Tíminn - 10.11.1989, Síða 5

Tíminn - 10.11.1989, Síða 5
Föstudagur 10. nóvember 1989 Tíminn 5 Austur-Þjóðverjar fá heimild til að ferðast beint til V-Þýskalands: Berlínarmúrinn er nú táknrænn minnisvarði Á tilfinningaþrungnum blaðamannafundi um kvöldmatar- leytið í gær tilkynnti Gunter Schabowski, talsmaður austur- þýska kommúnistaflokksins að öllum hömlum á ferðafrelsi Austur-Þjóðverja til að fara vestur yfir til V-Þýskalands hafi verið aflétt og að hver sem er gæti nú farið og sótt um vegabréfáritum. Fréttaskýrendur lýsa þessu sem einhverri mest sláandi einstakri ákvörðun austur-þýskra stjórnvalda síðan Berlínarmúrinn var reistur árið 1961, enda geri þessi ákvörðun múrinn tilgangslausan og hann sé lítið annað en táknrænn minnisvarði. Að sögn Gunter Schabowski tók þessi ákvörðum um ferðafrelsi gildi strax í gærkvöldi. „Ákvörðun um það að gera öllum austur-þýskum borgurum kleift að yfirgefa landið í gegnum landamærastöðvar okkar var tekin í dag,“ sagði Schabowski á blaðamannafundinum í gær. Að- spurður um hvort Berlínarmúrinn og gaddavírsflækjur á landamærun- um hefði þá einhverju hlutverki að gegna, svaraði hann því til að enn myndu þessi mannvirki standa sem tákn um skilin milli austurs og vesturs, milii NATO og Varsjár- bandalagsins. Hins vegar mætti segja að með bættum samskiptum austurs og vestur og afvopnunarviðræðum að undanförnu hefði milkilvægi þess- ara skila minnkað verulega. Á undanförnum vikum hafa um 250.000 manns flúið Austur-Þýska- land með því að fara fyrst til ná- grannaríkjanna í austurblokkinni, aðallega Tékkóslavíu og þaðan vest- ur yfir. Stjórnvöld í Vestur-Þýska- landi gera ráð fyrir að um 1,2 til 1,4 milljónir manns hyggist flýja til V- Þýskalands. Á skyndifundi v-þýska sambandsþingsins í gær þar sem yfirvofandi flæði Austur-Þjóðverja var á dagskrá ásamt nýjustu fregnum þaðan lýstu talsmenn allra stjórn- málaflokka ánægju með aukið frelsi í Austur-Þýskalandi. Þannig sagði t.d. formaður Frjálsra demókrata, Otto Lambsdorff, en flokkur hans tekur þátt í samsteypustjórn Khols kanslara um ákvörðunina um ferð- afrelsið sem tilkynnt var í gær: „Þetta þýðir í raun og veru endalok Berlínarmúrsins og gaddavírsgirð- inganna". Hann bætti því við að nú þyrftu menn að taka til við að rífa niður, í bóksaflegri merkingu múr- inn og önnur mannvirki sem hefðu verið byggð til að hefta ferðafrelsi Þjóðverja milli Austur- og Vestur- Þýskalands. Aðrir tóku í svipaðan streng. Hins vegar eru vestur-þýskir þingmenn meðvitaðir um það vanda- mál sem þjóðflutningar Austur- Þjóðverja gætu haft í för með sér, og því lýsti flokksformaður í flokki Khols kanslara þeirri skoðun flokks síns að ferðafrelsið væri ekki nóg, nauðsynlegt væri að stjórnvöld í Austur-Þýskalandi tryggðu þegnum sínum sjálfsforræði um eigin málefni heima fyrir og gæfi þeim kost á frjálsum koksningum. „Fólk sem nýtur borgaralegra réttinda og frelsis heima hjá sér þarf ekki að flýja þaðan,“ sagði hann. Hans Jochen Vogel formaður v-þýskra sósíal- demókrata hefur tekið í sama streng og kom fram í austur-þýsku sjón- varpi í gær og hvatti menn til að flýja ekki land að óhugsuðu máli heldur halda kyrru fyrir og taka þátt í lýðræðislegri uppbyggingu þar. Viðbrögð forystumanna á Vestur- löndum hafa öll verið á svipuðum nótum og viðbrögð V-Þjóðverja, þeir fagna auknu ferðafrelsi og því að Berlínarmúrinn virðist vera að verða að minnismerki, en benda um leið á nauðsyn áframhaldandi lýð- ræðisþróunar í Austur-Þýskalandi sjálfu. - BG Vinningslið Hólabrekkuskóla. F.v. Arnar Þór Jónsson, Ágúst Ingi Ágústsson og Hilmar Ramos Hólabrekkuskóli vann Hólabrekkuskóli vann Réttar- holtsskóla í úrslitum spurninga- keppni grunnskólanna í Reykjavík í gær. Hlaut skólinn þar með glæsilegan farandbikar og titilinn: „Vitrasti grunnskólinn á höfuð- borgarsvæðinu." Er þetta fjórða árið í röð sem Þrautalending, spurningakeppni grunnskóla Reykjavíkur fer fram. Alls tóku 18 grunnskólar þátt í keppninni. Markmiðið með Þraut- alendingu er að sýna að þekking er einhvers virði og gefa unglingunum kost á að vinna saman og keppa í skemmtilegri og spennandi keppni á jákvæðan hátt. Iþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur sá um keppnina. SSH Nefnd um sameiningu sjúkrahúsanna: TILLÖGUR GANGA f GAGNSTÆÐAR ÁTTIR Jónas Fríðrík Jónsson formaður Stúdentaráðs afhendir Guðrúnu Helgadótt- ur forseta Sameinaða þings undirskríftimar. Tímamynd Ami Bjama Stúdentar mótmæla Nokkuð langt virðist vera í að nefnd sem heilbrígðisráðherra skip- aði um sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík Ijúki störfum. Ástæðan er fyrst og fremst ágreiningur innan nefndarínnar um hvaða leiðir munu færar í þessu efni og hafa nefndar- menn lagt fram tillögur sem ganga í gagnstæðar áttir. Fulltrúar Landakots og Borgar- spítala ásamt fulltrúa Reykjavíkur- borgar hafa lagt fram tillögu þar sem gert er ráð fyrir sameiningu Landa- kots og Borgarspítala undir heitinu Sjúkrahús Reykjavíkur sem verði sjálfseignarstofnun. Fulltrúar Landspítala hafa aftur á móti lagt til að Landspítali og Borgarspítali verði sameinaðir þar sem ekki sé grund- völlur fyrir rekstri tveggja háskóla- spítala í okkar smáa þjóðfélagi. Að auki hefur sú tillaga verið reifuð oftar en einu sinni að allir spítalarnir þrír verði sameinaðir undir einni yfirstjórn þar sem Borg- arspítali og Landspítali verði bráða- móttökusjúkrahús með ákveðinni verkaskiptingu en Landakot öldrun- arsjúkrahús. Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra er formaður nefndarinnar. Finnur sagði í samtali við Tímann að tillaga fulltrúa Borg- arspítala og Tandakots væri ekki ný af nálinni. „Þetta er sama tillagan og fulltrúar frá Landakoti og Borgar- spítala lögðu til strax upp úr síðustu áramótum og var upphafið að þessu nefndarstarfi sem hefur verið í gangi síðan í febrúar. Úm afstöðu þessara manna hefur því verið vitað í mjög langan tíma. Fulltrúar Landspítalans hafa einn- ig lagt fram formleg drög að tillögu og hún gengur í aðra átt. Ég hef síðan verið með ákveðna útgáfu í vinnslu til að reyna að ná samstöðu milli manna um skynsamlega leið. Það getur verið að það sé ekki hægt að ná einingu um hagkvæmustu leiðina fyrst um sinn en ég tel rétt að nálgast það markmið í ákveðnum áföngum. Það mun reyna á nefndar- menn hvað þeir munu verða tilbúnir að gefa eftir af sínum upprunalegu tillögum. Staðreyndin er sú að það eru flestir kostir skynsamlegri en það skipulag sem ríkir í dag.“ Aðspurður um hvort sameining * allra spítalanna þriggja væri út úr myndinni sagði Finnur: „Ég vil ekki útiloka neinn kost á þessari stundu. Nefndarmenn hafa flutt tillögur sem í raun ganga í sitt hvora áttina og mitt hlutverk sem formaður nefndar- innar að ná fram sameiginlegri niðurstöðu. Það mun reyna á nefnd- armenn að sýna samstarfsviija til að leita að hagkvæmari lausn en við búum við í dag.“ Vegna ágreinings í nefndinni hef- ur starf hennar dregist á langinn. Nú mun vera stefnt að því að nefndin ljúki störfum fyrir áramótin. SSH Stúdentaráð Háskóla íslands hef- ur að undanförnu gengist fyrir undir- skriftasöfnun meðal stúdenta við Háskóla íslands til að mótmæla hvemig ríkisvaldið hyggst ráðstafa fé Happdrættis Háskólans til bygg- ingar Þjóðarbókhlöðu. Alls söfnuð- ust 2646 undirskriftir á fjórum dögum. I gær voru Guðrúnu Helga- dóttur forseta Sameinaða þings af- hentar undirskriftirnar. Textinn sem stúdentarnir skrifuðu. undir hljóðaði þannig: „Við undirrit- aðir stúdentar- við Háskóla íslands mótmælum freklegri ásælni ríkis- valdsins í sjálfsaflafé skólans, en stjórnvöld áforma að ráðstafa tæp- lega helming af tekjum Happdrættis- ins. Gangi slíkt eftir munu bygging- arframkvæmdir og önnur uppbygg- ing við skólann stöðvast, en húsnæð- is- og tækjamál skólans em langt frá að vera viðunandi. Stúdentar skora á þingmenn að koma í veg fyrir þessar fyrirætlanir.“ Á fundi Stúdentaráðs Háskóla íslands 26. október var samþykkt samhljóða ályktun þar sem ráðstöf- un ríkisvaldsins á fé Happdrættisins til Þjóðarbókhlöðunnar er mótmælt. Þar var einnig lýst vonbrigðum með hlut Háskólans í fjárlagafrumvarp- inu. Deildarráð í læknadeild Háskól- ans hefur einnig samþykkt svipaða ályktun og Stúdentaráð samþykkti. Deildarráðið bendir á að skert fjár- ráð Háskólans komi þungt niður á læknadeildinni. -EÓ 7

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.