Tíminn - 10.11.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. nóvember 1989
Tíminn 3
Einungis helmingur greiddra launa Ríkisspítalanna fer til hinna eiginlegu heilbrigðisstétta:
Laun aðstodarlækna
hærri en yfirlækna
Aðstoðarlæknar á Ríkisspítölunum hafa haft um 130.000
kr. hærri tekjur frá stofnuninni að meðaltali á s.l. ári heldur
en yfirlæknar spítalans, samkvæmt ársskýrslu fyrir 1988.
Sérfræðingarnir (sem margir eru einnig með stofur úti í bæ)
eru þó á toppnum. í annan stað vekur athygli að „aðeins“
um helmingur af heildarlaunagreiðslum spítalans fer til þess
helmings starfsliðsins sem vinnur að lækningum og hjúkrun.
Hinn helmingurinn er laun til tæknifólks, skrifstofufólks,
ófaglærðra og fleiri. Þessi helmingur starfsmanna virðist því
að jafnaði betur launaður heldur en hjúkrunarfólk, þegar
tekið er tillit til þess hve hlutur lækna einna er stór í hinum
hópnum.
Á Ríkisspítölunum eru heimilað-
ar stöður 50 yfirlækna, 80 sérfræð-
inga og 68 aðstoðarlækna. Dag-
vinnulaun aðstoðariækna eru lægri
en annarra lækna. En þeir meira en
tvöfalda þau hins vegar með yfir-
vinnu, aukavöktum og öðru og fara
þannig fram úr prófessorunum sín-
um í yfirlæknastöðunum í launum.
Sé heimiluðum stöðum í hverjum
hópi deilt niður í hlutfall greiddra
launa hvers hóps voru laun lækna
sem hér segir, í þúsundum króna, á
árinu 1988:
Dagvinna L.alls:
Yfirlæknar 1.450 2.340
Sérfræðingar 1.850 3.130
Aðst.læknar 1.210 2.470
Læknar eru með stærri hluta launa
sinna fyrir yfir/aukavinnu heldur en
aðrar stéttir spítalans, sem m.a.
styður ekki þá kenningu að sæmileg
laun leiði til minni yfirvinnu. Yfir-
vinna Sóknarfólks er hins vegar
undir meðallagi.
í skýrslunni er heimiluðum stöð-
um Ríkisspítalanna (alls um 2.130)
skipt niður eftir stéttum, tölulega og
hlutfallslega. I annan stað er sýnt
hvernig greidd laun á árinu skiptast
hlutfallslega á sömu stéttir. f grófum
dráttum er þessi skipting þannig:
Afstöðum: Aflaunum:
Læknar 9,3% 18,8%
Hjúkrunarfr. 22,9% 21,0%
Ljósmæður 1,7% 2,2%
Sjúkraliðar 12,9% 8,3%
Þjálfar 4,8% 3,0%
Hjúkrunarlið 42,3% 34,5%
Lækn.hj.alls: 51,6% 53,3%
M.tækn/t.menn 7,1% 8,9%
Fræðingar/ráðg. 2,4% 3,5%
Sóknarfólk 17,1% 13,8%
Skrifstofuf. 8,2% 8,7%
Ann.starfsf. 12,1% 11,2%
46,9% 46,1%
Nemar 1,6% 0,7%
Aðrirenlæknar 90,8% 81,3%
Fæstum mun koma á óvart að
launahlutfall iækna er um tvöfalt
hærra heldur en hlutfallslegur fjöldi
þeirra af öllu starfsfólki, þannig að
meðallaun þeirra eru yfir tvöfalt
hærri en meðallaun allra annarra
starfsmanna spítalans. Á hinn bóg-
inn sýnist athyglivert hve launahlut-
fall hjúkrunarliðsins er langt undir
meðallagi og hlutfallslega lægra en
þess helmings starfsmanna sem ekki
er í hópi lækna og hjúkrunarliðs.
Meðaltekjur skrifstofufólks virðast
t.d. þó nokkru hærri heldur en
hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir meiri
aukavaktir og yfirvinnu hjúkrunar-
fræðinga. Og meðaltekjur Sóknar-
fólks eru heldur hærri en tekjur
þjálfa (sjúkra/iðju/þroska), sem
virðast meira en þriðjungi undir
meðaltalinu. Tekjur meinatækna
eru t.d. nokkru yfir meðaltali spítal-
ans og tekjur tæknimanna enn hærri.
Tekið skal fram, að samkvæmt
upplýsingum frá skrifstofu Ríkisspít-
alanna getur raunverulegt starfslið í
sumum tiivikum hafa skipst nokkuð
öðruvísi í stéttir heldur en heimilað-
ar stöður sem sýndar eru í skýrsl-
unni. Þannig gæti hjúkrunarfólk t.d.
verið nokkru færra í raun heldur en
nemur stöðuheimildum, en þar á
móti e.t.v. nokkru fleira fólk í
öðrum stéttum, t.d. ófaglærðra. f
hlutfailslegri skiptingu launanna sé
hins vegar farið eftir því til hvaða
starfsstétta þau fóru í raun. Þetta
gæti hvað helst leitt til ósamræmis
þegar hlutfall starfsfólks og launa-
hlutfall eru borin saman í fámennum
stéttum.
Alls námu laun og iaunatengd
gjöld Ríkisspítalanna 2.845 milljón-
um króna á s.i. ári, sem er um 1.336
þús.kr. áhverjastöðuheimild. Skrif-
stofufólk, sem samkvæmt töflunni
hér að framan, hefur heldur hærra
hlutfall heiidariauna en stöðuheim-
ilda og er þar með yfir meðallaunum.
Þar sem hlutfall launa lægra en
stöðuheimilda sýnir það hins vegar
að laun þess hóps eru undir meðal-
talinu. Má því nokkuð ráða meðal-
laun hverrar stéttar af töflunni.
Heildarlaunakostnaður Ríkisspít-
aianna var 3.141 millj.kr. á árinu,
sem svaraði t.d. til þriðjungs allra
innheimtra staðgreiðsluskatta á ár-
inu. Alls svaraði rekstrarkostnaður
stofnunarinnar (4.774 m.kr.) til um
6,7% heildartekna ríkissjóðs.
-HEI
Beitningarmennirnir á Tjaldi SH 270. Pólverjarnir ásamt feðgunum Guð-
bjarti Þorvarðssyni og Jóhanni Guðbjartssyni, sem eru fremst á myndinni.
Tímamyndir: Ægir Þórdarson Hellissandi.
Rif á Snæfellsnesi:
Línuvertlð í
fullum gangi
Á Rifi Snæfellsnesi er línuvertíðin
nú komin í fullan gang, og hefur
fiskiríið verið allgott. Hafa minni
bátarnir, sem róa með 20-25 bala
fengið allt upp í 6,5 tonn í róðri, sem
eru um 260 kg á bala. En þótt vel
fiskist í einstaka róðrum, þá eru
þessir bátar sem eru frá 5 og uppí 30
tonn að stærð algjörlega háðir veðr-
áttunni, og geta því sjaldan róið
marga daga í röð. Einnig hefur
fiskast vel hjá stærri bátunum, sem
hafa verið að fá frá 14 og upp í 17
tonn í róðri, á 80-90 bala. Næg
atvinna er á Hellissandi og Rifi um
þessar mundir og er nokkuð um
aðkomufólk bæði innlent og erlent,
þ. á m. 6 Pólverjar. Fréttaritari hitti
4 þeirra, þar sem þeir voru að bita
línuna fyrir Tjald SH 270 á Rifi.
Þiem fannst þetta ágætisvinna, „gott
kaup“, sagði einn þeirra, „svolitið
erfitt", sagði annar. Tveir af þeim
voru hér í fyrra og eru þeir nú orðnir
alvanir beitningarmenn. Sögðust
þeir vera um 50 mín. að beita
balann. En af hverju eru Pólverjarn-
ir hér? Að sögn Guðmundar Krist-
jánssonar framkvæmdastjóra hefur
gengið mjög illa að fá menn í
beitningar og því hafi hann farið
þessa leið.
Ægir Þórðarson Hellissandi.
Ólafsfjarðarmúli:
Alvarlegt vinnuslys
Starfsmaður við jarðgangagerð í
Ólafjarðarmúla slasaðist alvarlega á
fæti, við vinnu sína í göngunum í
fyrradag. Stór steinblokk féll úr
berginu og lenti á vinstri fæti
mannsins. Hann var þegar fluttur á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og
er líðan hans eftir atvikum.
Maðurinn, sem er norskur hefur
langa starfsreynslu í jarðgangagerð.
Þetta er annað slysið sem verður í
jarðgöngunum, frá því framkvæmdir
hófust. Hitt slysið varð í fyrravetur,
en sá maður er kominn aftur til
starfa. -ABÓ
útlitsgallaða kæli- og frystiskápa
með verulegum afslætti!
Vörumarkaöurinn
KRINGLUNNI SlMI 685440
Electrolux