Tíminn - 08.11.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.11.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 8. nóvember 1989 lllllillllllllllllllllllllll ÚTLÖND SAMEINUÐU ÞJÓÐ- IRNAR - Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í Oryggis- ráöinu til aö koma í veg fyrir aö ráöiö ályktaði gegn framferði Israela á hernumdu svæöun- um. öll önnur ríki er sitja í Öryggisráðinu greiddu at- kvæöi gegn framferði Israela, en Bandaríkjamenn vilja verja dráp Israela fram í rauðan dauðann. WASHINGTON - George Bush forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir aö breytingarnar í Austur-Evrópu væru ekki aftur- kallanlegar og vísaði á bug þeim ásökunum aö hann hafi verið of varkár í aö styöja við breytingar í lýðræöisátt þar á bæjum. FRÉTTAYFIRLIT BEIRÚT - Hinn nýi forseti Líbanon, Rene Muawad, reyn- ir nú allt hvaö hann getur ao fá heföbundna andstæðinga í borgarastyrjöldinni til að mynda samsteypustjórn. Á meöan safnast saman öfgafull- ir trúbræöur hans í Beirút, kristnir maronítar, og lama at- hafnalíf í Beirút í mótmæla- skyni við kjör Muawads. Fylgis- menn Michel Aouns yfirmanns herja kristinna manna gengu að franska sendiráðinu í Beirút til aö lýsa óánægju sinni yfir stuðningi Frakka við friðar- áætlun Arababandalagsins. WINDHOEK - Namibíu- menn hófu að kjósa sér lög- gjafarþing í samræmi við sjálf- stæðisáætlun Sameinuðu þjóðanna, en Namibía mun fá fullt sjálfstæði á næsta ári. Kyrrð var yfir kosningunum fyrsta kjördaginn, en kosið verður í fimm daga undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Talið er næsta víst að SWAPO, sem barist hafa gegn yfirráðum Suður-Afríku, muni sigra í kosningunum, en úrslit munu liggja fyrir eftir viku. SCHRINDING - Um 200 Austur-Þjóðverjar komu til Vestur-Þýskalands á hverri klukkustund og eru landa- mæraverðir vesturþýskir farnir að spyrja sig hvort flóðið muni aldrei enda. Ekki er Ijóst hve áhrif þess að ríkisstjórn komm- únista í Austur-Þýskalandi sagði af sér muni hafa á flótta- mannastrauminn. Stjórn A-Þýskalands segir óvænt af sér! Ríkisstjórn kommúnista í Austur-Þýskalandi sagði af sér í gær eftir að laganefnd Volkskammers, þing landsins, úrskurð- aði að frumvarp stjórnarinnar sem miðaði að rýmkun ferðafrelsis gengi allt of skammt og bryti auk þess í bága við stjórnarskránna. Egon Krenz hinn nýi leiðtogi Austur-Þýska- lands fór fram á það við Volkskammer að kjósa nýja ríkisstjórn. Þangað til mun ríkisstjórnin starfa sem starfsríkis- stjórn. Ákvörðun þessi kom mjög á óvart þrátt fyrir þá ólgu sem ríkt hefur í Austur-Þýskalandi að undanförnu þar sem hundruð þúsunda lands- manna hafa tekið þátt í mótmæla- göngum og krafist afsagnar. Wolf- gang Meyer talsmaður ríkisstjórnar- innar skýrði frá afsögn stjórnarinnar á hlaðamannafundi sem boðaður var í skyndi í gærkvöldi eftir ríkis- stjórnarfund. Meyer sagði að ríkisstjórnin hvetti alla landsmenn til að halda ró sinni í því mikla róti sem verið hefur í stjórnmálum og efnahagslífi Austur- Þýskalands að undanförnu. Var al- menningur hvattur til að halda áfrarn störfum sínum eins og ekkert hafi í skorist til þess að halda þjóðlífinu í nauðsynlegum skorðum á erfiðum tíma. Úrskurður laganefndar Volks- kammer sem hafnaði frumvarpi ríkisstjórnarinnar um aukið ferða- frelsi kom mjög á óvart í gær. Var talið næsta víst að Volkskammer myndi samþykkja breytingarnar án nokkurs múðurs, en annað kom á daginn. Nefndin krafðist enn meira frjálsræðis, þar sem heftun ferða- frelsis sem fælist í nýju frumvarps- drögunum bryti í bága við stjórn- arskránna þrátt fyrir þá tilslökun sem drögin gerðu ráð fyrir. Má því skilja úrskurð nefndarinnar á þann veg að sú heftun á ferðafrelsi sem ríkt hefur í Austur-Þýskalandi urn áratuga skeið hafi verið brot á stjórn- arskrá landsins'. Egon Krenz hinn nýi leiðtogi Aust- ur-Þýskalands hefur ekki náð þeim tökum á ástandinu sem kommúnist- ar vonuðu og hefur ríkisstjórn lands- ins nú sagt af sér. Korsíka: Vopnaðir grímumenn í sprengjuleiðangri Þrjátíu þungvopnaðir grímumenn gerðu sér lítið fyrir á Korsíku í fyrrinótt. Þeir röltu sér inn í þorpið Sainte-Lucie de Porto-Vecchio á mánudagskvöld, tóku alla þorpsbúa höndum og miðuðu á þá byssum á meðan þeir sprengdu tvær íbúða- blokkir í smíðum í loft upp. Þá var tekið að morgna. Eftir sprengingarn- ar sem lögðu í rúst 150 íbúðir sem ætlaðar voru ferðamönnum til leigu, slepptu grímumennirnir þorpsbúum og drifu sig á brott. Grímumennirnir eru úr röðurn Þjóðfrelsishreyfingar Korsíku sem berst fyrir aðskilnaði frá Frakklandi og gegn ítökum útlendinga á eyj- unni. Segjast þeir sérstaklega berjast gegn ítölsku mafíunni sem ásælist ítök í efnahags og atvinnulífi eyjar- innar. í yfirlýsingu Þjóðfrelsishreyfingar Korsíku eftir sprengingarnar segir að aðgerðirnar beinist gegn „alþjóð- legum kaupsýsluspekúlöntum tengdum mafíunni sem hyggjast taka Korsfku yfir“. Árás þessi er sú fyrsta síðan í júnímánuði 1988 þegarr Þjóðfrelsis- hreyfinginn gerði friðarsáttmála við ríkisstjórn Frakka. Óttast menn nú að sú ofbeldisalda sem ríkti á Kors- íku frá Þjóðfrelsishreyfingin var stofnuð árið 1976 þar til samningar náðust í fyrra, muni rísa að nýju sem aldrei fyrr. í ágústmánuði síðastliðnum varaði Þjóðfrelsishreyfingin erlenda fjár- málamenn, og þá sérstaklega Maf- íuna, við að fjárfesta í ferðamanna- iðnaði á Korsíku. Þá varði hreyfing- in innfædda Korsíkumenn við sam- vinnu við útlendinga. „Þeir leika hlutverk í dauða þjóð- arsamfélags okkar og við munum ekki sýna þeim nokkra miskun" sagði í yfirlýsingunni í ágústmánuði. Þrátt fyrir árásir Þjóðfrelsishreyf- ingar á mannvirki í ferðamannaiðn- aði, þá hafa Frakkar streymt í stríð- um straum til Korsíku til að eyða fríum sínum þar. Öðru vísi mönnum áður brá í Rússíá: Mótmæli og hátíðarhöld í tilefni októberbyltingar Það er næsta víst að Lenín og Stalín myndu snúa sér við í grafhýs- um sínum ef þeir vissu hvemig hátíðarhöldin á byltingarafmælinu í Sovétríkjunum fóru fram þetta árið. í Moskvu fóru fram tvær skrúð- göngur. Annars vegar hin hefð- bundna ganga á Rauða torginu þar sem Mikhaíl Gorbatsjof forseti Sovétríkjanna stóð á grafliýsi Leníns og veifaði mannfjöldanum ásamt fjölda fyrirmanna sovéskra. Hins vegar var ganga róttækra umbóta- sinna í úthverfi Moskvuborgar þar sem mátti sjá slagorðaborða gegn kommúnisma og jafnvel fána hinna liðnu tsara. Steininn tók þó úr í Moldavíu þar sem þjóðernissinnar lentu í átökum við lögreglu þegar þeir gerðu aðsúg að skriðdrekum og brynvörðum bif- reiðum sem áttu að taka þátt í hersýningu í Leníntorginu í Kishin- yev, höfuðborg Moldavíu. Ekkert varð því af hersýningu og flúðu ráðamenn úr hásætum sínum þar sem best útsýni átti að vera yfir herlegheitin. - Þetta er ný bylgja lýðræðis, sagði Telman Gdlyan einn af róttæk- ustu þingmönnum í Æðsta þinginu þar sem hann ávarpaði mannfjölda sem safnaðist saman á ólympíuleik- vanginum eftir að 10 þúsund Moskvubúar höfði haldið sína eigin þriggja tíma byltingargöngu um stræ'ti Moskvuborgar. - Hvers konar fjölhyggja er það á hinu vel þekkta Rauða torgi þegar við, sem fylgjum hinni hliðinni, höfum enga möguleika á að tjá okkur? spurði Gdylyan fagnandi mannfjöldan í hinni óopinberu göngu róttæklinganna. Ganga þessi var gersamlega snið- gengin af sovéska sjónvarpinu á meðan bein útsending var af hinum opinberu hátíðarhöldum á Rauða torginu. Hins vegar sýnir það ótrú- legar breytinga að ganga róttækling- anna skyldi yfir höfuð vera liðin af stjórnvöldum. En þó munurinn á göngunum tveimur í Moskvu hafi verið gífur- lega táknrænn, þá vekja atburðirnir í Moldavíu meiri furðu. Það var opinberum hátíðarhöldum aflýst vegna mótmæla þjóðemissinna. Þar brutust nokkur þúsund meðlimir í Þjóðfylkingunni og öðrum stjórn- málahópum gegnum varnir lögregl- unnar, klifmð upp á skriðdreka og brynvarðar bifreiðar, veifandi kröfu- spjöldum, hrópandi slagorð. Þegar mannfjöldinn kom á Len- íntorgið sáu leiðtögar sovétlýðveld- isins sinn kost vænstan og flýja af hólmi. Ekkert varð síðan af hersýn- ingunni. Nokkrir menn meiddust í átökunum og aðrir teknir höndum. Nokkrir þjóðemissinnar í Vilnu höfuðborg Litháen reyndu að koma í veg fyrir hersýningu, en þeim varð ekki kápan úr því klæðinu. Lögregl- an tók þá höndum þar til hersýningin hafði farið hjá og sleppti þeim síðan. í Jerevan höfuðborg Ármeníu tók lögreglan nokkurungmenni höndum eftir að þeir brenndu hið rauða flagg Sovétríkjanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.