Tíminn - 08.11.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn
—
Miðvikudagur 8. nóvember 1989
Miðvikudagur 8. nóvember 1989
Tíminn 9
.'■ ■
' i.
mm
.
.. ■
Enginn samningur án undanþága
Samningar ekki bara undanþágur
Frá blaðamannafundinum í gær þar sem þeir Mitterand, Steingrímur og jón Baldvin grcindu frá árangursríkum viðræðum sínum fyrr um daginn
EFTIR STEFÁN ÁSGRÍMSSON
Mitterand Frakklandsforseti ræddi í
gær við Steingrím Hermannsson forsætis-
ráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson í
Reykjavík um samskipti Efnahagsbanda-
lagsins og EFTA og viðræður um efna-
hagssvæðið Evrópu.
Flugvél Frakklandsforseta lenti á
Reykjavíkurflugvelli laust eftir hádegið í
gær. A móti Mitterand tóku Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra, Guð-
mundur Benediktsson ráðuneytisstjóri,
Sveinn Björnsson siðameistari, sendi-
herra Frakklands o.fl.
Ekið var síðan rakleiðis að Ráðherra-
bústaðnum við Tjarnargötu þar sem ekki
var tvínónað við hlutina heldur hófust
viðræður forsetans og íslensku ráðherr-
anna með það sama og stóðu með litlum
hléum fram undir kl 15 er blaðamanna-
fundur hófst að Hótel Sögu.
Viðræðurnar voru óformlegar og engar
skriflegar yfirlýsingar voru gefnar að
þeim loknum. Tilefni heimsóknar Mitter-
ands er þó það að hann kemur hingað til
íslands sem forystumaður Efnahags-
bandalags Evrópu til viðræðna við þá
sem forystu hafa af hálfu EFTA í viðræð-
um við EB um að Evrópa verði eitt
efnahagssvæði 1992 en Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra hefur
stýrt þeim viðræðum af hálfu EFTA
undanfarið.
Undirbúningsviðræður hafa staðið yfir
undanfarnar vikur í Genf og víðar og
málið hefur nú náð því stigi að óðum
nálgast sá tími að beinar samningavið-
ræður milli bandalaganna tveggja hefjist.
Það mun verða strax eftir áramótin svo
fremi að náist innbyrðis samkomulag hjá
báðum bandalögunum um það efni á
ráðherrafundum bandalaganna sem
verða um og upp úr miðjum desember
n.k.
Gagnlegar viðræður
Steingrímur Hermannsson forsætisráð-
herra stýrði fundinum og byrjaði með því
að bjóða Frakklandsforseta velkominn
og sagði að viðræður þeirra Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráherra við
hann hefðu verið afar jákvæðar og þeir
utanríkisráðherra hefðu fundið góðan
skilning Mitterands á nauðsyn þess að
Evrópa yrði eitt efnahagssvæði. Peir
hefðu jafnframt lýst vilja EFTA til þess
að svo mætti verða.
Mitterand sagði síðan að markmið
bandalaganna beggja væri að skapa frjáls-
an innri markað í Evrópu og slíkt hefði
vissa áhættu í för með sér hvað varðaði
einstaka sérþætti. Mitterand var spurður
um hvort fiskveiðar og fisksala yrði
akkillesarhæll íslendinga í hugsanlegu
efnahagssamstarfi Evrópu sem hugsan-
lega gæti útilokað þá frá Evrópumark-
aðnum eða hins vegar gert þá ómynduga
í sambandi við yfirráð yfir þeirra helstu
auðlind, fiskinum innan lögsögunnar.
Mitterand sagði að einhverja millilausn
hlyti að þurfa að finna sem íslendingar og
aðrir aðilar gætu sætt sig við og ekki bryti
í bága við fjórþætt markmið Efnahags-
bandalagsins um frjáls vöruskipti, Frjáls-
ar hreyfingar fjármagns- og þjónustu og
frjálsan rétt fólks til búsetu og atvinnu.
Bent var á að reglur EB kveða á um
gagnkvæman rétt þjóða innan efnahags-
lögsögu hverrar annarar og hvort að
einhverjar undanþágur frá því kæmu til
greina varðandi íslenska fiskveiðiland-
helgi í ljósi þess að 75% af tekjum
íslendinga byggjast á fiskveiðum.
Enginn samningur án
undantekninga - Enginn
samningur bara undantekningar
Mitterand svaraði að væru engar
undanþágur þá væri enginn samningur.
Ef samningur er eintómar undanþágur þá
væri heldur enginn samningur. Taka
mætti sem dæmi að íslendingar og Norð-
menn teldu sig þurfa sérstakar undanþág-
ur vegna fiskveiða, Svisslendingar færu
fram á undanþágur vegna fjármálastarf-
semi sinnar, Austurríkismenn teldu sig
þurfa undanþágur vegna flutningamála.
Héldi þessi listi áfram að Iengjast, hvers
konar samning yrði þá eiginlega um að
ræða?
Hins vegar hlytu alltaf að verða ein-
hverjar undanþágur og þar sem efnahag-
ur íslendinga byggðist að svo miklu leyti
á fiskveiðum væri á ferðinni mikið vanda-
mál sem taka þyrfti sérstaklega á.
Mitterand sagðist síðan hafa minnt
íslensku ráðherrana á að árið 1974 þegar
deilur voru uppi í EB um kvóta á
landbúnaðarafurðir, einkum mjólk, hefði
hann sjálfur verið talsmaður íra í því máli
innan bandalagsins sem hann veitti for-
ystu í þann tíð. Varðandi fiskveiðimálin
og sérstöðu íslendinga að því leyti hlyti
það nú að vera í verkahring diplómata og
embættismanna að komast niður á tillögu
að lausn á málinu.
Sérstaða íslands
skýrð fyrir Mitterand
Forsætisráðherra, Steingrímur Her-
mannsson skaut hér inn í að þeir Jón
Baldvin hefðu haft gott tækifæri til að
skýra þessi mál fyrir Mitterand og hefðu
þeir fundið að forsetinn skildi glöggt
hversu þetta mál varðaði íslendingá
miklu og kvaðst viss um að þeir ættu hauk
í horni í Mitterand þegar til samningavið-
ræðnanna kæmi í byrjun næsta árs.
Mitterand hefði verið gerð grein fyrir því
að fiskveiðar og -iðnaður væru iðnaður
íslendinga og nauðsynlegt yrði að tak-
marka fjárfestingar erlendra aðila þannig
að þeir næðu ekki á þann hátt yfirráðum
yfir fiskveiðum íslendinga og hefði hann
sýnJ sjónarmiðum íslendinga skilning.
Aðspurður um hvort hann teldi að
samningar milli EB og EFTA tækjust á
næsta ári svaraði Mitterand á þann veg að
tækist ekki að semja fyrir áætlaðan tíma
þá tækist það alls ekki. Sett hefðu verið
þau tímamörk við samningaviðræður
bandalaganna um sameinað efnahags-
svæði í Evrópu að þeim yrði lokið og
niðurstaða fengin á sama tíma og þegar
efnahagssamruni Evrópubandalagsins
verður í lok árs 1992. Til þess að það geti
gengið eftir verði að ljúka samningum
EFTA og EB á næsta ári til að ráðrúm
gefist fyrir þjóðirnar að staðfesta hugsan-
legan samning.
í lok blaðamannafundarins kvaðst
Mitterand vera ánægður með að hafa
komið til íslands til að bera íslendingum
kveðjur EB og Frakklands.
Mikill stjórnmálamaður
Tíminn spurði Jón Baldvin Hannibals-
son að loknum blaðamannafundinum
með Mitterand hvort túlka mætti ummæli
forsetans um að enginn samningur yrði
gerður ef farið væri stöðugt fram á
undanþágur þannig að forsetinn hefði í
raun haft ansi lítið fram að færa til
framdráttar íslendingum í tengslum við
fiskveiðar og -iðnað þeirra.
„Nei, hann hafði mikið fram að færa.
Þetta var mjög gagnlegur fundur. Ég
verð eftir þennan fund að játa að ég skil
nú aðdráttarafl það sem þessi stjórnmála-
maður hefur og felst í hvernig hann
greinir vandamálin, hversu söguleg vídd
hans er mikil og hversu hittinn hann er á
kjarna málsins.
Hann er mjög vel og í smáatriðum
upplýstur um málin sem til umræðu voru.
Þegar saman fer þessi skerpa í greiningu
mála og nákvæm þekking þá er ekki
nema von að mín niðurstaða sé sú að
fundurinn hafi verið sérstaklega gagnleg-
ur,“ sagði utanríkisráðherra.
Hann sagði að með þessari heimsókn
hefði Mitterand, sem er forystumaður
Evrópubandalagsins, staðfest þær vænt-
ingar sem menn hafa til fundarins 19.
desember þegar æðstu menn þjóða Evr-
ópubandalagsins hittast. Fastlega mætti
búast við að á fundinum verði tekin
ákvörðun um að hefja formlegar samn-
ingaviðræður við EFTA í byrjun næsta
árs enda hefði það verið sameiginleg
niðurstaða Mitterands og íslensku ráð-
herranna.
Hvað varðar sérstöðu íslands í fisk-
veiðimálum sagði utanríkisráðherra að
Mitterand hefði tekið henni af miklum
skilningi og minnt í því sambandi á
sérstöðu íra í landbúnaðarmálum og að
hann hefði sérstaklega gerst talsmaður
þeirra innan EB árið 1974 vegna undan-
þága við mjólkurframleiðslu.
Utanríkisráherra sagði að síðan ríkti
sérstakt vináttusamband milli írska for-
sætisráðherrans Haughey og raunar íra
allra og Mitterands.
„Það er ekkert smáræði þegar forseti
Frakklands segir: „Þetta er skiljanlegt
mál“, það er stórmál út af fyrir sig,“ sagði
utanrí kisráðherra.
Jón Baldvin sagði að það væri ljóst að
ákveðnir erfiðleikar væru hvað varðaði
sameiginlega fiskveiðistefnu EB gagnvart
íslendingum sem ekki væri um að tala
gagnvart öðrum fiskveiðiþjóðum. Hjá
okkur kæmu 75% útflutningsteknanna
frá fiskveiðum en hjá Norðmönnum og
Dönum væri hlutur fiskveiðanna aðeins
um 6% og Kanadamönnum um 2%.
Þetta þýddi að við hefður sérstöðu og
Mitterand, sem bæði væri mikill raunsæis-
maður jafnframt því að vera rómantíker
i pólitík, hefði fullkomlega skilið og
viðurkennt þessa sérstöðu. Mitterand
hefði síðan í viðræðunum boðað að hann
myndi innan tíðar skrifa íslensku ríkis-
stjórninni þar sem hann myndi lýsa
skilningi sínum á þessari sérstöðu.
Tvíhliða viðræður íslendinga
og EB ekki til umræðu
Jón Baldvin lagði síðan á það áherslu
Tímamynd: Árni Bjama
að sérstakar viðræður Islendinga við EB
væru ekki á dagskrá. í fyrsta lagi hefði
Delors, forseti EB í ræðu sinni á þingi
Evrópuráðsins í janúar s.l. iýst þeirri
skoðun EB að EFTA rikin semdu sam-
eiginlega við EB um efnahagssvæðið
Evrópu.
í öðru lagi væri EB lokuð búð, eins og
hann orðaði það og engu nýju ríki yrði
hleypt inn í bandalagið fyrir 1995. „Þang-
að til eru fimm til sex ár og við verðum
að leysa okkar mál fyrr en það, enda er
EB ekkert að bjóða upp á neinar tvíhliða
lausnir. Slíkt er ekkert á dagskrá.
Það sem er á dagskrá er það að við
leitum eftir samningum EFTA sem heild-
ar við Evrópubandalagið. í þeim samn-
ingum er hægt að taka tillit til sérstöðu
einstakra landa. Það er ekki bara ísland
sem þar um ræðir. Þar er einnig um að
ræða Sviss, Austurríki o.fl eins og Mitte-
rand benti á. Það er hins vegar nokkuð
sem gerist við samningaborðið,“ sagði
utanríkisráðherra.
Að blaðamannafundinum loknum á
Hótel sögu ók Mitterand að Laufásvegi
72 til fundar við forseta íslands, Vigdísi
Finnbogadóttir. Mitterand staldraði við í
rúmar tuttugu mínútur en hélt þaðan til
Reykjavíkurflugvallar og þaðan til baka
til Frakklands og fór flugvél hans í loftið
um kl 16.
: ::