Tíminn - 21.11.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.11.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 21. nóvember 1989 Álfliildur Ingadóttir sést hér í ræðustól, en orð hennar virðst ekki vekja mikla hrifningu hjá Olafi Ragnari formanni flokksins. Tímamynd: Ámi Bjama Landsfundur Alþýðubandalagsins: NYR GRUNDVOLLUR GAMALLA DEILNA Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, segir að eftir landsfund flokksins sem lauk sl. sunnudagskvöld hafi ríkisstjórnarsveit flokksins styrkst, ráðherrar og forystan, fengið umboð æðstu stofnunar flokksins til að halda áfram að starfa á sömu braut og þeir hafa gert að undanförnu. Formaðurinn telur að mikilvægar staðfestingar hafi komið fram á vilja flokksins til stjórnarþátttökunnar, sem hafí verið umdeild á sínum tíma. Þá er það skilningur formannsins að fundurinn hafi útfært fyrri stefnu sína varðandi stóriðju með þeim hætti að ekki sé lengur frágangssök af Alþýðubandalagsins hálfu að ís- lendingar eigi meirihluta í sameigin- legum stóriðjufyrirtækjum svo fram- arlega sem forræði fslands yfir slíku stóriðjuveri sé tryggt og að öðrum skilyrðum s.s. um mengunarvarnir sé fullnægt. Hjörleifur Guttorms- son, þingmaður Alþýðubandalags- ins hefur hins vegar vefengt þessa túlkun formannsins á samþykktum fundarins og gagnrýndi raunar harð- lega á landsfundinum þátttöku Al- þýðubandalagsins í ríkisstjórn þar sem viðstöðulaus undansláttur væri ástundaður gagnvart erlendri stór- iðju og hermangi. Þess má geta að fundurinn sam- þykkti að ef farið yrði út í íað láta gera forkönnun fyrir byggingu her- flugvallar á íslandi gerði flokkurinn það að úrslitaatriði í stjórnarsam- starfinu. Ljóst er, að þrátt fyrirþau ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar að flokk- urinn og flokksforystan hafi styrkst eftir þennan landsfund, hafi gífur- legar deilur og óeining markað allt starf fundarins og mun gera það áfram og sú óeining jafnvel enda í einhverjum klofningi. Þessi ágrein- ingur mismunandi arma innan flokksins, sem kenndir hafa verið við lýðræðiskynslóð annars vegar og flokkseigendur hins vegar, krystall- aðist einna best í átökum um kjör varaformanns á laugardag. Svanfríð- ur Jónasdóttir aðstoðarmaður Ólafs Ragnars, sem gegnt hafði varafor- mannsembættinu undanfarið kjör- tímabil var áfram í kjöri, en gegn henni bauð sig fram Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra og efsti maður á lista flokksins í Norðurlandi eystra sem einnig er kjördæmi Svanfríðar. Steingrímur segir að hann hafi látið undan miklum þrýstingi flokks- systkina sinna unt að gefa kost á sér, en hann var frambjóðandi flokkseig- endaarmsins. Framboði Steingríms fylgdi jafnframt sú hótun, að næði hann ekki kjöri myndi hann túlka það sem vantraust á sig og því segja af sér sem ráðherra. Slíkar æfingar virðast hafa virkað á meirihluta landsfundarmanna sem tók þann kostinn að kjósa Steingrím í vara- formanninn. Kosningin var þó e.t.v. ekki eins glæsileg og við mátti búast, en Steingrímur hiaut rætt tæp 60% atkvæða. Af viðbrögðum þeirra landsfund- arfulltrúa sem Tíminn spjallaði við um þetta mál má ráða að þessi „gaffall“ Steingríms hafi mælst mjög illa fyrir, langt út fyrir raðir þeirra sem tilheyra hinni svokölluðu lýð- ræþiskynslóð í flokknum. Flestir virðast sammála um að framboði j Steingríms hafi í rauninni ekki verið beint gegn persónunni Svanfríði eða störfum hennar út af fyrir sig, en starf varaformanns lýtur fyrst og fremst að innrá starfi fíokksins. Eins og Steingrímur J. segir sjálfur var hugmyndin sú að „breikka forystu- sveitina" og freista þess að ná þannig sættum milli stríðandi arma, þ.e. Ólafsmanna og svo flokkseigenda. Óánægjan beindist því í rauninni ekki gegn Svanfríði heldur Ólafi • Ragnari og því sem hann stendur fyrir. Þykir það nokkuð kaldhæðnis- legt að á sama haustinu hafi þau öfl sem einna lengst standa til hægri í hægrisinnaðasta stjórnmálaflokki landsins og þau öfl sem einna lengst standa til vinstri í vinstrisinnaðasta stjórnmálaflokki landsins dottið nið- ur á sömu aðferðina til að knýja fram breytingar á skipan forystu flokka sinna. Hvorugur þessara stríðandi arma getur í rauninni talist hafa náð undirtökunum í flokknum. Sumt af því sem lýðræðisarmurinn kom með til fundarins fékk brautargengi ann- að ekki. Hæst ber að fyrstu skrefin voru stigin til þess að flokkurinn skilgreini sig sem jafnaðarmanna- flokk, en fundurinn samþykkti að skipuð yrði sérstök nefnd til að kanna samstarf og samvinnu við krataflokka og Sósíalistaflokka í Evrópu. Ólafur Ragnar er enn í forsvari fyrir flokkinn þó svo að Svanfríði hafi verið sparkað. í mið- stjórnarkjörinu fékk Svanfríður lang flest atkvæði fundarmanna, sem líta má á sem yfirbót landsfundar vegna útreiðarinnar sem hún fékk í vara- í haust hafa verið miklar fram- kvæmdir við Þverárvirkjun við Hólmavík. Skipt var um þrýsti- vatnspípu sem liggur frá stíflu og að stöðvarhúsi. Eldri pípa sem var 30 ára gömul trépípa var farin að leka. Nýja pípan er úr plasti, en þetta mun vera í fyrsta formannskosningunni. Enn munu flokkadrættir innan flokksins marka starf hans og eins og einn landsfund- arfulltrúi sagði þá er óvíst hvort Alþýðubandalagið í núverandi mynd þyldi að annar hvor armanna stæði uppi með pálmann í höndun- um. Siíkt myndi leiða til víðtækra úrsagna og klofnings. Fullyrðingar forystumanna m.a. á opinberum vettvangi um það að þeir myndu taka til endurskoðunar veru sína í flokknum ef sú fylking sem þeir tilheyra ekki yrði ofan á, benda í það minnsta til þess að verulegur klofn- ingur gæti orðið. - BG skipti sem slíkri pípu er komið fyrir hér á landi. Nýja pípan er 1,30 metrar í þvermál og Iiðlega 300 metra löng. Sá hluti gömlu pípunnar sem var þakinn torfi var látinn halda sér en hann var ekki eins illa farinn og hlutinn sem var algerlega ofan jarðar. Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 1990: Almyrkvi á tungli Almyrkvi á tungli verður 9. febr- úar nk. Alskugginn byrjar að færast yfir tunglið kl. 17.29, rétt í þann mund sem tunglið er að koma upp í Reykjavík. Þetta kemur fram í ný- útkomnu Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags 1990 og gefur þar að iíta ýmsa fróðleiksmola. Á Austurlandi er tunglið á þessum tíma lágt á lofti í austnorðaustri. Tunglið verður almyrkvað frá klukk- an 18.49 til klukkan 19.33 og miður myrkvi er kl. 19.11, en þá hefur tunglið náð 9 gráðu hæð í ÁNA séð frá Reykjavík. Það verður laust við alskuggann kl. 20.54 og við hálf- skuggann kl. 22.03. Þá verða tveir sólmyrkvar á árinu, en þeir verða ekki sjáanlegir frá íslandi. Hringmyrkvi á sólu verður 26. janúar og sést hann frá Suður- skautslandinu og almyrkva á sólu má sjá í Finnlandi og nyrst í Sovét- ríkjunum 22. júlí. Stjörnumyrkvar verða fjölmargir, en á þessu ári skyggir tunglið nokkr- um sinnum á Sjöstirnið frá fslandi séð. Geta því orðið margir stjörnu- myrkvar á skömmum tíma. Þetta gerist 7. janúar, 3. febrúar, 18. júlí, 4. nóvember og 29. desember. Nán- ari upplýsingar um tíma er að finna í almanakinu. í því má einnig finna frásagnir í stuttu máli af merkum atburðum á árinu 1988. - ABÓ GAFLSKREYTING eftir Pál ísaks- son var afhjúpuð við hátíðlega at- höfn í Byggingatækniháskólanum í Horsens í Danmörku 1. nóvember sl. Verkið verður sett á gafl skóla- hússins í fullri stærð (6 x 7m) á komandi vori. Páll er 34 ára gamall og stundar nám í byggingatækni- fræði við skólann. Á myndinni má sjá Pál ísaksson við módel af listaverki sínu. Að sögn Sölva Sólbergssonar tæknifræðings, sem hefur umsjón með verkinu, hafa framkvæmdir gengið vel. Frost hefur ekki tafið verkið því að mjög lítið frost hefur verið á austanverðum Vestfjörðum í haust. Sölvi sagði að hér væri um nokkuð stóra framkvæmd að ræða. Kostnaðurinn er um 20 milljónir króna. Framkvæmdir hófust seinni hluta ágústmánaðar sem var heldur seinna en áætlað var. Ekki var hægt að, stöðva virkjunina fyrr vegna þess að leysingar voru óvenju miklar í vor og sumar auk þess sem unnið var að reglulegu eftirliti á rafmagnslín- um til Vestfjarða. Framkvæmdum við nýju pípuna er nú að mestu lokið og var vatni hleypt í pípuna sl. föstudag. Öll vinna var unnin af heimaaðilum. Með þessari nýju pípu eykst öryggi í rafmagnsmálum Vestfirðinga. Uppsett afl Þverárvirkjunar er 1,6 megavött. Á síðustu árum hefur vikjunin framleitt þrjár og hálfa til fjórar GWh. - EÓ Sjómaður frá Akranesi féll útbyrðis: Leit hefur ekki borið árangur Maðurinn sem féll útbyrðis af báti sínum skammt frá Akranesi á föstudag og leitað hefur verið að yfir helgina er talinn af. Hann hét Guðjón Gíslason, 50 ára að aldri, til heimilis að Hjarðarholti 17, Akranesi. Guðjón lætur eftir sig konu og þrjú börn. 22 bátar af Akranesi, tveir björg- unarbátar og þyrla Landhelgisgæsl- unnar leituðu á sunnudag allt frá Kjalarnesi og út fyrir Akranes, en án árangurs. Þá voru einnig gengn- ar fjörur í kring um Akranes. Fjölmargir bátar voru á þessum slóðum í gær og var fyrirhugað að svipast um. - ABÓ Öryggi í rafmagnsmálum á Hólmavík eykst: Skipt um þrýstivatns- pípu í Þverárvirkjun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.