Tíminn - 27.10.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.10.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 27. október 1989 30. þing Kjördæmissambands fram- sóknarfélaganna á Suðurlandi á Hótel Selfossi, dagana 3. og 4. nóv. 1989. Steingrímur Bjarney Hermannson Bjarnadóttir Gissur Pétursson Sigurður Kristjánsson Oddur Gunnarsson Paul Richardsson BjörnS. Lárusson Ragnheiður Sveinsbjörnsdóttir GuðmundurKr. Jónsson Dagskrá: - Föstudagur 3. nóv. Kl. 20.00 Þingsetning. Kjörnir startsmenn þingsins. Skýrsla formanns K.S.F.S. Skýrsla gjaldkera K.S.F.S. Skýrsla Þjóðólfs. Umræður um skýrslur og reikninga. Álit kjörbréfanefndar. Kl. 21.00 Ávörp gesta. Kl. 21.20 Stjórnmálaviðhorfið. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra flytur erindi og svarar fyrirspurnum. Kl. 22.20 Mál lögð fyrir þingið. Nefndastörf. Laugardagur 4. nóv. Kl. 9.00 Nefndastörf (framhald) Kl. 10.00 Atvinnumál i nútið og framtíð. Framsögumenn: Sigurður Kristjáns- son, kaupfélagsstjóri, Oddur Gunnarsson, iðnráðgjafi. Björn S. Lárusson, ferðamálafulltrúi. Paul Richardsson, framkvæmdastjóri. Ferðaþjónusta bænda. Pallborðsumræður. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.00 Sveitarstjórnarkosningarnar, Ragnheiður Sveinbjörnssdóttir Hafnar- firði, Guðmundur Kr. Jónsson Selfossi, Andrés Sigmundsson Vestmannaeyjum. - Umræður. Kl. 14.30 Nefndir skila áliti. Umræður. Afgreiðsla mála. Kl. 16.00 Kosningar. Kl. 17.00 Þingslit. Kl. 20.00 Árshátíð K.S.F.S. að Hótel Selfossi. (Með fyrirvara um breytingar) Kjördæmissamband framsóknarfélaganna á Suðurlandi. Aðalfundur F.R. Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 30. okt. n.k. að Nóatúni 21 kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Finnur Ingólfsson mun ræða stjórnmálavið- horfið. Stjórnin Finnur Ingólfsson Árnesingar Þriggjakvölda félagsvist Framsóknarfélags Árnessýslu, verður fram haldið föstudaginn 27. október að Félagslundi kl. 21.00 og lýkur föstudaginn 10. nóvember að Borg. Aðalvinningur: Utanlandsferð fyrir 2 auk veglegra kvöldverðlauna. Allir velkomnir. Stjórnin. Borgfirðingar - Nærsveitir Spilum félagsvist í samkomuhúsinu, Borgarnesi föstudaginn 27. október n.k. kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Framsoknarfélag Borgarness. Norðurland vestra Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi vestra verður haldið í félagsheimilinu á Blönduósi dagana 28. og 29. október n.k. Dagskrá auglýst síðar. Stjórn KFNV. Framsóknarmenn á Siglufirði Munið hádegisfund að Hótel Höfn föstudaginn 27. október n.k. Stjórnin. Aðstandendur íslenskra daga. F.v. Hallgrímur Ingólfsson fulltrúi BYKO, Ólafur Davíðsson og Lína G. Atladóttir fulltrúar Félags íslenskra iðnrekenda. íslenskir dagar: Byggingarvöru átak íslenskir dagar hefjast næstkom- andi mánudag og munu þeir standa fram á laugardag. Um er að ræða kynningu á íslenskum byggingavör- Félagsheimili tónlistarmanna: FRESTAÐ Viðbótarfrestur hefur fengist á drætti í happdrætti Félagsheimilis tónlistarmanna til 10. nóvember nk. Happdrættismiðarnir eru til sölu í hjómplötuverslunum Steinars hf., Skífunnar og Gramminu. Hverjum miða fylgir ókeypis hljómplata, sem er framlag hljómplötuútgefenda til styrktar málefninu. Þar sem framtíð félagsheimilisins veltur á því hvernig til tekst með happdrættið, vill stjórn FT hvetja alla þá sem vilja efla íslenskt tónlist- arlíf til að styðja málefnið svo 10 ára starf við að koma félagsheimilinu upp glatist ekki. Stjórn Félagsheimilis tónlistar- manna vill um leið koma sérstöku þakklæti á framfæri til hljómplötu- fyrirtækisins STEINA HF. fyrir rausnarlegt framlag málefninu til stuðnings, en fyrirtækið gaf kl. 100.000 til stuðnings félagsheimilinu á Tónlistarhátíð ’89, sem var haldin á Hótel íslandi sunnudaginn 22. október sl. um og munu um fimmtíu fram- leiðendur kynna vörur sínar í timb- ursölu BYKO í Breidd, í verslun BYKO í Breidd, í BYKO Hafnar- firði og í Byggt og Búið í Kringlunni. Félag íslenskra iðnrekcnda, ásamt BYKO og Byggt og Búið standa að kynningarátakinu. Átakið er í beinu framhaldi af kynningarherferð sem Félag ís- lenskra iðnrekenda hóf í desember á síðasta ári og leiddi m.a. til að haldnir voru „íslenskir dagar“ í verslunum Kaupstaðar og Miklag- arðs í ágústmánuð síðastliðnum. Vegna skrifa Tímans s.l. laugar- dag um lokunarbúnað á bifreiða- stæði Frímúrara við Skúlagötu vill undirritaður taka eftirfarandi fram: Borgin hefir ekki greitt neitt í stofn- kostnað búnaðarins. Hins vegar kostaði borgin uppsetninguna um kr. 150.000,- og fékk í staðinn að- gangspjöld að stæðinu, sem borgar- starfsmenn í Skúlatúni og Borgar- túni fengu gegn 1000 kr. skilagjaldi. Starfsmenn annarra fyrirtækja í grenndinni fengu einnig spjöld gegn 1000 kr. skilagjaldi og 3000 kr. mánaðargjaldi, eins og á öðrum lokuðum bifreiðastæðum t.d. Bakkastæði. Skiiyrt var þó að við- „Veljum íslenskt" er sem fyrr kjör- orð „íslenskra daga.“ Megin tilgangur þessa átaks er að kynna íslenskar byggingavörur og minna á nauðsyn jDess að efla inn- lenda framleiðslu og fjölga þar með atvinnutækifærum í landinu. Alla vikuna verða vörur kynntar sérstaklega. Bæði er um að ræða kynningar ætlaðar þeim sem kaupa inn vegna atvinnurekstrar og eins hinum almenna kaupenda. Þess má geta að 31 uppákoma verða í fyrr- nefndum verslunum meðan á átak- inu stendur. SSH komandi korthafar rýmdu stæðið fyrir kl. 18.00 alla daga, svo eigendur gætu nýtt sína eign eins og áskilið er í samningi milli þeirra og borgarinn- ar. Ekki var séð að hægt væri að tryggja þeim afnotin með öðru móti. Varðandi aukningu á bílastæðum inni í bakgarði við Skúlagötu og Rauðarárstíg var verið að reyna að bæta úr þörfum íbúanna á þessu svæði án þess að umræddur leikvöll- ur skertist. Vonandi koma þau ein- hverjum til góða. Virðingarfyllst Ingi Ú. Magnússon Gatnamálastjóri ATHUGASEMD f september síðastliðnum tók til starfa biblíuskóli að Eyjólfsstöðum á Fljótsdalshéraði. Skólinn errekinn af samtökunum Ungt fólk með hlutverk, sem eru starfssamtök inn- an íslensku þjóðkirkjunnar. Mark- mið skólans er að þjálfa fólk, bæði leika og lærða til virkrar þátttöku í kristilegu starfi. Skólinn mun bjóða upp á lengri og skemmri námskeið ýmist um almenn efni kristinnar trúar eða sérhæfðari þætti. Nú stendur yfir 5 mánaða nám- skeið. Fyrstu þrem mánuðum verður varið til bóklegrar kennslu og síð- ustu tveim til verklegrar þjálfunar í safnaðarstarfi. Sunnudaginn 29. október verður kynningardagur á starfsemi skólans og starfi Ungs fólks með hlutverk á Austurlandi. Húsakynni skólans verða opnuð almenningi milli kl. 14 og 18 og starfsemin kynnt í máli, myndum og ýmsum uppákomum. Um kvöldið verður síðan almenn samkoma í skólanum, sem hefst kl. Biblíuskólinn á Eyjólfsstöðum á Fljótsdalshéraði: Þátttakendur á fyrsta námskeiðinu haustið 1989. 20.30. í tengslum við opna húsið verður námskeið þann 28. október, um hjónabandið og fjölskyldulífið. Það verður haldið í Egilsstaðakirkju og er öllum opið. Fyrirlesari verður norski fjölskylduráðgjafinn Eivind Fröen. Biblíuskólinn á Eyjólfsstöðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.