Tíminn - 10.11.1989, Page 9

Tíminn - 10.11.1989, Page 9
8 Tíminn Föstudagur 10. nóvember 1989 Föstudagur 10. nóvember 1989 Tíminn 9 Umferðar ekki nátt- úrulögmál Eftir Stefán Ásgrímsson í dag verður haldinn á Hótel Loftleið- um fimmti landsfundur um slysavarnir og er fundurinn haldinn að frumkvæði Landlæknisembættisins en auk þess standa að honum slysadeild Borgarspít- alans í Reykjavík, Samband íslenskra tryggingafélaga og Umferðarráð. Fjölmörg erindi verða flutt um slys og ýmsar hliðar þeirra og um varnir gegn þeim. Fjallað verður um fjóra flokka slysa; umferðarslys, íþróttaslys, heima- og tómstundaslys og áverka og limlest- ingar af völdum ofbeldis. Umferðarslys eru verulega mikill þátt- ur allra slysa og að slepptum mannlegum harmleikjum af völdum þeirra þá ber þjóðfélagið í heild á herðum sér gífurleg- an kostnað af völdum þeirra. Má í því sambandi minna á gríðarlegt eignatjón Iæknis- og sjúkrahúsakostnað og vinnut- ap. Slysavarnir eru hagkvæmar Pað hlýtur því að vera verulegt þjóð- hagslegt og tilfinningalegt atriði að neytt sé allra ráða til að draga úr slysum og sem betur fer eru til þess ýmis ráð. Sumum þeirra er stöðugt beitt en önnur ráð sem augsýnilega myndu duga liggja hins vegar í láginni og tíðum er fjárskorti borið við þegar aðgerðaleysi er afsakað. Umferðarnefnd fulltrúaráðs Fram- sóknarfélaganna í Reykjavík hélt ráð- stefnu um umferð og umferðaröryggi fyrir nokkru. Ráðstefnan var að nokkru haldin í stórum fólksflutningabíl sem ók um borgina svo ráðstefnugestir mættu með eigin augum undir leiðsögn sér- fróðra líta þau vandamál sem við er að fást og þarf við að fást svo umferðin megi verða öruggari. Kristján H. Kristjánsson rannsóknar- lögreglumaður er formaður umferðar- nefndar fulltrúaráðsins og sagði hann að ráðstefna af þessu tagi og með þessu fyrirkomulagi sé nýjung hjá stjórnmála- flokki. Kristján var um langt skeið lögreglumaður í slysarannsóknadeild Reykjavíkurlögreglunnar og er því gagn- kunnugur umferðarslysum, eðli þeirra, orsökum og helstu slysastöðum í borg- inni. Svartir blettir og sérstæð óhöpp Hann sagði í samtali við Tímann að sér sýndist eftir að hafa starfað við slysarannsóknir um árabil, að flest um- ferðaróhöpp verði á um þrjátíu stöðum í borginni og yfirleitt með svipuðum hætti á hverjum stað fyrir sig. Þannig eru aftanákeyrslur af ýmsum toga algengar á einum stað, framanákeyrslur á öðrum, hliðarárekstrar á þeim þriðja og ekið á gangandi á þeim fjórða o.s. frv. Kristján tók fram að þessir þrjátíu staðir sem hann talar um eru ekki endilega svokallaðir svartir blettir því að á sumum þeirra er gríðarleg umferð og sé tillit tekið til umferðarinnar sé fjöldi slysa miðað við umferð ekki þess eðlis að um sé að ræða svarta bletti samkvæmt skilgreiningu á þeim. Kristján hefur tekið saman óhöpp sem urðu á nokkrum stöðum í borginni á tímabilinu nóv-mars í fyrra en á hverjum þessara staða urðu óhöpp með nokkuð einkennandi hætti: Fyrsti þessara staða er aðreinin frá Bústaðaveginum suður Kringlumýrar- braut í átt til Kópavogs. Þar urðu á tímabilinu 23 óhöpp og slys á fólki tíð og fjöldi alvarlegra meiðsla á hálsi og baki. Slysin verða með þeim hætti á þessum stað að tveim eða fleiri bílum er ekið niður aðreinina. Bílstjórar í röðinni skima aftur fyrir sig hvort bílar komi eftir Kringlumýrarbraut og hvort hægri akreinin sé auð. Ef svo er, gefa þeir gjarnan í en gleyma bílnum sem er á undan og skella aftan á honum. Þarna verða oft harmóníkuárekstrar. Kristján telur að verði gerð ný akrein á Kringlumýrarbrautina þarna, svipað og gert hefur verið í Kópavogi þar sem ekið er út af Nýbýlavegi til norðurs inn á Kringlumýrarbraut, þá muni þessum árekstrum þarna fækka verulega, eins og gerst hefur við Nýbýlaveginn. Svipaða sögu, bara ívið verri, er að segja um aðreinina af Reykjanesbraut- inni sem eitt sinn var kölluð Breiðholts- braut, inn á Miklubraut til vesturs. f*ar urðu á tímabili því sem Kristján athug- aði, 44 árekstrar og allt árið í fyrra slösuðust þarna 132. Við gatnamót Höfðabakka og Fálka- bakka eru aftanákeyrslur algengar. Þær verða með þeim hætti að bílstjórar sem aka á vinstri akrein norður Höfðabakka og ætla að beygja til vinstri inn á Fálkabakka fá bíl sem eftir þeim kemur aftan á sinn. Á þessum stað hafa orðið mjög harðar aftanákeyrslur enda er 60 km hámarkshraði eftirHöfðabakkanum. Þessi slys myndu líklega leggjast af ef vinstri beygja yrði bönnuð á þessum stað. Á gatnamótum Elliðavogar og Kleppsmýrarvegar eru algengir árekstrar af því tagi að bíl, sem kemur Elliðavog- inn úr norðurátt er beygt til vinstri inn á Kleppsmýrarveg í veg fyrir bíl sem ekið er í gagnstæða átt yfir gatnamótin. Þessi slys verða oft með þeim hætti að báðir aðilar eru að reyna að skella sér yfir á gulu eða jafnvel rauðu ljósi þótt ekki sé það alltaf raunin. Þarna væri æskilegt að setja upp beygjuljós fyrir vinstri beygju til að Aðrein frá Bústaðavegi inn á Kringlumýrarbraut til suðurs er mikil slysagUdra. Þarna verða Ijöldamargir árekstrar í hverri viku og stundum umtalsverð slys á fólki. Hér verða aftanákeyrslur þegar fremsti bfll hikar og ökumaður þess næsta á eftir gleymir honum og gefur í meðan hann horfir út um hliðarrúðuna. Svipað ástand var við aðreinina af Nýbýlaveginum í átt til Reykjavíkur. Þar var leyst úr málinu með því að aðreinin heldur áfram sem akrein eins og sést á myndinni. Tímamynd: Pjeiur draga úr hættu á árekstrum. Það var á sínum tíma gert á mótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar en þar voru árekstr- ar af þessu tagi algengir og all nokkur dauðaslys urðu. Verulega hefur dregið úr árekstrum þar eftir að ljósin komu. Aögerðir sem borga sig Kristján sagði að allir sem um þessi mál fjölluðu hlytu að verða að gera sér grein fyrir því að allar aðgerðir sem draga úr dauðsföllum, tímabundinni eða ævilangri fötlun, meiðslum af öllu tagi og eignatjóni væru ekki að kasta fjármunum á glæ. Slíkar aðgerðir skiluðu sér mjög fljótt til baka. Hann minnti í því sambandi á að svörtu blettirnir hefðu verið rækilega rannsakaðir á sínum tíma af ýmsum, þar á meðal Gunnari Gunnarssyni verk- fræðingi hjá umferðardeild borgarverk- fræðings í Reykjavík og hefðu þessar athuganir leitt ýmislegt forvitnilegt í ljós: Til dæmis það að verulega mætti draga úr slysatíðni á þessum stöðum flestum með tiltölulega einföldum og sums staðar nauðaeinföldum og ódýrum aðgerðum. Þannig væru dæmi um að með jafn nauðaeinföldum hætti eins og að banna vinstri beygju, loka miðeyju, grindverki, gangbrautarljósum mætti draga úr óhöppum um milli 15-70%. Aðgerðir þessar myndu kosta frá nokkrum tugum þúsunda upp í nokkrar milljónir króna en myndu borga sig upp í fækkun slysa á nokkrum dögum til fimm árum. í þessu sambandi minnti Kristján á að á fundi umferðarnefndar Reykjavíkur 1. júní í fyrra hefði verið fjallað um tillögu minni- hlutaflokkanna í borgarstjóm varðandi úrbætur á svörtu blettunum og ályktun- artillögu Sveins G. Jónssonar um að niðurskurður fjárveitinga til vegamála hefðu orðið til þess að nauðsynlegar umbætur á aðalgatnakerfi Reykjavíkur hefðu tafist og slysagildrur skapast. Á ráðstefnu Framsóknarmanna flutti Þórarinn Hjaltason verkfræðingur og deildarstjóri umferðardeildar borgar- verkfræðings Reykjavíkur erindi og skýrði í máli og myndum fjölda gatna og gatnamóta og fjallaði um svörtu blettina. Hann sagði að endurbætur og forgangs- röð þeirra markaðist af þeim fjármunum sem varið væri til þessa málaflokks af hálfu borgarinnar. Eðlisþættir og reynsluleysi Jón Baldur Þorbjörnsson bílaverk- fræðingur, deildarstjóri hjá Bifreiða- skoðun íslands fjallaði um hinn mann- lega þátt umferðarslysanna og sagði meðal annars að ýmsir eðlisþættir og skapgerð ættu ríkan þátt í að móta ökulag manna. Reynsluleysi í akstri rjátlaðist af mönnum en eðlis- og skap- gerðarþættirnir miklu síður og þar þyrftu ýmis samfélagsleg atriði til að koma. Þá ræddi hann um ökukennslu á íslandi sem hann sagði að athuga þyrfti sérstaklega. Eftirlit með ökukennslu, hæfni ökukennara og prófdómara væri ekkert sem heitið gæti og algengt væri að ökuþjálfun próftaka væri verulega ábótavant þótt svo þeir næðu ökupróf- inu. Þessi mál þyrfti að taka til gagn- gerðrar athugunar. Ráðstefnan hófst á því að ekið var, eins og fyrr segir um borgina og skoðaðir ýmsir staðir, bæði þar sem slys hafa verið og eru algeng. Einnig voru skoðaðir staðir sem hafa verið miklar slysagildrur en úrbætur hafa verið gerðar sem borið hafa þann árangur að stórlega hefur dregið úr slysum. Slíkir slysastaðir hafa gjarnan verið nefndir „svartir blettir“ en það eru þeir staðir kallaðir þar sem flest slys verða miðað við umferð. Ráðstefnugestirnir staðnæmdust á fjölda staða og Sveinn Grétar Jónsson fulltrúi Framsóknar- manna í umferðarnefnd Reykjavíkur, Sigurður Ingólfsson varamaður hans, Kristján H. Kristjánsson, Höskuldur B. Erlingsson lögreglumaður í umferðar- deild og Alfreð Þorsteinsson varaborg- arfulltrúi Framsóknarmanna fjölluðu um staðina og umferðarleiðir almennt. Ekið um borgina Sveinn G. Jónsson kynnti í upphafi ferðar starf umferðarnefndar borgarinn- ar og greindi frá tillögum sem miðað hafa að því að fækka slysum og auka öryggi. Auk hans voru Ieiðbeinendur á leiðinni Höskuldur Erlingsson, Sigurður Ingólfsson, Kristján H. Kristjánsson og Alfreð Þorsteinsson varaborgarfulltrúi. Þeir bentu á ýmsa staði á leiðinni þar sem öryggi er ábótavant en einnig á þá staði þar sem bætt hefur verið úr, svo sem vegriðið sem komið er í Ártúns- brekkuna en Alfreð Þorsteinsson er einmitt frumkvöðull þess. Þá gat Höskuldur Erlingsson þess að við mörg fjölfarin og hættuleg gatnamót skorti sárlega vinnuaðstöðu fyrir lög- reglu þar sem hægt væri að taka ökutæki afsíðis án þess að öll umferð færi úr skorðum. Þá ræddi hann og skýrði ýmsar slysagildrur og benti á að þarft væri að sýna og skýra margar þeirra í t.d. sjónvarpi til að ökumenn gætu fremur haft á sér andvara. Aðrir sem til máls tóku á ráðstefnunni og ekki hafa verið nefndir hér að ofan eru: Sigurður Helgason fulltrúi hjá Um- ferðarráði, Kristinn Snæland leigubíl- stjóri, Eiríka Friðriksdóttir hagfræðing- ur, Guðmundur Þorsteinsson námsstjóri og Guðni Karlsson umsjónarmaður ökuprófa. Ráðstefnustjóri var Sigrún Magnús- dóttir borgarfulltrúi. Ráðstefnunni barst innileg kveðja og ítarleg greinargerð um umferðarmál frá hinni öldnu kempu; Ólafi Ketilssyni bílstjóra frá Laugarvatni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.