Tíminn - 20.10.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.10.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 20. október 1989 ÚTLÖND llll'illllllll llliiilílillllllilll! II II FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA — Innanríkisráö- herra Sovétríkjanna réöst aö róttæklingnum Boris Jeltsin og sagöi hann lygara sem hafi komist áfram í stjórnmálum meö því aö segjast vera fórnar- lamb pólitískra ofsókna, sem sé fjarri lagi. SAN FRANCISCO - Nokkrir snarpir jarðskjálftar urðu í Kaliforníu en ekki uröu nein meiösl á fólki. Eru skjálft- arnir eölileg eftirköst skjálftans mikla sem varð á þriðjudaginn og kostuöu nær 300 manns lífið. Byggingasérfræöingar telja aö sú staðreynd aö skýja- kljúfar San Franciscoborgar hefðu ekki skemmst þó þeir sveifluðust fram og til baka í jarðskjálftanum sýni fram á aö þeir muni standast „skjálftann mikla". JERÚSALEM — Einn helsti aöstoöarmaður Yitzhak Shamirs forsaetisráðherra ís- rael sagöi aö ísraelar myndu verða á öndveröu meiði viö Bandaríkjastjórn í málefnum Miðausturlanda allt þar til Bandaríkjamenn skyldu það að ísraelar myndu aldrei nokk- urn tíma láta undan þrýstingi og ræöa viö PLO. DAMASKUS - Saud al Faisal utanríkisráöherra Saudi Arabíu hitti Hafez al-Assad forseta Sýrlands aö máli til þess að reyna aö fá Sýrlend- inga til aö lina á afstööu sinni i Líbanon. Viöræöur múslíma og kristinna manna í Líbanon eru í sjálfheldu vegna mein- ingamunar um þaö hvenær og hvernig sýrlenskar hersveitir eigi aö yfirgefa Líbanon. NÝJA DELHI — Fáirstjórn- málasérfræðingar á Indlandi þora að veöja á Rajiv Gandhi forsætisráðherra í þingkosn- ingunum sem fram fara í næsta mánuði. Segja þeireinu von Gandhis aö stjórnarand- staðan klofni illilega eftir kosn- ingarnar og að Gandhi haldi þannig völdum. MOSKVA — Hinn íhalds- sami ritstjóri Prövdu, málgagns sovéska kommúnistaflokksins hefur verið rekinn. Skrif Prövdu hafa aö undanförnu æ meir sveigst frá stefnu Gorbatsjofs í átt til gömlu harðlínumann- anna. Hinn nýi leiðtogi Austur-Þýskalands segist vilja umbætur, en áframhaldandi sósíalisma: kirkjunnar menn Egon Krenz hinn nýi leiðtogi Austur-Þýskalands hefur látið hendur standa fram úr ermum eftir að hann tók við embætti af öldungnum Eric Honecker í fyrradag. Eftir að hann hafði hreinsað til í stjórnarnefnd kommúnistaflokksins með því að reka Gunter Mittag yfirmann efnahagsmála og Joachim Herrmann hugmyndafræðing kommúnistaflokksins úr stjórn- málaráðinu, þá hélt Krenz þrumandi ræðu í austurþýska sjónvarpinu. Þar sagði hann að austurþýsk stjórnvöld hefðu brugðist illilega hlutverki sínu að undanförnu með því að bregðast silalega við þeirri megnu óánægju sem ríkir í land- inu. Lofaði Krenz skjótum úr- bætum. í gær hclt Krcnz af stað út í þjóðfélagið í umbótakrossferð sinni og ræddi óvænt við lciðtoga kirkj- unnar um hugsanlegar breytingar. Kirkjan hefur einmitt tekið virkan þátt í þcirri mótmælaöldu sem að undanförnu hcfur riðiö yfir Austur- Þýskaland og stutt kröfur um um- bætur. Ræddi Krcnz við Werner Leich æðsta biskup austurþýsku kirkjunnar og aðra háttsetta mcnn innan krikjunnar. Þeirra á meðal var Manfrcd Stolpe scm haldiö hefur uppi harkalegri gagnrýni á austur- þýska stjórnkerfið. Áður cn Krenz hélt á fund við hina geistlcgu menn hafði hann rætt við óbreytta verkamcnn í verkfæra- Sá gamli og sá nýi. Egon Krenz núverandi leiðtogi Austur-Þýskalands ásamt Eric Honecker sem lét af störfum eftir tuttugu ára styrka stjórn. verksmiðju í Austur-Berlín. Krenz ræddi í fyrstu við almenna verka- menn í verksmiðjusölunum og síðar við kjörnar trúnaðarfulltrúa þeirra í kaffistofu verkamannanna. Þó Krenz hafi heitið umbótum í austur-þýskalandi þá taka stjórnar- andstæðingar orðum hans varlega, enda var Krenz krónprins Honeck- ersogþekkturharðlínumaður. Enda sagði Krenz í ræðu sinni að ekki væri á dagskrá að breyta þjóðfélaginu á þann hátt að forræði kommúnista- flokksins yrði skert né nokkuð rask- að við sósíalismanum. hafa stjórnar- andstæðingar bent á að Krenz hafi stutt kínversk stjórnvöld þegar þau kæfðu lýðræðishreyfingu stúdenta í blóði á Torgi hins himneska friðar í vor. Hins vegar voru sumir stjórnar- andstæðingar ekki eins harðir og vildu gefa Krenz tækifæri. -Krenz verður að dæma á annan veg nú. Það er munur á því að vera einungis meðlimur stjórnmálaráðs- ins eða leiðtogi flokksins, sagði séra Rainer Eppelmann sem löngum hef- ur barist fyrir mannréttindum í Aust- ur-Þýskalani. Krenz ræðir við BelgískarF-16 þotur farast Flugslys í Kákasus Tvær belgískar F-16 orrustuþotur fórust í fjalllendi í austurhluta Tyrk- lands í gær. Flugmenn þotnanna fórust. Þoturnar voru á leið til Belgíu eftir að hafa tekið þátt í heræfingum NATO í Tyrklandi. Veður var slæmt á þessum slóðum, hvassviðri og rigning. Ekki er vitað hvað olli slysinu en rannsókn er í fullum gangi. Tvær aðrar belg- ískar F-16 þotur voru í förinni og lentu þær heilar og höldnu á Balikes- Jarðskjálftar í Norður-Kína Allharðir jarðskjálftar skuku norðurhluta Kína í fyrrinótt og er vitað um átján manns er fórust. Fjöldi manna slasaðist. Talið er að sexþúsund heimili hafi eyðilagst, en stærsti skjálftinn mældist 6,1 á Richter. Jarðskjálftarnir sem voru sex að tölu ollu mestu tjóni í Shanxi héraði sem er 250 km vestur af Peking. Þorp í dreifbýlinu urðu verst úti en þó varð tjón í stærri borgum, jafnvel í úthverfum Peking, þó jarðskjálft- inn hafi ekki verið harður þar. ir herflugvellinum þar sem þoturnar áttu að taka eldsneyti. Þoturnar tvær fundust 32 km suð- ur af Balikesir herflugvellinum sem er 500 km vestur af Ankara. Formaður norsku Nóbelsverð- launanefndarinnar sem veitti Dalai Lama friðarverðlaun Nóbels segir að viðbrögð kínverskra stjórn- valda, sem hóta vinslitum við Norðmenn fái Dalai Lama að koma til Osló, séu á anda Hitlers. Hitler beitti Norðmenn hótunum og bannaði Þjóðverjum að taka við Nóbelsverðlaunum eftir að blaða- maðurinn Carl von Ossietzky hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1935, þá í þrælkunarbúðum nasista þar sem hann lést úr harðræði árið 1938. Þess má geta að hundrað ár eru nú liðin frá fæðingu Ossietskys. Kínverjar hafa formlega mót- mælt við norsk stjórnvöld að Dalai Lama hafi hlotið friðarverðlaun Nóbels og sagt útnefninguna sam- Fimmtíu og sjö menn fórust í flugslysi í Sovétríkjunum í gær þegar herflutningavél hrapaði í Kákasus- fjallgarðinum. Vélin á leið með fallhlífahermenn til óróasvæðanna í Azerbaijan er hún fórst, en þar áttu þeir að halda uppi lögum og reglu og koma í veg fyrir átök milli Azera og Armena. Það var sovéska fréttastofan Tass sem skýrði frá þessu en ekki var minnst á hvar nákvæmlega vélin fórst. f frétt Tass var sagt að varn- særi Vesturlanda til að kljúfa ein- ingu Kínverja. Þá hafa kínversk stjórnvöld hótað því að slíta öllum efnahagstcngslum við norsk fyrir- tæki fái Dalai Lama að koma til Osló að taka við verðlaununum. Kjell Magne Bondevik utanrík- isráðherra Noregs skýrði frá því í gær að ekki kæmi til greina að breyta tilhögun hátíðarhaldanna er friðarverðlaun Nóbels yrðu aflient. Sagði hann á hreinu að fulltrúar ríkisstjórnarinnar yrðu viðstaddir athöfnina hvað sem hót- unum Kínverja liði. Ólafur Noregskonungur, for- sætisráðherra Noregs og fleiri ráð- herrar eru að jafnaði viðstaddir athöfnina. armálaráðuneytið væri að rannsaka orsakir slyssins og hefði sent ættingj- um hermannanna samúðarskeytti. Þúsundir hermanna voru sendir til Azerbaijan og Armeníu á síðasta ári eftir að bióðug kynþáttaátök brutust út milli Azera og Armena vegna fjallahéraðsins Nagorno-Karabakh. Þar eru Armenar í miklum meiri- hluta og vilja sameinast Armeníu. Opinberar tölur herma að 120 manns hafi fallið í þessum kynþátta- átökum. Bókmennta- verðlaunin til Spánar Spánverjinn Camilo José Cela hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Sænska bókmenntaakademían skýrði frá þessu vali sínu í gær. Camilo José Cela er þekktasti núlifandi rithöfundur Spánverja og hefur hann getið sér gott orð víðs- vegar um heiminn. Hann hefur skrif- að meistaralegar gamansamar bækur með alvarlegum þjóðfélagslegum undirtón. Hafa íslendingar fengið smjörþefinn af snilli Cela því í fyrra kom út fyrsta og líklega ein áhrifa- mesta bók rithöfundarins, „Paskval Dvarte og hyski hans“ í stórkostlegri þýðingu hins vinsæla fréttaritara útvarps, Kristins R. Ólafssonar. Cela sem er 73 ára að aldri er fimmti Spánverjinn sem hlýtur þessi eftirsóknarverðu verðlaun. Kínversk stjórnvöld hóta Norðmönnum vinslitum ef Dalai Lama fær að koma til Osló að taka á móti friðarverðlaunum Nóbels: Viðbrögð í anda Hitlers

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.