Tíminn - 21.11.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.11.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 21. nóvember 1989 Tíminn 3 FíflU GK var á laugardag við loðnuleit meðfram ísrðndinni. Þegar myndin var tekinn var hann staddur djúpt út af Víkurál, á siglingu norðaustur með ísnum. Þegar af loðnunni fréttist við Kolbeinsey, hélt Fíflll á þær slóðir. Tímamynd Tómas H. Meðallaun á starfsmann á Ríkisspítölum árifr 1988 Þús.kr. Meðaldagvinnulaun ~ á starfsmann Hrönn Ottósdóttir: Meira um launamál Rikisspítala Að gefnu tilefni tel ég nauðsynlegt að leiðrétta efnislegt innihald greinar sem birtist í Tímanum föstudaginn 10. nóvember sl. þar sem fjallað er um Iaun hinna ýmsu starfsstétta á Ríkisspítölum. Þar fellur greinarhöfundur í þá gryfju að bera saman tölur úr töflum í ársskýrslu Ríkisspítala fyrir árið 1988 sem ekki eru samanburðarhæf- ar. { skýrslunni er tafla sem sýnir heimilaðan fjölda starfsmanna á fjárlögum skipt niður í starfsstéttir. Hún er borin saman við töflu þar sem launakostnaði ársins er hlut- fallslega deilt niður á sömu stéttir. Á grundvelli þessa samanburðar er síðan ályktað og staðhæft unt launakjör og launamismun milli einstakra starfshópa innan stofn- unarinnar. Hér er um villandi samanburð að ræða þar sem fjöldi starfsmanna í hverri starfsstétt er oft annar en heimildir segja til um. Það stafar m.a. af því að ekki hefur tekist að ráða faglært fólk í allar þær heim- ildir sem Ríkisspítalar hafa yfir að ráða fyrir ákveðna starfshópa. Hér er fyrst og fremst átt við hjúkrun- arfræðinga, sjúkraliða og þroska- þjálfara sem eru tæplega þriðjung- ur af starfsmannafjöldanum. Það skal einnig tekið fram að þegar launaliður Ríkisspítala er ákveð- inn á fjárlögum er gert ráð fyrir viðbótarstarfsfólki til ýmiss konar afleysingarstarfa. Það er mjög breytilegt eftir starfsstéttum og vinnufyrirkomulagi (vaktir) hversu margar heimildir eru nauðsynlegar vegna afleysinga. Á meðfylgjandi mynd má sjá meðallaun á starfsmann á Ríkis- spítölum árið 1988 miðað við raun- verulegan fjölda fólks í starfl en ekki miðað við fjárlagaheimildir eins og gert er í umræddri grein. Þá má einnig sjá hvernig heildartekjur hinna ýmsu starfsstétta skiptast í dagvinnulaun og önnur laun. Önn- ur laun fela í sér greiðslur m.a. fyrir álag, yfirvinnu og vaktir. Vakin skal athygli á eftirfarandi fullyrðingu, sem tekin er upp úr fyrirsögn greinarinnar „Einungis helmingur greiddra launa Ríkis- spítalanna fer til hinna eiginlegu heilbrigðisstétta:“ Hverjar eru hin- ar „eiginlegu heilbrigðisstéttir"? í greininni margnefndu virðist sú skilgreining vera nokkuð þröng. Þar eru greinilega ekki meðtaldir meinatæknar, sálfræðingar, félags- ráðgjafar, lyfjafræðingar og rönt- gentæknar svo eitthvað sé nefnt. Sama má segja um alla þá nema sem eru í vinnu á Ríkisspítölum. Minna má á í því sambandi að Ríkisspítalar eru aðalkennslu- sjúkrahús landsins fyrir hinar ýmsu heilbrigðisstéttir. Á Ríkisspítölum eru ofangreindar stéttir ótvírætt taldar eiga heima meðal „eigin- legra heilbrigðisstétta". Því má svo í lokin einnig velta fyrir sér hvort ekki eigi að telja þann stóra hóp af ófaglærðu fólki, sem vinnur beint við umönnun og aðhlynningu sjúklinga, með heilbrigðisstéttum. Ef tekið er mið af þessum at- hugasemdum má ljóst vera að bróðurparturinn af greiddum laun- um á Ríkisspítölum fer til hinna „eiginlegu heilbrigðisstétta!. Til fróðleiks má geta þess að aðeins um 2,9% af launakostnaði Ríkisspítala eru vegna stjórnunar. Þetta hlutfall er með því lægsta sem þekkist. Á Norðurlöndum er hlutfallið um 10% og í Bandaríkj- unum allt að 20%. Höfundur er deildarstjóri áætlana- og hagdeildar Ríkisspítala Loðnan fundin Loðnutorfa fannst austan við Kol- beinseyjarhrygginn aðfaranótt sunnudags sl. en vegna strauma og veðurs var lítið að fá. Nokkur skip köstuðu á þessum slóðum og fengu um 30 til 40 tonn í kasti. Loðnan var þá á um 40 til 60 faðma dýpi. Engin veiði var aðfaranótt mánudags vegna veðurs. Um tíu bátar voru á miðunum við Kolbeinsey um helgina, en fleiri lögðu af stað þegar fréttist af loðn- unni og var búast við fjölda báta á þessum slóðum þegar í nótt, enda spáð batnandi veðri. „Útlitið virðist vera nokkuð gott,“ sagði Ástráður Ingvarsson hjá Loðnunefnd. Smá- loðnan er farin að sýast frá loðnunni sem veiðanleg er. Vestan við hrygg- inn lá smáloðnan ofnaá, en þegar hún fór austur fyrir þá skildust þær að. -ABÓ Athugasemd ritstjórnar: Til hvers skýrslur? Til hvers gefa stofnanir og fyrirtæki út margra tuga og jafnvel hundraða blaðsíðna dýrar og vandaðar ársskýrslur með aragrúa af tölum, töflum, línuritum, gröfum og mynd- um? Eru þær ætlaðar til upp- lýsinga? Hugsanlega til að segja hálfsannleika (blekkja)? Kannski aðeins af því að það þykir til siðs og virðulegt að gefa út stóra skýrslu? Til hvers birta t.d. Ríkisspítal- arnir (og fjárlögin) ár eftir ár nákvæmar - tölulegar og hlutfalls- legar - upplýsingar um fjölda stöðuheimilda í hveri starfsgrein, þegar síðan þarf eftirgangsmuni til að fá það upplýst að þeir eru í raun nærri fjórðungi fleiri. { athugasemd frá Ríkisspítölun- um, vegna fréttar sem unnin var úr ársskýrslu stofnunarinnar segir m.a.: „Þar fellur greinarhöfundur í þá gryfju að bera saman tölur úr töflum í ársskýrslu Ríkisspítala... sem ekki eru samanburðarhæfar“. En af hverju eru tölurnar ekki samanburðarhæfar? Jú, vegna þess, eins og síðan segir, „að fjöldi starfsmanna í hverri starfsstétt er oft annar en heimildir segja til um“! í hvaða tilgangi verja þá Ríkis- spítlalar einni blaðsíðu (af 130) í skýrslunni undir heimilaðar stöður, bæði í tölum og prósentum, sem síðan kemur fram að ekkert er að marka í raun - en birtir síðan hvergi staf um það hvað starfsmenn eða stöðugildi eru raunverulega mörg. í stað 2.119 stöðuheimilda sam- kvæmt fjárlögum og 2.129 (sjá ljósrit) samkvæmt ársskýrslunni hefur Tíminn nú fengið upp gefið að þeir voru f raun um 2.600 (miðað við fullt starf), eða um 470 manns (um 23%) fleiri heldur tölur í ársskýrslu og fjárlögum segja til um. Jafnvel í athugasemd Ríkis- spítala er rétta talan ekki heldur upplýst. í sjálfu sér mundi þetta „viðbót- arfólk" þó ekki raska hlutfallsleg- um launamun milli stétta ef það skiptist í sömu hlutföllum og starfs- liðið. Hins vegar hefur Tíminn nú fengið upplýst að: „Alls við lækn- ingar og hjúkrun" eru ekki 53,3% starísmanna eins og fram kemur í ársskýrslunni - heldur aðeins í kringum 40% starfsmanna. Um 60% starfsmanna eru því við rann- sóknir, eldamennsku, skúringar, þvotta og skriftir. Hártogunum um hinar „eigin- legu heilbrigðisstéttir" vísar Tím- inn beint til föðurhúsanna; skýrsl- unnar sjáfrar: „Alls við lækningar og hjúkrun". Eru það ekki hinar eiginlegu heilbrigðisstéttir? „Bréfaskipti" Tímans og Ríkis- spítalanna hafa þó a.m.k. leitt til þess að fá fram réttari upplýsingar um fjölda starfsmanna Ríkisspítal- anna og með launaskiptingu milli starfsgreina heldur en nokkur möguleiki er að lesa út úr hinni myndarlegu 130 blaðsíðna árs- skýrslu stofnunarinnar. - HEI Fjarlagaheimildir A-hluta Ríkisspítala eftir starfsstéttum Hlutfallsleg skipting launategunda á starfsstéttir A-hluta Rlkisspítala Siarfsstétt Hcimildir % Yfirlæknar 50,00 2,3 Sérfræöingar 79,55 3.7 AÖstoÖarlæknar 67,60 3 2 Læknar 197,15 9.3 Hjúkrunarforstjórar 4,00 0.2 Hjúkrunarframkvstj./Hjúkninarstjórar 38,00 1.8 Hjúkrunardeildarstjórar 179,50 8.4 Hjúkrunarfræðingar 265,50 12J5 H j ú krunarfræöi ngar 487,00 22,9 LjósmæÖur 37,00 1.7 SjúkraliÖar 274,50 12,9 Sjúkraþjálfarar 2U0 1.0 IÖjuþjálfar 36,00 1.7 Þroskaþjálfar 45,00 2.1 [Alls viö lækningar og hjúkrun J 1.098,15 © Meinatæknar 81,50 3.8 NáttúrufræÖingar 12,00 0,6 SáJfræÖingar/FélagsráÖgjafar 37,85 1.8 Tæknimenn 69,30 33 Skrifstofufólk 174,45 8,2 Starfsfólk í Sókn 364.60 17.1 AnnaÖ starfsfólk ' 256.95 12.1 Samtals fjárlagaheimildir á Rikisspítölum 2.094,80 98,4 N'emar 34,00 1.6 Samtals {Z128,80j i 100,0 Starfsstétt Heildar- laun % Yflrlæknar 4.1 Sérfneðingar 8.8 AÖstoöarlæknar 5.9 Læknar 18,8 Hjúkrunarstjóm 2J2 Hj úknmardei Idarstjórar 7.8 HjúkrunarfræÖingar 11.0 Hjúkrunarfræöingar 21,0 LjósmæÖur 2.2 SjúkraliÖar 8.3 SjúkraþjáJfarar 0.8 Iöjuþjálfar 1.1 þroskaþjálfar Allsviölækningar og hjúkrun ^3.3 Meinatæknar O Námírufræöingar 1.9 SálfræÖingar/FélagsráÖgjafar 1.6 Tæknimenn 4.7 Skrífstofufólk 8.7 Starfsfólk í Sókn 13,8 Annaö starfsfólk 11.2 Samtals starfssténir 99.4 Nemar 0.7 Samtals 100 Frétt Tímans byggði á þessum tölum úr ársskýrslu Rðdsspítala, þar sem fram koma hlutföll hverrar starfsgreinar í heildarmann- afla Ríkisspítalanna og sömuleiðis hlutfall hverrar starfsgreinar í greiddum heildarlaunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.