Tíminn - 21.11.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.11.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 21. nóvember 1989 lllllilllllllll ÚTLÖND ................................................. .............................. Tékkneska óeirðalögreglan tekur sér stöðu við Wenzeltorg í miðborg Prag gegnt mótmælagöngu almennings sem hugðist halda inn á torgið. Lögreglan barði fjölda manns til óbóta á Wenzeltorgi á föstudag, en það var skammgóður vermir fyrir stjórnvöld, því í gær var haldin fjölmennasta mótmælaganga í 20 ár. Hundrað þúsund Tékkar ganga gegn kommúnisma Rúmlega hundrað þúsund manns tóku þátt í mótmæla- göngu í Prag á mánudag og kröfðust þess að kommúnista- flokkurinn legði snarlega niður völd og að róttækum umbótum yrði komið á í Tékkóslóvakíu. Er þetta stærsta mótmælaganga í landinu í tuttugu ár, allt frá því Voriö í Prag var kramið undir beltum sovéskra skriðdreka árið 1968. FRÉTTAYFIRLIT AUSTUR-BERLÍN-Mót mælendur í Austur-Berlín kröföust endursameiningar Þýskalands í mótmælagöngu sem haldin var á sama tíma og Egon Krenz leiðtogi kommún- istaflokksins og æösti maður landsins ræddi viö ráöherra frá Vestur-Þýskalandi. MOSKVA - Sovétmenn fögnuðu ummælum Richards Cheney vernarmálaráðherra Bandaríkjanna um fyrirhugaö- an niðurskurð á útgjöldum til hernaðarmála í Bandaríkjun- um. Sovétmenn segja niður- skurðinn geta flýtt fyrir umbóta- þróun Austur-Evrópu. MOSKVA - Æðsta ráðið í Sovétríkjunum felldi frumvarp ríkisstjórnarinnar sem gerði ráð fyrir aukinni sjálfstjórn sovétlýðveldanna í efnahags- málum með því fororði að frumvarpið gengi ekki nægi- lega langt. TÓKÝÓ - Bandaríkin vænta þess af Japönum að þeir taki fullan þátt í alþjóðlegu átaki til stuðnings Austur-Evrópu. Þetta sagði Michael Armacost sendiherra Bandaríkjanna í Japan og þykja tíðindi þar eystra. ABU DHABI - Hin voldugu olíuútflutningsríklu í Araba- löndunum finnst nú að eftir- spurn eftir olíu sé það mikil að hægt sé að halda uppi núver- andi lágmarksverði a olíu þrátt fyrir aukna olíukvóta OPEC ríkja. Þetta spurðist af fundi olíumálaráðherra Arabaríkja sem funda í Abu Dhabi. AMSTERDAM - Hol lenska lögreglan beitti jarðýt- um til að ryðja burt farartálmum og rauf þak á húsum þegar hun rýmdi gömul vöruhús í mlðbæ Amsderdam sem hús- tökufólk hefur haft á valdi sínu. TÓKÝÓ - Þær eyjar sem Sovétmenn hafa á valdi sín, en Japanir gera tilkall til geta orðið vettvangur sameigin- legra framleiðsluverkefna þessara ríkja, eða þá opnar undir fjárfestingu alþjóðlegra aðila. Frá þessu skýrði sovésk- ir stjórnarerindrekar í Tókýó. AÞEN A - Stjórnmálaleiðtog- ar í Grikklandi ná ekki að berja saman í nýja ríkisstjórn og er stjórnarkrísan farin að hafa alvarleg áhrif á grískt þjóðfé- lag. Þá bar það til tíðinda að Egon Krenz hinn nýi umbótaleiðtogi Aust- ur-Þýskalands frestaði fyrirhugaðri heimsókn sinni til Tékkóslóvakíu, greinilega vegna mótmælanna sem hafa stigmagnast frá því á föstudag þegar lögreglan beitti göngumenn í Prag ótrúlegu harðræði. Mótmælaverkföll hafa breiðst út í mótmælaskyni við hörku lögregl- unnar sem stórslasaði fjölda manns. Komst orðrómur á kreik um að ungur námsmaður hefði látist af barsmíð lögreglu, en svo mun ekki Skæruliðasveitir Farabundo Marti þjóðfrelsisfylkingarinnar í El Salva- dor hefur tekist að halda borgarhlut- um í San Salvador, höfuðborg landsins, í rúma viku þrátt fyrir að stjómarherinn hafi gert að þeim atlögur af öllum krafti. Bardagar héldu áfram í höfuðborginni um helgina með tilheyrandi mannfalli, en þeir minnkuðu á sunnudagskvöld þegar skæruliðar tóku að hörfa til stöðva sinna utan við höfuðborgina. Þá hafa dauðasveitir hægrimanna áfram haldið morðum sínum. Öruggt þykir að dauðasveitir hægrimanna sem jafnvel eru ná- tengdar ríkisstjórn hægrimannsins hafa verið, heldur liggur maðurinn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Var þekktur andófsmaður handtekinn fyrir að breiða út orðróminum. Hins vegar gagnrýndu þeir tveir stjórnmálaflokkar sem fengið hafa að starfa sem leppar í skugga komm- únistaflokksins í Tékkóslóvakíu gegnum tíðina, þá fádæma hörku sem lögreglan sýndi á föstudag. Staða kommúnistaflokksins virð- ist því slæm og má ætla að kommún- istar verði fyrr en varir að feta í fótspor fyrrum samherja sinna í Alfredo Cristiani hafi drepið jesúíta- prestana sex sem voru myrtir svo grimmilega í borginni fyrir helgi. Á sunnudag bættu dauðasveitimar um betur og myrtu einn helsta verka- lýðsleiðtoga landsins, Guillermo, Rojas. Hann fannst myrtur í verka- mannahverfi í úthverfi borgarinnar. Rojas hafði verið mjög gagnrýnd- ur af fjölmiðlum ríkisstjórnarinnar að undanförnu og hann sakaður um að tengjast skæmliðum Farabundo Marti. Vopnaðir menn réðust að honum á heimili hans á sunnudag og skutu síðan ein og hund. Fréttir af morðinu á Rojas komu skömmu eftir að Arturo Rivera Austur-Þýskalandi sem urðu að láta undan kröfu þjóðarinnar um aukið frelsi. í Búlgaríu virðast lýðræðisvind- arnir ná að blása, en í gær lagði stjórnarnefndarmaðurinn Andrei Lukanov til að forræði kommúnista- flokksins í stjórnmálalífi landsins yrði afnumið og frjálsar kosningar haldnar. Lukanov var kjörinn í stjórnarnefnd kommúnistaflokksins í síðustu viku eftir að Todor Zhivkov fyrrum forseti landsins og aðalritari kommúnistaflokksins til 35 ára var settur af með skömm. Hins vegar er engan bilbug að finna á Nicolae Ceausescu forseta Rúmeníu. Á fyrsta degi miðstjórnar- Corazon Aquino forseti Filipseyja varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar meirihluti kjósenda á suður- hluta Filipseyja höfnuðu tillögum stjórnarinnar um sjálfstjórn eyjanna í suðri. Því virðist lítt friðvænlegt á þessum slóðum á næstunni, þar sem Aquino hefur hafnað öllum samn- ingaviðræðum við skæruliða á Mind- anao sem barist hafa fyrirsjálfstæði. Aquino hafði bundið vonir við að tillögur hennar um sjálfstjórn yrðu Damas erkibiskup hafði staðhæft að ríkisstjórn landsins væri tengd morð- unum á jesúítaprestunum sex. Hann varaði einnig við áframhaldandi of- beldi dauðasveita hægrimanna og óttast menn að nú sé að ganga í garð morðalda svipuð og gekk yfir E1 Salvador í byrjun þessa áratugs eftir að Oscar Arnulfo Romero erkibisk- up var myrtur. Þá myrtu dauðasveit- imar vinstrisinna og meinta stuðn- ingsmenn Farabundo Marti í þús- undavís. Þrátt fyrir það hafa morð- ingjar á vegum öfgafullra hægri manna aldrei verið dæmdir fyrir verknaði sína í E1 Salvador. Spænskir ríkisborgarar sem dvalið fundar rúmenska kommúnista- flokksins hafnaði hann algerlega öll- um frávikum frá harðlínustefnu þeirri sem hann hefur rekið með harðri hendi í 24 ár. Lét hann orðsendingu sovéska kommúnista- flokksins sem hvatti Rúmena til umbótastefnu sem vind um eyru þjóta. Þá blés hann á áskorun ungverska sósíalistaflokksins um að auka lýð- ræði í Rúmeníu og að virða rétt minnihiutahópa í landinu. Ceaus- escu hefur að undanförnu ofsótt ungverska minnihlutann í Rúmeníu og lagt þorp þeirra í rúst. Þess í stað kynnti Ceausescu áætlanir um að auka hemaðarmátt Rúmena. samþykktar og þannig vopnin slegin úr höndum skæruliða á Mindanao. En múslímar á þessum slóðum snið- gengu kosningarnar nær algerlega og kristnir kjósendur greiddu flestir atkvæði gegn áætluninni. Múslímar krefjast algers sjálf- stæðis og sniðgengu þess vegna kosn- inguna, en kristnir menn em alger- lega mótfallnir sjálfstjórn, hvað þá aðskilnaði, enda múslímar í miklum meirihluta á Mindanao. hafa í E1 Salvador flugu heim í hundraðatali um helgina til að forð- ast bardagana og morðæði dauða- sveitanna. Fjórir jesúítaprestanna sem myrtir vom í síðustu viku voru fæddir á Spáni. George Bush forseti Bandaríkj- anna aftók það með öllu að hætta við þá hernaðaraðstoð sem Bandaríkja- menn veita ríkisstjórninni í E1 Salva- dor, þrátt fyrir morðina á jesúíta- prestunum og aðfömm dauðasveit- anna. Telur hann enn brýnna en nokkm sinni að styðja við bak stjórnarhersins í baráttunni við skæmliða Farabundo Marti. Kambódía: Skæruliðar vinna sigra Skæruliðaherir Rauðra Khmera og tveggja kambódískra skæruliða- samtaka er njóta stuðning ýmissa vestrænna ríkja unnu mikinn sigur á stjórarhernum í Kambódíu í gær Nokkur þúsund skæruliða sam- hæfða sókn að varðstöðvum stjórn- arhersins við helstu þjóðvegi og járnbrautaleiðir sem liggja til Tæ- lands og náðu þeim á sitt vald. Árás þessi kemur í kjölfar þess að meirihluti allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna viðurkenndi skæruliðahreyfinguna í Kambódíu sem berst gegn ríkisstjórninni í Pnom Penh, sem Víetnamar komu á fót á sínum tíma. Hafa tiltölulega fá ríki viðurkennt þá stjórn sem rétta stjórn Kambódíu. Skæmliðar hafa náð á sitt vald að minsta kosti 20 km kafla af hinum torfæra þjóðvegi 5 sem liggur frá bænum Sisophon til Tælands. Bardagar halda áfram í El Salvador: Verkalýðsleiðtogi myrtur Kjósendur á Mindanao: Hafna sjálfstjórn- artillögum Aquino

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.