Tíminn - 10.11.1989, Síða 15
Föstudagur 10. nóvember 1989
Tíminn 15
lllllllllllllll ÍÞRÓTTIR
Lið Fellaskóla sigraði í knattspyrnumóti KR og Stjömunnar í gærkvöldi á gervigrasvellinum í gærkvöld.
Andstæðingar þeirra vom úr Ölduselsskóla en ekki gekk þrautalaust að knýja fram úrslit í leiknum. Jafnt var 1-1
að loknum venjulegur leiktíma og framlengingu og þurfti því vítaspyrnukeppni til. Fellaskóli skoraði úr öllum sínum
spyrnum, en Ölduselsskóla misnotaði eina. Fellaskóla sigraði því 6-5 í leiknum. Timamynd Pjetur.
íslandsmótið í handknattleik:
„Okkur skorti úthald
og því töpuðum við“
- sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari Víkinga eftir að liðið
tapaði 25-27 fyrir Val
„Okkar vantar meira úthald og
því tapaðist þessi leikur. Ég vona að
mér takist að laga leik liðsins meira
þannig að við leikum betur í næsta
leik,“ sagði Guðmundur Guð-
mundsson hornamaðurinn snjalli í
liði Víkings, en hann tók við þjálfun
liðins fyrir nokkrom dögum, eftir að
Júgóslavinn Slavko Binibir var
rekinn.
Víkingsliðið lék í gær án Árni
Friðleifssonar, sem á við meiðsl að
stríða og munar um minna. Þrátt
fyrir það sýndi Víkingar ágætis leik,
en eins og Guðmundur benti á þá
vantaði liðið aukið úthald til þess að
ná sigra.
Þrjú fyrstu mörkin í leiknum voru
víkinga og Valsmenn komust ekki á
blað fyrr en eftir 10 mín. leik.
Hlíðarendapiltum tókst að jafna -5
og síðar komust þeir yfir 7-8. Það
var í eina skiptið í fyrri hálfleik sem
Víkingar höfðu ekki frumkvæðið.
Þegar flautað var til leikhlés voru
Víkingar 3 mörkum yfir 15-12.
Valsmenn jöfnuðu þegar í síðari
hálfleik og leikurinn var í járnum
fram að 19-19. Þá tóku Valsmenn
við forystuhlutverkinu og komust í
19- 21. Þrátt fyrir yfirvegaðan leik
Víkinga undir lok leiksins, þar á
meðal 2 mín. sókn á lokamínútunum
tókst þeim ekki að jafna og síðasta
mark leiksins gerði Jakob Sigurðs-
son úr hraðaupphlaupi 25-27. Ingi-
mundur Helgason Víkingur missti
knöttinn þegar nokkrar sek. voru til
leiksloka, en Víkingar gerðu þá
örvæntingarfulla tilraun til þess að
koma knettinum framhjá sterkri
vörn Vals.
Leikurinn var fjörugur og spenn-
andi og allt annað var að sjá til
Víkingsliðsins en í undanförnum
leikjum. Þeir Guðmundur, Bjarki,
Birgir og Ingimundur léku allir vel
og Hrafn varði vel í markinu.
Hjá Val voru menn nokkuð lengi
í gang en þegar á þurfti að halda
skiluðu menn sínu. Brynjar Harðar-
son gerði falleg mörk, en hann var
lengst af tekinn úr umferð. Jón
Kristjánsson og Einar Þorvarðarson
léku best Valsmanna að þessu sinni,
en hætt er við að þeir Hlíðarenda-
piltar verði að leika betur á sunnu-
dagskvöld gegn Raba Eto í Evrópu-
keppninni, ætla þeir að vinna upp
mörkin 6 og komast í 3. umferð
keppninnar.
Mjög slakir dómarar leiksins voru
þeir Einar Sveinsson og Kjartan
Steinback.
Mörkin Víkingur: Birgir 7, Bjarki
6, Guðmundur 6/2, Ingimundur 4 og
Siggeir 2. Valur: Jón 7, Brynjar 6,
Valdimar 6/1, Jakob 3, Júlíus 3,
Finnur 1 og Ingi Rafn 1. BL
Staðan í 1.
deildinni í
handknattleik
VÍS-keppninni:
FH ....... 54 1 0 136-105 +31 9
Stjarnan ..4400 95- 69 +26 8
Valur .... 5 4 0 1 131-111 +20 8
KR ....... 5 3 0 2 107-113 -6 6
ÍR........52 12 121-118 +3 5
ÍBV.......5 122 113-115 -2 4
Víkingur .61 14 129-142 -13 3
Grótta ... 5 1 1 3 93-113 -20 3
HK ....... 5 1 04 109-128 -19 2
KA ....... 5 10 4 104-124 -20 2
Körfuknattleikur-NBA deildin:
Magic sektaður
fyrir löðrung
Fimm leikmenn í bandarísku
NBA atvinnumannadeildinni í
körfuknattleik hafa verið sektaðir
fyrir að beita líkamlegu ofbeldi
það sem af er keppni, en aðeins er
vika síðan keppnistímabilið í deild-
inni hófst.
Earvin „Magic“ Johnson aðal-
maðurinn í liði Los Angeles Lakers
var dæmdur í 3.000 dala sekt fyrir
að löðrunga Kevin Johnson í leik
Lakers, og Phoenix Suns. Báðir
vom þeir reknir af leikvelli i leikn-
um og Kevin Johnson fékk líka
sekt sem nemur 1.000 dölum. Þá
var Byron Scott dæmdur í 500 dala
sekt fýrir að stjaka við Kevin
Johnson í sama leik.
Scott Hastings leikmaður með
Detroit Pistons var dæmdur í 1.500
dala sekt fyrir slagsmál við nýliða
Chicago Bulls, Stacey King. King
fékk 500 dala sekt fyrir að slá til
Hastings.
í fyrrakvöld vora nokkrír ieikir í
NB A-deiIdinni. Athygli vekur sig-
ur Orlando Magic á Cleveland
Cavaliers 117-110, en framleng-
ingu þurfti til að úrslit fengjust.
Úrslit urðu annars þessi:
Indiana Pacers-Detroil Pistons 95-74
Philadelphia ’76-Miami Heat 115-91
Washington Bullets-Boston C. 112-103
Chicago Bulls-Minnisoda Timb. 96-84
Portland Trail BI.-S.A. Spurs 108-104
Denver Nuggets-Sacramento K. 102-84
Utah Jazz-Charlotte Homets 102-86
Dalias Mavricks-L.A.CIippers 123-99
Orlando Magic-Cleveland Cava. 117-110
BL
1x2 1x2 1x2 1x2 1x2
Get-raunir!!!
Fyrsti vinningur gekk
ekki út í síðustu leikviku
getrauna og því er potturinn
ijórfaldur nú um helgina.
Er það í þriðja sinn sem það
gerist í beinlínutengda get-
raunakerfinu.
Úrslitin voru óvænt um
síðustu helgi ekki nema von
að tippurum gengi illa. Að-
eins 14 voru með 11 rétta og
vinningur þeirra er óvenju
stór, eða 41.249 kr. í hlut
hvers.
Þar sem potturinn verður
fjórfaldur á morgunn og
salan hefur varið vaxandi
síðustu vikur, má gera ráð
fyrir því að heildarvinningar
verði ekki undir 10 milljón-
um kr. á ntorgunn. Ekki
mun heldur skemma fyrir
að leikur 7 á seðlinum, leik-
ur QPR og Liverpool verð-
ur sýndur í beinni útsend-
ingu í ríkissjónvarpinu.
Leikurinn hefst kl. 15.00,
en sölukerfinu verður lokar
5 mín. fyrr.
Fram var söluhæsta félag-
ið í síðustu viku með 44.078
raðir, næst kom Fylkir með
35.013 raðir og KR var í
þriðja sætinu með 17.713
raðir. Öll félögin í topp 10
listanum seldu fleiri en 10
þúsund raðir.
Hópurinn SOS hefur for-
ystu í haustleik getrauna
með 92 stig. Næstur kemur
SÍLENOS með 90 stig,
FÁLKAR hafa 89 stig,
TVB16 hafa 88, HULDA
87 og SVENSON 86. Aðrir
hópar hafa færri stig.
Morgunblaðið stóð sig
langbest fjölmiðla í síðustu
viku og var með 8 leiki
rétta. Aðrir miðlar voru
með 4-6 rétta. Staðan í
fjölmiðlaleiknum er nú
þessi: Alþýðublaðið 55,
Bylgjan 53, DV og Rúv 50,
Stöð 2 og Dagur 47, Hljóð-
bylgjan 46, Þjóðviljinn 44,
Stjarnan 41 og Tíminn 38.
En snúum okkar þá að
leikjum helgarinnar og höf-
um í huga að til mikils er að
vinna og að undanförnu
hafa úrslit verið mjög óvænt
í 3-4 leikjum á hverjum
seðli.
Coventry-Southampt.: 2
Allt getur gerst í þessum
leik, gengi beggja liðanna
hefur verið skrykkjótt, en
ætli Dýrlingarnir hafi ekki
sigur að þessu sinni.
Crystal Palace-Luton: I
Ekki væri vitlaust að eyða
þrítryggingu á þennan leik,
en líklegast er þó að um
heimasigur verði að ræða.
Derby-Man. City: 1
Eftir tap á útivelli um síð-
ustu helgi má gera ráð fyrir
leikmönnum Derby ákveðn-
um að sigra City í þessum
leik.
Everton-Chelsea: x
Leikur í toppbaráttunni og
allt getur gerst. Reyndar er
lið Everton sterkt á heima-
velli en brugðið getur til
beggja vona og jafntefli ætti
ekki að koma svo mjög á
óvart. Spurning um að nota
tvítryggingu.
Millwall-Arsenal: 2
Allt annað en sigur Arsenal
kæmi á óvart, en vel á
minnst, úrslitin hafa verið
óvænt að undanförnu og
því má alveg eins gera ráð
fyrir jafntefli.
Norwich-Aston Villa: 1
Sigur heimaliðsins ætti að
teljast skotheldur, en allt
getur gerst. Lið Aston Villa
hefur verið í sókn að undan-
förnu og hver veit.
QPR-Liverpool: 2
Þá er komið að sjónvarps-
leiknum, þar sem búast má
við harði hríð að marki
heimaliðsins. Liverpool
óvænt á heimavelli um síð-
ustu helgi fyrir Coventry og
þarf því að snúa á sigur-
brautina á nýjan leik með
sigri í þessum leik.
Sheff. Wed.-Charton: 2
Lið Wednesday vann
óvæntan útisigur á Forest
um síðustu helgi, en liðið
vinnur ekki tvo leiki í röð,
þannig að Charlton hirðir 3
stig á Hillsborough.
Tottenh.-Wimbledon: 1
Það ætti ekki að vera spurn-
ing að heimasigur er mjög
líklegur í þessum leik. Bæði
þessi lið gerðu jafntefli um
síðustu helgi, svona til fróð-
leiks.
Bournem.-Sheff.Utd: 1
Óvæntur heimasigur Boume-
mouth á toppliðinu í 2.
deild. Óvænt úrslit, en hafa
ber í huga að Bournemouth
liðið er mjög sterkt á heim-
avelli.
Sunderland-Wolves: x
Úlfarnir unnu góðan sigur á
West Ham um síðustu helgi
og styrkti því stöðu sína í
deildinni. Á sama tíma tap-
aði Sunderland á útivelli.
Jafntefli er ekki fjarri lagi í
þessum leik.
West Ham-Newcastle: 1
West Ham missir af lestinni
í deildinni ef liðið hefur
áfram að tapa. Liðið getur
klórað í bakkann með sigri
í þessum mikilvæga leik í
toppbaráttunni í deildinni.
FJÖLMIÐLASPÁ
z | Q 5 Z <
LEIKIR11. NÓV. '89 : 2 z z 1 1 tr 1 < 5 “7 ö -J 3 I % -4 ca 3 f í 1 SAMTALS
2 O F 2 o U S < x 1 X 2
Coventry - Southampton X 1 2 11 2 2 1 1 2 X 1 5 2 4
C. Palace - Luton 1 1 1 XI 1 1 2 1 1 1 9 1 1
Derby-Man. City 1 1 1 1 1 1 1 X 1 2 2 8 1 2
Everton - Chelsea 1 1 X 1 1 1 1 1 1 1 X 9 2 0
Millwall - Arsenal 2 2 2 2 2 7 2 2 X X 2 0 3 8
Norwich - Aston Villa 1 1 1 1 t 1 1 X 1 1 1 10 1 0
Q.P.R. - Liverpool 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 X 0 1 10
Sheff. Wed. - Charlton 1 1 2 X X 2 X X X 1 1 4 5 2
Tottenham-Wimbledon 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 0
Bournemouth - Sheff. Utd. 2 X 1 2 2 1 2 2 X 2 2 2 2 7
Sunderland - Wolves X 1 X 1 1 1 1 2 X 1 X 6 4
West Ham - Newcastle 1 il 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 0
x2 1x2 1x2 1x2 1x2
í kvöld ieika KA og ÍBK á Akureyri
kl. 20.30.