Tíminn - 27.10.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.10.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 27. október 1989 Niðurstaða í kærumáli á hendur Víf ilfelli h.f. Verðlagsstofnun hefur farið fram á skýringar Verksmiðj- unnar Vífilfells h.f. vegna kæru frá Sanitas h.f. sem stofnuninni hefur borist um meint brot fyrirtækisins á lögum nr. 56/1978 um verð, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Forráðamenn Vífilfells hafa með bréfum og á fundum í stofnuninni skýrt sjónarmið fyrirtækisins. Þar sem Verðlagsstofnun hefur ástæðu til að treysta því að Vífilfell muni fara eftir fyrirmælum stofnunarinnar um framkvæmd afsláttartilboða fyrirtækisins og sjá til þess, að starfs- menn fyrirtækisins gæti ákvæða lag- anna um samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti sér stofn- unin ekki ástæðu til frekari aðgerða í málinu. Garöabær: Höfundur bókarínnar, Guðjón Ármann Eyjólfsson í miðju. Honum til hægri handar er Eygló Guðmundsdóttir útgefandi og Birgir H. Birgisson sem annast kynningu bókarinnar meðal sjómanna. Tímamynd Pjetur Rekstrarstyrks til heilsuræktar mótmælt Ný bók um siglingar Þrír bæjarfulltrúar í Garðabæ, mótmæltu á bæjarstjórnar- fundi 12. október sl. ákvörðun sjálfstæðismanna í bæjarstjórn um 1,5 milljón króna rekstrarstyrks til Heilsugarðsins hf. Bæjarfulltrúarnir telja óverjandi að veita ofnagreindan styrk til kaupa á tækju til sjúkraþjálfunar, „og munu fá dæmi þess, að skattpeningar íbúa í bæjarfélagi séu meðhöndlaðir með þessum hætti,“ segir í bókun bæjarfulltrúanna. f>á er sérstaklega vakin athygli á því í bókuninni að þrátt fyrir að bæjatsjóður Garðabæj- ar leggi til rekstursins 1,5 milljón króna verður gjaldtaka Heilsugarðs- ins sú sama og annars staðar, þar sem sjúkraþjálfun er rekin án opin- berra styrkja. -ABÓ Bókin Stjórn og sigling skipa, eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóra er komin út hjá ísafold- arprentsmiðju. Útgáfa þessi er verulega aukin og að miklu leiti endursamin frá fyrri útgáfu. Jafn- hliða hefur verið gefin út fylgibók um Alþjóða siglingareglur. Stjórn og sigling skipa er í senn grundvallarkennslubók fyrir sigl- ingafræðinema og handbók fyrir Landsþing Þroskahjálpar: Áhersla á opna umræðu Hinn 15. október sl. var haldið landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar. Á þinginu var lögð áhersla á að opna umræðu um þau málefni fatlaðra sem yfirleitt verða útundan í almennri umfjöllun. Á landsþinginu var rætt um rétt- indagæslu, þar sem kom fram að hvað eftir annað hafi verið brotinn réttur á fötluðum, m.a. af hinu opinbera. Fjallað var um réttinn til lífsins og þær spurningar sem varða erfiðaðar ákvarðanir sem snerta sið- ferðisvitund manna og hvatt var til opnari umræðu en nú þekkist um þetta viðkvæma efni. f>á var einnig til umræðu sjálfsákvörðunarréttur fatlaðra og var þeim alvarlegu brot- um sem nú tíðkast á sjálfsákvörðun- arrétti fatlaðra mótmælt harðlega. Einnig var rætt um húsnæðismál fatlaðra og kom til umræðu að tryggja 30 fermetra lágmarkseinka- rými á sambýlum og þjónustuíbúð- um ásamt því að virða veri rétt hvers og eins til einkalífs við hönnun íbúða. Landsþing Þroskahjálpar eru haldin annað hvert ár og eru helsti vettvangur skoðanaskipta um starf og stefnumið samtakanna, auk þess að vara aðalfundur þeirra og þar með æðstavald. Um 200 manns sóttu þingið að þessu sinni. SSH alla sjófarendur. Hún er kennd við alla stýrimannaskóla og á siglinga- námskeiðum hér á landi og er ráðgert að hún komi einnig út á færeysku og dönsku til kennslu í skólum og á námskeiðum í Dan- mörku, Færeyjum og á Grænlandi. í formála bókarinnar kemur fram að hún sé samræmd breyting- um á siglingarreglum sem tóku gildi 1. júní 1983, en einnig eru teknar upp breytingar á reglum sem voru samþykktar á 15. þingi Alþjóðasiglingamálastofnunarinn- ar haustið 1987, og taka munu gildi 19. nóvember 1989. Höfuðmarkmið bókarinnar er að skýra og auðvelda bæði starf- andi skipstjórnarmönnum og nem- endum stýrimannaskólanna túlkun og skilning siglingarreglnanna, seg- ir höfundur í formála. -ABÓ F.v. Magnús Kristinsson formaður Styrktarfélags vangefinna, Snorri Þor- steinsson fundarstjóri og Krístján Sigurmundsson ritari landsþingsins. Langt gengið í kröfum um ábyrgðarmenn á kreditkortavíxla, sem bráðlega verður bannað með lögum: Banki vitnar í reglur og lög sem ekki eru til getur hvenær sem er og án fyrirvara krafist að greiðslukortasamningur sem hann er f ábyrgð fyrir sé afturkallaður þegar í stað“. Að sögn Bjöms Friðfinnssonar í viðskiptaráðuneytinu er frumvarp- ið enn til umfjöllunar hjá þing- flokkunum, en það verði væntan- lega lagt fram um leið og það verður tilbúið. Björn segir kröfu um að korthaf- ar leggi fram ábyrgðir annarra hvergi tíðkast hjá greiðslukortafyr- irtækjum eða bönkum í nágranna- löndum okkar. Að hans áliti ættu menn, sem t.d. hafa launareikning í viðkomandi banka, að neita því að skila víxli með ábyrgðarmönn- um. Dæmi sanna, að ábyrgðar- mennmenn vita í raun ekkert t.d. hvaða upphæð þeir eru að ábyrgj- ast, t.d. hvort þeir eiga eftir að vera krafðir um 50.000 kr. eða 300.000 kr. greiðslu, eða kannski hátt í milljónina. Hve varasamt getur verið að ganga í árbyrgðir má m.a. marka af því að um helmingur félaga f Samtökum gjaldþrota einstaklinga er fólk sem skrifað hefur upp á pappíra fyrir vini og vandamenn. - HEI Bankarnir virðast ekki fyrr en í síðustu lög ætla að láta af þeim sið að krefjast óútfyilts víxils með ábyrgðarmönn- um af handhöfum greiðslukorta. Einn þeirra a.m.k., hefur gengið svo langt að vitna til regina Bankaeftirlitsins og laga um skyldutryggingar korthafa án þess að nokkrar slíkar reglur né lög séu til. Eftir samþykkt fyrirliggjandi frum- varps um greiðslukort verður krafa um tryggingu með ábyrgð annarra en korthafa hins vegar óheimil nema aðeins í undantekningartilvikum. Bréf sem handhafi greiðslukorts Bankaeftirlitið aldrei sett neinar fékk nýlega frá viðskiptabanka sín- um hefst þannig: „Reglur Banka- eftirlitsins og lög um skuldatrygg- ingar í bönkum gera okkur skylt að fá tryggingar af öllum korthöfum, nú að upphæð 300.000 kr. Þér er því sendur víxill með tilkynningu um endurnýjun kortsins og ert vinsamlegast beðinn að skila honum, samþykktum af þér og með áritun tveggja ábyrgðar- manna, um leið og þú sækir nýja kortið". „Rangfærslur í þessu bréfi stafa af mistökum bankans, sem lofað er leiðréttingu á“, sagði Þórður Ólafs- son forstöðumaður bankaeftirlits- ins, eftir að hann hafði leitað skýringar stjórnenda bankans á þessu bréfi. „í fyrsta lagi hefur reglur um þessa hluti og það er heldur ekki í okkar verkahring. Lög um skuldatryggingar í bönkum, sem gera það skylt að fá skuldatryggingar frá öllum kort- höfum, eru ekki til, önnur heldur en almenn ákvæði í bankalögum. En þarna er um að ræða hluti sem er aðeins innanhúsmál hvers banka um sig“. Að sögn Þórðar gera víxillögin út af fyrir sig ráð fyrir því að til séu víxlar sem ekki eru að öllu leyti út fylltir, þannig að breyta þurfi víxil- lögum ef það ætti að banna slíkt í almennum viðskiptum. Þessa Óútfylltu víxla segir Þórð- ur hins vegar varhugarverða fyrir þá sem upp á þá skrifa. Ýmsir óvissuþættir tengist útgáfu og út- fyllingu slíkra víxla. T.d. hvíli sönnunarbyrðin um það að víxill hafi verið fylltur út öðruvísi en um var samið, t.d. varðandi fjárhæð og dagsetningu, á þeim er skuldar víxilinn, skráðum greiðanda eða ábyrgðarmanni/mönnum. „Fyrir skuldara og ábyrgðarmenn eru þetta ákaflega varhugarverð plögg“, sagði Þórður Ólafsson. 1 fyrirliggjandi frumvarpi um greiðslukort segir svo m.a.: „Útgáfa greiðslukorts skal fyrsl og fremst byggð á viðskiptatrausti umsækjanda. Aðeins í undantekn- ingartilvikum er kortaútgefanda heimilt að krefja korthafa fyrir- fram um að hann leggi fram trygg- ingar með ábyrgð annarra aðila fyrir úttekt sinni. Ábyrgðaraðili ...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.