Tíminn - 08.11.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.11.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 8. nóvember 1989 ll MINNING lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Halldóra Halldórsdóttir Fædd 14. júlí 1906 Dáin 28. október 1989 Frú Halldóra Halldórsdóttir andaðist laugardaginn 28. október sl. Síðustu árin dvaldi hún að hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Heilsan var farin og þrótturinn búinn, en róseminni hélt hún til hinstu stundar. Mig langar að þakka þessu heimili og starfsfólki þess hvernig það reyndist henni. Nú langar mig að hverfa nokkra áratugi til baka heim að Hvammi í Langadal. Þar bjuggu hjónin Hall- dór Guðmundsson og kona hans Guðrún Bjarnadóttir með börnum sínum, á þessu heimili var íslensk menning. Þar voru skyldur foreldr- anna uppfylltar að hlúa að bóklegri og verklegri menningu barna sinna. Þarna hjálpuðust kynslóðirnar að. Börnin fræddust af afa og ömmu og lestri góðra bóka. Á þessum tímum var ekki auðvelt að setjast á skóla- bekk, samt fór Halldóra á Kvenna- skólann á Blönduósi. Þá var þar skólastjóri frú Hulda Stefánsdóttir, afburða kennari sem allir dáðu. Hún hafði mikil áhrif á nemendurna sem gleymdust þeim aldrei. Nú var fal- lega heimasætan tilbúin að takast á við lífið, sem hún líka gerði. Hún kynntist Einari Þorsteinssyni, glæsi- legum manni ættuðum úr Árnes- sýslu. Þau tengdust tryggðarböndum sem entust meðan bæði lifðu. Hann var skrifstofustjóri hjá Olíuverslun íslands. Heimili þeirra var á Þjórs- árgötu 4 í Skerjafirði. Þau eignuðust þrjú börn, Margrét Sigríður er elst, þá Valgerður Guðrún og yngstur er sonurinn Þorsteinn. Þau eru öll far- sællega gift og hafa sýnt úr hvaða jarðvegi þau eru sprottin. Á fjórða áratugnum réðst ég kennari að Miðbæjarskólanum og var beðin um að kenna í Skerjafirð- inum og Grímsstaðarholtinu sem var útibú frá Miðbæjarskólanum, sem ég gerði. í nestið fékk ég mörg heilræði. Úthverfin voru talin erfið. Mér reyndist það öðruvísi. Þetta fólk hefur reynst mér sér- staklega vel og góðir borgarar. Þarna mættumst við Margrét, dóttir Hall- dóru, og urðum við samferða í fimm ár, það var góður tími. Okkur kenn- urunum var oft boðið heim til þeirra hjóna. Hughrifin sem maöur fékk þarna eru ógleymanleg. Heimilið var fagurt og smekklegt. Börnin frjálsmannleg og kurteis. Viðmót hjónanna ógleymanlegt. Heimilið andaði frá sér hlýju og menningu. Ég hef oft hugsað að við þyrftum að eiga fleiri svona heimili. Nú er frú Halldóra búin að stíga yfir þröskuld- inn. Þar btður Einar maður hennar sem hún saknaði ákaflega sárt og lést langt um aldur fram. Það er mikill ávinningur að hitta á lífsleið- inni heilsteypt fólk. Það ber að þakka. Þessi hjón skilja eftir sig bjartar minningar. Blessuð sé minn- ing þeirra beggja. Magnea Hjálmarsdóttir. Dóra Halldórsdóttir var fædd að Hvammi í Langadal í Húnavatns- sýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Guðmundsson og Guðrún Bjarnadóttir, sem voru þarna í hús- mennsku hjá stjúpa og móður Halldórs. Dóraólst upp með foreldr- um sínurn og þar kom að þau fluttu að Æsustöðum í Langadal. Þangað kom í heimsókn ungur maður, Einar Þorsteinsson, sem kom á reiðhjóli að sunnan og hafði farið heiðarvegi um hálendið, en þær leiðir voru þá varla farnar. Þetta var upphaf þess að Dóra fluttist með Einari suður til Revkjavíkur og giftu þau sig 1930. I fyrstu bjuggu þau þröngt í leigu- húsnæði en fljótlega byggðu þau sér hús að Þjórsárgötu 4 í Skerjafirði, sem þá var útborg í Reykjavík. Þau Dóra og Einar kunnu vel við sig þarna suður frá og ræktuðu garðinn sinn í orðsins bestu merkingu. Þau áttu þar fagurt heimili sem bar húsráðendum gott vitni. Inni var allt gert af miklum myndarskap hús- freyju en utan húss var fallegur blómagarður þar sem unun var að vera á fallegum sumardegi. Oft var fjölmenni á Þjórsárgötu 4 því hús- ráðendur höfðu smekk fyrir tónlist og fagran söng. Var kunningjahóp- urinn stór. Fyrir aldarfjórðungi flutti Dóra með manni sínum að Einimel 2 í glæsilegt einbýlishús þar sem allir hlutir voru frábærlega smekklegir og báru höfðingsskap og fegurð vitni. Þegar Dóra var flutt á Einimel má segja að bóndadóttirin væri gengin undir regnbogann. Það er langur vegur frá litla torfbænum í glæsilegt nútímahús í Reykjavík. Én sólin stendur aldrei lengi í hádegisstað. Stóran skugga bar á líf Dóru í árslok 1971 þegar Éinar Þorsteinsson mað- ur hennar féll frá snögglega á rúm- lega miðjum aldri. Hann starfaði lengst af hjá Olíuverslun íslands hf eða OLÍS og var þar skrifstofustjóri. Hann sá að stórum hluta um fjármál- in og þetta var erfitt og slítandi starf. Dóra gekk nú um hljóðar stofurn- ar á Einimelnum þar sem harpan var áður svo dýrt slegin. Minningarnar lifðu áfram og Dóra undi við það að taka á móti börnum sínum og barna- börnum, sem komu í heimsókn eða hún leit til þeirra. Síðustu árin átti Dóra við nokkra vanheilsu að stríða og dvaldi þá á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Hún hlaut þar alla þá bestu hjúkrun og aðhlynningu sent hægt var að veita. Er öllum þar, bæði starfsfólki og læknum, svo og stjórn heimilisins, færðar alúðar- þakkir fyrir þá hjálp sem þeir veittu Dóru sjúkri. Dóra átti litríka ævi. Hún flutti úr sveit í borg, eins og kynslóð hennar gerði. Hún sá drauma sína rætast. Hún og maður hennar, Einar Þor- steinsson, unnu öll störf sín með ntiklum sóma og voru hvarvetna til fyrirmyndar í öllum hlutum. Dóra var 83 ára þegar hún lést. Hún eignaðist þrjú börn og jafnmörg tengdabörn. Barnabörnin eru orðin 11 og barnabarnabörnin 4. Og enn bætast nýjar Dórur í fjölskylduna og erfa tandið. Ég kom ungur á Þjórsárgötu 4 og heimsótti dóttur hennar, Valgerði, sem varð svo kona mín. Dóra tengdamóðir mín tók mér vel og þetta ber að þakka. Síðan eru meira en 35 ár. Ég minnist Dóru fyrst og fremst sem myndarlegrar húsfreyju sem stjómaði heimili sínu af stórhug og rausn. Það var ekki hægt að ræða lengi við hana án þess að finna ríkan áhuga hennar á skáldskap. Ef rætt var um höfuðskáldin þá mælti hún ljóð þeirra af munni fram. Rétt er að ljúka þessum línum með eftirfarandi kvæði sem Guð- mundur Frímann skáld, en hann var hálfbróðir föður Dóru, orti um móð- ur sína Valgerði látna: Ég man þig bezt, þegar vorið var að völdum setzt, með sitt Ijóð og sinn draum, og engið þitt græna blómskrúð bar og bjarmann af sóleyjaljósum - er bakkinn við árinnar blakka straum var bleikur af eyrarrósum. Jarðarför Dóru fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag. Hún verður jarðsett í Fossvogskirkjugarði í reit hjá látn- um manni sínum Einari og móður sinni, Guðrúnu Bjarnadóttur, sem dvaldi hjá Dóru öll sín efri ár. Dóru er beðin blessun Guðs, þeg- ar hún nú kveður, en fær hvíld með þeim sem henni voru kærastir. Megi hún hvíla í friði. Lúðvík Gizurarson f dag, 8. nóvember 1989, er til moldar borin frá Dómkirkjunni í Reykjavík tengdamóðir mín, Dóra Halldórsdóttir, er lést þann 28. októ- ber sl. á 84. aldursári. Með Dóru er gengin góð og mikil- hæf gáfukona, einstakur persónu- leiki þar sem góðvild og hlýhugur sátu í fyrirrúmi. Dóra Halldórsdóttir var fædd 14. júlí 1906 í Hvammi í Langadal. Að henni stóðu bænda- kynkvíslir í báðar ættir. Foreldrar hennar voru heiðurshjónin Guðrún Bjarnadóttir og Halldór Guðmunds- son bóndi. Dóra ólst upp við almenn störf í sveitinni, fékk farkennslu, eins og þá var háttur í sveitum íslands, því þá voru ekki auður og peningar til að feta menntaveginn. Síðar gekk hún í Kvennaskólann á Blönduósi sem þá var talinn ómiss- andi menntastofnun í lífi ungra meyja í Húnvatnssýslu. í Langadal voru margar jarðir og höfuðból vel setin og fólkið í dalnum var bæði vel lesið, kunni sögur, orti og fór með ljóð, söng mikið og spilaði tónlist, almennt meira en gerist í dag. Ung- mennahreyfingin var þá að ryðja brautina í þjóðlífinu fyrir betra lífi. Rómantíkin sterk og þjóðernis- kennd var í hávegum höfð og dalur- inn hennar Dóru ómaði af skáldskap, menningu og söng svo heyra mátti á milli bæja. Dóra minntist oft þessa tíma í Langadaln- um. Hún giftist Einari Þorsteinssyni 7. febrúar 1930, ættuðum úr Ólafs- vík, er síðar var skrifstofustjóri Olíuverslunar íslands. Dóra og Ein- ar eignuðust þrjú börn, en þau eru Margrét Sigríður húsfrú, gift undir- rituðum, Valgerður Guðrún húsfrú, gift Lúðvík Gizurarsyni lögfræðingi, og Þorsteinn lögfræðingur, giftur Soffíu Guðmundsdóttur húsfrú. Dóra og Einar reistu sér í byrjun búskapar hús að Þjórsárgötu 4 í Skerjafirði og bjuggu þar í rúma tvo áratugi, síðar bjuggu þau að Einimel 2. Ég átti því láni að fagna að kynnast þessum ágætu hjónum fyrir rúmum þremur áratugum er ég kynntist Margréti konu minni og fjölskyldu hennar. Var mér strax tekið opnum örmum af þessu góða fólki, sem væri ég þeirra eigin sonur. Á hcimili Dóru og Einars ríkti mikið og gott mannlíf, þar var tónlist og skáldskapur í heiðri hafður og heim- ili þeirra hjóna hefur verið annálað fyrir gestrisni og höfðingskap. Dóra lifði mest fyrir heimili sitt og ástvini sína og var þar öll óskipt. Hún kunni vel að gera heimilið hlýtt og bjart og þá var handavinnan hennar mikil og listræn, enda voru veggteppin sem hún saumaði sannkölluð listaverk. Dóra missti mann sinn, Einar, langt fyrir aldur fram og var hann öllum harmdauði er þekktu hann. Hún bjó samt áfram á Einimel, með Þorsteini syni sínum og tengda- dóttur, þar til fyrir áratug að upp- götvaðist að hún gekk með Parkin- son- sjúkdóm. Dóra var ákaflega sjálfstæð kona sem gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfrar sín og þakkaði hvern þann dag sem hún gat séð um sig sjálf, þess vegna var það sárt að sjá hve sjúkdónturinn lék hann illa er árin færðust yfir og var hún bundin hjólastól hin síðari ár en gat þó heimsótt börnin sín, með góðra manna hjálp, og voru það gleðistundir fyrir okkur öll. Dóra dvaldi hin síðari ár á hjúkrunarheim- ilinu í Sunnuhlíð í Kópavogi og naut þar góðrar hjúkrunar og umönnunar sem við þökkunt af alhug. f þau 35 ár er við þekktumst fór aldrei eitt styggðaryrði á milli okkar og sagði hún við mig fyrir stuttu að hún vildi að vinátta okkar héldist svo þar til lævi lyki. Það tókst með prýði, svo er kærleika hennar í minn garð að þakka. Mér er efst í huga þakklæti og söknuður þegar fallin er frá merk og góð kona. Eg og fjölskylda mín þökkum henni samfylgdina og flytjum kærar kveðjur frá bömum okkar og barna- börnum. Guðs blessun fylgi henni. Þorvarður Áki Eiríksson í dag er til moldar borin Dóra Halldórsdóttir húsfreyja, ekkja Ein- ars Þorsteinssonar sem lengi var skrifstofustjóri Olíuverslunar íslands. Hún fæddist 14. júlí 1906 að Hvammi í Langadal í Austur-Húna- vatnssýslu. Voru foreldrar hennar hjónin Halldór Guðmundsson bóndi, fæddur 11. september 1886 að Móbergi í Langadal, og Guðrún Bjarnadóttir, fædd 29. júlí 1875 að Syðri-Þverá í Vesturhópi, og ólst hún upp með foreldrum og systkin- um að Litlu Ásgeirsá í Víðidal. Dóra ólst upp í Hvammi og fleiri bæjum í Langadal með foreldrum sínum og systkinum. Langidalur er ein fegurst sveit á landi hér, þar sem Blanda, hin tigna og mikla móða, fellur um dalbotninn endilangan, en vonin um að ná fundum vífavals styttir leiðina. Enginn, sem kynntist Dóru, fór í neinar grafgötur um hvern hug hún bar ti! æskustöðva sinna. Ég hef einnig spurt, af skjallegum mönnum að norðan, vinsældir hennar þar á heimaslóðum vegna ljúfmennsku hennar og annarra mannkosta. Séra Gunnar Árnason, sem kynnt- ist náið foreldrum hennar og fjöl- skyldu, segir svo í prýðilegri útfarar- ræðu yfir Guðrúnu, móður Dóru: „Tvö fyrstu búskaparár okkar hjón- anna voru þau Guðrún og Halldór í tvíbýli við okkur á Æsustöðum og eigum við aðeins góðs að minnast frá þeirri samvist ogsamskiptum. Kveð- ur konan mín sig þá hafa lært margt af Guðrúnu og meira en hún fái fullþakkað. Þau Guðrún og Halldór bjuggu aldrei við mikil efni, þótt hvorugt lægi á liði sínu, en gestkvæmt var jafnan á heimili þeirra. Nutu þau mikilla vinsælda, því að bæði voru mjög greiðasöm og hjálpsöm í hví- vetna.“ Þá segir séra Gunnar um Guðrúnu að hirðusemi og umgengnisfegurð hafi verið í ríku samræmi við innsta eðli hennar - háskóli hennar hafi verið það sem hún vissi helgast. Af máli séra Gunnars verður manni ljóst að Dóra hefur ekki farið varhluta af eðliskostum foreldra sinna, heldur erft þá í ríkum mæli. Svo er mér sagt að nokkru fyrir 1930 sé þar komið sögu að ungur maður úr Reykjavík fari að venja komur sínar norður í Langadal, fyrst á fótstignu reiðhjóli, en síðar á mótorhjóli, e.t.v. vegna reynslu sinnar af lengd dalsins. Svo fór og að hjarta þess vífavals í dalnum, sem til var leikið, reyndist ofraun að stand- ast töfra förusveinsins og 7. febrúar’ 1930 gengu þau Dóra og Einar' Þorsteinsson í hjónaband. Einar var fæddur í Ólafsvík 20. desember 1906. Nokkru síðar fluttust þau í myndarlegt hús sem þau reistu við Þjórsárgötu við Skerjafjörð hér í borg. Þar bjuggu þau til ársins 1965 er þau fluttust í nýbyggt hús sitt við Einimel. Þeim Dóru og Einari varð þriggja barna auðið, en þau eru: Margrét Sigríður, fædd 11. ágúst 1930, gift Þorvarði Áka Eiríkssyni fram- kvæmdastjóra, fæddum 23. febrúar 1931. Þau eiga 4 börn. Valgerður Guðrún, fædd 17. september 1935, gift Lúðvík Gizurarsyni hæstaréttar- lögmanni, fæddum 6. mars 1932. Þau eiga 3 börn. Þorsteinn, skrif- stofustjóri hjá Reykjavíkurborg, fæddur25. nóvember 1952, kvæntur Soffíu Ingibjörgu Guðmundsdóttur, fæddri 21. mars 1955. Þau eiga 4 börn. Heimili Dóru og Einars var rómað fyrir gestrisni, smekkvísi og hvers kyns menningarbrag. Var tónlist mjög í heiðri höfð á heimilinu. Dóra hafði fagra söngrödd og dáði tónlist mjög. Dæturnar lögðu stund á tón- listarnám og leika af mikilli list á píanó og oft var lagið tekið með undirleik þeirra af heimamönnum og gestum þeirra. Minnumst við Kristín slíkra stunda á Einimelnum með mikilli ánægju og þökk, og veit ég að við erum ekki ein um það. Þá var á heimilinu vandað og fagurt bókasafn og ágætir listmunir, þ. á m. hannyrðir húsfreyjunnar. Bar heim- ilið allt vott um menningu hús- bænda. Dóra var mikill aðdáandi góðra bókmennta. Einkum hafði hún yndi af góðum Ijóðum, las þau og lærði. Ég kynntist Dóru fyrir um 17 árum þegar börnin okkar voru farin að draga sig saman. Þá var Einar dáinn, hann lést 31. desember 1971, svo honum kynntist ég ekki. Hins vegar er ég vel kunnugur mönnum sem áttu því láni að fagna að kynnast honum vel. Ég leyfi mér að greina frá vitnisburði séra Gunnars Árna- sonar um þau hjón: „í hálfan fjórða áratug, eða frá því laust eftir 1930, dvaldist Guðrún Bjarnadóttir hér syðra hjá Dóru dóttur sinni og Einari Þorsteinssyni skrifstofu- stjóra, manni hennar. Það var Guð- rúnu ómetanleg gæfa og fjölskyld- unni allri. Var hið mesta ástríki með þeim mæðgum og sérstök tillitssemi og umhyggja af hálfu tengdasonar- ins.“ Ég hef að framan reynt að rekja að nokkru eðliskosti Dóru Halldórs- dóttur, en hæst rís hún sem dóttir, húsfreyja, móðir og amma, þar sem hún miðlaði ástríki sínu af þeim brunni sem aldrei sá í botn. Nú hin síðari ár bjó hún við hrakandi heilsu sent hún tók með stillingu og kjarki. Hún dvaldist síðustu árin á Sunnuhlíðarhæli í Kópavogi og naut þar hjúkrunar. Hún naut og ástríkis barna sinna og barnabarna og galt í sömu mynt. Ég minntist hér að framan á tryggð Dóru og þrá til átthaganna, dalsins, sem fljótið mikla skiptir. Tómas Guðmundsson, sem ólst upp við annað fljót, segir að það hafi orðið hamingja sín að eignast aðra „átthaga" sem urðu honum kærir og þar sem hann hafi um langa ævi notið velvildar og umburðarlyndis og hann segir: „En hvorki gat það né neitt annað haggað þeim örlaga- böndum, sem allt fram á þennan dag hafa tengt mig Soginu og umhverfi þess.“ Dóra eignaðist líka aðra „átthaga“ sem henni urðu kærir og þar skilaði hún ævistarfi sínu. Nú finnst mér ég geta sagt með Tómasi: Að haustnóttum einn ég að heiman geng, því harms mín og gleði bíður hið myrka fljót, sem við flúð og streng svo fallþungum niði líður. Það kom hingað forðum á móti mér hvern morgun í sóldýrð vafið. í kvöld á það sefandi söng, sem ber minn síðasta vordag í hafið. Blessuð sé minning Dóru Hall- dórsdóttur. Guðmundur Bcnediktsson Því miður komust ekki all- ar minningargreinarnar um Halldóru fyrir í þessu blaði. Kemur því seinni hluti á morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.