Tíminn - 21.11.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.11.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 21. nóvember 1989 lllllllllllllllllllllll DAGBÓK llllllllllllll Kvóldvaka F.í. 22. nóv. Heiti kvöldvöku Ferðafélags íslands miðvikudaginn 22. nóv. kl. 20:30 er: „í minni sveit“. Þessi sveit er Kjósin. Fjallað verður um land ogsögu, menn og drauga. Séra Gunnar Kristjánsson á Rcynivöllum kynnir sveitina, Baldur Sveinsson og Höskuldur Jónsson segja frá írafells- Móra og öðrum kynlegum kvistum, Þor- valdur Orn Árnason stjórnar almennum söng, Jóhannes Ellertsson stýrir sýningu mynda af stöðum sem frá er sagt og stjórnar myndagetraun. Kaffi verður borið fram ásamt meðlæti. Kvöldvakan er kveðja Ferðafélagsins til Þórunnar Lárusdóttur framkvæmda- stjóra. Samferðamenn og samherjar Þór- unnar fá hér gott tækifæri til að taka undir þá kveðju með því að koma í Sóknarsal- inn, Skipholti 50A, miðvikudaginn 22. nóv. kl. 20:30. Ferðafélag íslands Jólamerki Thorvaldsensfélagsins 1989 Jólamerki Barnauppeldissjóðs Thor- valdsensfélagsins 1989 er komið í sölu. Bjarni Jónsson listmálari teiknaði merkið. Allur ágóði af sölu merkisins rennur til líknarmála eins og undanfarin ár. Merkið er til sölu á Thorvaldsensbasar, Austurstræti 4, Reykjavík og hjá félags- konum. Einnig hefur Frímerkjavarsla Pósts og síma sýnt þá vinsemd að drcifa merkjum á pósthúsin, og eru þau til sölu þar. Verð á merkinu er 12 kr. hvert merki. Kvenfélagið Seltjörn Félagsfundur verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 21. nóv. kl. 20:30 í Félags- heimili Seltjarnarness. Valdís Ósk verður með jólaföndur. Vinsamlegast komið meðskæri, nál og tvinna. Léttar veitingar. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Staða sérfræðings við jarðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans er laus til umsóknar. Æskilegt er að sérfræðingur- inn starfi á sviði aldursgreininga og tímatalsfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækj- endur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskóla- námi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmaðurinn verður ráðinn til rannsóknastarfa, en kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomulagi milli deildar- ráðs raunvísindadeildar og stjórnar Raunvísindastofnunar Háskólans og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu viðkomandi starfsmanns. Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun og vísindaleg störf, auk ítarlegrar lýsingar á fyrirhuguðum rannsóknum, skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. desem- ber n.k. Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dómbærum mönnum á vísindasviði umsækjanda um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. Menntaskólinn á Egilsstöðum. Kennara vantar á vorönn til að kenna eftirtaldar greinar: viðskipta- og tölvugreinar og íþróttir og félagsstörf. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykja- vík, fyrir 1. desember n.k. Menntamálaráðuneytið VINNUSTOFA SJÁLFSBJARGAR Dvergshöföa 27 -112 Reykjavík - Sími 689999 Kaupmenn/lnnkaupastjórar Handhægar plastdósir með loki til heimilisnota. 8 stk. í poka 375-550-775 ml. Dreifing: VALDIMAR GÍSLAS0N HF. Skeifan 3 j -108 Reykjavík - S. 84130 - 31385 Framsóknarfélag Garðabæjar heldur fund að Goðatúni 2, mánudagskvöldið 27. nóv. kl. 20.30. Umræðuefni: Komandi bæjarstjórnarkosningar. Stjórnin Jóhanna Bogadóttir sýnir á Kjarvalsstöðum Laugardaginn 18. nóvember opnaði Jóhanna Bogadóttir sýninguá málverkum og teikningum í vestursal og vesturforsal að Kjarvalsstöðum. Á sýningunni eru 38 málverk og teikn- ingár. Verkin eru unnin á sl. þremur árum. Jóhanna Bogadóttir er fædd í Vest- mannaeyjum 1944. Hún hefur stundað nám í listaháskólum í París, Stokkhólmi og víðar. Hún hefur haldið einkasýningar á íslandi, í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og tekið þátt í mörgum samsýningum og alþjóðlegum sýningum. Verk hennar eru á mörgum söfnum, svo sem Listasafni íslands og sögnum í Finnlandi, Svíþjóð og New York og víðar. Jóhanna Bogadóttir heldur þessa sýn- ingu við lok þess tíma sem hún hefur notið starfslauna borgarlistamanns og í tilefni af því er ókeypis aðgangur að sýningunni. Sýningin verðuropin kl. 11:00-18:00 til 3. desember. Temma Bell sýnir í Gallerí Borg Temma Bell opnar sýningu á verkum st'num í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, í dag, fimmtud. 16. nóv. kl. 17:00. TEmma Bell er fædd í New York árið 1945, dóttir hjónanna Leeland Bell og Louisu Matthíasdóttur, sem eru íslend- ingum að góðu kunn. Eiginmaður Temmu er Ingimundur Kjarval, sonar- sonur Jóhannesar S. Kjarval. Temma nam við Boston University, Indiana Un- iversity og lauk B.F.A. prófi frá Phil- adelphia College of Art. Eftir námslok bjó hún í Reykjavík og New York. Þetta er áttunda einkasýning Temmu, en síðast sýndi hún í Bowery Gallery, N.Y.C. árið 1988. Hún sýndi í Listmuna- húsinu í Reykjavík 1980, en einnig hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga. Verk eftir Temmu Bell eru víða í eigu safna og fyrirtæka og einnig í einkasöfn- um. Temma sýnir nú í Gallerí Borg olíumyndir, smáar og stórar, aðallega frá fslandi. Sýningin er opin kl. 10:00-18:00 virka daga og kl. 14:00-18:00 um helgar. Sýn- ingunni lýkur þriðjudaginn 28. nóvem- ber. Afmælisfyrirlestrar í Tækniskólanum: EB og íslenskt atvinnulíf Á morgun, miðvikudaginn 22. nóv- ember, heldur Halldór Árnason mar- kaðsfræðingur fyrirlestur í Tækniskóla íslands á Höföabakka 9. Fyrirlestur sinn kallar Halldór Evrópubandalagið og ís- lenskt atvinnulíf. Hann hefst kl. 17:15 og er öllum opinn. Halldór vinnur hjá Samstarfsnefnd at- vinnurekenda í sjávarútvegi. Hann ætlar að ræða um samskipti fslands og Evrópu- bandalagsins og stöðu íslenskra atvinnu- vega í síharðnandi samkeppni. Þetta verður fimmti og síðasti fyrirlest- urinn í flokki fyrirletra sem efnt er til í Tækniskólanum nú á haustmisseri vegna 25 ára afmælis skólans. Umræðuf undur um uppeldismál f dag, þriðjudaginn 21. nóvember kl. 16:30 verður umræðufundur á vegum Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála um efni fyrirlestra Þorvaldar Arnar Árnasonar og Stefáns Bergmann. Umræðustjóri: Olafur Guðmundsson æfingakennari. Fundurinn verðurhaldinn í Kcnnaraskólahúsinu við Laufásveg. Öll- um heimill aðgangur. Frá Félagi eldri borgara Munið skáldakynninguna um Jón Trausta skáld þriðjudaginn 21. nóv. kl. 15:00 að Rauðarárstíg 18. Haldinn verður basar og happdrætti sunnudaginn 10. desember í Goðheim- um, Sigtúni 3. Munum er hægt að koma á skrifstofu félagsins. Sölustaðir minningarkorta HJARTAVERNDAR Reykjavík:Skrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3. hæð, sími 83755 (Gíró) Reykjavíkur Apótek, Austurstr. 16, Dvalarheimili aldraðra, Lönguhlíð, Garðs Apótek, Sogavegi 108, Bókabúðin Embla, Völvufelli 21, Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102A, Bókabúð Glæsibæjar, Álfheimum 74, Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27, Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22. Kópavogur: Kópavogs Apótek, Hamra- borg 11. Hufnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandg.31, Sparisjóður Hafnar- fjarðar. Keflavík: Rammar og gler, Sól- vallag. 11, Apótek Keflavíkur, Suðurg. 2, Akranes: Bókabúð Andrésar Níelssonar, Skólabraut2. Borgarnes: Verslunin fs- björninn. Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsdóttur, Silfurg. 36. ísafjórður: Póstur og sími, Aðalstræti IKStrandasýsla: Hjá Ingibjörgu Karlsdóttur, Kolbeinsá, Bæjarhreppi. Akureyri: Bókabúðin Huld, Hafnarstræti 97, Bókaval, Kaup- vangsstræti 4Húsavík: Blómabúðin Björk, Héðinsbr. 1. Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Pétursdóttur, Ásgötu 5. F.gils- staðir: Hannyrðaverslunin Agla, Selási 13. Eskifjörður: Póstur og sími, Strand- götu 55. Siglufjörður: Verslunin Ögn, Aðalgötu 20. Vestmannaeyjar: Hjá Arn- ari Ingólfssyni, Hrauntúni 16. Selfoss: Selfoss Apótek, Austurvegi 44. Þessi mynd var tekin á fyrsta samráð- sfundi forsvarsmanna Frístundar Raf- eindatækja sf. og aðalumboðsmanna GRUNDIG, AKAI og ORION á íslandi Frístund Rafeindatæki sf.: GRUNDIG, AKAIOG 0RI0N Nýverið hóf nýtt fyrirtæki, Frístund Rafeindatæki sf. í Reykjavík að versla með vörumerkin Grundig, Akai og Or- ion, auk ýmissa annarra tegunda, sem tilheyra flokki heimilisrafeindatækja. f fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir, að kappkostað verði að eiga ávallt fyrir- liggjandi fjölbreytt úrval sjónvarpstækja, myndbandstækja, hljómtækja og ferða- tækja. Ábyrgð á tækjunum er mun lengri en almennt hefur áður þekkst hér á landi. FRístund Rafeindatæki veitir full- komna viðgerðar- og viðhalds-þjónustu og geta allir eigendur ofangreindra tækja notfært sér hana. MINNISBÓK BÓKRÚNAR 1990 Minnisbókin, fjórði árgangur, með viku í opnu, er komin út hjá útgáfufélag- inu Bókrún hf. Minnisbókin 1990 kom að venju út 24. október. í hverri opnu er ein vika og efni, nýtt og gamalt, ýmist á alvarlegum eða léttum nótum, við hvern dag ársins. Fimm konur rita um hugðarefni sín og kynnt eru félagssamtök, að þessu sinni ITC á íslandi. Greint er frá hlut kvenna á ritvellinum árið 1985 og skrá er yfir nöfn úr fyrri Minnisbókum, auk annars efnis. Ljósmynd er í hverjum mánuði. Valgerður Kristjónsdóttir er ritstjóri Minnisbókarinnar og útlit hannaði Elísa- bet Cochran. KÖKUBLAÐ 56 UFPSKRIHIR AÐ SMÁKÖKUM ÖG TERTUM VIKAN - Kökublað í þessari viku er aðaláherslan lögð á kökubakstur. Þó er auðvitað margt annað efni í þessu blaði, sem er rúmlega 80 blaðsíður með mörgum myndum. Viðtal er við Hannes Hólmstein Gissur- arson, þar sem hann segir frá ýmsu úr lífi sínu, m.a. dansiðkun og líkamsrækt. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir mann- fræðingur segir frá merkilegri íslenskri mannfræðirannsókn sem unnin var á Grænhöfðaeyjum. Þá er frásögn af „Kringlukránni" og nýr eigandi hennar lýsir áætlunum sínum um reksturinn. Sagt er frá þýskum fjárhiröi í máli og myndum. Ævar Kvaran skrifar um frægan rithöfund sem varð fyrir dularfullri reynslu. Svo kannar Rósa Ingólfsdóttir kynþokka þingmanna. Þá er smásagan „Heimkoman“. í þættinum „Athafnafólk" er rætt við Önnu Peggý Friðriksdóttur, sem er af kínversku og indversku bergi brotin, fædd í Gayana - og hún ætlaði sér að vera á íslandi í 1 ár, en árin eru nú orðin 11. Anna Peggý er stundum kölluð „Veit- ingahúsadrottningin“. Þá er það „Kökublaðið" þar sem eru 56 uppskriftir að smákökum og tertum. Einnig snyrtiþáttur, teiknimyndasögur, Pósturinn, krossgátan og fleira. Fræðslufundur Bandalags kvenna Bandarlag kvenna í Reykjavík gengst fyrir fræðslufundi að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, fimmtudagskvöldið 23. nóv- ember kl. 20:30. Fyrirlesari verðurlngólfurS. Sveinsson geðlæknir, sem fjallar um STRESS OG VÖÐVABÓLGU. Öllum heimill að- gangur mcðan husrúm leyfir. Fræðslunefnd BKR MM VINNUAÐSTAÐA RiTHÖFUNDANNA Nýtt HÚS & HÍBÝLI ÞRJU ELDHUS NYJU LÍFI BIÁSID í GAMLAHÚSMUNI Nýtt tölublað af Hús & Híbýli er komið út, það er 5. blað 10. árgangs. Sam-útgáf- an hóf útgáfu blaðsins í nóv. ’79. Af því tilefni var litið inn á heimili sem var eitt af þeim fyrstu sem H&H heimsótti og kannaðar breytingar sem orðið höfðu á þessum áratug. Einnig er litið inn til ungra hjóna í fjölbýlishúsi, þar sem þau notuðu 3 tonn af sparsli til að ná rétta útlitinu. Skoðaðar eru vinnustofur skáldanna Einars Kárasonar, Thors Vilhjálmssonar og Nínu Bjarkar Árnadóttur. Kannað er úrvalið af sófum í nokkrum húsgagna- verslunum I Reykjavík og sýnt hvernig breyta má gömlu húsgögnunum og inn- réttingunum með málningu einni saman og sagt frá nýrri húsgagnamiðlun í Kópa- vogi. Sagt er frá glæsilegum og hagkvæmum eldhúsum, hönnuðum af innanhúsarki- tektum, parketi sem hlotið hefur konung- legan sænskan gæðastimpil, gólfteppum eftir fræga hönnuði og pöntunarþjónustu í gólfteppum. Kynnt er glerlist finnska arkitektsins Alvars Aalto og konu hans, sem þau unnu fyrir Iittala. Margt fleira er í blaðinu. Hádegisverðarfundur Sjóréttarfélagsins Hið íslenska Sjóréttarfélag boðar til hádegisverðarfundar þriðjudaginn 21. nóvember. Fundurinn verður haldinn í Víkingasal á Hótel Loftleiðum (gengið inn um vesturdyr) og hefst kl. 12:00 FundarefnúHafTæri skipa. Frummælandi: Jón Finnbjörnsson dómarafulllrúi. í erindi sínu mun frummælandi fjalla um þýðingu haffæris við skoðun skipa, skipakaup og skipsrúmssamning, svo og um dóm Hæstaréttar íslands frá 13. apríl 1989 þar sem reyndi á 19. gr. sjómanna- laganna. Fundurinn er opinn öllum áhugamönn- um um sjórétt. Ný sýning í austurforsal Kjarvalsstaða Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í austur- forsal Kjarvalsstaða laugard. 18. nóv. kl. 14:00. Sýningin mun standa til 2.des. og eropin daglega kl. 11:00-18:00. Ingibjörg Styrgerður er fædd í Reykja- vík 1948. Hún nam í Myndlista- og handíðaskóla íslands og einnig í Vínar- borg og fór námsferðir til Tyrklands og Parísar. Hún hefur sýnt á fjölmörgum textil- sýningum og listsýningum. Þjóðleikhúsið: HAUSTBRÚÐUR bíður næsta vetrar Vegna veikinda hefur Þjóðleikhúsið orðið að fresta sýningum á leikriti Þór- unnar Sigurðardóttur, Haustbrúður, er koma átti aftur á stóra sviðið í nóvember. í leikritinu er rakin áhrifamikil saga um örlagaríkt ástarsamband Appolóníu Schwarzkopf og Níelsar Fuhrmanns amt- manns á Bessastöðum á öndverðri 18. öld. Leikrið kom út á bók hjá Menningar- sjóði. Haustbrúður verður sýnt á næsta Ieikári Þjóðleikhússins. Háskólatónleikar í Norræna húsinu Fjórðu Háskólatónleikar vetrarins veröa haldnir í Norræna húsinu miðviku- daginn 22. nóv. kl. 12:30. Þr mun strengjakvartett, skipaður félögum í Sin- fóníu-hljómsveit íslands, þeim Dubik, A. Kleina, G. McBretney og R. Korn, flytja sónötur eftir Rossini. Félag eldri borgara í Kópavogi Félagið heldur afmælisfagnað í félags- heimilinu Fannborg 2 föstudaginn 24. nóvember. Góð skemmtiatriði og dans. Húsið opnað kl. 20:00. Sala aðgöngumiða í gamla prestshúsinu við Digranesveg 6 miðvikudaginn 22. nóv. kl. 15:00-18:00 og við innganginn. Hallgrímskirkja - Starf aldraðra Opið hús verður miðvikud. 22. nóv. í safnaðarsal kirkjunnar og hefst kl.14:30. Þar verða sýndar myndir úr ferð í Skafta- fellssýslu á sl. sumri. Einnig mun Svan- hildur Sveinbjörnsdóttir syngja við undir- leik Magnúsar Blöndals Jóhannssonar. Kaffiveitingar. Þeir sem óska eftir bílfari láti vita í fyrramálið í síma kirkjunnar 10745.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.