Tíminn - 27.10.1989, Qupperneq 14

Tíminn - 27.10.1989, Qupperneq 14
14 Tíminn Föstudagur 27. október 1989 ÚTLÖND FRETTAYFIRLIT DRESDEN - Leiötogar kommúnista í Austur-Berlín og Dresden hitti leiðtoga stjórnar- andstöðunnar að máli og eru það fyrstu viðræður sem þessir aðilar halda um leiðir til að binda enda á þá pólitísku ólgu sem ríkir í landinu. Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýska- lands ræddi í síma við Egon Krenz hinn nýja leiðtoga Aust- ur-Þýskalands. Er það í fyrsta sinn sem þeir félagarnir ræðast við. JABAYLA — israelskir her- menn og lögregla skaut tvo Palestínumenn til bana á her- numdu svæðunum í Gaza og á Vesturbakkanum. Þá hafa 700 Palestínumenn fallið í uppreisn þeirra gegn hernámi Israela, en uppreisnin hófst fyrir 22 mánuðum. Yitzhak Shamir forsætisráð- herra ísrael hyggst halda til Washington eftir mánaðarmót- in og hitta George Bush forseta Bandaríkjanna um friðaráætl- anir í miðausturlöndum. JERÚSALEM - ísraelar vísuðu á bug ásökunum bandarískrar sjónvarpsstöðv- ar um að Suður-Afríkumenn væru að smíða langdrægar kjarnaflaugar með hjálp ísra- ela. MANILA — Fjölskylda Ferd- inands Marcos fyrrum forseta Filipseyja ættu að játa glæpi sína áður en henni yrði leyft að koma til Filipseyja að nýju. Lik Marcosar ligaur enn í kæli á Hawai við hlið móður hans, en Marcos fjölskyldan rembist eins og rjupan við staur að fá að grafa Ííkin á Filipseyjum. JÓHANNESARBORG- F.W. de Klerk forseti Suður- Afríku sagði að stjórnvöld þar yrðu að breyta aðskilnaðar- stefnunni til að trygcjja efna- hagslegar framfarir T landinu og binda enda á þá einangrun sem Suður-Afríka hefur orðið að þola á alþjóðavettvangi. HELSINKI - Mikhaíl Gor- batsjof forseti Sovétríkjanna hældi Finnum á hvert reipi fyrir hlutleysisstefnu þeirra og sagði Finna fyrirmyndaþjóð. Námamenn í Síberíu hætta við verkfali Námamenn í heimskauta- bænum Yorkuta í Sovétríkj- unum héldu til vinnu sinnar að nýju í gær eftir rúmlega sólarhrings langt ólöglegt verkfall. Námamennirnir létu undan gífurlegum þrýst- ingi stjórnvalda, fjölmiðla á svæðinu og síðast en ekki síst verkalýðsfélagi járnbrauta- starfsmanna sem hótaði að stöðva allar birgðasendingar til bæjarins héldu náma- mennirnir áfram verkfalli sínu. Með þeirri ákvörðun sinni að hverfa aftur til vinnu létta náma- mennirnir á mikilli spennu sem myndaðist milli þeirra og stjórnvalda sem sáu fram á erfiðar ákvarðanir til að framfylgja verkfallsbanninu sem samþykkt var í Æðsta ráðinu í síðasta mánuði. Reyndar voru yfir- völd byrjuð að undirbúa lögsókn á námamennina er þeir sáu sig um hönd. Verkföll námamannanna í Síberíu komu af stað svipuðum titringi á stærsta kolanámusvæði Sovétríkj- anna í Donbass í Úkraínu. Þar voru verkamenn farnir að hugsa sér til hreyfings. Leiðtogar námaverka- manna þar höfðu hafnað kröfum umbjóðenda sinna um tafarlaust verkfall, en þess í stað fóru þeir fram á allsherjaratkvæðagreiðslu félaga í verkalýðsfélögunum um það hvort halda skyldi í verkfall eður ei. Verkfallsbann það sem Æðsta ráðið samþykkti í síðasta mánuði var einmitt sett til að koma í veg fyrir að kolauppgröftur í Sovétríkjunum stöðvaðist líkt og hann gerði síðast- liðið sumar í allsherjarverkfalli kola- námumanna. Það verkfall skaðaði illa statt þjóðarbú Sovétríkjanna gífurlega. Kolanámumenn í Vorkuta í Síberíu ákváðu að hefja vinnu að nýju eftir sólarhrings verkfall. Frækinn pólskur fjallgöngu maður hrapar til bana Einn frægasti fjallaklifurmaður heims, Pólverjinn Jerzy Kukuczka, fórst í fjallgöngu á Lhotse fjall í Nepal í vikunni þegar vaður hans slitnaði. Kukucza sem klifið hefur öll helstu erfiðu fjöll heims var ásamt félaga sínum Ryszard Pawl- owski eð reyna viði suðurhlíð Lhotse fjalls, en hún hefur aldrei verið klifin, enda erfið mjög. Kukucza, sem var 41 árs rafvirki hrapaði 140 metra niður þverhnípta hlíðina ásamt félaga sínum Pawlow- ski, sem er 39 ára. Pawlowski lifði fallið af og komst við illan leik til búða sinna neðar í hlíðunum þar sem aðrir pólskir fjallgöngumenn biðu þeirra félaga. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl hans eru. Kukucza og Pawlowski átti aðeins eftir síðasta áfangann upp á hið 8516 metra háa Lhotse-fjall þegar slysið varð. Hyggjast pólsku fjallgöngu- mennirnir sem voru með í förinni að freista þess að finna lík hins frækna Pólverja. Kukucza var einn af fáum fjall- göngumönnum heims sem klifið hafði öll fjórtán fjöll heims sem eru yfir 8000 metrar á hæð. Búlgaría: Lögreglan lemur umhverf- isverndarsinna í Sofíu Eitthvað virðast Búlgarar ætla að hiksta á „Nýrri leið hvað varðar lýðræðisleg réttindi" almcnnings í Búlgaríu eins og sendiherra Búlgaríu á Islandi orðaði það í samtalið við Tímann um síðustu helgi. Þá hafði Tíminn samband við scndiherrann vegna funda stjórnarandstæðinga sem lögreglan hafði látið óáreitta og spurt hvort um varanlega stefnubreytingu værí að ræða. f gær kom í ljós að lögreglan, sem hingað til hefur barið alla andstöðu gegn stjórnvöldum niður af mikilli hörku, hefur ekki náð að tileinka sér „hinni nýju leið“. Nokkrir óeinkenn- isklæddir lögreglumenn gripu níu meðlimi óopinberra umhverfissam- taka í Búlgaríu á götu í Sofíu í gær, drógu þá inn í langferðabíl þar sem tjöld voru dregin fyrir glugga og lömdu þá hressilega. Á meðal þeirra er fengu að finna fyrir lögreglu- mönnunum voru þeir Alexander Karakachanov ritari Eco-Glasnost umhverfisverndarsamtakanna, Dey- an Kiuranov og Krassimir Kanev sem eru einnig í forystu þessara samtaka. Nokkrum klukkustundum síðar var Petar Slabokov leiðtogi Eco- Glasnost og nokkrir félagar hans handteknir þar sem þeir voru í skemmtigarði í miðborg Sofíu. Andófsmennirnir höfðu unnið sér það til saka að safna undirskriftum undir áskörun til stjórnvalda um að leyfa opinbera umræðu um mengun frá nokkrum búlgörskum verksmiðj- um. Það voru einmitt Eco-Glasnost umhverfisverndarsamtökin sem héldu opna fundi um síðustu helgi þar sem stefna stjórnvalda var gagnrýnd. Þá voru leiðtogar samtak- anna látnir afskiptalausir og var það túlkað sem svo að búlgörsk stjórn- völd væru að lina tökin. Annað kemur nú upp á daginn. Sofía hefur verið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna alþjóðlegrar umhverfismálaráðstefnu sem þar stendur nú yfir. Tævönsk þota ferst Tævönsk farþegaþota af gerð- inni Boeing 737 fórst í fjöllum Taiwan í gær og er talið að þeir 56 menn sem innanborðs voru hafi allir farist. Eldtungur sáust í hlíðum fjallsins sem þotan rakst utan í. Hermenn og björgunar- sveitir héldu strax á staðin, en þegar þetta var ritað höfðu nánari fréttir ekki borist. Talsmaður flugfélagsins China Airlines sem átti þotuna sagði fréttamönnum að þotan sem var í innanlandsflugi hafi farist skömmu eftir flugtak. Af ein- hverjum sökum flaug þotan ekki rétta leið, en hún hefði átt að halda út yfir hafið í norðri, en þess í stað flaug hún í vesturátt þar sem hún rakst utan í fjallgarð- irin. Aðför gegn Bhutto á þingi Pakistana Benazir Bhutto forsætisráðherra Pakistan glímir nú við harðari and- stöðu en nokkru sinni í stjórnartíð sinni þar sem stjórnarandstaðan virðist vera að ná saman í aðför gegn henni og minnihlutastjórn hennar. Nú hefur verið lögð fram vantrausts- tillaga á Bhutto í neðri deild pakist- anska þingsins. Þar þarf stjórnar- andstaðan að skrapa saman 119 atkvæðum til að felia stjórn Bhutto. Flokkur hennar hefur yfir að ráða 114 þingsætum, en stjórnin er talinn hafa 135 þingmenn á bak við sig. Þrátt fyrir að Bhutto standi nú frammi fyrir alvarlegustu ógnun við ríkisstjórnina hingað til, þá er talið að hún standi þessa aðför af sér. Þó að stjómarandstaðan hafi nú að mestu leyti náð saman í andstöðunni gegn Bhutto, þá er talið að hún muni ekki ná stuðningi nægilega margra þingmanna til að fella stjórnina. Benazir Bhutto sem er fyrsta kon- an sem gegnir embætti forsætisráð- herra í ríki múslíma komst til valda í desembermánuði síðastliðnum eft- ir glæsilegan kosningasigur í þing- kosningum sem haldnar voru eftir að Mohammad Zia-ul-Hag hers- höfðingi fórst í flugslysi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.