Tíminn - 08.11.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.11.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. nóvember 1989 Tíminn 3 Sjávarútvegsráðherra gefur tóninn um aflaheimildir næsta árs: Þorskaflinn verður um 300 þúsund tonn Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra gaf tóninn, við setningu 34. þings Farmanna- og fiskimannasambands íslands í gær, um hver yrði áætlaður heildarþorskafli landsmanna á næsta ári. Hann sagði að aflaheimildir yrðu við það miðaðar að heildarþorskaflinn verði nálægt 300 þúsund lestum. Búist er við að þorskaflinn á þessu ári fari yfir 330 þúsund tonn. Þetta þýðir að 1990 verður því þriðja árið í röð sem dregið verður úr þorskveiði. Frá 34. þingi FFSÍ í gær. Guðjón A. Kristjánsson forseti er í ræðustól. Tíraamynd: Ámi Bjitma „Með þessari ákvörðun að miða þorskaflann við 300 þúsund lestir er eflaust teflt á tæpasta vað,“ sagði Halldór. Þess ber að geta að Hafrannsóknastofnun lagði til að heildarþorskaflinn færi ekki yfir 250 þúsund lestri árin 1990 og 1991. Sem kunnugt er hafa aðilar í útgerð og vinnslu verið óánægðir með skerðingu botnfiskkvóta undangenginna ára. Líta má því á þessa ákvörðun um 300 þúsund lesta þorskafla sem málamiðlun. Ráðherra sagði að með þessari ákvörðun um 300 þúsund lesta þorskafla, þá verði menn að hafa í huga að í ákvörðuninni felst 10% samdráttur þeirra aflaheimilda frá yfirstandandi ári og með tilliti til stöðu efnahagsmála væri vart mögulegt að skerða þorskveiði- heimildir í þeim mæli sem Haf- rannsóknarstofnun lagði til. Jakob Magnússon aðstoðarfor- stjóri Hafrannsóknarstofnunar sagði í samtali við Tímann að það eina sem hann gæti sagt um þetta væri að stofnunin hefði lagt til að þorskveiðin færi ekki upp fyrir 250 þúsund tonn. Hann sagði að þetta sýndi að þorskstofninum yrði ekki haldið í horfinu eða byggður upp, eins og stofnunin legði til og rétt hjá ráðherra að teflt væri á tæpasta vað. „Það er því miður ekki í fyrsta sinn, sem slíkt er á döfinni hjá okkur og lítið fyrir okkur að segja um það,“ sagði Jakob. Þá kom Halldór inn á aðrar tegundir. Hann sagði að því miður hafi verulegar takmarkanir á hei- mildir sóknarmarkstogara til veiða á grálúðu ekki borið tilætlaðan árangur. Grálúðuaflinn er nú orð- inn rúmlega 56 þúsund tonn, en það er langt umfram það sem Hafrannsóknastofnun ráðleggur. „Á næsta ári sýnist því óhjákvæmi- legt að takmarka enn frekar grá- lúðuveiði sóknarmarkstogara. Jafnframt þarf að setja aflamark á grálúðuveiðar báta sem velja sókn- armark,“ sagði ráðherra. Með þessum ráðstöfunum er stefnt að því að heildarafli grálúðu fari ekki fram úr 40 tii 45 þúsund lestum á árinu 1990. Ýsuaflamark verður óbreytt frá yfirstandandi ári, eða 65 þúsund lestir. Heildaraflamark af ufsa hækkar hins vegar úr 80 þúsund lestum í 90 þúsund lestir í samræmi við tillögur Hafrann- sóknastofnunar. Þá verður karfinn miðaður við 80 þúsund lestir sem er smávægileg aukning frá yfir- standandi ári. Halldór sagði að sá aflasamdrátt- ur sem óhjákvæmilegur væri á næsta ári hefði að sjálfsögðu mikil áhrif á efnahagssviðinu. „Hann mun að óbreyttu leiða til 6 til 7% samdráttar aflaverðmætis milli ára. Samdrátturinn mun koma beint niður á kjörum sjómanna og hafa mikil áhrif á afkomu allra lands- manna með einu eða örðum hætti,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Þá kom ráðherra inn á drög að frumvarpi um stjórnun fiskveiða sem nú liggur fyrir til umræðu og einnig aflanýtingu og gæðamál. Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands sagði við setningu þingsins að fyrir lægi að afli muni minnka á næsta ári. „Ef þorskafl- inn verður 10% minni á næsta ári gæti það leitt til um 15% tekju- skerðingar sjómanna á botnfisk- veiðiflotanum. Líklegt er að þær skerðingar sem sjávarútvegsráð- herra vill beita við útflutning á ferskum fiski komi í veg fyrir það að sjómenn og útgerðarmenn geti mætt þessum tekjumissi með því að nýta þau háu verð sem í boði eru fyrir ferskan fisk erlendis,“ sagðiGuðjón. Hannsagði aðvissu- lega þyrfti að tryggja að atvinna dragist ekki of mikiðsaman í landi. Við því ætti að bregðast á þann hátt að koma á fót aflamiðlun sem sjómenn, útgerðarmenn og fisk- vinnsla stæðu sameiginlega að. „Með því móti yrði vinnslunni ævinlega gefinn kostur á að kaupa þann fisk sem ef til vill stæði til að flytja út, til sölu á erlendum mörkuðum," sagði Guðjón. - ABÓ Leitað að þremur rjúpnaskyttum í fyrrinótt: FESTU BÍLINN UTAN VEGAR Leitað var að þremur rjúpnaskyttum í fyrrinótt, fundust mennirnir heilir á húfí um tíuleytið í gærmorgun. Bifreið þremenninganna hafði fests utan vegar skammt frá Leirvog- svatni, vestast við Bláfjallaveginn ofan Hafnarfjarðar. Hlutafjársjóður: Freyju veittur lengri frestur Stjórn Hlutafjársjóðs Byggða- stofnunar hefur ákveðið að fram- lengja frest Fiskiðjunnar Freyju hf. á Suðureyri til að uppfylla skilyrði sjóðsins fyrir aðstoð. Frestur for- ráðamanna Freyju rann út á mánu- daginn en eftir fund þeirra með stjórn Hlutafjársjóðs var ákveðið að framlengja frestinn til 20. þessa mánaðar. Fyrir um viku síðan ákvað stjórn Hlutafjársjóðs að beita sér fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu fiskiðjunnar í kjölfar jákvæðari undirtekta stærstu lánadrottna hlutafélagsins. Stjórnin féllst á að bjóða fram nýtt hlutafé til félagsins að upphæð 96.5 milljónir króna sem greiðist með því að sjóðurinn tekur við skuldum hjá lánadrottnum fyrir- tækisins og hefur sala hlutdeildar- skírteina í þessu skyni verið tryggð. Aðstoð sjóðsins var bundin þeim skilyrðum að viðunandi samningar næðust við ýmsa smærri kröfuhafa og að til komi nýtt hlutafé að upphæð 55 milljónir króna frá öðr- um en Hlutafjársjóði. Þessi skilyrði gátu forráðamenn fyrirtækisins ekki uppfyllt á tilsettum tíma. Enn mun vanta nýtt hlutafé sem svarar 20 milljónum króna. Innsigli sýslumanns vegna van- goldinna staðgreiðsluskatta er enn á fyrirtækinu. SSH Frumvarp um breytingar á eftirlaunum forseta íslands á leiöinni: FORSETINN STRAX Á EFTIRLAUN Mennimir þrír, tveir unglingar og fatlaður maður, lögðu af stað til rjúpnaveiða í nágrenni Reykjavíkur um þrjúleytið á mánudaginn og ætluðu að koma til baka um kvöld- matarleytið. Þegar ekkert hafði heyrst til þeirra er líða tók á nótt fór eiginkona mannsins á lögreglustöð- ina í Reykjavík og bað um aðstoð. Lögreglan í Reykjavík, í Hafnar- firði, Keflavík og Selfossi leitaði á götuslóðum utan alfaraleiða um nóttina. Björgunarsveitir voru einn- ig reiðubúnar til leitar í gærmorgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór til leitar um leið og birta tók og fann bílinn á fyrrnefndum stað þar sem hann hafði fests. Þá var fatlaði maðurinn einn í bílnum en piltarnir tveir komu fram í Hafnarfirði á svipuðum tíma. Bíllinn, sem er framhjóladrifinn Lancer, hafði fests í götuslóða rúm- lega fjögur í gærdag. Piltarnir urðu blautir og kaldir við að reyna að ná bílnum upp og vildi bílstjórinn ekki að þeir héldu fótgangandi til byggða enda var kólnandi veður. Létu því þremenningarnir fyrirberast í bíln- um um nóttina. f birtingu yfirgáfu piltarnir bílinn og héldu fótgangandi til byggða til að leita aðstoðar. Á leiðinni hittu þeir malarflutningabíl- stjóra sem keyrði þá í bæinn og komu þeir fram á svipuðum tíma og flugmenn Landhelgisgæsluþyrlunn- ar fundu bifreiðina. Þess má geta að um tuttugu mín- útna gangur er til byggða frá þeim stað er bíllinn festist. Piltarnir gerðu eina tilraun til að leggja af stað fótgangandi en villtust. Farsíminn sjálfsagt öryggistæki Bílstjóri bifreiðarinnar, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í samtali við Tímann síðdegis í gær að þeir þremenningarnir væru allir við hestaheilsu en vissulega væri leiðin- legt að hafa valdið þessu umstangi. Aðspurður um hvort ekki væri rétt að hafa með sér farsíma í ferðir að þessu tagi sagði hann að það væri vissulega rétt, ekki hvað síst þegar fólk væri í þessu ásigkomulagi, eins og hann orðaði það. Bílstjórinn er bundinn við hjólastól. Hann sagði jafnframt að farsímarnir væru dýrir og ekki niðurgreiddir fyrir fatlaða um sem næmi nema fimmtungi af verðinu og afgangurinn samsvaraði þriggja mánaða örorkubótum sem fæstir hefðu efni á að greiða. Lagði hann til að Tryggingastofnun tæki upp þá nýjung að leigja fötluðum farsíma til að nota í tilvikum sem þessum þar sem svo lítið þyrfti út af að bera til að fatlaðir yrðu bjargar- lausir ef þeir eru einir síns liðs. Umræddur bílstjóri var mikil rjúpnaskytta áður en hann fatlaðist. „Maður reynir auðvitað að halda sínu striki þó að maður hálsbrotni. Maður reynir að lifa því lífi sem maður lifði áður en það getur verið að maður gangi stundum full langt í viðleitninni við það, en lífið ér stutt og það er um að gera að halda sínu striki." SSH Póstkortið sem Flugleiðir létu gera í vegna myndbandstækjanna á Saga Class. I baksýn er líkan af Boeing 757-200 sem Flugleiðir taka í notkun næsta vor. Flugleiðir fá viður- kenningu Sony fyrirtækið hefur veitt Flugleiðum sérstaka viðurkenn- ingu fyrir þjónustu um borð í flugvélum. Er um að ræða viður- kenningu fyrir vel heppnaða notkun á Sony GV 8 myndbands- tækjum, ráðgert er að véita þessi verðlaun árlega. Flugleiðir voru eitt þriggja flugfélaga sem fyrst tóku í notkun þessi myndbandstæki á Saga Class. Hver farþegi fær tæki til notkunar meðan á fluginu stend- ur og getur valið úr safni kvik- mynda, tónlistarmyndbanda og annars efnis. SSH Innan skamms verður lagt fram á þingi frumvarp til laga um breytingar á eftirlaunagreiðslum til forseta íslands. Megin breytingin sem í frumvarpinu felst er sú að forseti komist strax á eftirlaun þegar hann lætur af starfi, fái hann ekki annað starf. Taki forseti við öðru starfi á vegum ríkisins er hann lætur af embætti, sem er lægra launað en sú upphæð sem hann hefði annars feng- ið í eftirlaun, gerir frumvarpið ráð fyrir að mismunur verði greiddur. Þá er lögð til sú breyting í frumvarp- inu að eftirlifandi maki fái í lífeyri 60% af launum forseta. Samkvæmt núgildandi lögum vinnur forseti íslands sér inn réttindi til eftirlauna sem nema 60% af launum eftir eitt kjörtímabil, 70% eftir tvö kjörtímabil og 80% eftir þrjú kjörtímabil, eða 12 ára emb- ættisþjónustu. Ekki eru lagðar til beytingar á þessu fyrirkomulagi í frumvarpinu. - ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.