Tíminn - 08.11.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.11.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. nóvember 1989 Tíminn 7 Gunnar Guöbjartsson, fyrrv. form. Stéttarsambands bænda: Er skynsamlegt að f lytja inn erlendar búvörur? Hvað kostaði framleiðsla alls kjöts og annarra sauðfjárafurða á íslandi sl. ár? Kjöt af sauðfé, sem slátrað var haustið 1988 og kom til uppgjörs skv. reglum um fullvirðisrétt skv. samningi á milli ríkisstjórnarinnar og Stéttarsambands bænda, dags. 20. mars 1987 reyndist eins sést á meðf. töflu: Launahlutur bóndans var af Sex- mannanefnd metinn 46,46% af samanlögðu grundvallarverðmæti afurðanna eða kr. 1.655.439 þús. Laun fyrir fjögurra vikna dagvinnu eru metin kr. 35.736,00 og mánað- arlaunin með álagi fyrir eftirvinnu, helgidagavinnu og fríðindum eru kr. 52.364,00. Launaþættir verðs- ins svara því til greiðslu fyrir 3.161 ársverk fullvinnandi manna. Ég vil bæta við þessa áætlun vinnuþætti í aðföngum til sauðfjár- ræktarinnar. En aðföngin voru metin af Sexmannanefnd kr. 1.907.710 þús. og skiptast eins og hér segir í %: 1. Kjarnfóður 5,28% 2. Áburður 11,60% 3. Rekstrarvörur, ýmsar 2,26% 4. Rekstur véla 6,42% 5. Flutningar 1,88% 6. Ýmis þjónusta og lyf 3,34% 7. Viðhald fasteigna og véla 1,64% 8. Ýmisgjöld 4,17% 9. Afskrift og vextir af föstu fé 12.80% 10. Rekstrarvörur____________________4,15% Samtals 53,54% Eins og í mjólkurframleiðslunni áætla ég að 30% af þessum útgjöld- um sé vinna unnin í þjónustu sauðfjárframleiðslunnar utan bú- anna og gjald fyrir þá vinnu sé að fjárhæð kr. 572 milljónir. Með sömu deiliaðferð og í mjólkurframleiðslunni er þar um að ræða 572 ársverk. f beinni framleiðslu sauðfjárafurðanna eru þá 3.161 ársverk á búum bænda og þessi 572 til viðbótar eða samtals 3.733 ársverk. Um þessa áætlun gilda alveg sömu fyrirvarar og við áætlun á vinnu við mjólkurfram- leiðsluna samkvæmt fyrri grein um hana. Heildsöluverðmæti alls kinda- kjötsins var reiknað sl. nóvem- bermánuð kr. 4.283.556 þús. Þar af var slátur- og heildsölukostnað- ur án sjóðagjalda metinn kr. 1.124.122 þús. Ekki er til mat á hliðstæðum kostnaði við slátur, gærur né ull. Þær vörur eru ekki skráðar í heildsölu af Fimmmanna- nefnd. Meðalhækkun á verði til bænda frá 1988 til 1989 er 21,54%. Verðmæti kjöts væri því í haust kr. 5.206.234 þús. Ég áætla að um 70% af slátur- og heildsölukostnaði séu vinnulaun eða kr. 786.885 þús. Þetta met ég um 800 ársverk og tel því að í kindakjötsframleiðslunni til og með heildsölustigi hafi verið á sl. ári 4.533 ársverk fullvinnandi manna. f>á er enn minnt á að ekki eru tekin með nein þjónustustörf í fjárfestingu eða almennri verslun við landbúnaðinn né það fólk, sem að honum vinnur. Og heldur ekki nein önnur þjónusta, sem þessu fólki tengist. Sú þjónusta er marg- vísleg, t.d. er hún mikil í verslun, hjá ýmsum opinberum aðilum, skólum, sjúkrahúsum o.fl. Einnig er hún hjá sveitafélögum og ótal mörgum öðrum aðilum og stofnun- um. Margfeldisáhrifin í þjónust- unni eru mikil. Ég ætla ekki að reikna heildar- verðmæti annars kjöts eða slátur- afurða svo sem ég hef hér gert varðandi kindakjötið. Ekki eru til öruggar tölur til að byggja þá útreikninga á, þar sem þær kjötteg- undir eru ekki verðlagðar af opin- berum verðlagsnefndum. En menn, sæmilega kunnugir í þeim greinum, hafa áætlað launa- þátt bænda á sl. ári við framleiðslu á svína-, fugla- og hrossakjöti. Samkvæmt þeirri áætlun er launa- þátturinn um eða rétt innan við kr. 200.000 þús. eða ca 360-370 ársverk, séu ársverk þar metin á sama verði að meðaltali og við hina hefðbundnu framleiðslu. Þá er eftir Hver er þá heildarmann- affli sem starfar að búvöruframleiðslu? Samkvæmt hugleiðingum mín- um hér að framan eru ársverk á búum bænda sem hér segir: Við mjólkur- og nauta- kjötsframleiöslu 2.328 ársverk Viö sauöfjárframleiöslu 3.161 ársverk Við aðra kiötframleiðslu___370 ársverk Samtals 5.859 ársverk Árið 1987 telur Þjóðhagsstofnun að ársverk í öllum greinum land- búnaðar séu 7.147 eða 5,42% af öllu vinnuafli í landinu. Tölur mín- ar sýna 1.288 færri mannár. Þjóð- hagsstofnun telur fjórar greinar til landbúnaðarstarfa, sem ég er alls 1. fl. Úrvalsflokkur 749.580 kg á verði til bænda kr. 326,94 kg = Kr. þús. 245.105 2. verðflokkur 7.245.677 " II II 311,42 " = 2.256.449 3. II 1.162.818 " II II 274,05 " = 318.670 4. II 211.068 " II II 247,01 " = 52.136 5. II 604.585 " II II 171,28 " = 103.553 6. II 245.559 " II II 155.71 " = 38.236 10.219.287 kg Meðalverð kr. 294,95 kg = 3.014.149 Verö á innmat var reiknað bændum " " gærum " " " II ll ll ll ll kr. 180.000 þús. " 154.000 " " 215.000 " Verö sauðfjárafuröa til bænda var því samtals kr. 3.563.149 þús. að bæta þar við ársverkun við slátrun og heildsölu þess kjöts. Þau störf gætu verið ca 90-100 ársverk. Af framanrituðu má ætla að störf, sem bundin eru beint í fram- leiðslu kjöts og sölu þess á heiid- sölustigi séu á bilinu 4.500 til 4.700 talsins. En heildsöluverðmæti alls kjötsins, nautakjöt meðtalið, kynni að vera nálægt kr. 5.900 þús. tií kr. 6.000 þús. Þegar rætt er um sparnað við flutning kjöts frá útlöndum til neyslu á islandi þá þarf að meta það á móti þessari tölu að teknu tilliti til þess sem flutt er úr landi af kjöti og þess gjaldeyris, sem fyrir það fæst og einnig gjaldeyris fyrir aðrar vörur sem fylgja framleiðslu kjötsins svo sem ull og gæra, sem fluttar eru úr landi og gefa þjóðinni dýrmætan gjaldeyri. Gjaldeyrir fyrir kjöt, húðir, ull og gærurásl. árivar 431,3 milljónir og er áreiðanlega nógur fyrir allri erlendri aðfanganotkun sauðfjár- ræktarinnar á árinu. Auk þess kom gjaldeyrir fyrir loðsútaðar gærur og skinn, einnig ýmiss konar ullar- vörur að fjárhæð kr. 1.363 þús. Nokkur hluti af söluverðmæti ullarvarnings er úr erlendri ull. Samkvæmt innflutningsskýrslum voru flutt til landsins 730,3 tn af erlendri ull að verðmæti kr. 148,5 millj. komin að höfn á íslandi. Þann kostnað þarf að draga frá framangreindu útflutningsverð- mæti ullarinnar. Vinnsluverðmæti innlendra ullarvara verður þá um kr. 1.215 millj. Nokkuð mörg hundruð ársverka eru bundin í vinnslu og sölu þessara afurða. Þau eru ekki talin hér að framan, en myndu falla niður væri hætt að framleiða sauðfjárafurðir á íslandi. Útvega þyrfti því gjaldeyri til að kaupa nægar kjötvörur fyrir landsmenn og að mæta því gjald- eyristapi, sem leiddi af því að fella niður framleiðslu kjöts, úrvinnslu ullar og skinna í landmu. Þriðja grein Þá þyrfti að byggja upp ný atvinnutækifæri, sem gætu séð ca 6.000-7.000 manns, sem nú eru við framleiðslu kjöts og úrvinnslu ann- arra sauðfjárafurða, fyrir vinnu og allri staðfestu. Þyrfti þetta fólk allt að flytja af landsbyggðinni til suð- vesturhornsins, myndi fylgja því fjöldi fólks úr þjónustugreinum landsbyggðarinnar, því fólki þyrfti einnig að sjá fyrir nýrri atvinnu og allri staðfestu. ekki með (49 mannár). Það eru fóðurframleiðslubú, kornræktar- bú, þjónusta við landbúnað og dýraveiðar. Þá telur hún 94 loð- dýrabú. Líklegt þykirméraðstofn- unin telji alla ferðaþjónustubænd- ur, hlunnindabændur og ýmsar aðrar búgreinar með hefðbundn- um landbúnaði og að þar sé einnig talið fólk sem lifir á eftirlaunum og af því megi skýra að mestu mismun á tölum mínum og tölum Þjóðhags- stofnunar. Verulegur hluti þeirra starfa, sem ég tek ekki með í mínar tölur, myndu falla niður ef farið yrði að flytja búvörur inn í landið frá útlöndum. Það yrði viðbót við framantalin ársverk. Ég tel að í þjónustu hins hefð- bundna landbúnaðar séu ársverk sem hér segir: Við mjólkurframleiðslu ca 653 ársverk Vlö sauðfjárframleiðslu ca 572 ársverk Við aðra kiötframleiðslu ca 100 ársverk Samtals 1325 ársverk I vinnslu I heildsölu eru tölumar þessar: Við mjólkurframleiðslu ca 700 ársverk Við kindakjötsframleiðslu ca 100 ársverk Við ullarframleiðslu, prjónaskap, sútun, verkun skinna o.fl. ca 1.100 ársverk Við kjötvinnslu o.fl._____ca 600 ársverk Samtals 3.300 ársverk Þjóðhagsstofnun telur mun fleiri ársverk samanlagt við þessar grein- ar árið 1987, heldur en ég geri í þessari áætlun. Verulegur hluti framangreindra starfa myndi falla niður, væri farið að flytja búvörur erlendis frá. Heildarmannafli við hinn hefð- bundna búskap og úrvinnslu afurð- anna samkvæmt framangreindum tölum mínum er því 10.484 ársverk fyrir utan alla þjónustustarfsemi í verslun og í opinbera geiranum o.fl. svo sem ég hefi haft fyrirvara um hér að framan. Hvað væri unnt að spara, ef hætt væri að framleiða kjöt í landinu? Efalaust er unnt að fá niðurgreitt svína-, fugla- og nautakjöt frá EB löndum á verulega lægra verði en er á sambærilegri vöru á Islandi. En væri innflutningur á niður- greiddu kjöti heiðarleg sam- keppni? Og er fulivíst að EB-lönd- in myndu selja íslendingum niður- greitt kjöt um alla framtíð? Eitt er víst, að slíkt kjöt myndi innihalda ýmis efni, sem ekki eru talin holl fyrir heilsu fólks. Efni sem ekki eru í íslensku kjöti. Hefur þjóðin efni á að flytja inn kjöt án þess að leggja á það eins og margar aðrar vörur toll og vöru- gjald? En hvað um kindakjötið? Kindakjöt myndi ekki fást frá EB- löndum a.m.k. ekki í þeim mæli sem við myndum óska eftir. Hins vegar væri eflaust unnt að fá kinda- kjöt frá Nýja-Sjálandi. Verð á því hér myndi að miklu leyti ráðast af því hversu mikið magn yrði keypt í einu. Þjóðir, sem kaupa hundruð þús- unda tonna magn í einu, fá bæði magnafslátt og flutning ódýrari en ella. Slíkt gætum við íslendingar ekki gert. í skýrslum OECD er sagt að landbúnaður Nýja-Sjálands fái 20% af verði vörunnar frá opinber- um aðilum. Ekki er þar skýrt hvernig sú aðstoð er veitt. Sé hún öll í formi útflutningsstyrkja hefur hún mikil áhrif á söluverð til ís- lands jafnt og til annarra landa. Því er þekkt verð ekki sambærilegt við óniðurgreitt kjötverð á íslandi. Ekki er heldur unnt að geta sér til um hvort þessir iandbúnaðarstyrk- ir Nýja-Sjálands geti verið varan- legir. Ekki veita þeir grundvöll að eðlilegri samkeppni. Af þessum ástæðum verður ekki hér lagt mat á hvað ný-sjálenskt kjöt myndi kosta komið á markað á íslandi, ef leyft yrði að flytja það inn. Þó svo að það yrði á lægra verði en íslenskt kjöt yrði „sparnaður“ við að flytja inn kjöt þaðan ekki nema brot af þeim milljörðum, sem Markús Möller taldi í grein sinni að sparast myndu við að flytja inn erlendar búvörur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.