Tíminn - 27.10.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.10.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 27. október 1989 Tíminn 7 Gunnar Guöbjartsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs iandbúnaðarins: Er skynsamlegt að flytja erlendar búvörur til íslands Nokkrir menn hafa ritað um þetta mál á undanförnum vikum í dagblöð og tímarit og það hefur verið rætt nokkuð í fréttaþáttum útvarps og sjónvarps. í leiðara Morgunblaðsins 12. júlí sl. er m.a. sagt „Bændur þurfa ekki að óttast samkeppni frá útlöndum.“ Þessi ummæli eru þess eðlis að nauðsyn ber til að ræða þetta mál ítarlega. Ungir sjálfstæðismenn hafa nýlega gert samþykkt um að stefna að innflutningi búvara og fleiri ræða málið með innflutning sem meginmál. Þegar reynt er að svara ofangreindri spurningu kemur fleira til greina en aðeins verðið á búvörunum, þó vissulega sé það einn þátturinn sem meta þarf. Aðrir þættir vega mjög mikið í þessu efni, svo sem hollusta og gæði erlendra vara í samanburði við innlendar. Hvaða áhrif innflutningur búvara hefði á búsetu í landinu og atvinnu fólks. Einnig þarf að sjá til þess að gjaldeyrir sé til staðar og ekki þurfi að auka á erlendar skuldir vegna þess innflutnings. I VETTVANGUR Einn hætti „að naga blýanta“ Ungur hagfræðingur, sem sagð- ur er starfa í æðstu peningastofnun þjóðarinnar, Seðlabanka fslands, Markús Möller að nafni, skrifaði í vor grein í tímaritið Stefni. Ýmsir fjölmiðlar hafa vitnað í þessa grein og lagt út af henni eins og hún væri biblía eða vísindarit. Nýlega vitn- aði Sigurður Snævarr hagfræðingur í hana eins og fullyrðingar hennar væru staðreyndir. Því verður hér nokkuð rætt um greinina. Markús slær þar upp tölum um margra milljarða sparnað, sem þjóðin hefði af því að leggja niður íslenskan landbúnað og fara í stað- inn að flytja inn búvörur. Grein Markúsar ber það með sér að þessi ungi maður þekkir nánast ekkert til íslensks landbúnaðar, umsvifa né gildi hans í öllu atvinnu- lífi dreifbýlisins. Hann viðurkennir í greininni vanþekkingu sína. Greinin er að ýmsu leyti sett fram eins og ungt fólk gerir á málfund- um, þegar það er að æfa sig í mælskulist. Það setur fram öfgar í því skyni að fá fram andstæð viðhorf. Hún er vel skiljanleg og væri tekin öðrum tökum ef henni hefði fylgt formáli sem skýrði þann tilgang hennar. Markús gerir sér sýnilega enga grein fyrir því hversu margir fslendingar eiga afkomu sína beint og óbeint undir vel- gengni og viðhaldi landbúnaðarins. Hann ræðir heldur ekki um holl- ustugildi góðra matvæla eins og þeirra sem íslendingar framleiða umfram aðrar þjóðir og gildi þeirra fyrir heilsufar fólks og hvaða áhrif þau kunna að hafa á fjárútlát þjóðfélagsins til annarra þátta, svo sem til heilsugæslu og lækninga á sjúku fólki. Ætla má, eftir grein- inni að dæma, að hann hafi, eins og Jón Baldvin ráðherra sagði um starfsfólk Seðlabankans í fyrra, nálega eingöngu hingað til „nagað blýanta“. Fagna skal að hann hefur hætt því. Markús byggir ályktanir sínar á því að búvörur á íslandi séu dýrar. Ekki bendir hann á neinar sérstak- ar ástæður þeirri fullyrðingu til staðfestingar, nema það að mjólk í Hagkaupi sé seld á 60 krónur lítrinn en í amerískum stór- mörkuðum á 20 krónur lítrinn. Þessari staðhæfingu fylgir fullyrð- ing um að mjólk sé ekkert niður- greidd í Bandaríkjunum. En sam- kvæmt skýrslum OECD er niður- greiðsla allra búvara í USA 35% að meðaltali af verði þeirra. Varla er hún lægri á mjólk en öðrum vörum, líklegra er að hún sé meiri á þeirri vöru en að meðaltali. Þegar borið er saman íslenskt verðjag og erlent hlýtur að vakna spurning um hvort gengi krónunn- ar sé rétt skráð. Allir útflytjendur telja að gengi íslensku krónunnar sé rangt og sé sú fullyrðing rétt er þessi verðsamanburður úr í hött af þeirri ástæðu einni. Hver eru áhrif söluskatts á búvöruverð? Samkvæmt nýjustu athugunum tekur ríkissjóður meiri söluskatt af framleiðslu og sölu kjöts og mjólk- ur en nemur öllum niðurgreiðslum innanlands á þeim vörum. Ekki minntist Markús á að á íslandi eru frá 1. janúar 1988 20% mjólkurverðsins söluskattur til ríkisins en í Ameríku er yfirleitt enginn söluskattur samkvæmt skýrslum OECD. Söluskattur af íslenskri stærðargráðu (25%) og ýmsir aðrir veltuskattar koma inn í verð aðfanga í framleiðslu búvara á mörgum stigum, þó svo að áburð- ur og kjarnfóður sé undanþegið þeirri skattlagningu. En í Ameríku er í flestum fylkjum enginn sölu- skattur. Upplýst er að verð á DV í lausasölu sé sexfalt á við verð á ameríska stórblaðinu Miami Herald. Ekki er söluskattur lagður á dagblöð né tollar eða söluskattur á aðföng við framleiðslu þeirra. Er þetta ekki okurdýrt blað? Þannig má víða finna samanburð sem er íslandi óhagstæður. Hvað er dýrt? Hátt verð er afstætt hugtak og hvort vara telst dýr eða ekki, hlýtur að markast af samanburði við verð á öðrum hliðstæðum vör- um sem framleiddar eru í sama rekstrarumhverfi og í sama landi. Er mjólk á íslandi dýr í saman- burði við gosdrykki? Gosdrykkir eru nú ýmsir seldir á tvöföldu verði hver lítri á við mjólk. Þjóðin eyðir árlega nær sömu fjármunum í kaup á gosdrykkjum og í kaup á ferskum mjólkurvörum. Er sú framleiðsla þá ekki óeðlilega dýr? Er ekki eðlilegt að álykta að miklu ódýrara sé að framleiða gosdrykki úr vatni og sykurupplausn en að framleiða mjólk? Er fyllstu hagkvæmni gætt í þeirri framleiðslugrein? Hvers vegna getur frjáls samkeppni og frj áls innflutningur ekki þrýst niður verði þar og aukið hagkvæmni í framleiðslu? Hvað er að úr því svo verður ekki og hvers vegna er neytendum ekki vorkennt að kaupa gosdrykki og dagblöð á háu verði? Veldur frjáls samkeppni og frjáls innflutningur hækkunum á vöruverðinu? Mér finnst eðlilegt að gera þær kröfur til hagfræðingsins að hann svari svona einföldum spurningum. Þar er íslenskur samanburðar- grunnur að byggja á. Er kjöt á íslandi dýrt, t.d. borið saman við verð á þorski og ýsu? Á íslandi er nær öll framleiðsla dýrari en erlendis. Það er m.a. fyrir það að þjóðin er fámenn og býr í stóru landi með erfið sam- gönguskilyrði og þarf að hafa stjórnkerfi, samgöngukerfi, skóla, tryggingakerfi og heilbrigðisþjón- ustu sem hæfir mun stærri þjóð. Þeir þættir þjóðlífsins leggjast þyngra á íslenska atvinnuvegi en erlendis. Fámennið gerir það að verkum að ríkið þarf miklar tekjur og leggur m.a. á háan söluskatt. Auk söluskatts leggur ríkið á fjölda annarra skatta, einkum veltuskatta og launatengda skatta sem hafa áhrif á framleiðslukostnað búvöru, skatta sem ekki þekkjast í sama mæli erlendis. Fyrirtæki bænda þurfa jafnvel að greiða kirkju- garðsgjald, þótt þau þurfi aldrei á legstað að halda ef þau hætta störfum. Er ekki bankakerfið dýrt? Nýlega var frá því skýrt að bankaþjónusta á íslandi væri tvö- falt til fjórfalt dýrari en í öðrum löndum sem samanburðurinn náði til. Fullt frjálsræði er líka í vaxta- töku bankanna. Hvað veldur? Höf- um við ekki Seðlabanka með 209 manna starfsliði, Þjóðhagsstofnun með 20-30 manna starfsliði og Hagstofu með miklu starfsliði, all- ar til að sinna hagstjórn og hag- skýrslugerð? Þar fyrir utan erum við íslendingar með fjölda við- skiptabanka með hagdeildir og Framkvæmdasjóð, Þróunarsjóð, Byggðastofnun og enn fleiri slíka aðila. Er þetta ekki óhóflega dýrt fyrir þjóðfélagið? Er ekki þörf á að hagræða þessu skýrslugerðar- og bankabákni? Hvers vegna þarf Seðlabankinn íslands að vera með 462 milljónir í verðtryggingarsjóði eftirlauna til að tryggja sínu starfs- fólki miklu hærri eftirlaun en öðru vinnandi fólki í landinu og leggja milljóna tugi í þann sjóð árlega? Hvar er þetta fé tekið annars staðar en af atvinnuvegum lands- manna með hærri vöxtum af lánsfé en hóflegt getur talist? Búvörur væru dýrar ef þar væri sami háttur viðhafður. Hvers vegna er Seðlabanki ís- lands með fé bundið í húsnæði sínu sem er ca 8-10 milljónir króna á hvern starfsmann bankans? Er þetta ekki óhagkvæmni sem kemur niður á allri afkomu í þjóðfélaginu, þekkist slíkt annars staðar í veröld- inni? Markús hefur auðveldan aðgang að öllum upplýsingum varðandi þetta mál, sem ég hef nú spurt um, og getur vafalaust lagt faglegt mat af fullri þekkingu á hvort þarna sé um bruðl að ræða eða ekki. Ekki þarf Seðlabankinn stóra sali til framleiðslu eða geymslu á afurðum sínum, eins og t.d. sláturhús eða mjólkursamlög. Ég vonast eftir að Magnús sé fús til að ræða þessi mál og svara spurningum mínum. Ég geri alls ekki ráð fýrir að hann kveinki sér undan því, né telji slíkt óviðeig- andi, þótt hann sé starfsmaður í Seðlabankanum. Ég veit að íiann kastar ekki grjóti úr glerhúsi. Efast einhver umað búvöruframleiðsla á íslandi eigi rétt á sér? Markús ræðir nokkuð um í grein sinni að hann telji að íslensk land- búnaðarframleiðsla eigi rétt á sér ef hún geti verið ódýrari en nú er. Hann nefnir þó enga aðferð til að lækka framleiðslukostnaðinn, ekki einu sinni að lækka skatta á fram- leiðslunni. Hins vegar nefnir hann tvennt sem hann telur þjóðráð. Annað er að afnema kvótakerfi í landbúnaði, hitt er að gefa bú- vöruverð frjálst. Ég hef nefnt að verð á gosdrykkjum sé frjálst með öllu. Ekki hafa neytendur fundið að það lækkaði verð á þessari vöru. Allir vita að verð kartaflna stór- hækkaði þegar kartöfluverð var gefið frjálst. Horfur eru nú á að innflutningsfrelsið geti leitt til skorts á þeirri vöru í landinu. Ég tel að það séu falsrök að frjálst verðlag lækki jafnan vöruverð. Trú hagfræðinga á að frjálst verðlag lækki verðlag er eins og skurðgoða- dýrkun. Miklu oftar veldur það hækkun verðlags og skaðar neyt- endur. Vissulega er kvótakerfið illur kostur að búa við. Það getur ekki orðið varanlegt en er neyðarráð- stöfun til að bregðast tímabundið við framleiðslu- og söluvandamál- um. En afnám kvótakerfis mun naumast lækka búvöruverð. Slíkt mundi væntanlega geta bætt kjör nokkurs, en þó tiltölulega lítils, hóps bænda sem gæti við afnám kerfisins keypt fullvirðisrétt og aukið framleiðslu sína, án nýrrar fjárfestingar. En það yrði á kostn- að annarra framleiðenda í bænda- stétt sem allri þjóðinni væri eftirsjá og skaði að að hrökkluðust frá búum sínum. Flest stór bú eru að öðru jöfnu dýrari í rekstri en miðlungsbú og þau fá oft hlutfallslega minni afurð- ir vegna þess að ekki verður komið við þeirri líffræðilegu nákvæmni sem góð umgengni við dýr og gróður krefst af bændum til að fyllsta afrakstri verði náð. Ég ætlast ekki til að Markús viti þetta, en þetta vita lífsreyndir bændur. Markús vill að lesendur greinar hans fái þá tilfinningu að hann vilji bændum vel. Hann sé bændum ekki fjandsamlegur, því hann geti hugsað sér að greiða þeim eldri í þeirra hópi eftirlaun í nokkur ár, ef þeir bregða búi, og svo megi þeir framleiða neysluvör- ur fyrir sjálfa sig. Ekki ætla ég annað en hann telji sig hafa sett þá fyrirvara í greinina að skilja megi orð hans svo að hann meini þetta í alvöru. Orð hans um þetta efni í grein í Tímanum í sumar hljóma þó eins og hjá aftur- batapíkum í skáldsögum Halldórs Laxness. íslenskir bændur hafa illa reynslu af því að taka mark á fyrirheitum stjórnvalda. Ekki þarf annað en mannaskipti í ráðherra- stólum. Nýr ráðherra telur sig ekki skuldbundinn af að standa við yfirlýsingar og jafnvel ekki samn- inga forvera sinna. í þessu efni má vitna í ályktanir ríkisendurskoðun- ar í skýrslu í sl. aprílmánuði varð- andi búvörusamninga o.fl. og um- mæli núverandi fjármálaráðherra af því tilefni. Bændur skilja það ekki sem vinsemd í garð landbúnaðar eða dreifbýlis að þrengja eigi kosti landbúnaðarins frá því sem nú er. Og þetta mál er miklu víðfeðmara mál og áhrifaríkara um alla þróun þjóðfélagsins en Markús og hans sporgöngumenn vilja vera láta. Afleiðingar af innflutningi bú- vöru og samdráttar í innlendri búvöruframleiðslu myndi snerta fjölda fólks utan sveitanna og svipta það afkomumöguleikum. Afleiðingar þess kæmu fram víðs vegar í þjóðfélaginu með örlaga- ríkum afleiðingum og verður það rætt nánar síðar. Rösktuðningur Markúsar er ekki sérlega trúverðugur. Markús notar gjarnan orðin „ég giska á“, „slumpareikningur", lauslegu mati og ágiskunum“, „innlendar tölur eru í flestum tilfellum ágiskanir". Því er furðulegt að aðrir menn, sem vafalaust vilja láta taka mark á orðum sínum, skuli vitna í þessa grein, svo sem gert hefur verið. Ekki get ég ímyndað mér að rökstuðningur slíkur sem þessi þætti vísindalegur eða boðlegur hjá virðulegum háskólastofnunum. Varla telst hann heldur góður hjá Seðlabanka íslands. Ég vil ekki gera Seðlabanka íslands á neinn hátt ábyrgan fyrir þessari grein Markúsar. En ekki hefur farið framhjá mér að almenningur spyr þráfaldlega: „Eru þetta þau vinnu- brögð sem iðkuð eru í Seðlabanka íslands? Ekki er furða þó efnahags- stjórn á íslandi sé fálmkennd og ómarkviss ef svo er.“ Fornt orðtak segir: „Eplið fellur sjaldnast langt frá eikinni." Annar hagfræðingur skrifar um frjálsan innflutning á búóvrum Annar maður, hagfræði- menntaður og háskólakennari að atvinnu, Þorvaldur Gylfason próf- essor, hefur ritað nokkrar greinar um þetta sama efni sl. vetur og sumar. Þessi maður hefur menntun frá viðurkenndum háskólum og nokkra starfsreynslu frá alþjóða- stofnunum og væntanlega við ann- að en að „naga blýanta". Af þeirri ástæðu verður að meta ritsmíðar hans nokkru meira en ritsmíð Markúsar. En því er þó ekki að leyna að röksemdir Þor- valds eru um margt býsna fávísleg- ar og bera vott um fáfræði um íslenskt þjóðfélag og einkum ís- lenskan landbúnað eins og grein Markúsar. Gunnlaugur Júlíusson hag- fræðingur hefur í blaðagreinum flett ofan af fávísi Þorvalds og bent á rökleysur í greinum hans. Þorvaldur Gylfason hefur í greinum sínum lagt áherslu á nauð- syn fslendinga að taka upp mark- aðsbúskap - án þess að skilgreina það hugtak til hlítar. Þorvaldur er þekktur að því að stefna að mark- aðsbúskap í peningamálum og er m.a. í stjórn eins þeirra okurlána- félaga sem hafa risið á legg á sl. áratug og hafa m.a. hjálpað til við að setja ýmis atvinnufyrirtæki ís- lendinga í gjaldþrotastöðu. Ekki verða þau mál rædd hér. En þegar um markaðsbúskap er rætt vantar oftast í þá umræðu hvort leyfa eigi að flytja á milli landa vinnuafl sem vinnur á kaupi eins og Asíubúar hafa sætt sig við um aldir og gera enn. Og hvort íslenskt verkafólk (allt launafólk) myndi vilja keppa við það fólk á vinnumarkaði án kjarasamninga sem tryggja því lágmarkskaup og margs konar fríðindi og félagsleg réttindi sem verkafólk hefur nú á íslandi. Á sama hátt hefur ekki verið rætt að neinu marki um áhrif þess að hleypa erlendu fjármagni án takmarkana í íslenskt atvinnulíf og að heimila auðugum útlendingum að kaupa hér án takmarkana fyrir- tæki, auðlindir og aðstöðu til at- vinnurekstrar, svo sem til fisk- veiða. Launþegasamtökin, sem sífellt eiga í stríði við atvinnurekendur sína um kaup og kjör, vitandi að nær öll íslensk fyrirtæki eru rekin á veikum fjárhagslegum grunni, láta eins og sá möguleiki sé alls ekki fyrir hendi að laun verði látin ráðast af markaðsöflum, framboði og eftirspurn, ef hin boðaða mark- aðshyggja hagfræðiprófessorsins og fleiri slíkra manna yrði upptek- in. Af framangreindum ástæðum vil ég ræða nokkuð um landbúnað- inn og gildi hans í núverandi efna- hagslífi þjóðarinnar, viðhaldi byggðar í landinu o.fl. Einnig mun ég ræða um verðlag á búvöru í samanburði við verð í nágranna- löndum, niðurgreiðslur, fram- leiðslustyrki og fleira sem þetta mál varðar. Ekki síst mun ég ræða áhrifin á almennt atvinnulíf og byggðaþróun. Greinar um þetta efni koma síðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.