Tíminn - 21.11.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.11.1989, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 21. nóvember 1989 Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR Þrjú töp hjá landsliðinu Bikarmót KRAFT ’89: Magnús Ver lyfti 245,5 kg í bekkpressu íslcnska landsliðið í körfuknatt- leik lék um helgina þrjá leiki í Bandaríkjunum og tapaði þeim öllum. í nótt að íslenskum tíma átti liðið að leika sinn síðasta leik í ferðinni, gegn St. Francis Univers- «ty- Á föstudag lék liðið gegn Fairfield University og tapaði 74-82 í nokkuð jöfnum leik. Fairfield liðið seig fram- úr á lokamínútunum. Magnús Guð- finnsson átti bestan leik í landslið- inu, skoraði 23 stig, Teitur Örlygs- son gerði 20, Guðmundur Bragason 13, Ivar Ásgrímsson 7, Pálmar Sig- urðsson, Guðjón Skúlason og Jón Arnar Ingvarsson 3 hver og Páll Kolbeinsson 2. Á laugardag lék liðið gegn St. Peters University og sá leikur tapað- ist 87-104. íslenska liðið byrjaði illa og bandaríska liðið náði góðri for- ystu. Með mikilli baráttu tókst ís- lenska liðinu að jafna og komast yfir. Undir lokin gaf liðið síðan eftir og tapaði. Slök dómgæsla setti svip sinn á leikinn og sem dæmi ná nefna að eitt sinn dæmdu dómararnir ís- lenska liðinu innkast, sem var réttur dómur. Laszlo Nemeth þjálfari ís- lenska liðsins kallaði inná völlinn að þetta hlyti að vera misskilningur hjá dómurunum að dæma íslenska liðinu í hag. Dómararnir tóku sig þá til og breyttu dómnum og gáfu bandaríska liðinu innkastið. Bestir í íslenska liðinu voru Teitur Örlygsson og Guðjón Skúlason, Teitur gerði 22 stig, Guðjón 19, Guðmundur Bragason 15, Ivar Ás- grímsson 14, Magnús Guðfinnsson 12, Pálmar Sigurðsson 3 og Sigurður Ingimundarson 2. Á sunnudag var leikið gegn Hofstra University og enn tapaði liðið, nú 60-84. Bandaríska liðið þekkti greinilega til þess íslenska af myndböndum úr fyrri leikjum liðsins í ferðinni og þeir Guðjón Skúlason og Teitur Örlygsson voru teknir í stranga gæslu allan tímann og þeir náðu sér ekki á strik í leiknum. Páll Kolbeinsson og ívar Ásgrímsson áttu bestan leik að þessu sinni. Stigin: Páll 14, ívar 11, Magnús 9, Guðjón 8, Jón Arnar 6, Matthías 6, Guðmundur 2, Friðrik 2 og Sigurður 2. BL Körfuknattleikur: ÍS tapaði Stúdentar töpuðu fyrir Vík- verja í 1. deild karla í körfu- knattleik um helgina 63-65. Snæfell er efst í deildinni eftir sigur á UMSB í skemmtilegum leik í Grundarfirði 106-95. Önnur úrslit í 1. deild karla: UÍA-UMFB 48-61, UMFB- UÍA 76-67, Léttir-UMFL 71- 93, UBK-ÍA 66-77. 1. deild kvenna: Haukar-UMFG 32-31, KR- UMFN 59-49, ÍS-ÍR 55-50. BL - sem er Bikarmót KRAFT ’89 fór fram í Garðaskóla, Garðabæ, laugardag- inn 18. nóvember að viðstöddum nokkur hundruð áhorfendum. Nýtt met leit dagsins Ijós strax við upphaf kcppninnar en þá var Ijóst að mættir voru liðlega 40 keppendur til leiks. Mótið hófst með keppni þyngri manna sem er nýbreytni. Metunum fór strax að rigna niður í 90 kg fl. Pá leit dagsins ljós framtíðarstjarna í íslenskum sem alþjóðlegum kraft- lyftingaheimi, Jón Gunnarsson frá Grímslæk. Hann setti tvö glæsileg met í hnébeygju, eitt í bekkpressu og kórónaði svo sinn þátt í mótinu með því að slá eitt elsta og besta réttstöðulyftumet íslendinga, 333 kg, en metið var áður í eigu Sverris Hjaltasonar (bronsverðlaunahafi á EM ’81, Parma, Ítalíu). Jón hefur alla burði til þess að verða Evrópu- meistari og, ef svo fer fram sem horfir, heimsmeistari. Hann varð stigahæstur í karlaflokki og hlaut myndarlegan bikar fyrir vikið. Keppnin í 100 kg fl. var mjög skemmtileg. BörðustþeirGuðniSig- urjónsson (íslandsmethafi í 50 metra hlaupi karla) og Flosi Jónsson, Ak- ureyri. Flosi hafði nokkra yfirburði eftir fyrstu tvær greinarnar en Guðni vann að lokum öruggan sigur með því að draga upp íslandsmet í rétt- stöðulyftu, 327,5 kg, og átti frábæra tilraun við 340 kg. I 110 kg fl. varð keppnin full- Enska knattspyrnan: Sigurður opnaði markareikning sinn hjá Arsenal Englandsmeistarar Arsenal eru nú komnir í efsta sæti 1. deildar eftir 3-0 sigur á QPR á laugardag. Sigurður Jónsson kom inná sem varamaður undir lok leiksins og skoraði þriðja deildarinnar eins og áður segir, þremur stigum á eftir Arsenal, en Liverpool á leik til góða. Úrslitin í 1. deild: Manch. Utd..... 13 6 2 5 23-20 20 Coventry....... 14 6 2 6 12-19 20 Nott. Forest... 14 5 4 5 19-14 19 Derby.......... 14 5 3 6 17-12 18 Luton.......... 14 4 5 5 14-14 17 mark liðsins. Arsenal-QPR . . . 3-0 Wimbledon .. .. 14 3 7 4 12-15 Lið QPR náði því ekki að fylgja Aston Villa-Coventry . . . . . . 4-1 Millwall .. 14 4 3 7 21-27 sigrinum á Liverpool frá því um fyrri Chelsea-Southampton . . ... 2-2 Cr. Palace ... .. 14 4 3 7 16-30 helgi eftir og þrátt fyrir að Arsenal Crystal Palace-Tottenham ... 2-3 Charlton .... ... 14 3 5 6 11-15 ætti ekki neinn glansleik var sigur Derby-Sheffield Wed. . . . . . 2-0 QPR ... 14 3 5 6 14-19 liðsins öruggur. Alan Smith gerði Everton-Wimbledon . . . . . . 1-1 Manch. City . .. 14 4 2 8 17-27 fyrsta markið á 7. mín. og Lee Luton-Manch. Utd . . . 1-3 Sheff. Wed. .. ... 14 3 3 8 6-22 Dixon bætti öðru við á 60. mín. Manch. City-Nott. Forest ... 0-3 Sigurður kom inná undir lokin og Millwall-Liverpool ... 1-2 Staðan í 2. deild: skoraði þriðja markið á 87. mín. Norwich-Charlton ... 0-0 Sheff. Utd. ... 18 11 6 1 32-18 eftir fyrirgjöf frá Perry Groves. Þar Leeds 18 11 5 2 32-19 með skoraði Sigurður sitt fyrsta og Úrslitin í 2. deild: Newcastle ... 18 9 6 3 34-20 áreiðanlega ekki sitt síðasta mark Bamsley-Newcastle .... . . . 1-1 Sunderland .. 18 9 6 3 34-20 fyrir meistarána. Bournemouth-Stoke City . . . 2-1 West Ham ... 18 8 6 4 27 18 Liverpool skaust uppí þriðja sætið Leeds-Watford . . . 2-1 Oldham 18 8 6 4 24-19 með 2-1 sigri á Millwall í jöfnum Leicester-Ipswich . . . 0-1 Ipswich 18 8 5 5 29-25 leik. Árangur Liverpool að undan- Oldham-Bríghton . . . 1-1 Swindon .... 17 8 4 5 30-20 förnu hefur ekki verið góður á þeirra Oxford-Hull City ... 0-0 Blackburn ... 17 6 10 1 29-19 mælikvarða, tveir sigrar í síðustu 6 Port Vale-Swindon .... ... 2-0 Plymouth ... 18 8 3 7 28-25 leikjum. John Bames náði foryst- Portsmouth-WBA . . . 1-1 Wolves 18 6 6 6 26-23 unni fyrir Liverpool á 36. mín. er Sheffield Utd.-Bradford . ... 1-1 Brighton .... 18 7 2 9 27-27 hann vippaði knettinum yfir Brian Sunderland-Plymouth . . . ... 3-1 Bournemouth 17 6 4 7 25-28 Horne markvörð Millwall af 25 m West Ham-Middlesbro . . ... 2-0 WBA 18 5 6 7 30-30 færi, sérlega glæsilegt mark. Það tók Wolves-Blackbum ... 1-2 Port Vale .... 18 4 8 6 19-21 Millwall aðeins 2 mín. að jafna og Oxford 18 5 5 8 24-28 var þar að verki David Thompson, Staðan í 1. deild: Portsmouth .. 18 4 6 8 19-27 tvítugur varnarmaður. í síðari hálf- Arsenal 14 8 3 3 26-15 27 Bradford .... 18 3 8 7 18-22 leiknum misnotuðu leikmenn Mill- Chelsea 14 7 5 2 22-12 26 Watford 18 4 5 9 16-25 wall mörg góð færi, en Ian Rush Liverpool 13 7 3 3 27-13 24 Barnsley .... 18 4 5 9 20-39 mistókst ekki á 71. mín. er hann Aston Villa 14 7 3 4 23-15 24 Middlesbro .. 17 3 6 8 19-28 skoraði sigurmark Liverpool. Mark- Norwich 14 5 7 2 21-16 22 Leicester .... 18 3 6 9 19-29 ið er hans fyrsta í 7 leikjum og skýrir Tottenham 14 6 3 5 22-21 21 Hull 18 1 11 6 17-24 það að hluta slæmt gengi Liverpool Everton 14 6 3 5 21-21 21 Stoke 18 2 8 8 17-33 liðsins. Liverpool er nú í 3. sæti Southampt 14 5 5 4 25-22 20 met en missti 250 kg snubbótt er þeir Jón B. Reynisson og Snæbjörn Aðils, er líklegir voru til sigurs, féllu báðir úr keppni í hnébeygju. Baldvin Skúlason lét þó ekki deigan síga og setti alls þrjú glæsileg met í bekkpressu. Þyngsti flokkurinn skartaði Evr- ópumeistaranum Magnúsi Ver. Hann stóð við stóru orðin og lyfti mestu þyngd íslendings í bekk- pressu, 245,5 kg, og missti 250 kg naumlega. Keppnin í léttari flokkunum var oft skemmtileg og margir efnilegir kappar litu dagsins ljós. Hörðust var keppnin í 82,5 kg fl. milli Bárðar Olsen og Ólafs Sveinssonar, en Bárður tryggði sér sigur í réttstöðu- lyftu. Kvenfólkið stóð fyrir sínu en fremstar stóðu Unnur Sigurjónsdótt- ir, er setti mýgrút af metum, og Elín Ragnarsdóttir er lyfti mestu þyngd er kona hefur afrekað hér á landi naumlega eða 185 kg í réttstöðulyftu. Hún var jafnframt stigahæsta kona mótsins. Jón Páll Sigmarsson hleypti lífi í áhorfendur með ótrúlegu líkamsat- gervi og ótrúlegum kröftum er hann pressaði 75 kg handlóð í hvorri hendi þrisvar sinnum. Einnig „curl- aði“ hann tvö 50 kg handlóð tíu sinnum með hvorri hendi. Þetta eru afrek sem meðaláhugamaður um líkamsrækt dreymir um. I heildina séð tókst mótið vel og met voru sett í hinum ýmsu þyngdar- og aldursflokkum beggja kynja. Mótið gefur mikla vísbendingu um val keppenda í nokkrum flokkum fyrir EM ’90 hér á landi. Mesta gleðiefni þessa móts var hins vegar innganga Jóns Gunnarssonar inn á svið heimsafreka. Hann skipar sér í fríðan hóp kraftlyftingamanna hér á landi sem þarf ekki að bera kinnroða yfir eigin getu í viðureign við erlenda afreksmenn. Magnús Ver Magnússon setti bekkpressumet um helgina er hann lyfti 245,5 kg. Á myndinni að ofan er Magnús hins vegar í hnébeygju. Vinningstölur laugardaginn 18. nóv. ’89 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.253.509 2. <^40 5 i 78.350 3. 4 af 5 114 5.927 4. 3af 5 3.498 450 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.895.037 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.