Tíminn - 27.10.1989, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.10.1989, Blaðsíða 1
Hefur boðað frjálslyndi og framfarir í sjö tugi ára FÖSTUDAGUR 27. Olafur Ragnar les pistil um hagstjórn yfir Sjálfstæðismönnum í fjárlagaræðunni: m ekki á Vesturlöndum Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið fór fram á Alþingi í gær. í fjárlagaræðu sinni undirstrikaði Ólafur Ragnar Grímsson að frumvarpið markaði upphaf nýs tímabils í hagstjórn og að frumvarpið sjálft væri hornsteinn efnahagsstjórnarinnar á komandi ári. Fjármálaráðherra gerði stjórn sjálf- stæðismanna á ríkisfjármálum einnig að umtals- efni og sagði að þrátt fyrir fagurgala þeirra um vestrænar hagstjórnaraðferðir, sýndu verk þeirra á umliðnum árum í ríkisfjármálum þó allt aðra mynd. Sú mynd væri af séríslenskri groddahag- stjórn stórra gengisfellinga og kollsteypna, sem ekkert ætti skylt við hefðbundnar vestrænar hagstjórnaraðferðir. Talsmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjárlagafrumvarpið harðlega og sagði t.d. Pálmi Jónsson talsmaður sjálfstæðismanna það ótraust og götótt ríkisútþenslufrumvarp sem sýndi uppgjöf stjórnarinnar við að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. • Blaðsíða 5 og Opnan Steingrímur Hermannsson sendi Margréti Thatcher skeyti í gær: Mótmælum Dounrea _ ■ __f_11__ _ JJ _- B f « Steingrímur Hermannsson Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra, mótmælti áformum breskra stjórn- valda um að byggja kjarnorkuendur- vinnslustöð við Dounreay í Skotlandi í skeyti til Margrétar Thatcher forsætis- ráðherra Bretlands. Það er til marks um hversu alvarlegum augum íslensk stjórnvöld líta málið að mótmæli Stein- gríms eru send beint og milliliðalaust, en jafnframt kallaði Jón Sigurðsson sendi- herra Breta á sinn fundi í gær og mót- mælti áformunum. • Blaðsíða 2 og Baksíða Margrét Thatcher

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.