Tíminn - 21.11.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Þriðjudagur 21. nóvember 1989
'BELARUS traktorar
'á kynningarverði
'BELARUS fjórhjóladrifs
' traktorarnir eru
f með best búnu
f traktorum á
f markaðnum
f og jafnframt
I þeir ódýrustu
f sem völ er á.
'Hljóöein-
í angraö ör-
f yggishús,
1 vandað öku:
1 mannssæti
jmeð tauáklæði.
' Fjórhjóladrif og
f fjöðruö framhásing, sjálfvirkar
1 driflæsingar, vökvakrókur/sveiflubeisli, hlið-
f arsláttarkeðjur, þrefalt vökvaúttak, aurhlíf-
f hlífar að framan, 24 volta startari, loftdæla
f með kút, útvarp/segulband, og margt fleira.l
Oo BELARUS
BELARUS traktorar til afgreiðslu strax.
Einstaklega hagstætt kynningarverð
Takmarkaður fjöidi véla.
Vinsamlegast hafið samband sem fyrst
tii að tryggja afgreiðslu fyrir áramót.
SIMI: 681500 - ARMtiLA 11
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Rannsóknaaðstaða við
Atómvísindastofnun
Norðurlanda (NORDITA)
Viö Atómvísindastofnun Noröurlanda (NORDITA) í Kaup-
mannahöfn kann aö veröa völ á rannsóknaaðstöðu fyrir
íslenskan eölisfræðing á næsta hausti. Rannsóknaaðstöðu
fylgir styrkur til eins árs dvalar viö stofnunina. Auk fræðilegra
atómvísinda er viö stofnunina unnt aö leggja stund á
stjarneðlisfræði og eðlisfræði fastra efna.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í fræðilegri
eðlisfræði og skal staðfest afrit prófskírteina fylgja umsókn
ásamt ítarlegri greinargerð um menntun, vísindaleg störf og
ritsmíðar. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík. Um-
sóknir skulu sendar í tvíriti til NORDITA, Blegdamsvej 17,
DK-2100 Köbenhavn 0, Danmark, fyrir 1. desember n.k. Auk
þess skulu 2-3 meðmælabréf send beint til Nordita.
Menntamálaráðuneytið
14. nóvember 1989.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar
Guðmundur Björnsson
fyrrum kennari á Akranesi
lést í sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 17. nóvember s.l.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 24. nóvember kl.
14.00.
Pálína Þorsteinsdóttir
OrmarÞórGuðmundsson Gerður Birna Guðmundsdóttir
Björn Þ. Guðmundsson Ásgeir R. Guðmundsson
Atli Freyr Guðmundsson
t
Móðir mín
Sigríður Svava Guðmundsóttir
er látin
Útför auglýst síðar.
Ragnar Kristinn.
HIHIHIIllll LESENDUR SKRIFA .... ............Illlll. "'T
Landnám - Þorsteinn Guðjónsson:
Landnám Mervíkinga á Islandi?
í greinum jarðfræðinganna Mar-
grétar Hallsdóttur og Guðrúnar Lar-
sen (Tíminn 30.sept., Mbl. lO.okt.)
kemur fram að tímasetning land-
námsöskulagsins sé óbreytt að fræði-
legu mati frá því sem talið hefur
verið (um 900). Skoðanir Margrétar
H. Auðardóttur (MHA) um sam-
band öskulagsins við aldur rústa í
Vestmannaeyjum séu hins vegar
sérálit hennar og komi ekki heim við
heildarmyndina. En hún heldur því
fram (Mbl. 17.okt.) að „verulegur
hluti landsins auk Vestmannaeyja sé
byggður á Mervíkingatíma (600-800
e.Kr.)“. Þar með er komin fram af
hennar hálfu fullyrðing sem er kjarni
þess er um er rætt og sú fullyrðing er
sagnfræðilegs efnis. Væri sú fullyrð-
ing sönn kippti hún með öllu fótun-
um undan allri sagnfræði íslenskra
fræðimanna á 12. og 13. öld varðandi
upphaf landnáms og uppruna land-
námsmanna.
Athyglisvert er að MHA byggir
niðurstöðu sína að engu leyti á
gripum fundnum í Herjólfsdal við 17
ára rannsóknir, né annars staðar,
heldur eingöngu á 14C aldursgrein-
ingu á viðarkolasýnum. Engir ald-
ursákvarðandi skrautgripir frá Mer-
víkingum eða Alimönnum eða Söx-
um eða Frísum eða þá í Vendelstíl
eða þá frá {rlandi hafa fundist á
þessum 17 árum, en hins vegar hafa
fyrr og síðar fundist skrautgripir frá
10. öld um allt land og hafa því
landnámsmenn MHA (áðurbyggjar,
autochþónar) verið merkilega lítið
gefnir fyrir skraut og skrúð. Það er
varla nema von að Þjóðminjasafns-
menn séu dálítið forvitnir um þessar
fornminjar sem skera sig svona úr
um skort á aldursgreinanlegum
gögnum.
Ef hugmyndir MHA rekast á við
niðurstöður raunvísindamanna væri
ekki minni ástæða til að gæta að
meðferð hennar á sögulegum hei-
mildum íslenskum sem samkvæmt
gildum sjónarmiðum ættu að koma
málinu við. „Landnáma er rit um
hagsmuni voldugra ætta á 13. öld,“
sagði hún í hádegisútvarpi einhvern
daginn. Hér þyrfti fornleifafræð-
ingurinn að lesa betur. Fræðimönn-
um kemur saman um að stofninn í
Landnámu sé frá 12. öld og hún er
fræðirit fyrst og fremst,' líkt og
íslendingabók Ara fróða er það.
Höfundar Frum-Landnámu um 1130
eru taldir vera Ari Þorgilsson og
Kolskeggur Ásbjarnarson og eru
þeir báðir nefndir í síðari „útgáfum"
ritsins. Að telja Landnámu eitthvert
áróðursrit fyrir hagsmunum ein-
stakra ætta er fjarstæða. Mönnum
hefur komið slíkt í hug um einstök
atriði hér og þar en það er allt
ósannað og snertir á engan hátt
verkið sem heild.
Enginn Landnámufræðingur með
fullu ráði mun geta tekið undir
skoðanir Margrétar Hermanns-
Auðardóttur á landnámstíma
íslands. Samræmið milli hinna
óháðu gagna úr ýmsum héruðum
landsins annars vegar er svo ótvírætt
að hver sem á annað borð þekkir
þau gögn hlýtur að taka meira mark
á Ara fróða, Kolskeggi fróða, Snorra
fróða og Styrmi fróða en á MHA og
prófessorum hennar fjórum úr Svía-
ríki.
Að lokum vil ég segja það að mig
furðar á að MHA, sem kynnt hefur
mál sitt í útvarpi og sjónvarpi og
skrifar svo hverja heilsíðuopnuna
eftir aðra, skuli kvarta undan því að
málið sé rætt í fjölmiðlum. Dóm-
greind almennra lesenda á greinilega
ekki upp á pallborðið hjá slíkri
konu. Þorsteinn Guðjónsson.
BÆKUR
BARNABÓKIN
Bók Sameinuðu þjóðanna um réttindi
barnsins.
Útgefandi: Mál og menning.
Leikkonan Audrey Hepburn,
sendiherra BarnahjálparSameinuðu
þjóðanna, ritar inngang að þessari
bók, sem gefin er út í tilefni þess að
30 ár eru liðin frá yfirlýsingu S. Þ. um
réttindi barnsins. Hún segir m.a.:
„Þessi myndabók er um réttindi
barna. Hún er handa börnum til að
skoða og tala um við kennara og
foreldra eða bara til að njóta í
einrúmi. Litríkar myndir bókarinnar
túlka á líflegan hátt þau réttindi sem
öll börn ættu að búa við.“
í bókinni eru tíu myndir, hver
tengd einni grein yfirlýsingarinnar
og gerðar af tíu listamönnum frá
jafnmörgum löndum og kápumynd
sú ellefta. Hverri mynd fylgir stuttur
texti sem vísar til efnis greinarinnar,
sem um er fjallað, en aftast er
yfirlýsingin birt í heild.
Þessi bók ætti að notast vel í
samræðum við krakka um það sem
kallað hefur verið „uppeldi til
friðar“. Myndirnar eru skemmtilega
ólíkar, en mér þykir samt mest
gaman að þeirri síðustu sem er eftir
japanskan listamann. Hvergi sést
hver þýðir textann.
Lata stelpan
Eftir Emil Ludvik, myndir Zdenevk
Miller.
Þýðandi: Hallfreður Örn Eiríksson.
Prentað í Hong Kong.
Útgefandi: Heimskringla.
Þetta er önnur útgáfa af þessu
skrautlega ævintýri um lötu stelpuna
Grétu. Fyrri útgáfa er frá 1960.
Gréta býr ein með kisu sinni í húsi
sem orðið er æði óhrjálegt því hún
nennir ekkert að gera nema elda
handa sér matinn. Kisa verður loks
þreytt á illri meðferð og ákveður að
strjúka frá Grétu, en þá elta hana
allir búshlutirnir og loksins sjálft
húsið svo Gréta vaknar á bersvæði.
Hún verður öskureið og eltir flótta-
liðið, en dettur loks í þvottabalann
og þar skrúbba og snyrta búshlutirnir
hana og hún bætir sitt ráð. Mynd-
skreyting er mikil og skemmtileg.
Ég vil ekki fara að hátta
Eftir Astrid Lindgren. Ilon Wikland
myndskreytir.
Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi. Útgef-
andi: Mál og menning.
Hér er enn ein barnabókin sem er
svo falleg að augað gleðst áður en
lesið er orð í texta.
Astrid Lindgren er svo ágætur
höfundur að maður er fyrirfram viss
um að hún skrifi aðeins góðan texta
og hér fylgja myndirnar sannarlega
vel eftir. Þær eru svo ríkar af mörg-
um smáatriðum að þær hljóta að
verða jafnvel ólæsum börnum drjúg
dægradvöl.
Lassi, sem er fimm ára, vill ekki
hátta og tekur engum fortölum móð-
ur sinnar og hefur ýmis undanbrögð
á takteinum. En svo heimsækir hann
Lottu gömlu grannkonu sína og hún
lánar honum gleraugu sem eru eng-
um lík. Með þeim sér hann inn í
heim dýra sem í skóginum búa,
einkum þó dýra“barnanna“ sem líka
eiga að komast í bóllið sitt. Þau eru
líka misfljót til, en öll komast þó í
háttinn eftir að Lassi hefur fylgst
með þeim um stund.
Sú mun reynsla margra að fátt
sefar meira ungan huga en að sögð
sé saga eða lesin, svo framarlega
sem efnið höfðar til aldurstigsins.
Veistu hvað fullorðna
fólkið gerir á kvöldin?
Eftir Anne B. Ragde. Myndskreyting:
Kjell E. Midthun. Þýðandi: Hildur
Hermóðsdóttir. Útgefandi: Mál og
menning.
Þetta er óvenjuleg barnabók að
því leyti að þar er verið að lýsa
fullorðna fólkinu fyrir börnunum. í
fyrstu myndunum er kannski verið
að benda börnunum á að venjuleg
kynskipting við heimilisstörf sé ekki
sjálfsögð, því þar er karlmaðurinn
að vökva blómin, þvo gólf o.fl. og er
ekkert nema gott um það að segja.
Því oftar sem ég les bókina, því
betri finnst mér hún muni vera til
þess að lesa hana með börnum -
ekki þeim alira yngstu - eins og t.d.
kaflinn um fjármálin, sem er mjög
vel gerður og endar svona; „Veistu
að þegar fullorðna fólkið var lítið
eins og þú, þá ákvað það að kaupa
sér ís og gosdrykki á hverjum degi
þegar það yrði fullorðið og ætti sjálft
peninga. En þú sérð að það getur
það ekki.“
Ef athygli hlustandans hvarflar frá
lestrinum, þá ættu mýslurnar tvær
sem koma fram á hverri mynd að
hjálpa til við að halda honum við
efnið.
Þessar þrjár bækur eru allar þýdd-
ar á ágætt mál og eykur það að
sjálfsögðu mjög gildi þeirra.
P.S. í umsögn minni um Drekasögu
Iðunnar Steinsdóttur fetti ég fingur
út í eina setningu. Kunnkona mín
hringdi austan frá Hornafirði og
sagði mér að orðfæri Iðunnar væri
algengt í Suðursveit.
Sigríður Thorlacius
Brynningarskálar
til sölu
8 st. ALFA-LAVAL brynningarskálar, nýjar og
notaðar til sölu, seljast á hálfvirði. Upplýsingar í
síma 91-42816.
LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA
VALDA ÞÉR SKAÐA!