Tíminn - 27.10.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 27. október 1989
Tíminn 3
Stjórn íslandslax hf. leitar leiða út úr ógöngunum:
Dauðadæmt nema að
framleiðsla aukist
Stjórn íslandslax hf. hefur kynnt kröfuhöfum hugmyndir
sínar um hvernig leiða megi fyrirtækið út úr þeim ógöngum
sem það er í. Miða þær að því að auka framleiðslu
fyrirtækisins og að lánadrottnar taki þátt í þeirri tilraun með
ákveðnum tilslökunum.
íslensk fyrirtæki eiga 51% í fyrir-
tækinu og styðja þeir hugmyndir
stjórnarinnar að fullu en norskir
aðilar sem eiga 49% gera það hins-
vegar ekki. Hluthafahóparnir tveir
hafa því ekki náð samkomulagi um
sameiginlega tillögu til að leggja
fyrir lánadrottna. Hafa farið fram
viðræður milli fulltrúa eigenda um
hugsanlega yfirtöku annars hluthafa-
hópsins á öllum hlutabréfum í fyrir-
tækinu. Þær umleitanir hafa ekki
borið árangur.
Skuldar milljarð
Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri
námu skuldir íslandslax hf. tæpum
milljarði króna í lok júnímánaðar
síðastliðinn. Stjórn fyrirtækisins
óskaði á þeim tíma eftir greiðslu-
stöðvun og var hún veitt í þrjá
mánuði frá 8. júní að telja. Hinn 8.
september var heimildin framlengd
til 8. nóvember næstkomandi. Á
þessum tíma hefur tekist að halda
daglegum rekstri gangandi með eigin
tekjum.
Rekstur fyrirtækisins gekk illa á
síðastliðnu ári vegna hruns á seiða-
markaðnum og urðu heildartekjur
91 milljón króna. Á þessu ári hafa
engin áföll verið í framleiðslunni og
nemur heildarsala afurða fyrstu átta
mánuði ársins um 81 milljón króna.
Framleiðslan stefnir í 458 tonna
ársframleiðslu sem er um 100%
framleiðsluaukning miili ára. Þrátt
fyrir þetta er í rekstaráætlun gert ráð
fyrir að reksturinn geri ekki betur en
að standa undir rekstarkostnaði fyrir
fjármagnskostnað og afskriftir. Að
mati stjórnar fyrirtækisins þarf enn
frekari framieiðsluaukningu eigi
fyrirtækið að eiga rekstarmöguleika
í framtíðinni.
Eru stjómendurnir sannfærðir um
að með endurbótum á matfiskeldis-
stöð megi auka nýtinguna verulega.
Felast endurbæturnar í kaupum á
súrefnistækjum, viðbótar vatnsdæl-
um og sjálfvirkum fóðurbúnaði. Er
áætlað að þessar fjárfestingar muni
nema um 40 milljónum króna. Með
þessum ráðstöfunum er ráðgert að
auka framleiðsluna í 720 tonn á
næsta ári og í 880 tonn á árinu 1992.
Varðandi þetta segir í greinargerð
sem stjórnin hefur sent fjölmiðlum:
„Rekstaráætlanir sýna að reksturinn
er dauðadæmdur miðað við núver-
andi skuldastöðu félagsins takist
ekki að auka framleiðsluna eins og
ofan greinir.“
Tilraunin hagur
lánadrottna
Að auki hefur stjórnin iagt tillögu
fyrir hluthafana þar sem meðal ann-
ars er gert ráð fyrir að þeir taki að
sér 350 milljóna króna lán sem
Ársfundur Hafnarsambands sveitarfélaga:
Þróun og staða
hafna aðalefnið
Þróun og staða hafna á íslandi í
byrjun nýrrar aldar er eitt aðalum-
ræðuefnið á tuttugasta ársfundi
Hafnarsambands sveitarfélaga sem
hófst á Hótel Sögu í gær.
Til umræðu á ársfundinum verða
einnig reglur um vigtun sjávarafla,
Hafnaráætlun 1990 til ’92, fram-
kvæmdir í höfnum og langtímaáætl-
un í hafnargerð - hafnaþarfir.
Hafnarsamband sveitarfélaga er
20 ára um þessar mundir og verður
þessara tímamóta minnst á fundin-
um sem lýkur í kvöld. Farið var í
skoðanaferð um Reykjavíkurhöfn í
gær, auk þess sem Hafnamálastofn-
un var heimsótt. í dag verða fulltrúar
á ársfundinum viðstaddir uppboð á
Faxamarkaði. - ABÓ
ENGIN HUGMYND
NÝTANLEG DNG
Fyrirtækið DNG á Akureyri efndi
á sl. vetri til hugmyndasamkeppni í
samvinnu við Iðntæknistofnun
íslands. Niðurstaða dómnefndar var
sú að engin hugmynd uppfyllti þau
skilyrði sem sett voru fyrir veitingu
verðiauna og viðurkenninga, en alls
bárust 86 hugmyndir í keppnina.
Markmið samkeppninnar var að
fá fram góðar hugmyndir að framtíð-
ar framleiðsluvörum fyrir fyrirtækið,
sem helst er þekkt fyrir framleiðslu
og sölu á tölvustýrðum handfæra-
vindum, auk þess sem það hefur
haslað sér völl í framleiðslu ýmis-
konar rafeindabúnaðar.
félagið skuldar. Lánadrottnar falli
frá vöxtum fyrir árin 1989 og 1990 og
fresti afborgunum þannig að fyrstu
afborganir verði 1992. Ekki er gert
ráð fyrir niðurfeliingu vaxta af af-
urðalánum. Leitað verði eftir hækk-
un afurðalána hjá viðskiptabanka
félagsins. Einnig verði leitað eftir
lækkun almennra krafna að fjárhæð
120 milljónir króna með 15%
greiðslu sem fjármögnuð verði með
sölu eigna sem félagið getur verið
án. Teiur stjórnin að hag lánadrottna
sé betur borgið með því að taka þátt
í þessari tilraun við að koma fyrir-
tækinu á réttan kjöl heldur en ef
fyrirtækið yrði lýst gjaldþrota.
Sem fyrr segir hafa hluthafahóp-
arnir ekki verið sammála um þessa
tillögu. Fulltrúar norsku hluthaf-
anna töldu nauðsynlegt að lögð yrði
fram tillaga um að lánadrottnar
afskrifuðu meginhluta skulda féiags-
ins strax, en fulltrúar íslensku hlut-
hafanna töldu það hinsvegar óraun-
hæft. Töldu þeir ljóst að viðræðum
við fulltrúa stórra lánadrottna sem
veð höfðu fyrir kröfum sínum, að
um veruleg afskrif af þeim upphæð-
um er ekki að ræða á þessu stigi.
Sem fyrr segir er ekki ljóst hvaða
afleiðingar þessi ágreiningur mun
hafa á eignarhald á fvrirtækinu.
SSH
Breski sendiherrann kallaður á
teppið til íslenskra stjórnvalda:
Dounreay
mótmælt
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra og starfandi utanríkisráð-
herra kallaði í gær sendiherra
Bretlands; Richard R. Best á
sinn fund og lýsti áhyggjum ís-
lenskra stjórnvalda vegna frétta
um þá ákvörðun breskra yfir-
valda að heimila byggingu endur-
vinnslustöðvar fyrir brennsluefni
kjarnaofna í Dounreay.J Skot-
landi.
Ráðherra vísaði til fyrri mót-
mæla íslenskra stjórnvalda frá
20. maí 1988 og ályktunar Al-
þingis frá 8. febrúar 1988 og lýsti
þeirri skoðun að ákvörðun um
byggingu slíkrar stöðvar gengi
þvert á þau umhverfissjónarmið
sem nú eru til umræðu á alþjóð-
legum vettvangi.
Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra mun taka þetta
mál upp við John Major utanrík-
isráðherra Bretlands á fundi
þeirra í London mánudaginn 30.
október. Fréttatiik./sá
Frá sýningunni á Korpúlfsstöðum. Tímaynd: Árni Bjarna
Höggmyndasýning um helgina og tvær næstu helgar:
Myndverk á Korpúlfsstödum
Myndhöggvarafélagið í Reykja-
vík opnar sýningu á verkum um
tuttugu félagsmanna sinna að Korp-
úlfsstöðum á morgun, iaugardag.
Sýningin, sem haldin er í salarkynn-
um myndhöggvara, verður opin
laugardag og sunnudag frá kl 13 til
18. Sýningin verður einnig opin
helgina 4. og 5. nóvember og enn
helgina 11. og 12. nóvember á sama
tíma.
Hluti sýningarinnar er sérstaklega
helgaður minningu Jóns Gunnars
Árnasonar myndhöggvara sem ný-
lega er látinn, en nokkur myndverka
hans eru á sýningunni.
Myndhöggvarafélagið í Reykja-
vík var stofnað sumarið 1972 og árið
eftir fékk það aðstöðu fyrir félags-
menn sína að Korpúlfsstöðum.
Húsnæðið var þá skemmt eftir bruna
en félagsmenn hafa síðan unnið að
því að lagfæra það og hefur borgin
og ýmis fyrirtæki hlaupið þar undir
bagga.
Myndhöggvarar hafa nú að Korp-
úlfsstöðum aðstöðu til járn-, málm-
og trésmíði og keramikgerðar. Þá er
þar aðstaða til að geyma myndverk
og til að halda stærri og smærri
sýningar.
Félagar í myndhöggvarafélaginu í
Reykjavík eru nú 52 talsins og
formaður þess er Örn Þorsteinsson.
Við mat á hugmyndum var lögð
megin áhersla á tæknilega útfærslu,
markaðsmöguleika og aðlögunar-
möguieika hugmyndanna að fyrir-
tækinu. Sem áður sagði uppfyllt
engin hugmynd þau skilyrði er sett
voru, en Iðntæknistofnun íslands
mun hins vegar bjóðast nokkrum
aðilum að koma hugmyndum þeirra
á framfæri við aðra aðila óski þeir
þess.
í fréttatilkynningu segir að ljóst sé
að þrátt fyrir niðurstöðu þessarar
samkeppni, er mikil gróska hér á
landi hvað varðar hugmyndir að
nýjum framleiðsluvörum. - ABÓ
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1983-2. fl. 01.11.89-01.05.90 kr. 418,93
1984-3. fl. 12.11.89-12.05.90 kr. 421,84
‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. 1,
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, október 1989
SEÐLABANKIÍSLANDS
/