Tíminn - 27.10.1989, Side 8

Tíminn - 27.10.1989, Side 8
8 Tíminn Föstudagur 27. október 1989 Föstudagur 27. október 1989 Tíminn 9 Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, segir í fjárlagaræðu að fjárlögin séu hornsteinn efnahagstefnu næsta árs: Séríslenskri groddahagstjórn Sjálfstæðisflokksins hafnað Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra flutti í gær fjárlagaræðu sína á Alþingi. Ráðherrann fór ítarlega yfir hinar ýmsu hliðar frumvarpsins og dró fram það sem hann kallaði höfuðeinkenni þess. Þessi höfuðeinkenni felast í aðhaldi, jöfnunaraðgerðum, og kerfisbreytingum. Um aðhaldið sagði ráðherrann m.a.: „Með þessu fjárlagafrumvarpi er leitast við að snúa af braut síaukinna ríkisút- gjalda, stöðugs hallarekstrar og erlendrar skuldasöfnunar, sem þjóðarbúi hefur ver- ið á undanfarin fimm ár.“ Um Jöfnunar- aðgerðir sagði hann m.a.: „í frumvarpinu er lögð áhersla á að nýta þau færi sem gefast til að auka jafnrétti og eyða óeðlilegum aðstöðumun í samfélaginu. Jöfnunaraðgerðum er beitt á mörgum sviðum, og sér þeirra stað bæði í tekjunlið frumvarpsins og gjaldahlið þess.“ Um kerfisbreytingar sagði ráðherra að „frum- varpið einkenndist einnig af umfangs- miklum kerfisbreytingum. Þessar umbæt- ur snúa að skattheimtunni, útgjöldum og fjárlagavinnunni sjálfri." Þar er hann að vísa til nýrra reglna um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og um upptöku virðisaukaskatts. Áður hefur verið fjallað um þessi atriði sem ráðherra kallar höfuðeinkenni frum- varpsins í Tímanum, og raunar aðra þætti frumvarpsins og verður sú umfjöllun ekki endurtekin hér. Hins vegar gerði ráðherr- ann í seinni hluta ræou sinnar breytt vinnubrögð og póitíska stefumörkun frumvarpsins að umtalsefni og birtum við þann kafla ræðunnar hér á eftir: Steinsteyputengingin Fjárlagavandi undanfarinna ára felst ekki hvað síst í því að útgjöld ríkisins hafa vaxið umfram ríkistekjur og lands- framleiðslu á undanförnum áratug. Rétt er að vekja athygli á því að rekstur ríkisstofnana, þ. á m. skóla og heilbrigð- isstofnana, og fjárfesting ríkisms er innan við helmingur útgjalda ríkisins. Trygg- ingabætur, framlög og ýmiss konar til- færslur til aðila utan ríkisins, svo og vaxtagjöld, eru hins vegar ríflega helm- ingur gjaldanna. Staðreyndin er sú að rekstrargjöld ríkisins eru að miklu leyti bundin af þeim lögum sem um viðkomandi málaflokk gilda. Þeim verður ekki breytt nema með ákvörðunum Alþingis um breytingar á þeirri þjónustu sem þegar er ákveðin. Sjálfvirkur vöxtur þjónustustarfsemi er síðan aukinn með því að ákveðnar tekjur eru markaðar fjárfestingu sem leiðir til aukins rekstrarkostnaðar en ekki er hug- að nægjanlega að honum samhliða fjár- festingunni. Brýnt er að rjúfa einhliða steinsteyputengingu þessara tekjustofna og beina þeim einnig að rekstri og þjónustu á viðkomandi sviði. Breytt vinnubrögð Þau vinnubrögð sem beitt hefur verið við gerð fjárlaga hafa á margan hátt stuðlað að þeim fjárlagavanda sem við er að glíma. Þessi vinnubrögð hafa um of veríð útgjaldahvetjandi og mikið hefur skort á að Alþingi taki á ríkisfjármálum á grundvelli heildaryfirsýnar eða lang- tímastefnumótunar. Mestur tíminn fer í einstök atriði útgjaldahliðarinnar. Auk ess má færa sterk rök fyrir því að tími ingsins til að fjalla um fjarlagafrumvarp- ið er einfaldlega of naumur. Af ofan- greindum orsökum varpaði ég fram eftir- farandi tillögum til umræðu í ríkisstjórn og í þingflokkum stjórnarflokkanna í sumar. 1. Fjárlagaár verði frá 1. júní til 31. maí ár hvert. f framtíðinni verði fjárlög fyrir haustþing og bundið verði í lög að þingið verði að afgreiða fjárlög fyrir lok apríl. Þessi tillaga hefur það að markmiði að gefa þinginu lengri tíma til að fjalla um fjárlagafrumvarpið. Auk þess er afar nauðsynlegt að a.m.k. mánuður líði frá því að frumvarpið er samþykkt, þar til að framkvæmd á grundvelli þess hefst. Með þeim hætti er hægt að tryggja að greiðslu- áætlanir fyrir einstakar stoTnanir og ráðu- neyti liggi fyrir þegar í upphafi. Það eru í raun aðeins tvær leiðir til að uppfylla þessi skilyrði. Annaðhvort er fjárlagaár- inu breytt, eins og hér er sett fram til umræðu, eða að þingstörf hefjast tveim mánuðum fyrr á haustin. 2. í framtíðinni verði lögð fram fjárlaga- áætlun til þriggja ára samhiiða fjárlaga- frumvarpi hverju sinni. Fjárlagaáætlun hljóti sérstaka meðferð í þinginu og verði samþykkt á svipaðan hátt og vegaáætlun nú. 3. Útgjaldarammar verði meginaðferð við ákvörðun útgjaldahliðar fjárlaga í framtíðinni. Þannig fái einstök ráðuneyti ákveðna upphæð sem þau skipta síðan sjálf niður á verkefnaflokka og stofnanir áður en fjárlagafrumvarp er lagt fram. 4. Gerðar verði núllgrunnsáætlanir fyrir einstök ráðuneyti og stofnanir á fimm ára fresti. Með þeim hætti verður um fimmt- ungur ríkiskerfisins endurskoðaður frá grunni á hverju ári og öll starfsemi ríkisins tvisvar á hverjum áratug. 5. Fjáraukalög verði að jafnaði lögð fram ef nauðsynlegt reynist að bæta við útgjöldum og aukafjárveitingar verði ein- ungis veittar í samræmi við löglegar skuldbindingar. Fjáraukalög verði lögð fram á haustþingi ef nauðsyn er talin vera á þeim vegna lögbundinna skuldbindinga ríkissjóðs eða breytinga á forsendum fjárlaga. Hvert ráðuneyti fái í fjárlögum akveona upphæð til úthlutunar sem „annað" eða „óviss útgjöld“. í fjárlögum verði einnig liður til ráðstöfunar vegna óvissuútgjalda fyrir ríkisstjórnina í heild. Teknar verði inn í fjárlög heimildir til að breyta útgjöldum beinna rekstrarliða og lögbundinna útgjalda í samræmi við verð- lagsbreytingar umfram forsendur fjár- laga, en að jafnaði verði gerð grein fyrir notkun þessara heimilda við framlagn- ingu fjáraukalaga. Ég varpa þessum hugmyndum hér fram til frekari umræðu, þar sem brýnt er að víðtæk samstaða náist í þinginu um þau vinnubrögð sem beita á við fjárlaga- gerð og stefnumótun í ríkisfjármálum í framtíðinni. Fra umræðum um fjarlagafumvarp Olafs Ragnars a Alþingi i gær. aðferðir", en eru í raun fylgjandi sérís- Groddi eða vestræn hagstjórn Virðulegi forseti. í flestum þróuðum vestrænum iðnríkjum eru fjárlög horn- steinn í efnahagsstefnu stjórnvalda hverju sinni. Hér á landi hefur hins vegar gætt þeirrar tilhneigingar til að líta á fjárlögin sem eitthvað sem sé hagstjórn og „efnahagsaðgerðum“, eins og það er kallað, nánast óviðkomandi. Jafnvel þeir sem taía hæst um „vestrænar hagstjórnar- lenskri groddahagstjórn stórra gengisfell- inga og kollsteypa, eru litaðir af þessu viðhorfi. Sumir talsmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt mikla áherslu á að núverandi ríkisstjórn fylgi ekki hefð- bundnum vestrænum hagstjórnaraðferð- um. Þeir láta eins og hefðbundnar vest- rænar hagstjórnaraoferðir séu annað- hvort groddahagstjórnin, sem þeir eru fylgjandi, eða hreinræktuð frjálshyggja. Ekkert er fjær lagi. Ef eitthvað er, þá er sú hagstjórn sem núverandi ríkisstjórn hefur beitt nær hefðbundnum vestrænum hagstjórnaraðferðum. Hugmyndafræði blandaðs hagkerfis og hagstjómar, þar sem beitt er samræmdum aðgerðum á sviði ríkisfjármála og peningamála, ýms- um aðgerðum á sviði tekjumyndunar og inngripum inn í óhefta starfsemi markað- arins á vissum sviðum, hefur verið ráð- andi á Vesturlöndum allt frá lokum Bæði og seinni heimsstyrjaldarinnar. B groddahagstjórn Sjálfstæðisflokksins hreinræktuð frjálshyggja em undantekning en ekki regla í hagstjóm á Vesturlöndum á eftirstriðsárunum. raun Það er mál til komið að því rótgróna viðhorfi að fjárlögin séu nánast utan við hagstjórnina verði vikið til hliðar. Það fjárlagafrumvarp, sem hér liggur fyrir, er hornsteinninn í hagstjórninni á næsta ári. Hér er ramminn sem allir aðilar þjóðfé- lagsins verða að taka mið af, hvort sem það er ríkið sjálft, atvinnureksturinn eða launafólk. Með þessu og síðasta fjárlagafrum- varpi hefur verið leitast við að hverfa af þeirri braut „ga-ga-stjórnunar“ á ríkis- fjármálum sem einkenndi yfirstjórn Sjálf- stæðisflokksins á þessu sviði. Vegna sam- dráttar í þjóðarbúskapnum verður ekki að sinni náð hallalausum fjárlögum. Hins Tímamynd Ámi Bjama vegar er lagður grunnur að jafnvægi í ríkisfjármálum til lengri tíma litið og á þessum grunni á að vera hægt að reka ríkissjóð með myndarlegum afgangi í næstu uppsveiflu. Virðulegi forseti, ég legg að svo mæltu til að frumvarpinu verði að lokinni þessari umræðu vísað til annarrar umræðu og hæstvirtrar fjárveitinganefndar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.