Tíminn - 10.11.1989, Qupperneq 16
680001 — 686300
RÍKJSSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Halnarhúsinu v/Tryggvagölu,
S 28822
^Ol»«noai io s/«, il7
Leigjum út sali fyrir
fundi og einkasamkvæmi
og aðra mannfagnaði
ÞRÚSTUR
68 50 60
VANIR MENN
Tíniiiin
FÖSTUDAGUR 10. NOVEMBER 1989
Skipulagsstjóri krefst þess að aðalskipulag verði gert fyrir Kjalarnes þar sem ráð
verði gert fyrir sorpurðun í Álfsnesi:
Engin sorpurðun í Álfs-
nesi án aðalskipulags
„Já það má segja að það hafi ég gert,“ sagði Stefán Thors
skipulagsstjóri ríkisins í gær er Tíminn spurði hann hvort
hann hefði farið fram á að aðalskipulag yröi gert fyrir
Kjalarnes. Skipulagsstjóri sagði síðan:
„Það hefur lengi staðið til að hugsanlegafæriundirsorpurðun.“
gera aðalskipulag fyrir Kjalarnes-
hrepp og það hefur dregist meir en
æskilegt er. Þær vangaveltur sem
nú eru í gangi um sorpurðun í
Álfsnesi kalla auðvitað á það að frá
aðalskipulagi verði gengið hið
fyrsta og í því verður sveitarstjórn-
in að taka afstöðu til landnotkunar
í Álfsnesi og auðvitað að merkja
inn á skipulagið það svæði sem
Skipulagsstjóri sagði að mál af
þessu tagi gengju fyrir sig á þann
hátt að þegar sveitarstjórn væri
búin að samþykkja tillögu að aðal-
skipulagi, þá óskaði hún heimildar
skipulagsstjórnar ríkisins til að
auglýsa hið nýja aðalskipulag.
Það er síðan kynnt í sex vikur
svo öllum íbúum sveitarfélagsins
gefist færi á að kynna sér aðalskipu-
lagið og gera hugsanlega athuga-
semdir. Áthugasemdir þurfa að
vera skriflegar og þeim þarf að
fylgja glöggur rökstuðningur svo
að fremur verði tekið tillit til
þeirra.
Þegar vikurnar sex eru liðnar
skal viðkomandi sveitarstjórn
fjalla um allar athugasemdir sem
borist hafa og samþykkja umsögn
um sérhverja þeirra. Þannig tekur
sveitarstjórn í raun afstöðu til þess
hvort tillit verði tekið til sérhverrar
athugasemdar eða ekki.
Að þessu loknu sendir sveitar-
stjórn afgreiðslu sína á skipulag-
inu, umsagnir um hugsanlegar at-
hugasemdir og afrit af athugasemd-
unum til Skipulagsstjórnar sem
síðan fer yfir gögnin. Ef Skipulags-
stjórnin sér ekkert athugavert við
afgreiðslu sveitarstjórnar þá sendir
hún málið og öll málsgögn til
lokaafgreiðslu hjá félagsmálaráð-
herra og þegar hann hefur staðfest
málið er viðkomandi skipulag þar
með orðið að lögum.
- Hvað ef sá sem athugasemdir
gerir telur að ekki sé tekið tillit til
athugasemda hans, hvað getur
hann gert?
„Það er í raun og veru ósköp
■HHHBHHUi
lftið. Sveitarstjórn hefur vald til að
taka ákvörðun um landnotkun.
Skipulagsstjórn getur í sjálfu sér
tekið undir athugasemdir þótt
sveitarstjórn hafi ekki gert það.
Það gerist þó afar sjaldan enda er
hlutverk skipulagsstjórnar í þessu
fyrst og fremst að sjá til þess að
farið sé eftir gildandi reglum um
kynningar á skipulagi en það er í
höndum sveitarstjórnar að ákvarða
landnotkun og endanlegt úrskurð-
arvald í höndum ráðherra,“ sagði
Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkis-
Frá undirritun samningsins í gærmorgun. Sigurður Helgason forstjóri og
Halldór Vilhjálmsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Flugleiða undirrituðu
Samninginn að hálfu félagSÍnS. Tínumynd Arni Bjarna
Lánasamningur til kaupa á tveim flugvélum undirritaöur:
5,3 milljarða lán
Evrópubandalagsdómstóllinn dæmdi dönskum láglaunakonum hjá Danfoss í vil:
Vinnuveitendur þurfa
rök fyrir launamismun
Flugleiðir undirrituðu skömmu
fyrir hádegi í gær samning um rúm-
lega 5,3 milljarða króna lántöku
vegna kaupa á tveimur Boeing 757-
200 flugvélum sem félagið fær til
landsins á næsta vori. Lánveitendur
eru fimmtán bankar í Bandaríkjun-
um, Japan og Evrópu.
Bank of America og Long Term
Credit Bank of Japan höfðu umsjón
með lánveitingunni, en 13 aðrir
bankar eiga aðild að henni. Samn-
ingurinn er skráður á 22 skjöl sem
fulltrúar bankanna 15 og lögfræðing-
ar sem eftirlit höfðu með samnings-
gerðinni undirrituðu. Fyrir hönd
Flugleiða undirrituðu Sigurður
Helgason forstjóri og Halldór Vil-
hjálmsson, framkvæmdastjóri
fjármálasviðs samninginn.
Þegar tilboð voru opnuð í lánveit-
inguna fyrr á þessu ári reyndust
viðbrögð banka meiri og betri en
búist hafði verið við. Þessar jákvæðu
undirtektir endurspegla trú manna á
þeim flugvélategundum sem félagið
hefur fest kaup á. Lánveitingin er
fyrir 90% af kaupverði vélanna, en
10% höfðu þegar verið greidd við.
Lánið er tekið án ríkisábyrgðar og
eru einungis tryggð með veði í
flugvéiunum sjálfum. -ABÓ
Á þriðja hundrað þúsund danskar
láglaunakonur í verslun og iðnaði
gera sér vonir um nokkra launa-
hækkun eftir að Evrópubandalags-
dómstóllinn, sem er æðsta dómsvald
innan Evrópubandalagsins, dæmdi
þeim í vil í svonefndu „Danfoss“
máli, sem fjallar um launajafnrétti
karla og kvenna. Niðurstaða dóms-
ins var í stuttu máli sú, að ef
launagreiðslur fyrirtækis felast m.a.
í ýmisskonar uppbótum og álags-
greiðslum („ógegnsæu launakerfi“)
sem leiði til þess að karlar hafi að
jafnaði hærri laun en konur þá komi
til svokallaðrar gagnstæðrar sönnun-
arbyrði vinnuveitanda.
Það þýðir að konum - og laun-
þegasamtökum þeirra - nægi þá að
sýna fram á laun kvenna séu að
meðaltali lægri en karla fyrir sömu
vinnu, en þurfi ekki að sanna að í
því felist óréttlæti eða kynjamisrétti.
Þvert á móti verði launagreiðandinn
þá að sanna að launamunurinn sé á
gildum rökum reistur.
Niðurstaða dómsins vakti mikinn
fögnuð í samtökum danskra verslun-
ar og iðnverkamanna HK, sem skutu
þessu máli til Evrópubandalags-
dómstólsins. En málið hefur einnig
vakið athygli innan annarra landa
Evrópubandalagsins.
Málið fyrir Evrópubandalags-
dómstólnum snerist um möguleika
kvenna á að krefjast hærri launa ef
„launastatistikin“ í láglaunafyrir-
tækjum sýni að karlarnir séu að
jafnaði betur launaðir.
„Aðalatriðið er, að vinnuveitend-
ur geta ekki haldið uppi lokuðu
launakerfi, þar sem þeir neita að
skýra út af hverju sumir fá álags-
greiðslur en aðrir ekki. Hér eftir
verður að skýra launamismuninn á
hlutlægan hátt. Konurnar geta nú
krafist svara: „Af hverju eru laun
okkar lægri en karlanna?“. Og at-
vinnurekendurnir geta ekki lengur
snúið út úr spurningunni og vísað til
þess að þarna sé um einhvera ímynd-
un þeirra að ræða?“, segir Jens Pors
formaður iðnaðarhópsins innan HK.
Blaðið hefur eftir honum að í
dómsniðurstöðunni felist að danskar
konur muni hækka í launum. Innan
HK segir hann um 230.000 konur,
sem allar muni fá nokkru meira í
launaumslögin sín innan tveggja ára
eða svo.
Hjá danska vinnuveitendasam-
bandinu gera menn minna úr áhrif-
um dómsniðurstöðunnar heldur en í
herbúðum launþega. í henni felist
ekki nein byltingarkennd breyting.
Dómurinn muni hins vegar auðvelda
mönnum að komast að niðurstöðu í
nokkrum jafnlaunamálum sem í
gangi eru.
Danska jafnréttisráðið telur dóm-
inn aftur á móti mjög þýðingarmik-
inn, enda hafi niðurstöðunnar verið
beðið með eftirvæntingu. Dómurinn
verði mikilvægt tæki í starfi samtak-
anna. -HEI
Niöurstaöa ekki náöst í síldarviðræðum við Sovétmenn:
Ráðherra sagði nei
Samningamönnum Síldarút-
vegsnefndar sem staddir eru í
Sovétríkjunum var tilkynnt í gær
að sovéski sjávarútvegsráðherrann
treyst sér ekki til að staðfesta það
samkomulag sem gert var á milli
Sovrybflot og samningamanna
Síldarútvegsnefndar sl. laugardag,
um sölu á saltsíld til Sovétríkjanna.
Samkomulagið var gert með fyrir-
vara um samþykki sjávarútvegs-
ráðherrans.
Hvað í þessum samningi felst,
sem sjávarútvegsráðherrann
treysti sér ekki til að samþykkja,
hefur ekki verið gefið upp. Ekki
náðist samband við sendiráð fs-
lands í Moskvu í gær til að afla
frekari upplýsinga um framhaldið.
í fyrrakvöld var búið að salta í
um 60200 tunnur, upp í þá samn-
inga sem gerðir hafa verið. Mest er
búið að salta í Grindavík, eða í
9500 tunnur, saltað hefur verið í
9100 tunnur á Eskifirði, 7100 tunn-
ur á Fáskrúðsfirði og 6600 tunnur
á Höfn. -ABÓ