Tíminn - 21.11.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.11.1989, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 21. nóvember 1989 Tíminn 13 r uui\ivu<Ji i «nr AÐALFUNDUR MIÐSTJÓRNAR FRAMSÓKNARFLOKKSINS veröur haldinn laugardaginn 25. nóvember 1989 á Hótel Loftleiðum. Dagskrá 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. Kl. 9.30 Fundurinn settur. Steingrímur Hermannsson Kl. 9.45 Kosnir starfsmenn fundarins. a) 2 fundarstjórar b) 2 ritarar c) 5 menn í Kjörnefnd Kl. 10.00 Yfirlitsræða formanns: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Almennar umræður Kl. 12.00 Hádegisverður Kl. 13.00 Kynnt - NEFNDARÁLIT - nefndar sem skipuð var af Þingflokki Framsóknarflokksins - um efnahags-, at- vinnu- og byggðamál. Fyrirspurnir/Pallborð Kl. 14.00 EB/EFTA OG Island. Framsaga starfshóps. Umræður, afgreiðsla ályktunar. Kl. 15.00 Sveitarstjórnarkosningarnar 1990. Framsagastarfshóps. Umræður, afgreiðslaályktunar. Kl. 16.00 Kaffihlé Kl. 16.30 Byggða- og atvinnumál. Framsaga starfshóps. Umræða, afgreiðsla ályktunar. Kl. 18.00 Kosning 9 manna í framkvæmdastjórn. Kl. 18.15 ÁlitsdrögfráSkipulagsnefnd Framsóknarflokksins. Umræður, ábendingar. Kl. 19.00 Kosning 3ja varamanna í framkvæmdastjórn. Kl. 19.15 Önnur mál. Kl. 20.00 Fundarslit. Steingrímur Hermannsson Framsóknarflokkurinn. Gissur Pétursson Miðstjórnarfundur SUF Miðstjórnarfundur SUF verður haldinn föstudaginn 24. nóvember. Dagskrá nánar auglýst síðar. Miðstjórnarmenn eru hvattir til að mæta. Samband ungra framsóknarmanna. FUF Árnessýslu Fundur um ísland og Evrópubandalagið í Inghól á Selfossi þriðjudaginn 21. nóv. kl. 21.00. Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður hefurfram- sögu. Fyrirspurnir og almennar umræður. Allir velkomnir. Stjórnin Viðtalstími LFK Bjarney Bjarnadóttir, ritari LFK, verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóa- túni 21, miðvikudaginn 22. nóvember kl. 14-16. Stjórn LFK. Bjarney Miðstjórnarfundur SUF Miðstjórn SUF heldur fund föstudaginn 24. nóv. að Nóatúni 21. Dagskrá nánar auglýst síðar. Stjórnin. Seltjarnarnes Framsóknarfélag Seltjarnarness heldur bæjarmálafund þriðjudaginn 21. nóv. kl. 21.00 í fundarsal félagsins að Eiðistorgi 17. Allir velkomnir. Fulltrúar félagsins í nefndum bæjarins sérstaklega beðnir að koma. Stjórnin. Selfoss og nágrenni Félagsvist verður spiluð að Eyrarvegi 15, þriðjudaginn 21. nóv. og 28. nóv. kl. 20.30. Kvöldverðlaun - glæsileg heildarverðlaun. Framsóknarfélag Selfoss Borgnesingar nærsveitir Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 24. nóv. kl. 20.30. Annað kvöldið í þriggja kvölda keppni. Framsóknarfélag Borgarness. Illlllllllllilllllllllllllil SPEGILL llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllll Tvær hliðar á Moniku Jaruzelski. stundar rétta kaffihúsið í Varsjá, fengju af henni. Monika var þess vegna mjög tilkippileg að veita keppinaut Le Figaro, Paris Match, aðgang að gjörólíkum myndum af henni, þar sem hún kemur fram í gagnsæjum nærfatnaði með slegið hár. Þar liggur hún útaf í rúmi og sveiflar hárinu, teygir úr sér á bjamar- skinni, málar á sér varirnar undir bílstýri og því um líkt. Myndröðin í Le Figaro hafði hina alvarlegu yfirskrift „Lýðræði okkar er ekki til að sýnast“. Yfir- skriftin í Paris Match var hins vegar „Ungfrú Pólland? Nei, ungfrú Jaruzelski". Síðast þegar fréttist hafði faðir Moniku ekki séð myndasíðurnar í Paris Match, en aðstoðarmenn hans em sagðir bálreiðir. „Hún er alger kjáni,“ segir einn þeirra. „Svona má ekki sú hegða sér sem á forseta að föður.“ En það er einmitt það að eiga Jamzelski að föður sem hefur kannski gert Moniku uppreisnar-. gjama. Hún er einkabam foreldra sinna, móðir hennar er prófessor í þýsku. Árið 1981, þegar faðir hennar lýsti yfir herlögum í Pól- landi varð Monika að hætta að ganga í skóla í heilt ár til að verða ekki fyrir aðkasti frá skólasystkin- um sínum og enn fylgjast örygg- isverðir með henni allan sólar- hringinn. Kannski finnst Moniku Jaruzel- ski bara tími kominn til að fara að finna sinn eigin lífsfarveg. í viðtal- inu við Paris Match segist hún eiga þann draum að búa á Ítalíu. Sem nærri má geta fellur sú yfirlýsing ekki í góðan jarðveg hjá aðstoð- armönnum föður hennar. Dóttir Jaruzelskis glannaleg fyrirsæta í Paris Match! Nú hefur Wojciech Jaru- zelski, forseti Póllands ríka ástæðu til að ganga sífellt með dökk gleraugu. Tutt- ugu og sex ára gömul dóttir hans, Monika hefur nefni- lega lagt í rúst áform hans um að draga upp mynd af hershöfðingjanum sem traustum og hlýlegum fjöl- skylduföður. Myndir af Moniku fáklæddri hafa birst í franska tímaritinu Paris Match við mikinn fögnuð sumra en föður hennar til mikillar hrellingar. Þeir sem bera ábyrgð á þeirri mynd sem forsetinn hefur í augum almennings fengu þá ljómandi hug- mynd að sýna nýja föðurlega ímynd af hershöfðingjanum, sem ekki hefur þótt geisla af hlýju og umhyggju. Þeir skipulögðu því við- töl og myndatökur fyrir franska tímaritið Le Figaro, þar sem m.a. mátti sjá hann í íþróttabúningi, hjólandi með dóttur sinni. En Monika hafði sínar eigin hugmyndir. Hún þykir sjálfstæð stúlka enda hefur hún búið annars staðar en í föðurhúsum undanfarin 5 ár. Henni þótti lítið til koma hugmyndarinnar um að vera sýnd sem „dóttir hershöfðingjans“, ein- hvers konar hliðarhjól við föður sinn. En það sem henni þótti verst var að hún var Iátin líta út fyrir að vera hin hversdagslegasta, með eirrautt hárið hnýtt í harðan hnút í hnakkanum. Það var ekki sú mynd sem hún kærði sig um að málararnir, poppstjörnurnar og kvikmyndaframleiðendumir, sem mynda tískuglanshópinn sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.