Tíminn - 10.11.1989, Page 6
6 Tíminn
Föstudagur 10. nóvember 1989
Tímiriii
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
___Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Aöstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og meö 1. ágúst hækkar:
Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verö í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Mjúku málin
Alþingi hefur nú þriðja sinni á tæpum áratug
fengið til meðferðar frumvarp til laga um skráningu
og meðferð persónuupplýsinga. Aðdragandi frum-
varps og löggjafar um þetta málefni er þó lengri,
því að þegar upp úr 1970 voru þessi mál rædd á
Alþingi í sambandi við þingsályktunartillögur sem
fjölluðu um þetta málefni.
Fyrstu lög sem sett voru hér á landi til verndar
einstaklingum vegna skráningar á upplýsingum um
persónuleg mál þeirra voru samþykkt árið 1981 og
voru látin gilda til ársloka 1985. Þá voru samþykkt
ný lög um efnið og höfðu þau einnig afmarkaðan
gildistíma, þ.e. frá 1. janúar 1986 til ársloka 1989.
Nú er það fremur óvenjulegt, þótt ekki sé það
dæmalaust, að lögum sé ætlað að gilda takmarkað-
an tíma samkvæmt beinum ákvæðum laganna
sjálfra. Má ætla að til slíks sé gripið þegar um er
að ræða löggjafarmál, sem eru umdeild eða nýstár-
leg að efni, en þó af þeirri gerð að löggjafanum
þykir ekki rétt að hafna lagasetningu.
Saga löggjafar um persónuskráningu á einkahög-
um fólks ber þess ýmis merki að þetta málefni
hefur vafist fyrir löggjafanum. Það sannar sú
staðreynd, að hin tvennu lög, sem sett hafa verið
um þetta mál, voru dæmd til að falla úr gildi af
sjálfu sér innan ákveðins tíma. Þetta ákvæði hefur
neytt dómsmálaráðherra og Alþingi til þess að
meta þetta mál rækilega að nýju á fárra ára fresti
og fjalla um það eins og það sé nýtt og ókunnugt
mál með stuttu millibili.
Það er auðvitað ofsögum sagt að hér sé um nýtt
og ókunnugt mál að ræða, þegar Alþingi tekur nú
til í þriðja sinn á níu árum að fjalla um frumvarp
til laga um skráningu og meðferð persónuupplýs-
inga. Eigi að síður er málið þess eðlis að það verður
seint afgreitt einu sinni fyrir allt.
Svo nauðsynlegt sem það er að halda tilteknar
skrár um þegna skipulegs þjóðfélags, þá er það
jafnframt fráleitt að leyfa eigi frjálsa starfsemi um
skráningu persónuupplýsinga og gera þær aðgengi-
legar. Gildandi löggjöf og frumvarp það, sem nú
liggur fyrir Alþingi, geyma að vísu mörg ákvæði
sem þrengja eiga möguleika til misnotkunar á
persónulegum upplýsingum. í þessu efni verður þó
aldrei of varlega farið.
Fyrir Alþingi liggur einnig tillaga til þingsálykt-
unar um heilsufarsbók, flutt af sex þingkonum
Kvennalistans. Þar er gert ráð fyrir að heilbrigðis-
ráðherra beiti sér fyrir gerð bókar sem fylgi
hverjum einstaklingi „frá vöggu til grafar“, eins og
segir í tillögunni, og skal þar skrá allar upplýsingar
um heilsufar einstaklinga, sjúkdóma, læknismeð-
ferð og lyfjanotkun.
Þessi hugmynd um heilsufarsbók er dæmi um
hvernig jafnvel „hin mjúku málin“ geta lent úti á
villigötum, ummyndast í andstöðu sína.
GARRI
Yfirtilþín,Flosi
Garri hefur nú bara aldrei lent í
öðru eins. I grein út af hálfgerðum
framhaldsafmælum, hefur Flosi
skrifað hálfgert ástarbréf til rit-
stjóra þessa blaðs og farið um það
óbeinuifi orðum, að hann beitti
Garra ritskoðun. Og þetta gerist
einmitt þegar allir eru að verða
frjálsir austantjalds, bæði að
skoðunum sínum og öðru. Flosi
nefnir jafnvel síðasta þátt sinn í
Pressu þeirra kratanna „af Garra“,
sem er óvæntur heiður, þar sem
þættir Flosa eru þjóðfrægir. Fer
Flosa eins og mörgum öðrum af-
bragðs grínistum, að hann þolir illa
umtal um eigin persónu. Fer þó
ekki á milli mála, að Flosi hefur
löngum haft atvinnu af því að fjalla
um persónur, láréttar, lóðréttar, á
floti og á grúfu og upp í loft, án
þess nokkur maður hafi tekið því
illa. Þess vegna dauðbrá Garra,
þegar hann tók upp á því nú að
klaga hann fyrir ritstjóra blaðsins.
Hóktið í FÍosa
Það er náttúrlega orðið vandlif-
að i þessum heimi ef við Flosi
getum ekki mælst máli án þess að
kalla til þríðja aðila. Það er ekki
Garra að kenna, að Flosi fór að
skrifa af hökti, og að sífelld afmæli
komu í hugann þegar á hökt var
minnst. Menn yngri en Flosi hafa
haldið stór afmæli. Frægust hafa
þau orðið hjá hinum fertugu, sem
hafa leigt stóra sali undir afmæli
sín og látið dansa á eftir. Einn kom
út úr slíku afmæli sínu og stakkst
lóðbeint á hausinn. Hann var í
einhverju fjáröflunarfyrírtæki.
Það var auðvitað ekki verið að tala
um svoleiðis afmæli, enda Flosi
nýorðinn gósseigandi í Reykjadal,
þar sem hann ætlar að hafa gæð-
inga sína. Það er auðvitað alveg út
í hött að halda að Garri hafi veríð
að ráðast að betrí helmingi Flosa í
bókstaflegri merkingu með þvi að
geta þeirra sem voru á afmælis-
myndum, annað hvort í Pressunni
eða hrossablaðinu DV. Sú kona
stendur nú af sér annað eins og
eina myndbirtingu. Öðru máli
gegnir um Ingólf Margeirsson, rít-
stjóra. Maðurínn er bara alltaf í
afmælum, svo það hlýtur að þykja
fréttnæmt hvenær sem Ijóst er af
myndun, að hann hafi enn einu
sinni brugðið sér í kaffi.
Lögleg afmæli
Af þessu sést að Garrí var ekki
að flika neinum illvilja með því að
geta nokkurra afmæla. Svo er þess
að geta að sextugsafmæli eru full-
komlega lögleg, og taka þar við
sem barnaafmælunum sleppir. Það
varð hins vegar ekki við því gert,
að þegar kom að þessu afmælatali
þurfti Flosi endilega að verða sex-
tugur með bravúr eins og slíkum
englabossa bar. Og svo þurfti Flosi
ekki að vera að kveikja hugmyndir
með tali sínu um höktið. Hann
þekkir það úr leildistinni hvernig
ákveðin stikkorð eru notuð til að
hleypa munnræpu af stað hjá öðr-
um aðila á sviðinu. Sumir taka hatt
sinn og staf og ganga út til vinstrí,
en þá eru þeir farnir að lesa
leiðbeiningamar. En þar sem Garri
gengur hvorki með hatt eða staf
varð honum það á, að tala um
afmæli þegar hann sá þetta voða-
lega orð: Hökt.
Ávarp af sviði
Garri veit ekki hvernig hann á
að koma orðum að því hvað honum
finnst um Flosa. Eitt er þó víst, að
honum finnst Flosi allra vænstur
maður og þykir fyrir því að hafa
orðið til að valda honum hugar-
angrí eins og orð hans um Garra
bera vitni. Flosi erorðinn sæmilega
sjóaður, þótt svo virðist sem hann
sé ekki sjóaður í afmælum. Hann
hefur verið leikari lengst af ævi
sinnar og stundum faríð á kostum,
og þótt Garra hafi orðið það á, að
telja að of margar leikkonur séu
komnar úr barneign, þarf hann
ekki að taka það til sín. Þetta var
ekki þannig meint. Nú síðast lék
Flosi í Oliver og af sviði Þjóðleik-
hússins flutti hann ávarp til þjóðar-
innar á afmælisdaginn. Hefur ekki
stórbrotnara ávarp veríð flutt á
þeim stað síðan Guðlaugur Rós-
inkrans minnist þar musteris ís-
lenskrar tungu á viðeigandi hátt.
En nú hefur Flosi gert Garra
alveg ruglaðan. Honum er ekki
uppálagt að skrífa pistla, þar sem
stirnir á rósrauða sætsúpuna. Hon-
um hefur veríð skipað að taka á
málum, og það þóttist Garrí vera
að gera, þegar ekki linnti fréttum
og myndbirtingum af afmælum.
Lengsta afmæli sem nokkur maður
hefur átt stóð í viku. Það var þekkt
og ástsælt tónskáld. Menn voru á
fjórða degi í Páli. Svo er ástæða til
að firra rítstjórann þeim áburði að
hann sé á framfærí ríkisins. Hann
er á framfærí Tímans eins og
stendur.
Yfir til þín, Flosi.
Garri
VÍTT OG BREITT
Að flytja út þekkingu
í fréttum síðustu daga hefur
verið sagt frá nýstofnuðu fyrirtæki
íslenskra og ungverskra aðila undir
firmaheitinu Geoterm Ltd.
Hátíðleg athöfn
Stofnun þessa fyrirtækis fékk á
sig þeim mun meiri hátíðarsvip að
stórmenni var viðstatt undirritun
stofnsamnings þess í Búdapest.
Þar voru ungverskir ráðherrar
mættir, svo og utanríkisráðherra
íslands og sendiherrar. Er vafamál
að stofnað hafi verið jarðborunar-
fyrirtæki af meiri virðuleik en þetta
ungversk-íslenska hlutafélag.
Síst af öllu skal lítið gert úr þvi
að þarna sé um merkUegan atburð
að ræða, sem ástæða sé tU að
undirstrika með hátíðarbrag. Að
baki stofnun fyrírtækisins liggur
talsverð saga og margs konar fram-
tak sem íslenskir athafnamenn hafa
staðið fyrir. Hér er ekki einasta um
það að ræða að með þessu er verið
að fylgja eftir þeirrí hugmynd að
„flytja út“ íslenska sérfræðiþekk-
ingu og gera slíkan útflutning að
skipulegri atvinnugrein, heldur er
ástæða tU að skyggnast lengra og
gera sér grein fyrir þeirri þróun
sem býr því að baki að íslendingar
eru færir um að sinna þeim verk-
efnum sem þetta nýja ungversk-ís-
lenska fyrirtæki er stofnað tU.
Reynsla að heiman
Ef það er svo, sem það er, að
íslenskir sérfræðingar séu hæfir til
þess að taka að sér umfangsmikil
verkefni á sviði jarðvarmanýtingar
erlendis, þá liggur það í því að þeir
hafa reynsluna að heiman. Fátt
setur jafnsterkan svip á íslenska
athafnasögu síðustu áratuga en
framkvæmdir á sviði jarðvarma-
nýtingar. Lögð hefur verið áhersla
á að byggja upp innlenda reynslu
af flestu því sem við kemur þessari
starfsemi. Hún hefur að mestu
verið til heimanotkunar hingað til,
en nú er ekki annað að sjá en að
íslendingar séu í færum um að
flytja þekkingu sína og reynslu út
eins og hverja aðra „framleiðslu-
vöru“.
ísland er ekki eitt um það að
vera jarðhitaland. Slík lönd eru
víða um heim og mikið um ónýtta
jarðhitaorku í þessum löndum.
Eitt þessara landa er Ungverja-
land. Þar eru ýmis ónumin jarð-
hitasvæði og áhugi í landinu um að
nýta orkuna sem þar er geymd.
Ungversk-íslenska fyrirtækinu Ge-
oterm er ætlað að koma þar við
sögu.
Heilsuhótel?
Komið hefur fram að aðalverk-
efni hins nýja fyrirtækis verða á
sviði hitaveituframkvæmda eða
forathugana þeirra. Þá hefur oft
verið talað um að Ungverjar vildu
nýta jarðvarma í uppbyggingu
heilsuhótela, sem út af fyrir sig er
athyglisvert verkefni, en ekki aug-
Ijóst að ráðgjöf um það sé sérstak-
lega á íslensku reynslusviði. Sann-
ast sagna hefur sá möguleiki að
koma upp heilsuhótelum hér á
landi ekki verið nýttur svo að orð
sé á gerandi. Væri fróðlegt að vita
hvaða ástæður liggja til þess, því
að fljótt á litið virðist möguleiki á
að gera slíka starfsemi að lið í
íslenskri ferðaþjónustu. Eða er
það á misskilningi byggt? I.G.