis- rétt svæðanna og einstakra framleið- enda. Ekki verði talið að löggjafinn hafi við setningu reglna um fram- leiðslustjórnun búvöru framselt vald sitt í víðtækara mæli til fram- kvæmdavaldshafa en við setningu reglna um stjórnun fiskveiða. - ÁG 17. þing Landssambands íslenskra verslunarmanna: Fordæma auknar skattaálögur „17. þing L.Í.V. lýsir ábyrgð á hendur stjórnvöldum vegna þess ör- yggisleysis sem víða er í atvinnumál- um. Stjórnvöld haf brugðist þeirri skyldu sinni að sjá til þess að grund- völlur atvinnufyrirtækja sé treystur. Vandinn verður ekki rakinn til of hárra launa, heldur stjórnleysis og óráðsíu," segir í kjaramálaályktun sem samþykkt var á 17. þingi Lands- sambands íslenskra verslunar- manna, sem fram fór um helgina. í ályktuninni segir ennfremur að leita verið allra leiða til að draga úr verðbólgu og minnka fjármagns- kostnað. Þingið leggst alfarið gegn og fordæmir auknar skattaálögur stjórnvalda á launafólk. f næstu kjarasamningum telur landssambandi að leggja verði höfuð áherslu á þrjá þætti, að laun sem um Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. verði samið, verði verðtryggð að fullu og tryggt verða að lægri laun hækki verulega. Jafnframt að gera þurfi sérstakt átak til að leiðrétta kjör verslunarmanna, þar sem marg- ir þeirra hafi dregist verulega aftur úr, miðað við ýmsa aðra hópa. í síðasta lagi að stjórnvöld taki á verðlagsmálum af fullri alvöru og ljóst sé að verulegar kjarabætur einkum til hinna lægst launuðu geti falist í niðurfærslu verðlags. Á þinginu var kosinn nýr formað- ur, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, í stað Björns Þórhallssonar sem verið hefur formaður LÍV sl. 18 ár, en gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Ingibjörg hefur m.a. setið í stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur í 13 ár og var varaformaður þess félags í þrjú ár. - ABÓ Eyrnakonfekt frá Jazzsveit F.I.H.: Linkola á íslandi Hér á landi er nú staddur á vegum Nord-Jazz finnski hljómsveitarstjór- inn, tónskáldið og píanóleikarinn Jukka Linkola. Hann er hingað kominn til að stjórna og vinna með úrvalsliði íslenskra jazzmanna vik- una 16.-22. október. Úrvalsliðið, eða Jazzsveit F.I.H. er að mestu skipuð kennurum við tónnlistarskóla F.I.H. mun halda tónleika undir stjórn Linkola í nýj- um sal F.I.H. að Rauðagerði 27 laugardaginn 21. október og hefjast tónleikarnir kl. 16. Á dagskrá verða ný verk eftir Jukka Linkola, en hann hefur samið fjölda tónverka jafnt jazz sem klassíska tónlist, og hafa verk hans verið flutt víða um heim. Linkola er nú aðalstjórnandi við borgarleikhúsið í Helsinki. Sveitina sem flytja mun tónelskum áheyrend- um verk Linkola skipa þeir: Björn Thoroddsen, Gunnlaugur Briem, Stefán Stefánsson, Sigurður Flosa- son, Kjartan Valdimarsson, Össur Geirsson, Bjarni Sveinbjörnsson, Sæbjörn Jónsson, Reynir Sigurðsson og Martin van der Falk. Pálmi Jónsson, alþingismaður: Vegna athugasemdar forsætisráðuneytisins I Tímanum í gær birtast athuga- semdir Guðmundar Benediktsson- ar, ráðuneytisstjóra í forsætisráðu- neytinu, við orð mín í umræðum utan dagskrár á Alþingi sl. mánu- dag. Athugasemdir ráðuneytisins lúta að því, að ég hafi talið tvo starfsmenn ráðuneytisins ráðna án heimilda, þ.e.a.s. starfsmann, sem ráðinn var í stað Magnúsar Torfa Ólafssonar og er nú titlaður skrif- stofustjóri, og efnahagsráðgjafa forsætisráðherra. Skemmst er af því að segja að hvergi í ræðu minni kemur það fram sem mín skoðun, að þessir tveir starfsmenn hafi verið ráðnir án heimilda. Athugasemdir ráðu- neytisins eru því byggðar á mis- skilningi, enda vissi ég ekki til að sá mæti maður, Guðmundur Bene- diktsson, hefði verið viðstaddur umræðuna. f hinni tilvitnuðu ræðu sagði ég eftirfarandi: „Á síðustu árum hefur gætt vax- andi tilhneigingar til þess hjá ein- stökum ráðherrum að sniðganga reglugerð um Stjórnarráð íslands og ráða fleiri pólitíska aðstoðar- menn til starfa en reglugerðin heimilar. í 14. gr. reglugerðar við lög um Stjórnarráð íslands segir svo: „Ráðherra er heimilt að kveðja sér til aðstoðar, meðan hann gegnir embætti, mann utan ráðuneytisins sem starfi þar sem deildarstjóri, enda hverfi hann úr starfi jafn- skjótt sem ráðherra." Ég fullyrði að þessi ákvæði reglu- gerðarinnar eru nú sniðgengin af einstökum ráðherrum. Hæstvirstur forsætisráðherra hefur sinn aðstoð- armann, svo sem hann hefur fulla heimild til. Hann hefur einnig nýlega ráðið blaðafulltrúa ríkis- stjórnarinnar í stað Magnúsar Torfa Ólafssonar, sem að vísu ber starfsheitið „skrifstofustjóri" og eru þá tveir skrifstofustjórar í for- sætisráðuneytinu. Þá hefur hann einnig ráðið efnahagsráðgjafa sem álitið hefur verið að væri efnahags- ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, en er nú titlaður efnahagsráðgjafi for- sætisráðherra. Á sama tíma hefur hæstvirtur fjármálaráðherra ekki einungis ráðið sér varaformann Alþýðu- bandalagsins sem aðstoðarráð- herra, heldur hefur hann einnig ráðið sérstakan pólitískan efna- hagsráðgjafa og sérstakan pólitísk- an blaðafulltrúa. Hér er vitaskuld um ótvírætt brot að ræða á því ákvæði reglugerðar við lög um Stjómarráð íslands sem ég vitnaði til áðan og spyrja má, hvort það sé stefna hæstvirtrar ríkisstjómar að hvert ráðuneyti fyrir sig hafi sér- stakan efnahagsráðgjafa og hvert ráðuneyti fyrir sig hafi líka sérstak- an blaðafulltrúa og að þessir starfs- menn komi til viðbótar hinum pólitísku aðstoðarmönnum ráð- herra?“ Ef þetta er lesið í heild sést, að þau orð sem ég lét falla um starfs- menn forsætisráðuneytisins em nauðsynlegur aðdragandi til þess að gefa þeim fullyrðingum mínum aukin þunga, að ákvæði reglugerð- ar við stjórnarráðslögin séu brotin af fjármálaráðherra, þegar hann ræður til sín, auk sérstaks aðstoð- armanns, pólitískan efnahagsráð- gjafa og pólitískan blaðafulltrúa. Ég tel þetta svo skýrt orðað að ekki þurfi að misskilja og undrast það að sjá athugasemdir í Iöngu máli við það, sem á einum stað er kallað „hugleiðingar Pálma Jónssonar" og ekki er fótur fyrir. Á hinn bóginn segi ég í ræðu minni, um starfsmann sem ráðinn var í stað Magnúsar Torfa Ólafs- sonar, að hann hafi „starfsheitið skrifstofustjóri og eru þá tveir skrifstofustjórar í forsætisráðu- neytinu“. Ég hafði ekki fleiri orð um. Ég tel þetta hins vegar vafa- samt og kemur ekkert því máli við hvort skrifstofustjórinn heitir Gísli Árnason eða Helga Jónsdóttir ellegar hvort hann skuli ver lög- lærður eða ekki. Það skiptir heldur ekki máli þótt Ragnhildur Helga- dóttir hafi „brotið ísinn“, en benda má á þann mismun þessara tveggja ráðuneyta, að samkvæmt starfs- mannaskrá eru heimilaðar stöður á aðalskrifstofu forsætisráðuneytis- ins 11 og alls á vegum ráðuneytisins 32, en á aðalskrifstofu mennta- málaráðuneytisins 45 og alls á veg- um þess ráðuneytis 5033. Að lokum vil ég fagna þeirri viðurkenningu forsætisráðuneytis- ins sem felst í því, að engin athuga- semd er gerð við þann kafla ræðu minnar, sem fjallaði um ráðningu á þeim deildarstjóra ráðuneytisins, sem starfar utan veggja þess sem aðstoðarmaður Stefáns Valgeirs- sonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.