Tíminn - 20.10.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.10.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 20. október 1989 Forsætis- ráðherra í Hafnarfirði Steingrímur Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn í fundarsal íþróttahússins viö Strandgötu í Hafnarfirði þriöjudaginn 24. október n.k. kl. 20.30. Frummælandi: Steingrímur Hermannsson forsætis- ráöherra. Allir velkomnir. K.F.R. Umferðarmál Sunnudaginn 22. október n.k. gengst umferöarnefnd Fulltrúaráös framsóknarfélaganna í Reykjavík fyrir ráöstefnu um umferðarmál í Reykjavík, einkum varðandi umferðaröryggi, á Hótel Holiday Inn (Teigarsal). Ráöstefnustjóri veröur Sigrún fyiagnúsdóttir. Dagskrá: 13:00 Finnur Ingólfsson setur ráðstefnuna. 13:05 Skoðunarferð um Reykjavík til glöggvunar á umferðarmann- virkjum. 14:30 Kaffihlé. 15:00 Erindi: Framkvæmdir til að auka umferðaröryggi, Þórarinn Hjaltason, yfirverkfræðingur umferðardeildar borgarverkfræðings. Hugmyndir um aðgerðir til fækkunar á umferðarslysum, Jón Baldur Þorbjörnsson bílaverkfræðingur. 16:00 Umræður. 17:00 Ráðstefnuslit. Allir velkomnir. Fulltrúaráðið. Keflavík - Suðurnes Aðalfundur Bjarkar, félags framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni, verður haldinn mánu- daginn 23. okt. n.k. í Iðnsveinahúsinu, Tjarn- argötu 7, Keflavík, kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og mun hún ræða um stöðu Framsóknarflokksins og sveitarstjórnarkosn- ' ingarnar. Önnur mál. Kaffiveitingar og allir velkomnir. Stjórnin. Sigrún Magnúsdóttir Framsóknarfélag Snæfells- og Hnappadalssýslu heldur aðalfund að Lýsuhóli, föstudaginn 20. okt. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf, kjörnir fulltrúar á kjördæmisþing. Alþingismennirnir Alexander Stefánsson og Guðni Ágústsson koma á fundinn. Kaffiveitingar, allt framsóknarfólk og stuðningsfólk velkomið. Stjórnin Vestlendingar Kjördæmisþingið verður haldið í Hótel Borgarnesi 3. og 4. nóvember. Haustfagnaður framsóknarmanna á Vesturlandi verður í Hótelinu föstudagskvöldið 4. nóvember. Nánar auglýst siðar. Stjórn kjördæmissambandsins Viðtalstími LFK Guðrún Tryggvadóttir, varaþingmaður fram- sóknarmanna á Austurlandi, verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, miðvikudaginn 25. okt. kl. 10-12. rfi Stjórn LFK Guðrún llllllllllllllll DAGBÓK Sýning Kristins G. Jóhannssonar í FÍM-salnum, Garðastræti 6 Kristinn G. Jóhannsson listmálari opn- ar sýningu í FÍM-salnum, Garðastræti 6, laugard. 21. október kl. 16:00. Á sýningunni eru 22 ný olíumálverk, sem öll fjalla um landslag og náttúru landsins. Þetta er 17. einkasýning Kristins, en hann sýndi síðast að Kjarvalsstöðum fyrir réttu ár, en nú í haust eru 35 ár liðin síðan hann hélt sína fyrstu sýningu á Akureyri. Þá hefur hann tekið þátt í fjölda samsýn- inga hér heima og erlendis. Sýningunni lýkur sunnudaginn 5. nóv- ember. Fræðslufundur Gigtarfélags íslands Gigtarfélag íslands heldur fræðslufund laugardaginn 21. október kl. 14:00 í sal Hjúkrunarfélags íslands að Suðurlandsb- raut 22, inngangur bakvið (lyfta). Eggert Jónsson dr. med. bæklunar- skurðlæknir talar um skurðaðgerðir við liðagigt í öxlum. Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti. Kaffiveitingar. Sfjómin. Neskirkja - Félagsstarf aldraðra Samverustund verður á morgun, kl. 15:00, í safnaðarheimili kirkjunnar. Bingó og upplestur rkvi\iw»j a Mnr Steingrímur Jóhann Haukur Aðalfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu verður haldinn að Hlégarði, sunnudaginn 22. október 1989, kl. 17:00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf og þar með talið kjör fulltrúa á kjördæmis- þing framsóknarmanna á Reykjanesi sem haldið verður í Kópavogi sunnudaginn 5. nóv. n.k. Umræður verða um fyrirhugaða urðun á sorpi að Álfsnesi í Kjalarneshreppi. Ennfremur á dagskrá komandi sveitarstjórnarkosn- ingar. Að aðalfundi loknum verður gert hlé til skrafs og viðræðna til kl. 19:15, en þá hefst kvöldverður. Gestir fundarins verða: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og frú Edda Guðmunds- dóttir. Jóhann Einvarðsson alþingismaður og frú Guðný Gunnarsdóttir. Haukur Níelsson, fv. hreppsnefndarmaður, og frú Anna Steingríms- dóttir. Fólki sem ekki hefur tök á að mæta til aðalfundar er bent á, að það er velkomið með gesti sína í hlé eftir aðalfund og síðan til kvöldverðarins. Vinsamlega hafið samband vegna kvöldverðarins við Gylfa vs. 985-20042, heimas. 666442, og við Helga í vs. 82811, 985-21719, heimas. 666911, hið fyrsta. Stjórnin. Árnesingar Hin árlega þriggja kvölda félagsvist Framsóknarfélags Árnessýslu hefst föstudaginn 20. október að Flúðum, föstudaginn 27. október í Félagslundi og lýkur föstudaginn 10. nóvember á Borg. Aðalvinningur er ferðavinningur með Samvinnuferðum-Landsýn að verðmæti kr. 70 þúsund, auk þess vegleg kvöldverðlaun. Allir velkomnir. Stjórnin. Aðalfundur Framsóknarfélags Garðabæjar Boðað er til aðalfundar í Framsóknarfélagi Garðabæjar mánudaginn 23. október n.k. kl. 20.30 að Goðatúni 2. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Mætum öll! Stjórnin. Aðalfundur Framsóknarfélags Akraness Boðað er til aðalfundar í Framsóknarfélagi Akraness mánudaginn 23. október kl. 20.30 að Sunnubraut 21. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Mætum öll. Stjórnin. Konur Árnessýslu Aðalfundur Félags framsóknarkvenna í Árnessýslu verður haldinn á Eyrarvegi 15, Selfossi, mánudagskvöldið 23. október kl. 21.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Mætum hressar í upphafi vetrarstarfs. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Aðalfundur Framsóknarfélags Árnessýslu verður haldinn miðvikudaginn 25. október kl. 21.00 að Eyrarvegi 15, Selfossi. Dagskrá: Samkvæmt félagslögum. Stjórnin. Ráðstefna Vísindafélags íslendinga: íslenskar jarðfræðirannsóknir Vísindafélag fslendinga gengst fyrir ráðstefnu um íslenskar jarðfræðirann- sóknir í Norræna húsinu laugardaginn 21. október. Ráðstefnan hefst kl. 09:00 og stendur fram eftir degi. Þar verða flutt 14 erindi, og að þeim loknum yfirlit yfir framlag ráðstefnunnar, en síðan verða frjálsar umræður. Ráðstefnan er öllum opin. Dagskrá: Kl. 09:00 setur Guðmundur Eggertsson rástefnuna. 09:10-09:30 Jón Eiríksson: Árdagar íslenskrar jarðfræði 09:30-09:50 Páll Imsland: Vöxtur jarð- fræðingastéttarinnar og áherslur í rann- sóknum íslenskra jarðfræðinga. 09:50- 10:10 Elsa G. Vilmundardóttir: Framlag leikmanna til jarðfræðilegra rannsókna á íslandi. - Kaffihlé - Kl. 10:30-10:50 Leifur A. Símonarson: Erlendir jarðfræðileiðangrar til íslands á þessari öld. 10:50-11:10 Sveinn P. Jakobs- son: Saga rannsókna á íslensku bergi 1840-1989 11:10-11:30 Leó Kristjánsson: Tengsl íslenskra jarðvísindamanna við útlönd. 11:30-11:50 Ingvar B. Friðleifs- son: Útflutningur á íslenskri jarðfræði- þekkingu. - Matarhlé - 13:30-13:50 Stefán Arnórsson: íslensk- ar rannsóknarstofnanir sem fást við jarð- vísindi. 13:50-14:10 Páll Einarsson: Gögn og gagnasöfnun í jarðfræðirannsóknum á íslandi. 14:10-14:30 Sigurður R. Gísla- son: Vanrækt svið í jarðfræðilegum rann- sóknum á íslandi. 14:30-14:50 Guðmund- ur Sigvaldason: Mat íslenskra stjórnvalda á gildi og gagnsemi þekkingar. -Kaffihlé - 15:10-15:30 Þorleifur Einarsson: Jarð- fræðin í íslenskri náttúruvernd. 15:30- 15:50 Freysteinn Sigurðsson: Jarðfræði- kortlagning á íslandi. 15:50-16:10 Birgir Jónsson: Jarðfræðirannsóknir í sambandi við virkjanir á Islandi. 16:10-16:30 Svein- björn Bjömsson: Framlag ráðstefnunnar saman dregið. Kl. 16:30 verða frjálsar umræður. Fundarstjórar verða: Arný Erla Svein- björnsdóttir og Unnsteinn Stefánsson. Vetrarfagnaður Félags Snæ* fellinga og Hnappdæla í Reykjavík Félag Snæfellinga og Hnappdæla hefur starfað í 50 ár og verður þess minnst með ýmsum hætti á komandi vetri. Vetrarfagnaður verður 1. vetrardag, laugardaginn 21. okt. að Hótel Lind, Rauðarárstíg. Félagsvist hefst stundvís- lega kl. 20.30. Tríó 88 leikur fyrir dansi. Fimmtíu ára afmælishóf félagsins verð- ur í byrjun desember. Nánar tilkynnt síðar. Félagið hefur fest kaup á húsnæði í Dugguvogi 15 og er ætlunin að félags- menn geti átt þaf samastað fyrir starfsemi sína í eigin húsnæði. Árshátíð félagsins verður laugardaginn 10. febr. 1990 í Goðheimum, Sigtúni 3. Stjórn félagins skipa: Bogi Jóh. Bjarna- son form., Kristján Jóhannsson vara- form., Karl Torfason gjaldk. Hjördís Þorsteinsdóttir ritari og Ottó Ragnarsson meðstjórnandi. HAFNARB0RG: Sýning Sigurbjörns Eldons framlengd Myndlistasýning Sigurbjörns Eldons Logasonar í Hafnarborg, Hafnarfirði, hefur verið framlengd fram á sunnudags- kvöld 22. október. Sigurbjörn sýnir 20 vatnslitamyndir. Aðsókn að sýningunni hefur verið góð og margar myndanna selst. Sýningin er opin kl. 14:00-19:00 dag- lega. Sýning um ALNÆMI Myndlista- og handíðaskóli Íslands og Landlæknisembættið stendur fyrir sýn- ingu á niðurstöðum samstarfsverkefnis um ALNÆMl í anddyri Borgarspítalans. Sýningin verður opnuð laugardaginn 21. október kl. 14:00 og stendur til sunnudags 29. október. Frá Félagi eldri borgara Athugið: Danskennslan hefst laugar- daginn 21. október í Nýja dansskólanum í Ármúla. Upplýsingar á skrifstofu félags- ins. Göngu-Hrólfur hittist næsta laugardag kl. 11:00 að Nóatúni 17. KAFFIDAGUR Eskfirðinga og Reyðfirðinga Eskfirðingar og Reyðfirðingar í Reykjavík og nágrenni halda sitt árlega síðdegiskaffi fyrir eldri sveitunga sunnu- daginn 22. október kl. 15:00 í Sóknarsalnum, Skipholti50A. Sýning Sigurborgar Sigurborg Stefánsdóttir opnar sýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu laugardag- inn 7. október kl. 16.00. Sýningin stendur til 23. október. Hún er opin daglega kl. 16.00-20.00, en um helgar kl. 14.00-20.00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.